Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 7 Guðsblessunar bið ég öllu því góða fólki sem gladdi mig og heiðraði á afmœlisdegi mínum 19. maí sl Ingibjörg Daðadóttir, Stykkishólmi. Vorfagnaður Nemendasambands M.A. Árlegur vorfagnaður nema verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 1. júní nk. og hefst meö borðhaldi kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins verður Magnús Torfi Ólafsson. Miöar verða seldir aö Hótel Sögu 30. og 31. maí kl. 17—19 báöa dagana. Allir fyrrverandi nemendur M.A. eru hvattir til að mæta. Stjórn NEMA. Stúdentafagnaður Nemendasambands Mennta skólans í Reykjavík veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 25. maí og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Aögöngumiöasala veröur í anddyri Súlnasals, Hótel Sögu, miövikudaginn 23. maí kl. 17_19 og fimmtudaginn 24. maí kl. 15.30—18.00. Samkvæmisklæönaöur. Stjórnin. Kork*o*Plast Sænsk gæöavara KORK-gólff lísar meö vinyl-plast- áferð. Kork*o*Plast: í 10 geröum. Veggkork í 8 geröum. Ávallt til á lager. Aðrar korkvörutegundir á lager: Undirlagskork í þremur þykktum Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork Veggtöflu-korkpiötur í þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, í tveimur þykktum FABRIKER: Hringið eftir ókeypis sýnishorni og bæklingi. Eru engin mörk? Aö verulegu leyti er blaöamennska endurvarp af því sem er ofarlega í huga almennings og þá ekki síst í þeim fjölmiðlum sem telja sér trú um að þeir séu meira í „takt við tímann“ en aðrir. Nú þessa stundina eru það blööin með skammstöfuöu heitunum sem telja sér trú um að þau sitji efst á tískufaldin- um meðal annars vegna þess nýmælis aö þau beri nafn bókstafa. Óhæfar flimt- ingar Nafnlausir dálkar í Dagbiaðinu-Vísi eru birtir í nafni þeirra rilstjóranna Jónasar Kristjánssonar og Kllerts B. Schram. Til þess- ara dálka telst sá sem rit- aður er undir heitinu „f dag mælir Dagfari“. Þar er á mánudag tekist á við áhyggjur margra yfir frétt- um þess efnis að Sakadóm- ur Reykjavíkur hafnaði þvf á dögunum að maður sem sakaður var um nauðgun skyldi settur undir lás og slá. f þessum dálki Dag- blaðsins-VLsLs segir meðal annars af þessu tilefnú „Allsherjarnefnd sam- einaðs þings hefur ákveðið að karlmönnum megi nauðga ekki síður en kven- fólki. Þetta eru slæmar fréttir fyrir karla en kemur þó í veg fyrir að konur verði einar um þann leik aö koma körlum í tugthús með nauögunarkærum. Nú geta bæði kynin kært nauðganir án teljandi fyrir- stöðu og ef sá málfiutning- ur verður ofan á að ekki þurfi að færa sönnur á verknaðinn er Ijóst að nauðgunarkærum úr öllum áttum og bcggja kynja mun óðum fara fjölgandi. Miðaö við það frjálslyndi sem nú ríkir í kynferðis- málum og mismunandi að- ferðum sem beitt er til ást- arleikja er ekki að efa aö líf og fjör mun verða á lögreglustööinni þegar kærunum fer að rigna inn. Já, nú er eins gott að gæta sín. — Dagfari." Fyrir orðið Dagfari mætti alveg eins setja nöfnin Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram, því að það er á þeirra ábyrgð sem þessar óhæfu fiimtingar um alvarlegt mál eru festar á blað og síðan dreift sem hæfilegu lesefni fyrir unga sem aldna. Er ekki kominn tími til að staldra við og spyrja: Hve langt ætla menn að ganga í slíkum lausung- arskrifum? Eru engin takmörk sett þegar þeir ákveða hvað er birtingar- hæft, þótt það sé nafnlaust og beint á ábyrgð ritstjóra. Og hvað um ritstjórana? Lesa þeir ekki það sem skrifað er í þeirra nafni í nafnlausa dálka af þessu tagi? Eða er þeim alveg • sama? Að hafa mál eins og nauóganir i fiimtingum get- ur hvorki verið nútímalegt, óháð né frjálst svo að vitn- að sé til nokkurra tísku- oröa sem nú eiga helst upp á pallborðið hjá þeim sem á síðari hluta tuttugustu aldar telja sig boðbera nýrra tíma í íslenskri hlaðamennsku. Skuggalegur orörómur Úr því að hugurinn barst að nýjum tímum viö að lesa Dagfara Dagblaðsins- VLsLs er ekki úr vegi að vekja athygli lesenda Staksteina á því hvernig þeir tengdafeðgarnir Þór- arinn Þórarinsson og Magnús Ólafsson, ritstjór- ar NT, telja sæmilegt að skrifað sé í sínu nafni. Rit- stjórnardálkurinn sem hér um ræðir heitir því frum- lega nafni „NT Skuggi" og þar var á mánudag tekist á við það viðfangsefni hvort Alusuisse, eigandi álvers- ins í Straumsvík, hefði „mútað“ dr. Jóhannesi Nordal, seðlabankastjóra, með afmælLsgjöf. f þessum skuggalegu hugleiðingum sagði meðal annars: ...Sa' þráláti orðrómur (leturbreyt Staksteina) gengur nú í landinu að full- trúar ÍSAL, sem algerlega er í eigu fjölþjóðafyrirtæk- isins Alusuisse, hafi líkt og Landsvirkjun og Seðla- banki heiðrað Jóhannes Nordal veglega á téðu af- mæli hans. Spyrja menn þá, hvort það geti talist eðlilegt að svo háttsettur og áhrifamikill embættis- maður íslenska ríkisins sem skiptir hagsmuni Alu- suisse mjög miklu, þiggi af þeim gjafir? Fjölþjóðafyrirtæki sem eiga viðskipti við ríkis- stjórnir stunda það víða að bera gjafir og mútur á áhrifamenn, til að koma ár sinni vel fyrir borð og kaupa sér velvild. Þar sem slíkt er hægt reynist það þessum fyrirtækjum oft- lega hin mesta búbóL l>ess vegna þyrfti ekki að koma á óvart þó þessi leið væri reynd hér á landi... Ef orðrómur eins og sá er nú heyrist hér á landi, væri á kreiki í Bandarfkj- unurn yröi samstundis úr honum stórmál sem krafist yrði skýringa á... “ Krefjast má skýringa á því hvort það sé til marks um nýtt frjálslyndi Þórar- ins Imrarinssonar á loka- mánuðunum sem hann starfar sem ritstjóri að hann skuli samþykkja að slíkur „orðrómur" sé bor- inn fram fyrir lesendur þess blaðs sem hann er ábyrgur fyrir ásamt með Magnúsi Olafssyni? Er ekki verið að gefa það til kynna að raforkuverð til fSAL ráðist af verömæti af- mælisgjafa? Mannorðs- aftökur með þessum dylgjuhætti eru aö vísu ekkert nýnæmi í málgagni Framsóknarfiokksins en að þær séu stundaðar með jafn grófum hætti og að ofan er lýst og það í nafni beggja ritstjóra blaösins er tákn hins nýja tíma sem Sambandsveldið stendur á bakvið — þótt þar á bæ hafi menn ekki kippt sér upp við afmælisgjafir til þessa. En hitt fer ekki á milli mála, hvar Gróa á Leiti hefur hreiðrað um sig. Listasmíð Olíukola í góðu skapi Með íslenskri Höföabakka 9 S. 85411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.