Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 26
26 MOROIJNBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Um meðferö kartöflumáls í landbúnaðarnefnd efri deildar * Ur þingræðu Egils Jónssonar í forystugrein Morgunblaðsins laugardaginn 12. maí sl. var fjallaö um umræður á Alþingi um kart- öflumál og þar sagði m.a.: „Á Alþingi Islendinga verður fyrirspurn í þingnefnd um af- greiðslu á tillögu um afnám ein- okunar á kartöfluinnflutningi og öðrum grænmetisinnflutningi til þess, að einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Egill Jónsson, telur annan þingmann Sjálfstæðisflokksins, Eyjólf Konráð Jónsson, „hlaupasnata fyrir Alþýðuflokkinn" og hefur þá óneitanlega margt breytzt, ef það er orðið hlutverk þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi að beita sérstökum þingtækni- legum aðferðum til þess að tefja framgang mála, sem stuðla að afnámi einokunar og ásökunar- efni á þingmann flokksins að berjast fyrir grundvallarhug- sjónum hans.“ Eins og sjá má af þessari til- vitnun er Egill Jónsson gagn- rýndur fyrir það að tefja fyrir afgreiðslu á tillögu um afnám einokunar á kartöfluinnflutningi og öðrum grænmetisinnflutn- ingi. Morgunblaðið hefur sann- reynt, að þessi gagnrýni á þing- manninn á ekki við rök að styðj- ast og er hann beðinn afsökunar á þeim orðum, sem að honum snúa, að því er þetta atriði varð- ar í forystugrein blaösins. Hér fer á eftir kafli úr þingræðu Eg- ils Jónssonar um málið, þar sem hann gerir grein fyrir gangi málsins í meðförum þeirrar þingnefndar, sem hann veitir forystu: „Síðasta umsögnin barst þegar Búnaðarþing hafði lokið sínum störfum. Þessar umsagnir voru með tvennum hætti, annars veg- ar voru þær jákvæðar gagnvart samþykkt þessa frv., en hins vegar bentu þær til þess, að EgHI Jónsson framleiðsluráðslögin væru í heild sinni í endurskoðun af þar til kvaddri stjórnskipaðri nefnd, og þar af leiðandi væri það hinn raunverulegi og eðlilegi vett- vangur að fjalla um þessi til- skildu frv., sem hafa verið flutt til breytinga á framleiðsluráðs- lögunum í sambandi við þá endurskoðun. M.a. með tilliti til þess þá gerði ég það að tillögu minni þegar umræða fór fram um afgreiðslu málsins í landbún- aðarnefnd efri deildar Alþingis, að þessum tillögum þremur, sem fjalla um þessar breytingar, yrði vísað til ríkisstjórnar og þá með því orðalagi að við endurskoðun á framleiðsluráðslögunum yrði um þær fjallað með tilliti til þess, að efnisatriði eftir atvikum þessara frv. yrðu þar upp tekin. Þetta tilkynnti ég Eiði Guðna- syni, og annar flutningsmaður að frv. um breytingu á fram- leiðsluráðslögunum, Eyjólfur Konráð Jónsson, tók við upp- kasti að bókun frá mér um frv. sem hann óskaði að hafa hjá sér fram yfir páskaleyfi og athuga í samráði við Eið Guðnason, hvort þeir féllust á þessa málsmeðferð. Þetta var tillaga mín um af- greiðslu málsins í efri deild Al- þingis. Og þegar ég kom aftur til baka sagði Eiður Guðnason mér það, að hann kysi frekar að mál- ið lægi óafgreitt, heldur en að það yrði afgreitt með þeim hætti sem ég hafði lagt tii. Ritari land- búnaðarnefndar efri deildar Al- þingis sagði m.a. frá því svo að fleiri eru vitni að, að með því að Eiður Guðnason hefði heldur valið þann kostinn að láta sitt frv. bíða en að afgreiða það með tilvísan til ríkisstjórnar, þá óskaði hann eftir því að sitt mál hlyti sömu afgreiðslu. Báðir þessir menn hafa þannig fallist á þá málsmeðferð sem ég lagði til að yrði höfð á í landbúnaðar- nefnd efri deildar Alþingis og satt að segja fékk það nánast einróma undirtektir að því er ég met, nema þá helst hjá Eyjólfi Konráði Jónssyni, sem tók sér þennan frest. Þá var aðeins eftir eitt málið af þessum þremur, það var til- laga Bandalags jafnaðarmanna, og ég hafði samband við 1. flutn- ingsmann þessa máls um það, hvort hann óskaði að mál hans yrðu afgreidd með sama hætti. Hann gat þess að þá stæði fyrir dyrum fundur hjá BJ, og eftir það gæti hann svarað mér um þetta. Það svar hefur enn ekki borist og — enda hefur ekki eftir því verið leitað. Svona standa nú þessi mál. Það er svo annað mál, sem er náttúrlega alveg nauðsynlegt að rifja hér upp líka, að í þingflokk- um fer eðlilega fram umræða um afgreiðslu mála. Og það hefur nú verið æði mikið að gera í þing- flokkum að undanförnu, a.m.k. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og ég hefi ekki fengið mín mál þar öll útrædd. Þetta mál var m.a. rætt í þingflokknum í gær, eða þessi mál, og þau voru þar ekki útrædd, svo einföld eru þessi mál. Birita á strandstað daginn eftir að báturinn strandaði. Ekki er talið að borgi sig að ná honum af strandstað. Biritu verður ekki bjargað af strandstað Vátryggingarfjárhæð það lág að ekki svarar kostnaði að bjarga bátnum EKKI verður gerð tilraun til þess að bjarga færeyska línuveiðaranum Biritu frá Þórshöfn, þar sem bátur- inn liggur á Skeiðarársandi, en hann strandaði aðfaranótt laugardagsins. Báturinn er vátryggður fyrir 250 þús- und danskar krónur og þykir trygg- ingarfélagi skipsins ekki svara kostnaði að freista þess að ná bátn- um út, enda er báturinn gamall og að ýmsu leyti úr sér genginn. Hann er um 40 ára gamall. í gær voru tæki tekin úr bátnum og eigur skipverja sóttar. Sjópróf vegna strandsins voru haldin í danska sendiráðinu á mánudag. Þar kom fram, að lórantæki bát- ins bilaði og vissu skipverjar ekki um staðsetningu bátsins. Sand- arnir miklu á Suðurlandi koma ekki fram á radar. Skipverjar vöktu skipstjóra þegar þeir sáu til Tveggja sólarhringa afrakstur: Sautján lög og ellefu þingsályktanir Meðal laga, sem Alþingi íslend- inga, 106. löggjafarþing, samþykkti síðustu tvo sólarhringa fyrir þing- lausnir í gær, vóru: 1) lög um kosn- ingar til Alþingis (tengt stjórnar- skrárbreytingu og frekari endurskoð- un milli þinga), 2) lög um sveitar- stjórnarkosningar, 3) lyfjalög, 4) lög um fjarskipti, 5) um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna, 6) um landflutn- ingasjóð, 7) um almannatryggingar (breyting), 8) um tekjustofna sveitar- félaga (lækkun fasteignaskatts af sumarbústöðum í 0,5% af fasteigna- rnati), 9) áfengislög (vínveitingar hót- ela í strjálbýli), 10) jarðalög, 11) um umboðsþóknun vegna gjaldeyrisvið- skipta, 12) um Iðnaðarbanka fslands, 13) um Búnaðarbanka íslands, 14) um ríkismat sjávarafurða, 15) um út- flutningsgjald af grásleppuafurðum, 16) um skattskyldu innlánsstofnana og 17) um lífeyrissjóð bænda. Frum- varpi um Framleiðsluráð landbúnað- arins (eggjasölu) var vísað til ríkis- stjórnarinnar. Meðai þingsályktana, sem Al- þingi samþykkti á sama tíma og sendi ríkisstjórn til fyrirgreiðslu, vóru 1) þingsályktun um kísil- málmverksmiðju í Reyðarfirði (heimild til ríkisstjórnar til að reisa og reka slíka verksmiðju í fé- lagi við erlenda og innlenda aðila), 2) um fríiðnaðarsvæði við Kefla- víkurflugvöll, 3) um afnám bíl- akaupafríðinda embættismanna, 4) um landnýtingaráætlun, 5) um húsnæðismál námsmanna, 6) um uppbyggingu Reykholtsstaðar, 7) um framburðarkennslu í íslenzku, 8) um kynningu á líftækni, 9) um rannsóknir og meðferð nauðgunar- mála og 10) um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga, 11) um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum. Tillögum til þingsályktunar um fiskeldi og klak sjávar- og vatnadýra og um varnir vegna Skeiðarárhlaupa var vísað til ríkisstjórnarinnar. Þings- ályktun um þjóðaratkvæði um millisterkt öl kom ekki til atkvæða vegna málþófs nokkurra þing- lands, en það var um seinan. Hann var vart fyrr kominn fram í stýr- ishús en báturinn tók niðri. Skipbrotsmenn af Biritu komu á ritstjórnarskrifstofur Mbl. á mánudag, en þeir fóru af landi brott í gær. „Við viljum koma á framfæri þakklæti til Schumann Didriksen og konu hans, Færey- ingafélagsins í Reykjavík, Sylvíu Jóhannsdóttur, formanns félags- ins, björgunarsveitanna á Kirkju- bæjarklaustri og í Öræfum og síð- ast en ekki síst til blaðamanna Morgunblaðsins, sem fluttu okkur til Reykjavíkur og greiddu götu okkar," sögðu skipbrotsmenn. Snjómokstur hafinn á Lágheiði SNJÓMOKSTUR á leiðinni um Lágheiði hófst á mánudag, en hún hefur verið lokuð vegna ófærðar í allan vetur. Samkvæmt fréttaritara Mbl. á Siglufirði ríkir mikil óánægja meðal heimamanna þar, vegna þess hve leiðin var rudd seint. Hjá Vegagerð ríkisins fengust þær upplýsingar að mokstri yrði vænt- anlega lokið innan fárra daga. Staða skipasmíðaiðnaðarins: Takmörkuð verkefni í nýsmíði Útlit er fyrir art Slippstöðin á Akur- eyri hafi næg verkefni fram í nóv- ember 1983. Óvis.sa ríkir um fram- hald nýsmíði eftir að smíði tveggja 35 metra langra skipa lýkur, sem þar er nú unnið að. Stálvík hf. í Garðabæ á eftir um tveggja og hálfs mánaðar Kvöldverðarveizla efri deildar þingmanna: Ekki á vegum Alþingis VEGNA fréttar í Mbl. í gær um að þingmenn efri deildar Alþingis hefðu setið kvöldverðarveizlu í fyrrakvöld, óskar forseti deildar- innar, Salome Þorkelsdóttir, eftir því að fram komi að umrædd veizla hafi ekki verið haldin á veg- um eöa á kostnað Alþingis. Salome sagði, að til að forðast misskilning vildi hún að fram kæmi að veizlan hefði verið haldin að tilhlutan þingmann- anna sjálfra, sem hana sátu ásamt mökum sínum, og að allur kostnaður við veizluhöldin hefði verið greiddur af þeim sjálfum. vinnu við nýsmíði skips, sömu stærð- ar og skipanna hjá Slippstöðinni. Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi á eftir um tveggja mánaöa vinnu við smíði skips af sömu stærð. Vélsmiðja Seyðisfjarðar hf. hefur í smíðum 26 m langt skip, sem áætlað er að afhenda um næstu áramót. Dráttarbrautin í Keflavík hefur framundan um tveggja mánaða vinnu við endurbygg- ingu 130 tonna báts. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. er að Ijúka nýsmíði 295 tonna fiskiskips. Skipasmiðjan Hörður hf. í Njarðvík vinnur að smíði rækjuskips, sem lokið verður í júli nk. Önnur fyrirtæki í skipasmíðum sinna ekki nýsmíði en hafa viðhalds- og viðgerðarverkefni til fárra mán- aða, Slippfélagið í Reykjavík þó út árið. Þetta kom fram í skriflegu svari Sverris Hermannssonar iðnaðafráð- herra við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni, sem lagt var fram á Alþingi sl. mánudag. Þá kom fram í svari ráðherra að viðræður standi nú yfir milli Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og Slippstöðvarinnar á Akureyi um smíði togara. Ráðherra sagði að fimm rað- smíðaskip, sem nú er unniðað, hafi verið fjármögnuð með endurkaupa- lánum Seðlabanka, lánum frá norska útflutningslánasjóðnum, eigin fé skipasmíðastöðva og fyrir- greiðslu viðskiptabanka. Erfitt er að meta hve mikið fjármagn hafi gengið til þessara skipa 1984. Áætl- að er að Fiskveiðasjóður geti lánað 214 m.kr. í ár til vinnslustöðva og tækja, viðgerða og breytinga fiski- skipa. Frumvarp hafi verið lagt fram um 150 m.kr. lánsfjárútvegun vegna skipasmíðaiðnaðarins. Auk þess sé gert ráð fyrir einhverjum erlendum lántökum, sem langlána- nefnd ríkisstjórnarinnar muni fjalla um. „Afnám tekjuskatts í áföngum „Alþingi ályktar aö fela fjár- málaráðherra að leggja fyrir næsta Alþingi tillögu um afnám tekjuskatts af almennum launa- tekjum í áföngum og á hvern hátt raegi breyta skattheimtu að öðru leyti og spara og hagræða í ríkisrekstrinum til að ná þessu markmiði án þess að minnka þjónustuna.“ Þannig hljóðar þingsályktun sem Alþingi sam- þykkti meö 46 samhljóða at- kvæðum í gær og sendi ríkis- stjórninni til fyrirgreiðslu. Eggert Haukdal (S), sem mælti fyrir nefndaráliti alls- herjarnefndar Sameinaðs þings í þessu máli, kvað nefnd- ina hafa sameinað í eina tvær tillögur um sama efni, aðra flutta af þingmönnum Sjálf- stæðisflokks og hina flutta af þingmönnum Alþýðuflokks. Nefndin mælti öll með því að þingsályktunin, svo orðuð, yrði samþykkt. Þar með hefur Al- þingi sett fram einróma stefnumörkun varðandi afnám tekjuskatts í áföngum af al- mennum launatekjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.