Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 23
MORGÚNBLÁÐÍÐ, MIDVlkUDÁGÚR 23. MAÍ 1984 23‘" Friðarsinni í svartholið Moskvu, 22. tnaí. AP. SOVÉSKUR friðarsinni, Alexander Rubchenko, fékk óblíðar viðtökur hjá sovésku leynilögreglunni KGB, er hann hitti útsendara hennar á götu úti fyrir skömmu. Hann var við þriðja mann að safna undirskriftum meðal Moskvubúa, en KGB var ekki á því að láta það óátalið og varpaði honum í svarthol að minnsta kosti í 15 daea, „meðan málið væri rann- sakað“. Rubchenko og félagar voru að safna undirskriftum undir áskor- un til sovéskra stjórnvalda að slaka á klónni og setjast að samn- ingaborði með Bandaríkjastjórn um fækkun í kjarnorkuvopnabúr- um stórveldanna. Rubchenko einn hafði fengið 300 nöfn á pappír sinn, hinir færri, en nokkur þó. Félögunum var sleppt, en Rub- chenko talinn forsprakki og læst- ur inni. Var vinum hans ráðlagt að freista þess eigi Iengur að safna undirskriftum, það myndi hafa það í för með sér að þeir yrðu reknir frá Moskvu, sendir eitt- hvert í útlegð. Einn félaganna fullyrti á hinn bóginn að þeir myndu halda áfram að safna und- irskriftum, tilgangurinn væri þess virði að fórna frelsi sínu fyrir hann. Bítillinn íslendingur íhópi yfirhershöfðingja Eins og kom fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráð- herra, á Alþingi á fimmtudag sátu fulltrúar íslands fund í her- málanefnd Atlantshafsbanda- lagsins þriðjudaginn 15. maí. Myndina hér að ofan tók ljós- myndadeild bandalagsins af fundarmönnum. Annar frá hægri er Þórður Einarsson, varafastafulltrúi íslands hjá NATO, sem var í forsvari fyrir islensk stjórnvöld á fundinum. íslendingar voru áheyrnar- fulltrúar eins og Frakkar en fulltrúi þeirra situr einmitt við borðsendann vinstra megin við Þórð Einarsson. Á þeim fundi sem hér um ræðir voru auk fastafulltrúa aðildarríkja NATO í hermálanefndinni yfirhers- höfðingjar frá þeim 14 ríkjum sem að jafnaði taka þátt í störf- um nefndarinnar. er slæmur á taugum Lundúnum, 22. maí. AP. GEORGE Harrison, fyrrum Bítill, sagði í samtali við fréttamenn í dag, að hann lifði í stöðugum ótta við að einhver geðsjúklingur fyndi hjá sér hvöt til að myrða sig í tengslum við morðið á félaga hans John Lennon árið 1980. „Ég er stjarfur af hræðslu og alltaf taugastrekktur. Ég vil koma sem minnst fram opinber- lega og mér er meinilla við að láta ljósmynda mig,“ sagði hinn 41 árs gamli fyrrum Bítill. Hann hefur jafnan tvo risavaxna líf- verði með sér þegar hann er á ferð fyrir utan heimili sitt í Henley í Oxfordshire. Þar hefur hann þó ekki lífverði, heldur fullkomið varnarbjöllukerfi og Enn sprengjuregn í Pansjherdalnum George Harrison allt annað en gestrisna hunda. „Það er aldrei að vita hver er á ferli eða í hvaða tilgangi," segir Harrison. Nýju Delhi, 22. mái. AP. SOVÉTMENN hafa aö mestu hreiðrað um sig í hinum hernaðarlega mikilvæga Panjsherdal í Afganistan, en fullnaðarsigur stendur þó á sér. Síðustu daganna hafa Aðalástæðan fyrir því að Sov- aðstoð milliliða. étmenn og afganski stjórnarher- inn hafa ekki getað unnið lokasig- ur í Panjsher er sú, að andspyrnu- leiðtoginn kunni, Ahmad Shah Masoud, hefur ekki náðst, en Sov- étmenn hafa mikið reynt að hafa hendur í hári hans, en án árang- urs. Þeir hafa í staðinn gripið til þess ráðs að reyna að ná sambandi við hann til samningaskrafs, með Ekki er vitað hvaða boðskap Sovétmenn vilja koma til Masouds, en varla er hann aðlaðandi, því vestrænir diplómatar á þessum slóðum full- yrða að Sovétmönnum hafi ekkert orðið ágengt. Masoud slapp úr höndum Rússa í Panjsher á dög- unum. Hefur Masoud stjórnað vörnum andspyrnunnar frá leyni- legu aðsetri sínu. Hver er skýringin á lækkun málmyerðsins? sovéskar herþotur og þyrlur varpað sprengjum og skotið eldflaugum á stöðvar andspyrnumanna í afdölum Panjsher. Hvorir tveggja stríðsaðilar hafa orðið fyrir miklu mann- og hergagnatjóni. Sovétmenn eru ekki einir um að gera árásir, andspyrnumenn sátu fyrir skömmu fyrir mikilli vöru- flutningalest í Khandahar og beittu þungum hríðskotabyssum, sprengjuvörpum og handsprengj- um. Eyðilögðu andspyrnumenn fjórðung bifreiðanna ásamt varn- ingi þeirra, auk þess sem þeir drápu marga sovéska og afganska hermenn. Sovétmenn gerðu loft- árásir á nærliggjandi þorp daginn eftir í hefndarskyni. Þá gerðu andspyrnumenn árás með sprengjuvörpum á flugvöllinn í Kabúl fyrir nokkrum dögum, einn- ig helsta herflugvöll stjórnarhers- ins skammt fyrir norðan Kabúl. Margir afganskir stjórnarher- menn féllu og þrjár sovéskar MIG-þotur eyðilögðust. Fallbyssu- skothríð hefur heyrst í Kabúl að næturþeli sem bendir til þess að miklir bardagar standi yfir. Vísbending um væntanlegan sam- drátt eða nýtt stöðugleikatímabil EINS og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur álverð lækkað nokkuð á frjálsum markaði eða um 10%. Þessi lækkun kemur þó ekki til með að hafa áhrif á af- komu álversins í Straumsvík nema hún vari citthvað áfram og stafar það af því, að fastir samningar gilda um alla sölu þess. í breska blaðinu Financial Times frá 19. þ.m. fjailar John Edwards um þessi mál, cinkum ál og kopar, og það sem hann kallar „hina órann- sakanlegu vegi málmmarkaðarins í heiminum". Verður stiklað hér á mjög stóru í grein hans. Hvers vegna hefur málmverð- ið verið að lækka síðustu dag- ana? spyr Edwards og tínir síð- an til ýmislegt, sem heldur ætti að leiða til áframhaldandi hækk- unar en lækkunar. Eftirspurn eftir málmum er mikil og í fyrsta sinn í mörg ár eru nú horfur á aukinni fjárfestingu í málmbræðslum og vélafram- leiðslu ýmiss konar, sem hefur langmest áhrif á eftirspurnina eftir málmum. Sem afleiðing af þessu hafa svo álbirgðir minnk- að mjög. Þrátt fyrir allt þetta lækkaði málmverðið mjög skyndilega í fyrra mánuði og í síðustu viku var álverðið t.d. lægra en það hefur verið í heilt ár. Framleið- endur og málmkaupmenn vilja trúa því, að verðlækkunin sé að- eins tímabundin og stafi af tæknilegum markaðsatriðum, en í raun og veru stafar hún fyrst og fremst af þróun mála að und- anförnu. Charles Parry, forseti Alcoa, hefur í því sambandi bent á, að álframleiðendur hafi verið of fljótir að kynda undir kötlun- um að nýju í verksmiðjum, sem hafði verið lokað, og gert það í von um meiri verðhækkanir en raunin hefur orðið á. Eftirtektarvert er, að Japanir hafa hætt rekstri málm- bræðslna, sem nota mikla orku, eins og t.d. álbræðslur, og reiða sig þeim mun meira á innflutn- ing. Hvað koparinn varðar hefur það ýtt undir þessa þróun, að mikill skortur er á kopargrýti, hráefninu, sem bræðslurnar þurfa, og Japanir vilja heldur flytja koparinn inn en greiða það háa verð, sem nú er sett fyrir kopargrýtið. Það, sém hefur ekki ráðið hvað minnstu um breytt ástand á málmmörkuðunum, er nýjasta vaxtahækkunin í Bandaríkjun- um og ótti manna við enn frekari vaxtahækkun. Háir vextir auka birgðakostnaðinn og þess vegna reyna kaupendur að eiga sem minnst fyrirliggjandi, ekki síst á tímum lítillar verðbólgu þegar verð fullunninna vara er stöðugt. Málmframleiðendur hafa bundið miklar vonir við nýjan uppgang í efnahagslífi iðnríkj- anna en verðfallið að undan- förnu bendir til, að þeir verði e.t.v. fyrir vonbrigðum. Þótt verðið hækki eitthvað í haust verður það líklega aðeins um stundarsakir. Margir efnahags- sérfræðingar telja nefnilega, að í stað uppgangs taki við nýr sam- dráttur á næsta ári og að þá muni eftirspúrn eftir málmum minnka jafnt í iðnríkjunum sem í þróunarríkjunum. Önnur skýring eða framtíð- arspá er þó til. Eftir fyrri sam- dráttarskeið hefur jafnan orðið verðsprenging á málmmörkuð- unum þegar aftur fór að rofa til í efnahagslífinu en það gerðist ekki að þessu sinni. Það getur stafað af því, að upp sé að renna nýr tími stöðugleika vegna minni verðbólgu og minni aukn- ingar eftirspurnarinnar. 17 ára gamall flóttamaður Miinchen, 22. maí. AP. PÓLSKUR láningur, 17 ára gamall, smaug fram hjá tékkneskum varð- flokkum á landamærum Tékkóslóv- akíu og Vestur-Þýskalands í dag og baðst hælis sem pólitískur flótta- maður. 18 ára félagi hans var gómaður af tékkneskum landa- mæravörðum og hnepptur í prísund. Tékknesku hermennirnir skutu ekki á eftir piltinum þó þeim hefði verið það í lófa lagt. Voru piltarn- ir á einskismannslandi er Tékk- arnir komu auga á þá og hófst mikill eltingarleikur. Var annar piltanna stórum fótfrárri en hinn og gerði það gæfumuninn. Yfir- völd í Vestur-Þýskalandi hafa ekki gefið upp nafn eða heimabæ piltsins, til þess að hlífa fjölskyldu hans og vinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.