Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA boöar til fundar um virðisaukaskatt Fundurinn verður haldinn aö Hótel Sögu, Átthaga- sal, föstudaginn 25. maí kl. 13:30. Gestur fundarins verður Hans Tellander, forstöðu- maður skattadeildar sænska iðnrekendafélagsins. Markmið fundarins er að kynna frumvarp um virö- isaukaskatt, sem lagt var fram á Alþingi, og efna til umræðu um þetta mikilvæga mál. Dagskrá: Kl. 13:30 Fundarsetning: Víglundur Þorsteinsson, formaöur FÍI. Kl. 13:45 Hvað er virðisaukaskattur? Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri FÍI. Kl. 14:15 Framkvæmd virðisaukaskatts. Hjörtur Hjartar, hagfræðingur FÍI. Kl. 15:00 Kaffihlé. Kl. 15:15 Virðisaukaskattur í Svíþjóö (flutt á ensku) Hans Tellander, forstööumaður skattadeildar sænska iönrekendafé- lagsins. Kl. 16:00 Almennar umræður og fyrirspurnir. Kl. 17:00 Fundarslit. Fundurinn er öllum opinn. Vélfræöingar — vélstjórar Ráðstefna um stööu og störf vélfræöinga og vélstjóra á vínnumarkaðinum hefst sunnudaginn 27. maí nk. kl. 09.30 f.h. aö Borgartúni 18, Reykjavík. Frummælendur á ráðstefnunni koma frá þeim starfsgreinum þar sem vélfræðingar og vélstjórar starfa. í máli sínu munu þeir svara eftirtöldum spurningum. 1. í hverju eru störf vélfræöinga og vélstjóra fólgin í viökom- andi starfsgrein? 2. Er um tengd störf aö ræöa sem gætu falliö undir starfssviö vélfræöinga/vélstjóra? 3. Þarf menntun viökomandi aö breytast og þá hvernig? 4. Hver er líkleg þróun þessarra starfa í framtíöinni? Frummælendur á ráðstefnunni veröa eftirtaldir: Frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna: Eiríkur Ólafsson, útgeröarstjóri, Fáskrúösfiröi. Frá Sambandi íslenskra kaupskipa útgeröa: Birgir Ómar Haraldsson, tæknilegur fulltrúi framkvæmda- stjóra hjá Hafskip. Frá verksmiðjum: Runólfur Þóröarson, verksmiöjustjóri Áburöarverksmiöju ríkisins. Frá orkuverum: Guömundur Helgason, rekstrarstjóri Landsvirkjunar. Frá frystihúsum: Magnús Valdimarsson, tæknifræöingur hjá Sölumiöstöö Hraöfrystihúsanna. Til viðbótar þessum erindum mun Ingimar Hans- son, verkfræðingur flytja erindi um japanska stjórnun og Vilhjálmur Rafnsson, læknir hjá Vinnu- eftirliti ríkisins gera grein fyrir niðurstöðum rann- sókna varöandi dánartíðni og atvinnusjúkdóma meðal vélfræðinga og vélstjóra í samanburði viö aðrar starfsgreinar. Milli kl. 12:00—13:00 veröur hádegisverðarhlé, en matur veröur borinn fram á ráðstefnustað. Væntanlegir þátttakendur eru beönir aö skrá sig í síma 91-29933 eigi síöar en kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 25. maí nk. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Vélstjórafélag íslands. Símamynd AP. Kynbomba úr tré Bandaríkjamenn um ummæli Ustinovs: Breytingin sáralítil Washington, 22. maí. AP. Bandaríkjastjórn hefur gert lítið úr yfirlýsingum Dmitri Ustinov, varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, en í ræðu sem hann hélt í gær, sagði hann að Itússar hefðu fjölgað kafbátum þeim er sigla úti fvrir ströndum Bandaríkjanna með kjamorkuvopn. Ustinov sagði að Sovétmenn hefðu nýlega ákveðið að fjölga kafbátunum sem mótleik við auknum fjölda með- aldrægra kjarnorkueldflauga NATO í Vestur-Evrópu. „Þeir geta hæft skotmörk í Sovétríkjunum á 8 til 10 mínútum, við getum leikið það eftir," sagði Ustinov. Talsmaður Varnarmálaráðuneyt- isins sagði að um engar meiri háttar eða hættulegar breytingar væri að ræða. „Við vissum um þetta, nýju kafbátarnir komu fyrir nokkrum mánuðum, þeir bættu einum við þá tvo sem fyrir voru Kyrrahafsmegin, og einum við þá þrjá sem voru Atl- antshafsmegin. Þetta breytir engu um hernaðarstöðuna, því kjarnorku- vopnum þessara kafbáta var hvort eð er beint að Bandaríkjunum frá fyrri verustað þeirra í Norður- Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi," sagði talsmaðurinn. Danmörk: Ekkert lát á verkföllunum Kaupmannahöfn, 22. maí. Frá Ib Bjornbak, frétlar. Mbl. KKKERT hefur miðað í samkomu lagsátt í hinu víðtæka bílstjóraverkfalli í Kaupmannahöfn. Strætisvagnar hafa verið óvirkir í viku, sorp er ekki sótt, bensín og olía eru ekki keyrð út og það er farið að segja verulega til sín í borg- inni. Um tíma leit út fyrir að sporvagn- arnir myndu stöðvast, en svo fór þó ekki og er talið að Paul Schluter hafi beitt sér persónulega fyrir því. Þá hefur vinnustöðvunin komið víða við. Blöðin stóru, Pólitíken og BT hafa ekki komið út þar eð út- keyrsla og dreifing hefur verið óframkvæmanleg, sjónvarpsfréttir hafa heldur ekki verið lesnar þar sem frétta- og tæknimönnum hefur verið meinaður aðgangur að upp- tökusölum. Þetta er kjarabarátta, viðkomandi bílstjórar vilja hærra kaup, skemmri vinnutima. Rikisstjórnin heldur að sér höndum eins og hún frekast getur, segir þetta mál borg- arstjórnarinnar. Fundir hafa staðið sleitulítið yfir síðustu daga, en vart sér fyrir endann á deilunni, að minnsta kosti enn sem komið er. ónafngreindur franskur mynd- höggvari lauk við tréstyttuna sem sjá má á þessari mynd fyrir skömmu. Þetta átti sér stað í frönsku borginni Cannes i tilefni af kvikmyndahátíðinni árlegu. Stuttgart, 22. maí. AP. VERKFÖLLIN í Vestur-Þýzkalandi hreiddust út í dag en verkföllin og að- gerðir vinnuveitenda, sem lokað hafa verksmiöjum vegna verkfallsaðgerða, koma beint við 250 þúsund málm- iðnaðarmenn. Á Stuttgart-svæðinu voru 65 þús- und starfsmenn IBM, Porsche, Bosch og fleiri fyrirtækja lokaðir úti og samtök vinnuveitenda hótuðu frek- ari aðgerðum þar til að viðunandi samkomulag hefði náðst. Alls neyð- ast um eitthundraö þúsund launþeg- ar til að sitja heima vegna hefndar- aðgerða vinnuveitenda. Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að þeir geti ekki krafið vinnuveitendur launa þá daga sem verksmiðjunum er lokað. Ef grannt er skoðað má sjá hver fyrirmynd listamannsins er, einkanlega ef myndin við styttu- fótinn er skoðuð. Er þetta engin önnur en Brigitte Bardot, leik- konan og kynbomban fræga. Launþegasamtök svöruðu hótun- um vinnuveitenda með því að hóta að efna til svæðisbundinna verkfalla þar til tillit hefði verið tekið til kröf- unnar um 35 stunda vinnuviku án launaskerðingar. Verkfallsaðgerðirnar hafa lamað bifreiðaiðnað V-Þjóðverja og kostað framleiðendur hundruð milljóna marka. f dag slitnaði upp úr viðræðum í deilu prentara. Lauk fimm stunda sáttafudi án árangurs. Samtök starfsfólks járnbrautanna, póst- manna, bankamanna og ýmissa ann- arra launþegastétta hafa hótað að- gerðum af samúð við málmiðnað- armenn. Verkföll magnast í V-Þýzkalandi Sovéskur sendimaður í Washington: Sakharov „veit of mikiðu — og fær aldrei að fara úr landi Motfkvu, W ashington, Paris, Hóm, 22. maí. AP. FJÖLMIÐLAR í Sovétríkjunum þögðu í dag þunnu hljóði um nób- elsverðlaunahafann og andófs- manninn Andrei Sakharov, en sendiherra Sovétríkjanna í Frakk- landi fullyrðir, að þau Sakharov- hjónin séu á heimili sínu og við „sæmilega" heilsu. Sovéskur sendiráðsmaður í Washington seg- ir, að Sakharov fái aldrei að fara úr landi vegna þess, að hann „viti of mikið“. Vinir Yelenu Bonner, eigin- konu Sakharovs, höfðu það eftir henni um siðustu helgi, að mað- ur hennar hefði verið fluttur nauðugur af heimili þeirra í Gorky hinn 7. þessa mánaðar en Lionel Jospin, aðalritari franska Sósíalistaflokksins, hefur það eftir Vorontsov, sendiherra Sov- étmanna í Frakklandi, að Sakh- arov-hjónin séu bæði á heimili sínu í Gorky og við „sæmilega heilsu". Kvað Jospin orðalag sendiherrans benda til, að Sakh- arov væri enn í hungurverkfalli. ítalska ríkisstjórnin lýsti í gær yfir „miklum áhyggjum" vegna meðferðarinnar á Sakh- arov-hjónunum og í New York efndi hópur manna til mótmæla úti fyrir aðsetri sovésku sendi- nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Voru margir sovéskir útlagar í þeim hópi. Margir kunnir Bandaríkjamenn, t.d. leikararnir Paul Newman, Cary Grant og Laureen Bacall, hafa sent Chernenko skeyti og skorað á hann að leyfa Yelenu Bonner að fara úr landi til að leita sér lækninga. I gær var gert opinbert bréf, sem Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, skrifaði 7. maí sl. til „Freedom House“, sem eru sam- tök eða stofnun, sem fylgist með mannréttindabrotum víða um heim, en þar segir hann, að Sakharov hafi margsinnis sýnt, að hann „gefist ekki upp í bar- áttunni fyrir friði og fyrir mannréttindum handa löndum sínum“. Vadim Kuznetzov, sovéskur sendiráðsmaður í Washington, hefur endurtekið fyrri yfirlýs- ingar Sovétstjórnarinnar um að Sakharov fái aldrei að fara úr landi vegna þess að hann „viti of mikið“, en Sakharov hefur stundum verið kallaður „faðir sovésku vetnissprengjunnar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.