Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 32
ra 80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Sigríður Hannesdóttir og Helga Steffensen í góðra vina hópi. Þær fengu fjóra krakka til liðs við sig til að bregða sér í brúðulíki fyrir Ijósmyndarann. , Brúðubíllinn heldur af stað á gæsluvelli borgarinnar BRÚÐUBÍLLINN heldur af stað í árlegan leiðangur sinn á gæslu- velli Reykjavfkurborgar á morgun, mánudag. Brúðubíllinn er útileik- hús sem starfað hefur undanfarin átta ár og að þessu sinni eru yfir 40 brúður sem taka þátt í sýningun- um. Brúðubíllinn kemur tvisvar við á hverjum gæsluvelli í sumar og sýnir tvo þætti, „Ugluna í trénu" og „Gesti frá Afríku". Dagskráin er að miklu leyti byggð upp á tónlist. Helga Steff- ensen og Sigríður Hannesdóttir stjórna brúðunum og verður tónlistin leikin af bandi á sýn- ingunum. Handritið er eftir þær Sigríði og Helgu og hefur Helga auk þess hannað allar brúðurnar og leiktjöld. Bílstjóri Brúðubíls- ins og tæknistjóri er Rósa Valtýsdóttir. Á blaðamannafundi sem að- standendur Brúðubílsins boðuðu til nú fyrir helgi, kom meðal annars fram, að allir eru vel- komnir á sýningarnar, en þær eru miðaðar við börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Dagskráin er um hálftíma löng og verður farið á þrjá til fjóra gæsluvelli að meðaltali á dag. Síðar í sumar og í haust hyggjast þær Helga og Sigríður ferðast um landið með sýning- una. Þær fara umhverfis Iandið og sýna í samkomuhúsum um allt land. Þetta hafa þær gert undanfarin fjögur sumur. Dagskrá Brúðubílsins verður dreift á gæsluvelli Reykjavíkur og vildu þær Helga og Sigríður biðja aðstandendur barnanna að kynna sér hana á viðkomandi völlum. Fyrstu sýningarnar verða sem fyrr segir á morgun, mánudag, og verður byrjað á gæsluvellin- um við Faxaskjól kl. 10 árdegis. Kl. 11 verður sýnt á gæsluvellin- um við Dunhaga og kl. 14 á morgun kemur Brúðubíllinn á gæsluvöllinn við Hringbraut. Margar nýjar brúður eru nú með í förinni og ennfremur eldri góð- kunningjar barnanna, svo sem refurinn og Gústi api. Urskurður forseta neðri deildar: Lögræðislög frágengin INGVAR Gíslason, forseti neðri deildar Alþingis, kvað upp eftirfar- andi úrskurð um deilumál, sem kom upp í þingdeildrnni varðandi lokaafgreiðslu frumvarps til lög- ræðislaga. Málsatvik eru rakin í úr- skurðinum: „Fyrr á þessum fundi voru gerðar athugasemdir um þing- sköp í þá veru að þess hefði ekki af forseta hálfu verið gætt að fá þingnefnd til nýrrar athugunar frumvarp, sem endursent hafði verið deildinni vegna breytinga í háttv. efri deild. Þeirri kröfu var hreyft að atkvæðagreiðsla um þetta þingmál, þ.e.a.s. frumvarp til lögræðislaga, yrði tekin aftur og málinu vísað til háttv. alls- herjarnefndar. . Forseti hefur tekið sér frest til að kanna sem nánast réttmæti þessarar kröfu. Að þeirri athugun lokinni telur forseti að ekki séu efni til þess að endurtaka atkvæðagreiðslu þessa. Verður ekki séð að form- legir meinbugir hafi verið á at- kvæðagreiðslunni, né þeirri yfir- lýsingu forseta að málið hafi ver- ið samþykkt sem lög frá Alþingi. Fyrir forseta var ekki lögð ósk um að vísa málinu til nefndar auk þess sem telja verður að með atkvæðagreiðslunni hafi þing- deildin og þingdeildarmenn sýnt að ekki væri gerð krafa um slíka málsmeðferð. Þegar svo stendur á hefur forseti á valdi sínu að láta mál ganga fram án þess að því máli sé vísað til nefndar. Með skírskotun til þess sem nú hefur verið sagt úrskurðar for- Ingvar Gíslason seti að atkvæðagreiðslan skuli standa svo og sú yfirlýsing að málið hafi verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Að öðru leyti og af sanngirnis- ástæðum vill forseti lýsa yfir því að honum þykir mjög miður að svo skyldi þurfa að fara að háttv. 10. landskj. þingmaður var ekki viðstödd, þegar atkvæðagreiðsla fór fram, og það því fremur, að háttv. þingmaður, Guðrún Helgadóttir, var í góðri trú um að þetta mál fengi ekki svo skjóta afgreiðslu sem raun bar vitni. Um það atriði var forseta þó alls ókunnugt og var hann þá einnig í sinni góðu trú um að háttvirtir þingdeildarmenn sættu sig við málsmeðferðina eins og hún var.“ Svava Sigríð- ur með sýningu á Selfossi SVAVA Sigríður Gestsdóttir hefur opnað sýningu í Listasafni Árnes- sýslu Selfossi. Á sýningunni eru 34 verk, vatnslitamyndir og myndir unnar með bleki. Þetta er 7. einka- sýning Svövu Sigríðar, en hún hef- ur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Hún er einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnessýslu. Svava Sigríður stundaði nám við Myndlistarskólann við Freyju- götu og einnig við Bergenholts Dekörations fagskole í Kaup- mannahöfn. Sýningin stendur til 31. maí og verður hún opin um helgar frá kl. 14 til 21 og virka daga frá kl. 18 til 21. Nýjar kenningar um þroska laxaseiðæ Hægt að flýta fyrir þroska seiða með viðeigandi meðferð á haustin — segir dr. Júlíus Birgir Kristinsson, sem nýlega varði doktorsritgerð í Kanada um þá þætti sem hafa áhrif á vöxt laxaseiða „Laxaseiði þurfa að ná ákveðnu þroskastigi til að geta orðið að gönguseiðum og það hefur hingað til verið talið að þessi þroski eigi sér stað á vorin. Rannsóknir mín- ar benda hins vegar til að göngu- seiðaþroskinn hefjist um það bil átta mánuðum fyrr, eða að hausti til. Sé það rétt hlýtur það að breyta viðhorfum manna til lax- eldis, því það skiptir mestu um þroska seiðanna hvað gert er í upphafi þroskaskeiðsins, en ekki þegar því er um það bil að Ijúka," sagði Júlíus Birgir Kristinsson, en hann varði nýlega doktorsritgerð í Kanada, sem fjallaði um þá þætti sem hafa áhrif á vöxt Atlants- hafslax. Júlíus Birgir hefur und- anfarin ár stundað nám við há- skólann í New Brunswick auk þess sem hann vann að doktors- verkefni sínu við The Biological Station of St. Andrews, sem er líffræðistofnun á vegum Kanada- stjórnar í New Brunswick-héraði. „Verkefnið snerist í raun um svokallaða tvískiptingu í vexti laxaseiða í eldi,“ segir Júlíus Birgir. „Seiði, sem alin eru frá hrognastigi í keri, skipta sér í tvo aðskilda stærðarhópa á hausti fyrsta árs í eldi. Þetta hefur að vísu ekki verið rannsak- að með íslensk seiði, en þetta gerist iðulega hjá kanadískum og skoskum seiðum að minnsta kosti. Stærri seiðin ná göngu- seiðastigi vorið eftir, það er að segja, eftir eitt ár í eldi, en þau minni þurfa eitt ár til viðbótar til að verða að gönguseiðum. Mitt verkefni var að reyna að komast að því hvað þarna væri að gerast og eins að kanna hvort og þá hvernig hægt væri að hafa áhrif á hlutfall stærri og minni seiða. Þetta síðarnefnda skiptir miklu máli í sambandi við lax- eldi. Ég komst að því, að það er þroski seiðanna á tímabilinu frá ágúst og fram í nóvember, sem mestu réð um það í hvorn stærð- arhópinn seiðin færu. Á þessu tímabili ná sum seiðin nauðsyn- legum þroska til að geta orðið að gönguseiðum um vorið. Ef þau ná þessum þroska strax um haustið eykst vaxtarhraði þeirra margfalt á mjög stuttum tíma. Þau halda þessum aukna vaxt- arhraða um tíma en síðan hæg- ist á vextinum aftur, án þess þó að vera jafn hægur og í upphafi." — Er hægt að hafa áhrif á þennan þroska og þar með fjölga MorgunblaðiA/ KÖE. Dr. Júlíus Birgir Kristinsson. þeim seiðum sem verða að gönguseiðum á einu ári? „Niðurstöður mínar bentu til að það væri hægt ef það væri gert strax um haustið. Og þá með því að stjórna dagsbirtunni sem seiðin njóta og hitastiginu. Það er flókið mál að skýra ná- kvæmlega frá því hvernig þetta er gert og varasamt að fara út í þá sálma að ráði í stuttu blaða- samtali. Birtumeðferðin er til dæmis vandmeðfarin á þann hátt, að mikil dagsbirtulengd á ákveðnu tímabili eykur hlutfall þeirra seiða sem ná þessu þroskastigi, en hins vegar getur svipuð meðferð á öðrum tímum komið í veg fyrir það. Það er ein- faldara að eiga við hitastigið, því það reynist best að hafa það sem næst kjörhita, sem er 16—17 stig hjá kanadískum laxaseiðum. En það er alveg ljóst að það er hægt að flýta fyrir þroska seiða með slíkum aðferðum um að minnsta kosti ár og með aukinni þekk- ingu á þessu sviði verður jafnvel hægt að flýta þroskanum enn meira.“ — Þýðir þetta að laxeldi á fs- landi sé á villigötum? „Ég er nýkominn heim og er ekki sérlega fróður um það hvernig menn hafa stundað lax- eldi hér undanfarið, en sums staðar hefur það tíðkast að hafa Ijós á seiðunum allan sólar- hringinn mánuðum saman, sem eykur vöxt, en samkvæmt mín- um niðurstöðum og niðurstöðum þeirra vísindamanna sem starfa við líffræðistofnunina í St. And- rews eru líkur á að þessi meðferð spilli fyrir réttum þroska göngu- seiðanna. Vaxtarspretturinn sem þroskuðu seiðin taka við eðlilegar kringumstæður á sér ekki stað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.