Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 116. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flórída: Kókaín fyrir 1,8 milljarða gert upptækt Miimi, 22. maf. AP. Ljóstrað var upp um starfsemi fullkominnar eiturlyfjaverk- smiðju á Flórída í dag og fund- ust í verksmiðjunni eitthundrað kfló af „afar hreinu" kókaíni að verðmæti 60 milljóna Banda- ríkjadollara, eða jafnvirði 1,8 milljarða króna. Það var íbúi í nágrenni verk- smiðjunnar sem kom lögregl- unni á sporið er hann kvartaði undan óvenjulegri eterlykt frá vöruhúsum. í áhlaupi á verk- smiðjuna voru fimm manns handteknir og hundruð lítra efna, sem notuð eru við eitur- efnagerð, gerð upptæk. Díana prinsessa meðal blóm- anna á 63. árlegu blómasýn- ingu konunglega garðræktar- félagsins. Meðal tiginborinna gesta voru einnig Elísabet Englandsdrottning, Karl prins, Margrét prinsessa og Michael prins af Kent. AP/Simamynd Duarte öðlast traust á Bandaríkjaþingi WasKington, 22. maí. AP. FORSETI fulltrúadeildar Banda ríkjaþings, Thomas P. O'Neill, spáði því að Jo.se Napoleon Duarte, forseti El Salvador, mundi fá þá hern- aðaraðstoð sem hann vildi, þótt sjálfur myndi hann leggjast gegn því. Kvaðst O'Neill álíta að Duarte hefði tekist að sannfæra nógu marga þingmenn í þeysireið sinni um Capitol Hill til þess að neyöar- aðstoðin, 62 milljónir dollara, yrði samþykkt í fulltrúadeildinni. Bú- ist er við að tillagan komi til af- greiðslu í vikunni. Þingmenn sögðu í kvöld að Du- arte hefði verið afar sannfærandi er hann ávarpaði þingið og á fundi með utanrikisnefnd þess hefði hann án efa unnið þingmenn á sitt band, einkum þá er efast hefðu um réttmæti aðstoðarinnar. Duarte, sem formlega tekur við embætti forseta 1. júní nk., sagði á fundum með þingmönnum að hann mundi aldrei óska eftir beinni þátttöku Bandaríkjahers í átökunum við skæruliða. Vilja banna kjarnavopn Stokkbólmi, 22. maí. Krá Krik Liden, fréttaritara Mbl. LEIÐTOGAR sex rikja skoruðu á kjarnorkuveldin í dag aö hætta framleiiVslu og tilraunum með kjarn- orkuvopn og jafnframt að fækka verulega vopnum af þessu tagi. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, er í fyrirsvari fyrir sex- menningunum og birti yfirlýsingu þeirra, sem er í níu liðum. Hann sagði hugmyndina að yfirlýsing- unni fengna frá þingmannasam- tökum, sem aðsetur hefðu í New York, og sagði framkvæmdastjóri Genscher fer frá Moskvu vonarlítill Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra V-Þýzkalands, kvaðst engar vísbendingar hafa fengið á fundi með Konstantin Chernenko, leiðtoga sovézka kommúnistaflokks- ins, um að Rússar myndu íhuga til- mæli sín um að viðræður um tak- mörkun og fækkun vígbúnaðar yrðu hafnar þegar í stað. Tass-fréttastofan sagði eftir fundinn að ekki væri hægt að taka alvarlega óskir vestrænna aðilja um viðræður um fækkun vopna á sama tíma og verið væri að koma fyrir Pershing 2 og stýriflaugum á skotpöllum í Vestur-Evrópu. Nánir samstarfsmenn Gensch- ers sögðu viðræður hans í Moskvu, sem lauk í kvöld, hafa sannfært þá um að engar viðræður færu fram á þessu ári milli stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar. Genscher kvaðst hafa fært mál Sakharov-hjónanna í tal við sov- ézka ráðamenn og beðið um að þau fengju að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Neitaði hann að ræða mál þeirra eða undirtektir við óskir sínar á fundi með frétta- mönnum. þeirra að innan skamms myndu hefjast tilraunir til að hafa áhrif á háttsetta menn í því skyni að knýja fram algjöra stöðvun fram- leiðslu kjarnorkuvopna og síðar fækkun. Auk Palme undirrita yfirlýsing- una Indira Gandhi Indlandsfor- seti, Miguel de la Madrid Mexíkó- forseti, Julius Nyerere Tanzaníu- forseti, Raul Alfonsin Argentínu- forseti og Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Al- fonsin tók ekki þátt í samningu yfirlýsingarinnar en var boðin að- ild að henni síðar. Palme sagði yfirlýsingu sex- menninganna vera beint sérstak- lega gegn kjarnorkuveldunum fimm, Bandaríkjunum, Sovétríkj- unum, Stóra Bretlandi, Frakk- landi og Kína. Tilgangurinn væri einnig að hafa áhrif á almennings- álitið. José Napoleon Duarte, forseti El Salvador, (t.v.) rabbar við bandarísku þingmennina Jim Wright, leiðtoga meirihlut- ans í fulltrúadeildinni, Dante Fascell, formann utanríkisnefndarinnar, og Thomas P. O'Neill, þingforseta. AP/Símamynd Auknar tilraunir til að hemja Persaf lóastríð Manaraa, 22. maf. AP. ARABÍSKIR diplómatar útilokuðu í kvöld að ríkin við Persaflóa myndu treysta sér til að biðja Bandaríkja- menn að veita hernaðarvernd á fló- anum af ótta við að íranir myndu færast í aukana og herða árásir sín- ar á olíuskip á flóanum. Verið er að hefja umfangsmiklar tilraunir til að lægja öldur í deilu írana og Iraka á næstunni eftir diplómatískum leið- um. Framkvæmdastjóri samtaka ríkja múhameðstrúarmanna hefur beitt sér fyrir því að samtökin reyni ákafar en fyrr að stilla til Sovétstjórnin sendir 200 manns á Ólympíuleikana Sovctmenn ætla að senda meira en 200 manns á Ólympíuleikana í Los Angeles og hefur þessi ákvörðun þeirra komið skipuleggj- endum leikanna svo á óvart, að þeir „eiga ekki eitt einasta orð". Segir frá þessu í breska blaðinu Daily Telegraph sl. laugardag, 19. þ.m. „Ástæðan fyrir því, að Sov- étmenn hættu við að senda íþróttafólkið á Ólympíuleikana var sú, að við gátum ekki tryggt öryggi þess, að því er þeir sögðu. Nú tilkynna þeir allt í einu komu 200 manna, dómara, embætt- ismanna og blaðamanna. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Sumir Hefur engar áhyggj- ur af öryggi dómara, embættismanna og blaðamanna embættismannanna voru áður kunnir íþróttamenn en Sovét- stjórnin virðist ekki óttast um oryKgi þeirra, heldur keppend- anna, sem hefðu þó búið í sér- stökum öryggisbúðum," sagði Peter Ueberroth, forseti banda- rísku ólympíunefndarinnar, þeg- ar hann frétti af komu Rúss- anna. Sovétmenn hafa marglýst yfir, að þeir ætli ekki að reyna að hafa hein áhrif á aðrar þjóðir í þeim tilgangi að fá þær til að hætta við leikana í Los Angeles en svo virðist sem í því efni gæti einnig nokkurs tvískinnungs. Afrísku ólympíunefndinni, sem aðsetur hefur í Kamerún, barst nýlega skeyti frá Sovétmönnum þar sem þeir skýra út ástæður sínar fyrir að hætta og fara fram á „stuðning eða að afríska ólympíunefndin gæti þess að hafa í heiðri meginreglur og hugsjónir Ólympíuleikanna". friðar við Persaflóa og sendinefnd Arabaríkja reyndi að fá yfirvöld í Japan til að knýja Irani að samn- ingaborði. Japanir eru miklir viðskiptavinir Irana og Iíklegir til að geta haft áhrif á þá. Staðfest var að Richard Murphy, sérlegur sendimaður Bandaríkjanna, hefði hitt Fahd, konung Saudi-Arabíu, og fært honum bréf Reagans Bandaríkja- forseta, þar sem boðin var vernd á Persaflóa gegn loftárásum írana. Það skilyrði var sett fyrir slíkri aðstoð að bandarískar flugvélar fengju að athafna sig á herstöðv- um í Persaflóaríkjunum. Fahd konungur sagði að hann hefði gefið yfirmönnum hersins fyrirmæli um að búa sig undir og vera tilbúnir að mæta frekari loft- árásum írana. Kvaðst hann einnig hafa beitt sér fyrir því að dregið verði úr spennu með friðsamleg- um aðferðum. Bandarísk yfirvöld lögðu á það áherslu í kvöld að þau myndu freista þess eftir diplómatískum leiðum að lægja öldur í deilu írana og íraka og tryggja siglingar á Persaflóa. Ymsir embættismenn ríkja Austurlanda nær, m.a. frá Pakistan, ráðfæra sig við ráða- menn í Washington um ástandið við Persaflóa og þar er bresk sendinefnd sömu erinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.