Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 87 Anna Garðarsdóttir með langömmum sínum. Frá vinstri: Helga Magnúsdóttir, Móeiður Skúladóttir, Elínborg Stefánsdóttir og Steinunn Stephensen. Af langömmum og skírn í frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu var getið um þau fáheyrðu tíðindi, að ungur drengur, sem skírður var í Hall- grímskirkju á páskadag, ætti allar lang- ömmur sínar á lífi, tvo langafa, mörg langafasystkini og afa- og ömmusystk- ini. Þetta eru óneitanlega fáheyrð tíð- indi, en ekki einsdæmi þó. Svo skemmti- lega vill til, að þann 22. október árið 1944 var stúlkubarn skírt að Sunnuhvoli á Selfossi, að viðstöddum öllum langömm- um sínum, tveimur langöfum og fjölda annarra skyldmenna. Stúlkan var skírð Anna Garðarsdóttir og á einni af með- fylgjandi myndum sjáum við hana nokk- urra mánaða gamla með langömmum sínum. Anna er gift Þorvaldi örn- ólfssyni, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, og eiga þau fjögur börn. Það einkennilega er, að Anna og sveinninn ungi, sem skírður var í Hallgrímskirkju á páskadag, eru skyld! Langa-langamma Önnu, Sigrún Páls- dóttir, var systir Steinunnar Pálsdóttur, langa-langa-langömmu drengsins. Steinunn Pálsdóttir var amma séra Jak- obs Jónssonar, föður Jökuls heitins Jak- obssonar rithöfundar, sem er afi drengs- ins. Sonur þeirra Jökuls og Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns er Hrafn Jökulsson, faðir drengsins, sem skírður var sl. páskadag. Þessi mynd, sem tekin var árið 1944, er af foreldrum, iimmum, öfum, langömmum og langöfum Önnu Garðarsdóttur. í öftustu röð frá vinstri eru: Agúst Helgason langafi Önnu, sonur hans Helgi Ágústsson, kona Helga, Anna Oddsdóttir, Áslaug Stephen- sen amma Önnu og maður hennar, Jón Pálsson, og loks Páll Þorsteinsson langafi Önnu. í miðröð eru langömmurnar. Frá vinstri: Móeiður Skúladóttir Thorarensen, kona Ágústs Helgasonar, Steinunn Stephensen, ekkja séra Ólafs Stephensen prests á Mosfelli, Helga Magnúsdóttir, ekkja Odds Oddssonar gullsmiðs og fræðimanns á Reyn á Eyrarbakka, og Elínborg Magnúsdóttir, kona Páls Þorsteinssonar. Fremst á myndinni eru foreldrar Önnu, Garðar Jónsson og Móeiður Helgadóttir. Anna Garðarsdóttir í faðmi fjölskyldu sinnar í dag. Frá vinstri: Garðar, Helga Móeiður, Þórvarður Örnólfsson, Anna, Arnþór Jón og Örnólfur. Glaðar á góðum degi Þær voru glaðar á góðum degi þessar fyrrverandi skólasystur úr Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, sem ljósmyndari Mbl. smellti mynd af fyrir framan Naustið einn sólskinsdag fyrr í mánuðinum. Það eru 20 ár nú í vor síðan þær útskrifuðust og 23 þeirra komu saman laugardaginn 5. maí sl. til að halda afmælið hátíðlegt. Dagurinn byrjaði með morgunkaffi hjá einni þeirra, síðan var sest að snæðingi í Naustinu í hádeginu og um kvöldið fóru þær aftur út að borða með mökum sínum og dönsuðu í Kiwanishúsinu til klukkan þrjú um nótt- ina. Sannarlega eftirminnilegur dagur. (MorgunhlaAiA Július).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.