Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 55. aðalfundur Olís: Veltuaukning varð 88 % Hagnaður 27,7 milljónir fyrir skatta Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Olíu- verzlun íslands hf. Mun það í fyrsta sinn, sem fyrirtækið gefur opinber- lega upplýsingar um ýmsa rekstrar- þaetti: Fimmtugasti og fimmti aðal- fundur OLÍS var haldinn föstu- daginn 18. maí á Hótel Sögu. Þar lá frammi skýrsla stjórn- ar, og ársreikningur félagsins fyrir árið 1983. F formála að skýrslunni segir m.a.: „Árið 1983 var gott ár hjá Olíuverzlun ís- lands hf. og rekstrarafkoma mun betri en á árinu 1982. Hjálpaðist þar margt að. Ytri skilyrði voru betri en áður og ber þar einkum að nefna stöðugra verðlag með hjaðnandi verð- bólgu og stöðugra gengi. Lækk- andi vexti og hagstæðari stöðu á innkaupajöfnunarreikningi vegna réttari verðlagningar en áður.“ Þá segir einnig í formála: „Olíuverzlun íslands hf. er greinilega í sókn og sést það m.a. á því að veltuaukning félagsins varð á síðasta ári 88%, sem er meira en hjá hinum olíufélögun- um tveimur sem voru samtals með 77% veltuaukningu. Mark- aðshlutdeild í bensíni og svart- olíu jókst svo um munaði en markaðshlutdeild í gasolíu og smurolíu minnkaði nokkuð. Töluverð aukning varð í sölu á öðrum tegundum eins og flug- vélabensíni, þotueldsneyti og White Spirit." Samkvæmt rekstrarreikningi er hagnaður fyrir skatta 27,7 milljónir króna og hagnaður til ráðstöfunar eftir skatta og skattalegar ráðstafanir er 6,6 milljónir króna. Óráðstafað eigið fé skv. efnahagsreikningi nemur 7,4 milljónum króna. Eigið fé nemur samtals 261,7 milljónum króna en var 150 milljónir króna árið áður. Forstjóri OLÍS er Þórður Ás- geirsson, en stjórn félagsins skipuðu á síðasta ári: Gunnar Guðjónsson, formaður, Jón ól- afsson, varaformaður, Friðrik Kristjánsson, Guðmundur Hjaltason, Ingvar Vilhjálmson, Svan Friðgeirsson og Vilhjálmur Ingvarsson. Stjórnin var nú öll endurkjörin. Stjórn OLÍS: Fremri röð frá vinstri: Ingvar Vilhjálmsson, Gunnar Guðjónsson, form., Jón Ólafsson, varaformaður. Aftari röð frá vinstri: Svan Friðgeirsson, Friðrik Kristjánsson, Guðmundur Hjaltason, Vilhjálmur Ingvarsson, Þórður Ásgeirsson, forstjóri. Arngrímur Sverrisson OLÍS greiddi 446 millj- ónir króna í opinber gjöld á árinu 1983 Þetta svarar til þess að félagið hafi skilað opinberum gjöldum til ríkissjóðs sem nemur 1,8 milljónum króna hvern einasta virkan dag ársins. Greiðslur þessar skiptust svo sem hér seg- ir: Tollar Veganjald MÍ bensíni Söluskattur laandsúLsvar Innflutnmgsgjald Kigna-og tekjuskattar 446,0 millj. kr. Nýir starfsmenn á aóalskrifstofu OLÍS Ólafur Bjarki Ragnarsson hef- ur verið ráðinn skrifstofustjóri hjá OLÍS og tók hann til starfa 1. apríl sl. Ólafur Bjarki lauk Verzlunarskólaprófi vorið 1957, en hafði þá starfað hjá Eimskip frá 1948. 1957 var hann ráðinn til Útgerðarfélags Akureyringa í uppgjörs- og bókhaldsstörf og 1961 varð hann skrifstofustjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur jafnframt því sem hann varð sérstakur starfsmaður endur- 115.3 millj. kr. 143,0 millj. kr. 160.4 millj. kr. 20,3 millj. kr. 1.5 millj. kr. 5.5 millj. kr. Hörður Helgason skoðunardeildar Reykjavíkur- borgar og aðalendurskoðandi Gjaldheimtunnar í Reykjavík, stuttu eftir stofnun hennar. 1. maí 1968 réðst Ólafur Bjarki sem skrifstofustjóri til Olíufé- lagsins Skeljungs hf. þar sem hann starfaði til 1. okt. 1980 þeg- ar hann tók að sér bókhald og skrifstofustjórn hjá Sana og Sanitas. Ólafur Bjarki er fæddur 28. júlí 1934. Eiginkona hans er Agnes Guðný Haraldsdóttir. Atli Viðar Jónsson hefur verið ráðinn deildarstjóri innheimtu- deildar hjá OLÍS í stað Páls Bergssonar, sem nú er deildar- stjóri í fjármáladeild. Að loknu gagnfræðaprófi frá Hagaskóla og námskeiði í almennum verzl- unar- og skrifstofustörfum hjá Verzlunarskóla Islands, hóf hann störf hjá Landsbanka Is- lands vorið 1971. Hann var ráð- inn skrifstofustjóri við útibúið í Höfn, Hornafirði, 1981 og starf- aði þar í rúmlega tvö ár. Settur deildarstjóri við aðalbanka ávís- ana- og hlaupareikningsdeildar frá júní 1983 og þar til hann hóf störf hjá OLÍS i janúar 1984. Atli Viðar er fæddur 22. maí 1953. Eiginkona hans er Hildur Þorkelsdóttir. Hörður Helgason hefur verið ráðinn deildarstjóri rekstrar- og hagdeildar hjá ÓLlS. Hann lauk viðskiptafræðiprófi í Háskóla Is- lands 1983 og hóf þá þegar störf hjá félaginu. Eiginkona hans er Dóróthea Jóhannsdóttir. Arngrímur Sverrisson hefur Olafur Bjarki Ragnarsson verið ráðinn sölumaður og tæknilegur ráðgjafi í smurolíum hjá OLFs. Hann lauk prófi frá Vélskóla íslands árið 1979 og sveinsprófi í vélvirkjun árið 1983. Hann hefur starfað sem vélstjóri hjá togurum og í frysti- húsi, en áður en hann réðst til OLÍS var hann vélvirki hjá Landvélum. Eiginkona hans er Steinþóra Guðmundsdóttir. Skagafjörður: Boraö með loftbor í volgrur Miklabie, II. maí. TVKIR alhafnasamir menn hér í Skagafirði, þeir Konráð Vilhjálms- son, ýtustjóri, Ytri Brekkum, og Pálmi Friðriksson, gröfumaður, Sauðárkróki, hafa fest kaup á loftbor og pressu, sem þeir hyggjast aðallega nota til grjótnáms. Þeir félagar hafa boðið bændum að bora fyrir þá á jörðum þeirra, þar sem volgrur eru, til þess að kanna á ódýran hátt hvort unnt sé að auka vatnsrennsli og hita þess vatns sem fyrir er. Um miðjan mars sl. boruðu þeir félagar á Víðivöllum í Akrahreppi, en þar eru víða volgrur með um 26°C heitu vatni. Borinn kemst auðveldlega niður á 30 m dýpi og þar sem hagstætt er er möguleiki að bora niður á um 50 m dýpi. Á Víðivöllum voru boraðar margar holur og flestar um eða yf- ir 20 m djúpar. Vatnsrennsli jókst úr 1 Vfe sekl. í 2‘A en hitastig jókst því miður ekki. MorgunblaóiA/Þónrteinii Rngnnrsaon. Konráð og einn sona hans gera borinn kláran fyrir borunina á Víðivöllum. Eins og sjá má er loftpressan öflugt verkfæri. Vatnið er vel nýtanlegt fyrir varmadælu og er það nú í athugun hjá bændum á Víðivöllum. Vegalengdin frá borholum að íbúðarhúsi er um 400 m og skv. út- reikningum fagmanna mun varma- dæla og leiðsla að henni vera hag- kvæmur kostur við ofangreind skil- yrði og fjárfesting borga sig niður á 4—5 árum. Konráð og Pálmi boruðu skömmu seinna á jörðinni Vind- heimum í Skagafirði. Þar jókst vatnsrennslið um helming, úr 20 1/mín. í 40 1/mín., en hitinn jókst þar ekki þrátt fyrir 25 m holur, en hann er 50°C og vel nýtanlegur til húshitunar. Þetta framtak er lofsvert og vissulega gefur það bændum mögu- leika á að auka vatnsrennsli og jafnvel hita í þeim volgrum, sem víða eru til staðar hér um slóðir. Varmadæla getur á hagkvæman hátt virkjað hitann úr því vatni, sem þannig fæst, en augljóst er að aukið rennsli og hiti gerir slíkt fyrirtæki hagkvæmara. Láta mun nærri að raforkunotkun við varma- dælu, þar sem vatn er um 25°C, sé um '/§ af þeirri orku sem varma- dælan skilar í varmaorku. Þórsteinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.