Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNbLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Stór hópur sím- virkja er í „fríi“ „Við teljum að lögmæti þessara aðgerða okkar sé ekki minna en lögmæti þess að greiða starfsmönnum Pósts og síma innan BHM 20 yfirvinnutíma án vinnuskvldu", sagði Valgeir Jónasson, símvirki, einn símvirkja Pósts og síma sem tóku sér frí frá störfum í gær, og hyggjast gera það sama í dag og á morgun, til þess að árétta þá kröfu sína að þeir fái greidda 20% yfirborgun á mánuði, eins og tíðkast meðal verkfræðinga og tæknifræðinga Pósts og síma, cr hann var spurður hvort hann teldi aðgerðir símvirkjanna lögmætar. Valgeir sagðist telja að um 90% ákveðið þar um, en við höfum mik- þátttaka hefði verið hjá símvirkj- unum þennan fyrsta „frídag", en símvirkjarnir eru um 150 talsins, en að vísu hefðu einhverjir símvirkj- anna ekki verið í fríi, heldur hefðu þeir tilkynnt veikindi. Aðspurður um hvað tæki við hjá símvirkjum að fríinu loknu, sagði Valgeir: „Það hefur ekkert verið inn áhuga, af faglegum ástæðum, á að sameinast rafeindavirkjum á hinum almenna markaði, auk þess sem við teljum að þeir hafi um 30% hærri laun en við. Kannski verður það því næsta skrefið hjá okkur að brjótast út úr BSRB og sameinast rafeindavirkjum utan samtak- anna.“ Embætti skrifstofustjóra Alþingis: Friðrik Ólafsson ráðinn frá 1. sept. FRIÐRIK Olafsson, lögfræðingur, skákmeistari og ritstjóri Lagasafnsins, hef- ur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis frá og með I. september næstkomandi. Lætur Friðjón Sigurðsson, núverandi skrifstofustjóri, af störfum frá og með sama tíma. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, tilkynnti ráðningu Friðriks við þinglausnir í gær og sagði að forsetar Alþingis hefðu tekið ákvörðun um ráðningu Friðriks á fundi þeirra í gærmorg- un. Friðrik er fæddur 26. janúar 1935 í Reykjavík, sonur hjónanna Ólafs Friðriksson og Sigríðar Sím- onardóttur. Friðrik lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og lagaprófi frá til fulls. Þá sagðist hann alltaf hafa notið velvildar stjórnvalda svo það væri kannski ekki úr vegi, að hann færi að leggja eitthvað á móti. Auk Friðriks sóttu þrír um stöðu skrifstofustjóra, þeir Ólafur Ólafsson, lögfræðingur og deildar- stjóri á skrifstofu Alþingis, og Sigmundur Stefánsson, skrifstofu- stjóri hjá skattstjóra Reykja- neskjördæmis. Sá þriðji æskti nafnleyndar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, til vinstri kveður Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóra Alþingis, eftir þinglausnir í gær. Ljósm. Mbl. rax. Hættir eftir 40 ára starf FRIÐJÓN Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, lætur af störf- um á þessu ári vegna aldurs eftir 40 ára störf hjá Alþingi, þar af 28 ár sem skrifstofustjóri. Við þing- lausnir í gær þökkuðu Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sam- einaðs þings, og Ragnar Arnalds, sem talaði af hálfu stjórnarand- stöðunnar, Friðjóni vel unnin og farsæl störf í þágu þingsins. Þorvaldur gat þess í ræðu sinni að Friðjón myndi hætta störfum í ár vegna aldurs og að Friðrik ólafsson lögfræðingur tæki við starfi hans 1. september nk. Þorvaldur sagði að geta mætti þess, að Friðjón hefði gegnt stöðu skrifstofustjóra í meira en fjórðung þess tíma, sem liðinn væri frá því að Al- þingi varð löggjafarþing og við fengum stjórnarskrá árið 1874. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu á starfstíma Friðjóns. Friðjón hefði tekið þeim breytingum vel og unnið farsællega, en ætíð gætt þess að ekki væri ofgert. f lok ræðu sinnar þakkaði for- seti sameinaðs þings Friðjóni vel unnin störf og farsæl í þágu AI- þingis í áratugi. Hann óskaði honum ennfremur og fjölskyldu hans velfarnaðar um ókomin ár. Ragnar Arnalds, sem talaði síð- an af hálfu stjórnarandstöðunn- ar, tók undir þakkir forseta sam- einaðs þings til Friðjóns. „Tel að hægt sé að borga bændum grundvallarverð“ — segir Haukur Hjaltason sem vill leigja sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi Háskóla íslands 1968. Friðrik er þekktastur fyrir skáklist sína. 1956 varð hann alþjóðlegur skákmeistari og stórmeistari tveimur árum síðar. Hann varð meðal annars Norðurlandameist- ari í skák og var forseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins frá 1978 til 1982. Kona Friðriks er Auður Júlíusdóttir. Friðrik sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann væri nú að leggja síðustu hönd á Laga- safnið og því yrði þetta næsta verkefnið. Hann liti til þess með eftirvæntingu, það fylgdi því mikil ábyrgð og krefðist mikillar at- orku, en hann myndi að sjálfsögðu leggja sig allan fram við að sinna starfinu, þó það tæki væntanlega nokkurn tíma að komst inn í það „ÞAÐ hefur heyrst að skerða eigi kjör bænda með því að lækka grundvallarverðið sem þeim er ætl- að að fá með sérstökum samning- um á milli fulltrúa neytenda og Verðbólgu- hraðinn mælist 8,5 % SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júnímánuð og reyndist hún vera 885 stig eða 0,68% ha-rri en lánskjaravísitala fyrir maímánuð, sem var 879 stig. Miðað við þessa hækkun láns- kjaravísitölunnar mælist verð- bólguhraðinn á 12 mánaða tímabili því nú 8,5%. bænda og í því sambandi hcfur ver- ið talað um 5 til 15 prósent skerð- ingu afurðaverðs. Ég hefi hins veg- ar boðist til að taka á leigu slátur- hús Sláturfélags Suðurlands á Sel- fossi og borga bændum að minnsta kosti grundvallarverð fyrir afurðir þeirra," sagði Haukur Hjaltason, eigandi innflutningsfyrirtækisins Dreifingar, er hann var spurður um tilboð hans um að taka sláturhúsið á leigu. „Sláturleyfishafarnir segja að visu að það sé vegna sölutregðu sem þarf að lækka þessa greiðslu til bændanna en ég held að sölu- tregða sé heimatilbúinn vandi, og af þeirri ástæðu bauðst ég til að yfirtaka reksturinn á sláturhús- inu á Selfossi. Ég tel að hægt sé að borga bændum grundvallarverð fyrir afurðir þeirra á meðan til eru í þjóðfélaginu aðilar, sem vilja borga bændum það sem telja má eðlilegt. Jafnframt tel ég mig hafa tryggan markað fyrir þær sláturafurðir sem frá þessu sláturhúsi koma og gæti þess vegna tekið við rekstrinum strax í sumar. Sláturfélag Suðurlands hefur hins vegar ekki ennþá gefið mér svar þannig að væntanlega treysta þeir sér til að borga bændum í framtíðinni það grundvallarverð, sem samið var um,“ sagði Haukur Hjaltason. Hjá Hrafni Sigurðssyni, skrif- stofustjóra Sláturfélags Suður- lands, fengust þær upplýsingar að þessu máli hefði verið vísað til stjórnar sláturfélagsins, en hún hefði ekki enn komið saman og því biði málið afgreiðslu. Skattamál SÍS rannsökuð Einróma þingsályktun: „Aukin rækt vid málvönd- un og framburðarkennslu* — í ríkisfjölmiðlum og grunnskólum ALÞINGI íslendinga samþykkti í gær með 50 samhljóða atkvæðum „að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og í grunnskóla- námi verði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði íslenzkrar tungu". Þessi þingsályktun, sem nú hefur verið send ríkis- stjórninni til fyrirgreiðslu, var flutt af Arna Johnsen (S) og sex öðrum þingmönnum úr fimm þingflokkum. Allsherjarnefnd mælti samhljóða með samþykkt hennar, lítið eitt breyttum. í greinargerð með tillögunni varðveizla hennar mikilvægasta er íslenzk tunga talin dýrmæt- þjóðræknismálið og nátengt asti fjársjóður þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttru okkar. Tung- an er sögð undirstaða samhengis íslenzkrar menningar og veita okkur hlutdeild í fornum menn- ingararfi. Þar segir ennfremur að við höfum tapað áttum í lestri og framburði og áherzlur hafi brenglazt. Því sé nauðsynlegt að hlutast til um stóraukna rækt við kennslu í framburði íslenzkr- ar tungu og málvöndun. „EFTIR því, sem ég bezt veit, eru fyrirtæki dregin út á víxl til skatt- rannsóknar og mun nú mikill fjöldi fyrirtækja vera í slíkri rannsókn," sagði Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Sambandsins, er hann var inntur eftir því hvort Sambandið sætti rannsókn skattrannsókna- stjóra. Aðspurður um það, að hverju rannsókn þessi beindist, sagði Valur, að málið væri í höndum skattrannsóknastjóra. Embætti hans hefði fengið allar upplýs- ingar, sem óskað hefði verið og málið væri til rannsóknar þar. Þá vísaði hann til skattrannsókna- stjóra spurningunni um það, hvort skattamál Sambandsins væru í lagi. Rannsóknin væri í höndum hans eins og gagnvart öllum öðr- um fyrirtækjum, sem tekin væru til meðferðar eins og þessarar. Morgunblaðið innti skattrann- sóknastjóra eftir rannsókn þess- ari, en hann sagði hana vera trún- aðarmál og því ekki rædda opinberlega. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Uppselt í Stuttgart- ferðina hjá Útsýn MIKILI, áhugi hefur verið fyrir leik Stuttgart, liðs Ásgeirs Sigurvinssonar, og Hamburger Sportverein í þýzku „Bundesligunni" næstkomandi laug- ardag. Um 60 manns munu fara utan með ferðaskrifstofunni ÍJtsýn til að sjá leikinn og er uppselt í ferðina. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Útsýn, hefur eftirspurn eftir sætum í ferð- ina verið mun meiri en hægt hefur verið að anna. Ferðaskrifstofan hefði aðeins getað útvegað 50 miða á leikinn, en uppselt væri á hann fyrir nokkru. Ef svo hefði ekki verið hefði líklega verið hægt að bóka um 40 manns til viðbótar í ferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.