Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 19
þegar inni hjá atvinnurekendum a.m.k. 15% af kaupi sínu, sem rétt sé að innheimta sem fyrst. Ég hef ekki þau gögn undir höndum sem gætu gert mér kleift að stoppa í þetta „gat“ svo að nokkuð nálgist það að vera full- nægjandi, en verð að láta mér nægja að draga fram nokkur sjón- armið, sem mér finnst að þurfi að koma fram í málefnalegri umræðu um kjaramálin. f fyrsta lagi má vera, þótt ég að vísu telji ekki að ráðstafanir gegn verðbólgu þurfi að hafa í för með sér neina tekjutilfærslu milli launþega og vinnuveitenda, að slíkt geti verið óhjákvæmilegt af tæknilegum ástæðum um stund- arsakir. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð 26. maí, en fyrir 1. júní var óhjá- kvæmilegt að gera róttækar efna- hagsráðstafnir. Það hefði verið hægt að skipta því, sem var „í píp- unum“ milli launþega og vinnu- veitenda, en skerðing kaupgjalds- vísitölu er ólíklegt, einfaldari í framkvæmd, en aðgerðir í verð- lagsmálum, sem leggja byrðar á atvinnurekendur, svo að eðlilegt mátti telja að obbinn af byrðunum við hjöðnun verðbólgunnar lenti þannig í fyrstu umferð á launþeg- um. Ekki ætti sú fórn að þurfa að vera nema um stundarsakir og má ekki loka augum fyrir því að skerðing kaupgetu dregur úr tekj- um atvinnurekenda, því að nú selja þeir minna magn vöru og þjónustu en áður, auk þess sem rýrnun kaupgetunnar leiðir jafn- framt til meiri samkeppni um þá kaupgetu, sem eftir er, en slíkt þrýstir verðinu niður. í öðru lagi má vekja athygli á því, að kaupmáttur launa ræður ekki öllu um afkomu launþega. Þar skipta beinu skattarnir líka máli. Þjóðhagsstofnun telur þann- ig, að kaupmáttur launa hafi rýrn- að um 19% milli ára 1982, en kaupmáttur ráðstöfunartekna um aðeins 13%. Eðlileg skýring á þessu er sú, að vegna þess að árið 1983 var metár hvað verðbólgu snertir (85%) og nokkrar skatta- lækkanir voru liður í efnahags- ráðstöfunum, þá hafi skattbyrði vegna beinna skatta lækkað nokk- uð. í þriðja lagi að áhrif minnk- andi verðbólgu á kaupmátt launa séu vanmetin, þegar því er haldið fram að kaupmáttarskerðingin nemi fjórðungi eða þriðjungi launa. Sú skoðun, að kaupmáttur launa hafi minnkað svo mikið og tilsvarandi tekjutilfærsla átt sér stað til atvinnurekenda, stangast líka á við allar áþreifanlegar stað- reyndir í þjóðfélaginu. Það stenzt t.d. ekki, að kaupmáttur launa ha- fi minnkað um 25% eða meira, en neyzlan í þjóðfélaginu hafi aðeins minnkað um 6% að mati Þjóð- hagsstofnunar. Ef kaupgeta þeirra a.m.k. 95% borgara þjóðfél- agsins, sem eru launþegar, bænd- ur eða lífeyrisþegar, hefði dregizt saman um 25% eða meira, hlyti að vera hér stórfellt atvinnuleysi, en svo er ekki, sem betur fer. Fyrri hluta árs 1983 var verð- bólgan raunar komin á það stig, að vísitölubætur á laun voru orðnar launþegum lítils virði. Ég gat þess í grein, sem ég skrifaði hér í blaðið á sl. hausti, að í maílok 1983 hefðú launþegar átt óbættar um 28% af verðhækkunum frá því 1. febrúar. Þeir fengu að vísu um 16% vísi- tölubætur 1. marz, en það voru bætur fyrir verðhækkanir fyrir 1. febrúar. í lok vfsitölutímabilsins var þannig búið að taka drjúgum meira af launþegunum, en það sem þeir fengu 1. marz og það, sem verra var, flestar þær verðhækk- anir, sem eyddu þannig vísitölu- bótunum áttu sér stað fyrri hluta marzmánaðar. 1. júní bar laun- þegum að fá 24% launabætur, en það var lækkað í 8—10%. Þetta hefur verið talin 14—16% kaup- skerðing og svo hefði orðið, ef verðlag hefði haldizt óbreytt frá 1. júní til loka vísitölutímabilsins. En trúir því nokkur maður? Auð- vitað hefði komið skriða verð- hækkana og gengislækkun þegar eftir 1. júní, þannig að sagan frá því í marz hefði endurtekið sig, þannig að löngu fyrir 1. septem- ber, þegar greiða hefði átt bætur næst, hefði 24% kauphækkunin MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAl 1984 verið orðin að engu og jafnvel um meiri verðhækkanir að ræða. Ýmsir launþegar telja, að ráðið til úrbóta sé það að stytta verð- bótatímabilið t.d. í tvo mánuði eða jafnvel einn. Það er þó á misskiln- ingi byggt. Afleiðingin mundi að- eins verða sú að verðbólguhjólið snerist með meiri hraða en áður, þannig að í stjórnlausa óðaverð- bólgu stefndi. Hvernig geta launþegar rétt hlut sinn? Því er hér haldið fram, að enga nauðsyn beri til þess, að hjöðnun verðbólgunnar hafi í för með sér tekjuflutning frá launþegum til atvinnurekenda, nema þá um mjög skamman tíma nánast af tæknilegum ástæðum. Ekki full- yrði ég þó, að enginn slíkur tekju- flutningur hafi átt sér stað, þó að ekki geti það hafa orðið í þeim mæli, sem mjög almennt virðist vera talið. Ef um það er hins vegar að ræða, að þessi tekjuflutningur hafi átt sér stað í stærri stíl og í lengri tíma en nauðsynlegt er, til þess að ná árangri í þá átt að stöðva hina tilgangslausu verð- bólgu, er ekkert við því að segja, þótt launþegar vilji endurheimta það sem fyrst. Kauphækkanir, sem atvinnurekendur greiða af ágóða sínum og eru þannig tekjutilfærslur til launþega, valda ekki verðhækkunum og þurfa ekki að hafa nein skaðleg áhrif á efna- hagslífið. Hættan er hins vegar fólgin í því, að samið verði um launahækkanir, sem ekki er talið að unnt sé að fjármagna öðruvísi, en með því að láta launþegana sem neytendur, greiða sér kaup- hækkanirnar sjálfa. Verðbólguna má þannig í raun skoða sem hag- stjórnartæki, sem beitt er til þess að sækja kauphækkanir í vasa launþeganna sjálfra. Þegar litið er á átökin á vinnu- markaðinum síðasta áratug og raunar lengra aftur í tímann, þá hræða sporin vissulega í þeim efn- um. Dr. Benjamín Eiríksson vitnar í grein er birtist í 3. hefti tímarits- ins Frelsi 1982 í ályktun Vinnu- veitendasambands íslands frá 1981, þar sem segir að frá því 1972 hafi kaupgjald hækkað um 900%, sem leitt hafi til 9% aukningar kaupmáttar launa á sama tíma. Hann gagnrýnir að mínum dómi réttilega orðalag ályktunarinnar, sem skilja má þannig, að þetta 1% árlega, sem kaupmáttaraukningin nam sé árangur kaupgjaldsbarátt- unnar, þótt ærið magur, sé að vísu. Hann bendir á það, að í Vestur-Evrópu, þar sem kaup- hækkanir hafi aðeins verið brot af því sem hér er, hafi framleiðni- aukning verið 2—3% á ári, þannig að ef sami hagvöxtur væri hér og gert væri ráð fyrir því að kaup- máttur launa ykist í hlutfalli við hagvöxt, þá ætti aukning kaup- máttar hér að vera tvöföld eða þreföld á við það, sem hún hefur verið í raun. Verðbólgan hér á landi á veru- legan þátt í lélegum hagvexti því að hún kippir fótum undan allri skynsamlegri áætlanagerð um fjárfestningu og er þannig ein af höfuðorsökum hinnar röngu fjár- festingar, sem gagnrýnd hefur verið svo mjög af verkalýðssamt- ökunum og alveg réttilega að mín- um dómi. Nú munu einhverjir verkalýðs- leiðtogar svara þessu á þann veg, að víst hafi verðbólgan haft skað- leg áhrif, en kaupgjaldsbaráttan eigi ekki sök þar á, því að kaupið hækki jafnan á eftir verðlaginu og þar að auki sé kaupið svo lágt, að fráleitt sé að kenna háu kaupi um verðbólguna. En þó að þessi sjón- armið séu viðurkennd eru þau utan við það, sem er kjarni máls- ins þegar metið er sambandið á milli verðlags- og kaupgjalds- þróunar. Það, sem þar skiptir máli, er ekki það hvort kaupið er lágt eða hátt fyrir, heldur, hvernig kauphækkanirnar eru fjármagn- aðar. Ég hefi hér að framan sagt, að kauphækkanir, sem atvinnu- rekendur greiða af ágóða sínum, eigi ekki að þurfa að leiða til hækkunar verðlags. Þær geta hins vegar örsakað atvinnuleysi ef gengið er of nærri atvinnurekstr- inum, en það er annað mál. Ef kauphækkanirnar eru hins vegar sóttar í vasa launþeganna sjálfra, sem neytenda, þá eru þær verð- bólguvaldur því að verðbólgan er einmitt það „hagstjórnartæki", sem notað er til þess að koma slíku í kring. Ég gerði því nokkur skil í grein- um mínum sl. haust hvernig at- vinnurekendur tryggja sér það jafnan fyrirfram áður en samið er um hærra kaup, að þeir fái þá opinberu fyrirgreiðslu, sem þarf til þess að velta kauphækkunum yfir í verðlagið. Ég álasa atvinnu- rekendum ekki fyrir þetta, því að í slíkum samningum reynir hver að bjarga sínu skinni. Ekki verður atvinnurekendum heldur álasað fyrir það, að þeir láti undir höfuð leggjast að áminna launþegana föðurlega um það, að ef þeir spenni bogann of hátt í kröfugerð sinni ofbjóði þeir greiðslugetu atvinnuveganna og afleiðingin yrði atvinnuleysi. En það er varla von að slíkt hafi mikil áhrif því að forystumenn laun- þega hugsa og segja sem svo, að þetta hafi atvinnurekendur sagt í 40 ár, en samt hafi aldrei neitt atvinnuleysi leitt af kjarasamn- ingum, hve miklar kauphækkanir, sem samið hefur verið um. Ef samið hefur verið um kaup- hækkanir svo og svo mikið um- fram það, sem atvinnureksturinn gæti staðið undir að óbreyttu verðlagi, þá er leitað til viðskipta- bankanna um meiri rekstrarlán. Telji þeir sig ekki í stakk búna til slíks er farið á fund ríkistjórnar- innar og hún beðin að hlutast til um það, að Seðlabankinn veiti nægileg yfirdráttarlán til að stað- ið verði undir þessum auknu lán- veitingum. Það gerir ríkisstjórnin og seðlabankastjórinn verður við tilmælum hennar með nokkurri tregðu. Þannig veitir Seðlabankinn „krít“ til þess að fjármagna kaup- hækkanirnar, en atvinnurekendur innheimta svo „krítarkortin" hjá launþegum, sem neytendum, með hækkun verðs á vöru og þjónustu. Vísitölufyrirkomulagið hefur svo í för með sér áframhaldandi víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags. Ef miðað er við tölurnar úr grein dr. Benjamíns hér að fram- an finnst mér mega orða þetta svo, að 99% kauphækkananna eru fjármögnuð með „krítarkortum", sem launþegarnir eru látnir borga sér sjálfir, en 1% er kaupmáttar- aukning, sem atvinnurekendur greiða frá sjálfum sér. Með þessu hefur a.m.k. hingað til tekizt að forðast atvinnuleysi eins og íslendingar hafa hælt sér svo mjög af í samanbufði við aðr- ar þjóðir. En þessi aðferð til að forða atvinnuleysi, verðbólguleið- in, er keypt því verði, að ísland hefur í vaxandi mæli dregizt aftur úr grannlöndum sínum hvað snertir hagvöxt og kaupmátt launa. Ef eitthvað er hæft í því að ísland sé að verða láglaunaland, en allan samanburð á lífskjörum landa á milli ber að taka með mik- illi varúð, þá held ég, að það sé í þessu, sem skýringar er að leita á slíkri óheillaþróun. Hættan, sem framundan kann að vera, er fólgin í því, að hjakkað verði í gamla farinu er næstu kjarasamningar verða gerðir. Það vakti athygli mína á sl. vetri, að þegar kjarasamningar tókust, þannig að samið var um 2'k% kauphækkanir á ársgrundvelli umfram þau 4% sem ríkisstjórnin taldi æskilegt að samið væri um, þá hækkaði verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar úr 8—9% í 11%. Ekki get ég túlkað það á annan veg en þann, að gert sé þá ráð fyrir því, að þessi kauphækkun, þó að ekki sé meiri, hljóti að velta yfir í verðlagið og verða þannig greidd af launþegum sjálfum. Mér finnst einkennilegt að svo virðist, sem enginn hafi veitt þessu neina athygli. En ef atvinnurekendur geta ekki borið þessi 2'k% hvað þá með meiri kauphækkanir, sem margir forystumenn launþega- samtakanna eru gagnrýndir fyrir að hafa ekki knúið fram? Ekki vil ég fullyrða, að vinnu- veitendur séu svo aumir, að þeir geti ekki tekið á sig þessi 2'k %, en vera má að það stafi af ókunnug- leika á staðreyndum í atvinnulíf- inu. Hitt er annað mál, að mörkin fyrir því hvað hægt sé að hækka kaupið, ef ekki á að grípa til „krít- arkortanna" með þeim ófögnuði, sem því fylgir, virðast vera þröng vegna lítiis og jafnvel neikvæðs hagvaxtar á þessu ári. 19 Það er mjög almenn skoðun, að það sé óábyrg afstaða verkalýðs- leiðtoga við gerð kjarasamninga, sem sé ein helsta orsök verðbólg- unnar. Vissulega er alltaf mikið rétt í því, að kauphækkanir, sem ekki verða fjármagnaðar öðruvísi en á kostnað launþeganna sjálfra, þjóni ekki hagsmunum launþega eins og reynslan hér á landi hefur átakanlega sýnt. En eiga stjórnvöld engan þátt í þessari afstöðu launþegaforyst- unnar, hvort sem hún er kölluð ábvrgðarleysi eða eitthvað annað? I grein í nýútkomnum Hagmál- um eftir próf. Þorvald Gylfason, bendir hann réttilega á það, að grundvallarskilyrði þess, að gerðir séu raunhæfir kjarasamningar sé það, að aðilar vinnumarkaðarins, en ekki ríkisstjórnin, séu gerðir ábyrgir fyrir samningum. Hér á landi hafa hvað eftir annað verið gerðir óraunhæfir kjarasamn- ingar í trausti þess, að þegar búið væri að semja hlypi ríkisstjórnin undir bagga með lánsfjárþenslu, auknum ríkisútgjöldum og geng- islækkunum, til þess að fyrir- byggja, að afleiðing samninganna yrði atvinnuleysi. Ef aðilar vinnumarkaðarins trúa yfirlýsingum ríkistjórnarinn- ar um það, að engin fyrirgreiðsla af þessu tagi verði veitt þá er, hygg ég, engin hætta á slíkum óraunhæfum samingum. Launþeg- ar óttast atvinnuleysi meira en allt annað og þvi eru ekki líkur á þvi að þeir reyni að knýja fram samninga, sem þeir gera sér ljóst að skapi mikla hættu á atvinnu- leysi. En ýmsar þeirra ríkis- stjórna, sem hér hafa verið við völd að undanförnu, hafa gefið a.m.k. óbeinar yfirlýsingar af þessu tagi, en bara ekki staðið við þær og því hafa aðilar vinnumark- aðarins ekki tekið slíkt alvarlega. Tekst núverandi ríkisstjórn það, sem öðrum hefur ekki tekizt, að fá aðila vinnumarkaðarins til að taka mark á yfirlýsingum, um að hún muni ekki greiða fyrir því, að óraunhæfir kjarasamningar leiði ekki til atvinnuleysis? Reynslan leiðir það í ljós. Ólafur Björnsson er prófessor rið viðskiptafræðideild Háskóla fs- lands. „Hef gagnrýnt hvað nefndir skila áliti seintu — segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, aðspurður um bjórmálið sem ekki var afgreitt Á sl. 35 árum hefur bjórmálið svokallaða alltaf öðru hvoru skotið upp kollinum í sölum Alþingis, og alþingismenn hafa hafnað því að bjór væri leyfður á íslandi, eða svæft tillögur þess efnis að slíkur drykkur væri leyfður hér, þannig að þær hafa ekki fengið afgreiðslu. Nú hefur Alþingi lokið störfum, án þess að afstaða til bjórs væri tekin. Rlaðamaður spurði Þorvald Garðar Kristjánsson forseta Sameinaðs þings að því hvort höfuðröksemd þeirra þingmanna sem hafa lýst sig andvíga þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn, þ.e. að Alþingi ætti sjálft að úrskurða um það hvort bjór verði leyfður hér á landi eða ekki, væri ekki fallin um sjálfa sig, eftir 35 ára raunasögu í þinginu, og kominn tími til að skjóta málinu til þjóðarinnar. •„Það geta nú verið skiptar skoðanir um það,“ sagði Þorvald- ur Garðar, „en það sem ég hef verið að gagnrýna í vetur, er hvað nefndir skila álitum seint. Ég hef kallað formenn allra nefnda á minn fund og ég hef lagt áherslu á þetta atriði úr for- setastóli. Hinsvegar er það ekki í mínum verkahring sem forseta, að kveða uppúr um það hvort nefndir skili áliti, eða ef þær skila, hvaða álit þær gefa. En það er í mínum verkahring að leitast við að hafa sem best vinnubrögð í þinginu." En hver er skýringin á því að ekki tókst að afgreiða þings- ályktunartillöguna um þjóðar- atkvæðagreiðslu um bjórinn á þinginu sem lauk í gær? „A laugardaginn var, þá var fundur í Sameinuðu þingi, þar sem ég lét þess getið að teknar yrðu fyrir þingsályktunartillög- ur, þar sem lá fyrir nefndarálit. Auk þess lét ég þess getið að framhald af umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál yrði á dagskrá. Ég sagði.að fundi yrði slitið um kl. 19 og það yrði ekki kvöldfundur. Af þessu leiddi að við hefðum takmarkaðan tíma, en auðna réði því hverju okkur tækist að koma í verk. Svo var tekið til við þingsályktunartillögurnar, og þær voru teknar fyrir í þeirri röð sem nefndarálitunum hafði ver- ið skilað. Þá vildi þannig til, að síðast í röðinni var nefndarálit vegna bjórtillögunnar og hún kom svo seint fram að þetta var fyrsti fundurinn þar sem hægt var að taka hana fyrir. En þegar búið var að ræða hana drykkl- anga stund, og fjórir höfðu tekið til máls, þá var umræðunni frestað, því ákveðið hafði verið að ljúka utanríkisumræðunni. Henni var lokið um kl. 7 og þá var fundi slitið, en það var engin tilraun gerð, enda ekki ætlunin, að taka bjórtillöguna aftur á dagskrá, enda einsýnt að það tækist ekki að ræða það mál til enda, þar sem 8 voru á mælend- askrá þegar umræðunni var frestað," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Þorvaldur Garðar sagði að sín hugmynd hefði hvorki verið að flýta málinu eða seinka, en það hefði komið fram athugasemd við það að hann tæki bjórmálið á dagskrá, á þeirri forsendu að nota bæri síðustu mínútur þingsins betur en að fara að „ræða þetta vafasama mál“, „en ég svaraði því,“ sagði Þorvaldur Garðar, „að það væri ekki hlut- verk forseta að kveða á um það hvaða mál væru þess verðug að vera tekin til umræðu og hvaða mál óverðug. í augum forseta væru öll mál jöfn að þessu leyti, og honum bæri að taka þau á dagskrá eftir þvi sem þau bær- ust og eftir því sem hægt væri.“ - AB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.