Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 44
.v>er )am os /f'fOACi’Kyiiii coa' a wvuirjiGM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Svo segir mannkertið við mig: l»ú ert sennilega svo tepruleg að þú neitar að nota gleraugu! ást er... ... aö vekja á sér athygli TM Rea. U.S. Pat. Ofl -all ngtits tesemd • 198 f Los Angeies Tintes Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI ' U t W „EG HATA KETTt. / U Að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar Ásdís Erlingsdóttir skrifar: Að heiðra minningu Jóns heit. Sigurðssonar forseta er ekki ein- göngu að setja blómsveig að minn- isvarða hans á Austurvelli á þjóð- hátíðardegi landsmanna. Það þarf að kynna þjóðinni bet- ur á einfaldan hátt skoðanir hans og ábendingar m.a. á hvern hátt þjóðin gæti orðið bjargálna og staðið á eigin fótum til að við- halda sjálfstæði sínu. Jón hvatti þjóðina til dáða og hann áleit hornsteininn að vel- megun þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og lýðræðisskipulagi vera komin undir frjálsri verslun og frjálsum viðskiptaháttum á jafn- réttisgrundvelli. Enda var Jón ein- lægur talsmaður einstaklings- framtaksins og hann gerði sér ætíð far um að hlúa að sjálfs- bjargarviðleitni samtíðarmanna sinna og að sjálfsbjargarviðleitni þeirra nýttist með Guðs hjálp til sjálfsábyrgðar í orði og athöfnum, en ekki í skjóli ábyrgðarleysis. Þessi skoðun Jóns er grunn- tónninn í sjálfstæðisbaráttu hans ásamt því kristilega siðgæði sem hann sáði til þjóðarinnar. Jón hafði mikla djörfung og var ein- lægur'og hreinskiptur, eins og sjá má, að þó að hann hafi verið virt- ur embættismaður síns tíma, þá fyrirvarð hann sig ekki að vitna um trú sína á Guð í Kristi Jesú, enda vel búinn úr foreldrahúsum í þeim efnum. Að heiðra minningu Jóns Sig- urðssonar er að þjóðin gleymi ekki hans ágætu og tryggu eiginkonu, frú Ingibjörgu Einarsdóttur, sem stóð dyggilega með manni sínum og studdi hann eins og best verður á kosið, eins og góðri eiginkonu sæmir. Frú Ingibjörg var sem móðir og gestgjafi þeirra fjöl- mörgu fslendinga, sem sóttu þau hjónin heim í Kaupmannahöfn og nutu fyrirgreiðslu þeirra og hjálp- semi á margvíslegan hátt. Þess vegna er það viðeigandi að ef erlendir þjóðhöfðingjar í kurt- eisisheimsókn sækja landið heim, þá er þeim boðið að gróðursetja tré í „Ingibjargarlund". Að sinni vildi ég segja að við vitum, að þar sem meirihluti ræð- ur, þá gerir enginn einn neitt í „leikslok". Það kemur því til álita að þeir menn er börðust með Jóni í sjálfstæðisbaráttunni eigi nöfn sín árituð á minnisvarða hans á Austurvelli. Jón Sigurðsson Fjöldi fólks er veikur Sverrir Þórðarson skrifar: Maður sem gerir sér upp svo mikil veikindi að hann getur ekki farið til vinnu sinnar er illa á vegi staddur. Það er spurning hvort hann hafi heilsu til þess að stjórna farartæki með fjölda manns innanborðs. Sá flugmannaleikur að þykj- ast vera veikur er svo ógeðfelld- ur að hann hlýtur að vekja óhug hjá öllum almenningi. Flugmenn mega vita að mikill fjöldi fólks á öllum aldri getur ekki gengið til vinnu sinnar vegna veikinda. Framkoma flug- manna Flugleiða er þrungin þvílíkri ögrun, að fullkomin ástæða er fyrir þá sem í slíku taka þátt að hafa áhyggjur af. Að krenkja kóngínn Sigurður Jónsson skrifar: Það hefur lengi tíðkast undarlegt fyrirkomulag í verslunarmálum á íslandi, þ.e.a.s. að kaupfélög hafa haft allt aðrar rekstrar- og af- komuaðstæður en almenn verslun. Þetta er afskaplega ranglát skipting sem byggist aífarið á úr- eltri og óréttmætri löggjöf um samvinnufélög. Tökum til dæmis KÍ sem hefur undanfarin ár verið rekið með stórtapi — ef marka má ársreikn- inga þess sem raunar eru yfirfarn- ir af löggiltum endurskoðanda og launuðum endurskoðendum þess sjálfs. í skýringum sem fylgja reikn- ingunum 1979 stendur svo orðrétt I 4) lið: „Rekstrartap 1979 kr. 31.437. þús. hefði miðað við óbreytt reikningsskil fyrra árs orðið um 107 millj. (undirstr. mín- ar) (rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og vexti + afskriftir 1978 + vaxta- og gengismunur 1979). Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, cf þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þannig hefur hagur félagsins versnað töluvert á árinu 1979.“ Á bls. 11 í ársskýrslu 1980 stendur orðrétt: „Halli fyrir af- skriftir, vexti og verðbreytingar hefur minnkað úr 60,9 millj. 1979 (takið eftir upphæðinni) í 34,2 milljónir 1980.“ Hvað gerði svo venjuleg verslun með þetta tap sem ekki er bara tap þessara tveggja ára heldur margra í röð þar á undan? Hún færi beint á hausinn. Hvað gerir svo Kl — það sama? Nei, ertu vit- laus? Þetta er kaupfélag. Það kaupir þrjú stórfyrirtæki. Tvö af skæðum keppinautum. Fiskiðjan Freyja, Súgandafirði — aldrei hefur verið gefið upp opinberlega hvað kaupverðið var. Ljónið — stórverslun í Tungudal — kaupin gengu til baka eftir mikið þóf. og Steiniðjuna og fleiri fyrirtæki — kaupverð þeirra hefur aldrei feng- ist uppgefið. Af hverju er þetta ekki í lagi að tapfyrirtæki kaupi fyrirtæki uppá margar milljónir? Áf því að al- menn verslun fær ekki — og getur ekki — gert það. Þetta þýðir að vilji SÍS einoka verslun á lands- byggðinni geta þeir það auðveld- lega eins og að drekka vatn því hvorki skattayfirvöld né nein önn- ur hafa neitt við það að athuga að tapfyrirtæki ryðji öllu úr vegi sin- um. Af hverju gera kaupmenn ekk- ert. Bíða þeir bara meðan fyrsta hæðin brennur af því að núna eru þeir á annarri hæð? Bíða þeir eftir þvi að auðhringurinn athugi við hverja þeir vilja losna? Af hverju gera skattayfirvöld engar athugasemdir við þetta? Það hlýtur þá að vera löglegt. Þarf þá ekkert að gera til þess að breyta þessum gifurlega að- stöðumun — ekki geta kaupmenn farið i stórumömmu SÍS til þess að fá endalaust peninga eins og gert er hjá KÍ. Almenningur verður nú að súpa seyðið af verðstríði SÍS í Reykja- vík í miklu hærra vöruverði á landsbyggðinni til þess að halda niðri vöruverði í Miklagarði með- an þeir eru að komast inná mark- aðinn í Reykjavík. Er þetta réttlátt? Er þetta hægt til lengdar? Eiga ekki allir að sitja við sama borð hvað snertir aðstöðu og vill fólk að SÍS fái að ráðskast með landsbyggðarverslun eins og þetta dæmi sýnir? Það hafa verið miklar og rétt- mætar ásakanir á auðhringinn SÍS undanfarið. Þeir leggja samt ekki spilin á borðið og fría sig af ásökunum sem bornar eru á þá. Því gera þeir það ekki? Einungis hafa heyrst móðgunarraddir ein- stakra SÍS-hollra kaupfélags- stjóra um „árásir á samvinnu- hreyfinguna". Það hefur enginn neitt á móti samvinnu — hvorki hreyfingu eða öðru — en meðan hún misnotar fjármagn sitt til þess að einoka og bola mönnum út í krafti peningavalds — þá verður að spyrna við fótum. I gamla daga var það litið illum augum að krenkja kónginn -- það sama brennur greinilega á þessum kaupfélagsstjórum. Ég vil benda þeim á það að þó að bronsmaður- inn hjá SÍS reki ættir sínar til kónga og telji sig af einskærri hógværð einum ættlið göfugri en Elísabet Englandsdrottning, þá hefur hann ekki enn reynt að ættfæra SÍS á þennan hátt og þeir verða að taka gagnrýni eins og aðrir aðilar þjóðfélagsins. Kæru kaupmenn, getið þið ekki tapað nokkrum milljónum á ári og keypt kaupfélögin svo út af mark- aðnum — það er greinilega ráðið | eins og Kí sannar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.