Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON ÞEGAR fólki er boðið upp á skemmdar kartöflur verður ástand þeirra og fyrirkomulag á framleiðslu þeirra, innflutningi og dreifingu, gjarnan mikið hitamál bæði í umræðu manna á meðal og í fjölmiðlum. Þetta er ekki óeðlilegt þar sem kartöflur eru ein mikilvægasta neysluvara flestra heimila. Kartöflumálin eru alltaf til umræðu öðru hverju, og núna vegna lélegra kartaflna sem fluttar voru inn frá Finnlandi í vetur. Umræðan í vetur hefur orðið til þess að í alvöru virðist vera farið að huga að breytingum á kerfinu að kröfu neytenda, hver sem niöurstaðan verður. Á innlendum vettvangi í dag reifum við þetta mál í grófum dráttum og segjum frá því fyrirtæki sem spjótin beinast að, Grænmetisverslun landbúnaðarins. barst ráðherranum bókun frá nefnd þeirri sem hann skipaði til að athuga innflutningsmálin. Nefndin sagði störf sín vera á frumstigi og hún gæti því ekki tek- ið endanlega afstöðu til málsins. Benti hún á nokkur atriði en lagði síðan til að ekki yrði ráðist í skipu- lagsbreytingu á sölukerfinu án þess að frekari umræða og umfjöllun hafi farið fram og lagabreytingar látnar bíða þess tíma. Landbúnaðarráðherra kvað upp sinn „Salómonsdóm" síðdegis þennan dag. Hann var á þá leið að umsækjendum skyldi veitt sameig- inlegt tímabundið innflutningsleyfi fyrir ákveðnu magni, með ákveðn- um skilyrðum. Ef umsækjendur kæmu sér ekki saman um slíkt leyfi vildi hann beita sér fyrir því að koma þeim kartöflum, sem þegar hafa verið keyptar til landsins, á ráðuneytisins. Þegar þetta er skrif- að er það nýjasta í málinu það að sex af þeim sjö fyrirtækjum sem sótt hafa um innflutningsleyfi á kartöflum höfnuðu fyrirkomulagi ráðherra sem þau kölluðu hálfgild- ings einokunarfyrirkomulag við hlið þess gamla og lögðu til að inn- flutningur með kartöflur yrði gef- inn frjáls með þeim takmörkunum sem nauðsynlegt væri að setja vegna innlendra framleiðenda. Þannig stendur málið þessa stund- ina en á meðan hafa kartöflurnar verið að streyma til landsins. Fyrstu kartöflunum sem fluttar hafa verið inn af einkaaðilum um áratugaskeið var dreift í verslanir á föstudag en það voru kartöflur sem Eggert Kristjánsson og co. hf. flutti inn. Þær voru auglýstar í búðum á ýmsan hátt svo sem: „Nýj- ung, ætar kartöflur", og þar fram eftir götunum og samkvæmt viðtöl- Kartöfluvandamálið: slys eða afleiðing einokunarverslunar Mon?unblaöið/KÖE. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Það er skipað fulltrúum bænda og vinnslu- stöðva landbúnaðarins og fjallar um framleiðslu, vinnslu og sölumál land- búnaðarafurða. F.v.: Gunnlaugur Lárusson, skrifstofustjóri Framleiðsluráðs, Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, Þórarinn Þorvaldsson, bóndi á Þóroddsstöðum, Hrafn Sigurðsson, forstöðumaður fjármáladeildar Sláturfélags Suðurlands, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, Gísli Andrésson, bóndi á Hálsi, Egill Bjarnason, starfs- maður Framleiðsluráðs, fundarritari, Ingi Tryggvason, formaður Fram- leiðsluráðs, Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri ráðsins, Magnús Frið- geirsson, framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, Haraldur Gíslason, mjólk- ursamlagsstjóri á Húsavík, Böðvar Pálsson, bóndi á Búrfelli, og Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka. Þorsteinn Geirsson, bóndi á Reiðará, sem einnig á sæti í Framleiðsluráði, var ekki viðstaddur þegar myndin var tekin. MorRunbladið/Júlíus. Stjórn Grænmetisverslunar landbúnaðarins. F.v.: Karl Gunnlaugsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar (varamaður Eiríks Sigfússonar, bónda á Sflastöðum), Gísli Andrésson, bóndi á Hálsi, Gunnlaugur Björnsson, forstjóri, Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Grænmetisverslunarinnar, Páll Ólafsson, starfsmaður GL, fundarritari, Magnús Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri búvörudeildar SfS, og Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti. Upphaf þessa máls hér í Morgun- blaðinu var það að 22. desember var sagt frá því að samið hefði ver- ið við Finna um vöruskipti á land- búnaðarvörum. Þangað voru seld 105 tonn af dilkakjöti og keypt í staðinn 2.100 tonn af kartöflum. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra og Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda höfðu rætt möguleika á slíkum vöruskipt- um við finnska starfsbræður sína þá um veturinn og í desember var endanlega gengið frá samningum sem Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga var falin framkvæmd á. Kom fram að Finnar hefðu feng- ið góða kartöfluuppskeru sem þeir væru í vandræðum með að selja og gott verð fengist fyrir kjötið sem við gætum selt þeim á móti. Dag- inn eftir kom fram í samtali blaðs- ins við Gunnlaug Björnsson for- stjóra Grænmetisverslunarinnar að finnsku kartöflurnar væru 5—15% dýrari, eftir sendingum, hingað komnar, miðað við þær kartöflur sem Grænmetisverslunin hefði verið að kaupa að undanförnu annars staðar frá, en hafa þyrfti í huga við samanburð á verði að bú- ist væri við hækkun á kartöfluverði eftir því sem liði á veturinn og því ekki víst að verðið yrði neitt hærra þegar upp væri staðið. Þá kom og fram að SÍS myndi væntanlega annast flutning kartaflnanna til landsins með eigin skipum, verð þessara kartaflna væri um 14 milljónir íslenskra króna á þágild- andi gengi og SÍS fengi sín um- boðslaun þar af með samningum við finnska seljandann. Það næsta sem af þessu máli fréttist er það að í apríl og þó sér- staklega í maí fer að bera á óánægju neytenda með kartöflurn- ar. Neytendasamtökin fylgja mál- inu eftir og gera könnun á ástandi kartaflnanna sem reyndist vægast sagt heldur ágborið, auk þess kom fram að í hluta kartaflnanna hefði fundist hringrot og varð að henda verulegu magni þess vegna. í fram- haldi af þessu fóru heildverslanir í matvæladreifingu og stórmarkaðir að sækja um leyfi til innflutnings á kartöflum. Töldu þessir aðilar sig geta útvegað betri vöru. Landbún- aðarráðherra skipaði nefnd til að athuga þessi mál, jafnframt því sem umsóknunum var vísað til Framleiðsluráðs landbúnaðarins til umsagnar, lögum samkvæmt. Hörð gagnrýni kom fram á Grænmetisverslun landbúnaðarins vegna þessa innflutnings og á sölu- fyrirkomulagið almennt, meðal annars frá formanni Neytenda- samtakanna sem lýsti þeirri skoð- un sinni að Grænmetisverslunin væri tímaskekkja. Stjórn og for- stjóri Grænmetisverslunarinnar boðuðu til blaðamannafundar í þessu tilefni. Kom fram að Græn- metisverslunin harmaði þau mis- tök að neytendur hefðu fengið í hendur gallaðar kartöflur og greint var frá því að hert yrði eftiriit með kartöflum. Jafnframt sökuðu þeir kaupmenn um að bera að miklu leyti ábyrgð á skemmdunum í kart- öflunum með því að fara illa með þær. í Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí er sagt frá þeirri yfirlýsingu forsætisráðherra að hann væri sannfærður um að leyfi til inn- flutnings á kartöflum yrði veitt einkafyrirtækjum, „enda ekki ástæða til annars", sagði hann í samtali við blaðamann. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði aðspurð- ur um afstöðu sína að þetta væri „eðlilegt, rétt og nauðsynlegt". Verslunin Hagkaup tók forsætis- ráðherra á orðinu og lét skipa út i Englandi 20 tonnum af 1. flokks enskum kartöflum af fyrra árs uppskeru. Sama gerði heildverslun- in Eggert Kristjánsson og co. hf. sem keypti nvjar kartöflur frá Grikklandi og Italíu og fleiri komu á eftir, meðal annars Grænmetis- verslun landbúnaðarins sem nú gat allt í einu fengið keyptar nýjar kartöflur. Á meðan ákvörðunar ráðherra, sem hann kvaðst taka að fenginni umsögn Framleiðsluráðs landbúnaðarins, var beðið settu Neytendasamtökin í gang undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að gefa innflutning á kartöflum og nýju grænmeti frjáls- an á þeim tíma, sem innlend gæða- framleiðsla annar ekki eftirspurn og „frjálsu" kartöflurnar fóru að koma til landsins. Kartöflusend- ingar einkaaðilanna voru „kyrr- settar" á hafnarbakkanum þar sem tilskilin leyfi til innflutnings þeirra vantaði en Grænmetisversl- unin gat óhindrað flutt sínar kart- öflur í hús sitt, „Gullaugað", pakk- að og dreift í verslanir, allar nema Hagkaup að vísu. Sögðu forráða- menn Hagkaups að þeim hefði ver- ið neitað um kartöflur úr þessari sendingu þegar þeim var dreift. Þessi framkvæmd Grænmetisins á einkaieyfi sínu til heildsöluverslun- ar með kartöflur varð eflaust til að meiri harka færðist í deiluna og víst varð hún ekki til framdráttar málstað þeirra sem vilja óbreytt fyrirkomulag í þessum efnum. Grænmetisverslunin sendi Hag- kaup kartöflurnar morguninn eftir og var sagt að til þess hefðu verið notaðar þær kartöflur sem fara áttu út á land. í yfirlýsingu sem GL sendi til fjölmiðla var neitun á sölu kartaflnanna aðallega réttlætt með því að Hagkaup ætti von á kartöfl- um sem verslunin flytur sjálf inn. Að morgni þriðjudagsins 15. maí afhentu fulltrúar Neytendasam- takanna landbúnaðarráðherra undirskriftir 20.652 neytenda, sem safnað var á tveimur verslunardög- um á höfuðborgarsvæðinu, undir kröfu um frjálsan innflutning kart- aflna og nýs grænmetis á þeim tímum sem innlend gæðafram- leiðsla annar ekki eftirspurn. Jafn- framt kröfðust fulltrúar Neytenda- samtakanna þess af ríkisstjórninni að hún hlutist til um að opinber rannsókn fari fram á kaupum Grænmetisverslunarinnar á finnsku kartöflunum og dreifingu þeirra til neytenda. Á miðvikudag- inn var kartöflumálið tekið fyrir á maraþonfundi í Framleiðsluráði landbúnaðarins. Nokkuð voru skoð- anir framleiðsluráðsmanna skiptar um málið en þó var samþykkt sam- eiginleg niðurstaða. Þar er ekki tekin efnisleg afstaða til einstakra umsókna um innflutning á meðan nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að athuga innflutn- ingsmálin væri enn að störfum. Bent var á ýmis atriði varðandi málið en þau voru flest heldur neikvæð gagnvart umsóknunum og frjálsum innflutningi. Þessi um- sögn Framleiðsluráðs var afhent landbúnaðarráðherra morguninn eftir, þann 17. maí, og sama dag markað til að forðast tjón. Ákvörðun ráðherra var afar illa tekið af umsækjendum um leyfin og forsvarsmönnum Neytendasam- takanna, og höfðu þessir aðilar hörð orð um ákvörðunina, m.a. að vilji 20 þúsund neytenda væri gjörsamlega hundsaður og með þessu væri verið að setja upp kvóta og þar með haftakerfi. Umsækj- endurnir hafa verið að þinga um málið um helgina og hafa bréfa- skriftir gengið á milli þeirra og um við verslunarmenn runnu þær út eins og heitar lummur, neytend- ur greinilega orðnir svangir eftir langt kartöflusvelti. Á meðan á þessu hefur staðið hafa ýmsir fleiri hagsmunaaðilar látið í sér heyra. Kartöflubændur sendu frá sér harðorð mótmæli gegn frjálsum innflutningi. Aðal- fundur garðyrkjubænda samþykkti ályktun í þessu efni en þar kvað við nokkuð annan tón en hjá kartöflu- bændum. „Pöntuð" mótmæli í sama anda og var í mótmælum kartöflu- bænda voru ekki samþykkt heldur jákvætt orðuð ályktun þar sem þó er varað við „lítt hugsuðum skyndi- ákvörðunum" sem kynnu að skaða bæði hagsmuni neytenda og fram- leiðenda og var í því efni vísað til frumvarps Eiðs Guðnasonar og fleiri um frjálsan innflutning. Framkvæmdastjórn Verslunarráðs fslands samþykkti harðorð mót- mæli gegn núverandi fyrirkomu- lagi og skoraði á Alþingi að af- greiða nú þegar tillögu um breytta skipan og miðstjórn ASÍ lýsti yfir stuðningi við frjálsan innflutning kartaflna. Kartöflumálin komu oftar en einu sinni til umræðu á Alþingi. Mikill darraðardans var í kringum frumvarp Eiðs en það ger- ir ráð fyrir frjálsum innflutningi kartaflna og nýs grænmetis. Mál- um þar lyktaði með því að stjórn- arflokkarnir gerðu samkomulag þar sem segir m.a. „að rækileg endurskoðun fari fram á sölumál- um landbúnaðarins þar sem einok- un verði aflétt", og var frumvarp- inu vísað til ríkisstjórn- arinnar. Grænmetisverslun .landbúnaðar- ins hefur oft verið nefnd í þessari samantekt og því er ekki úr vegi að segja nánar frá þessu fyrirtæki. Fram til ársins 1935 var verslun og innflutningur á kartöflum frjáls hér á landi. Menn eru ekki sam- mála um hvernig ástand þessara mála hafi verið á þeim árum. Ýmis einkafyrirtæki í matvæladreifingu fluttu inn kartöflur og dreifðu í verslanir, þ.á m. Eggert Krist- jánsson og co., sem nú siðustu vik- urnar hefur aftur komið við sögu kartöfluinnflutnings og telja ýmsir að þetta hafi allt gengið vel. Aðrir segja að mesta ófremdarástand hafi ríkt í kartöflumálunum, lítið hafi verið flutt inn og landið meira og minna kartöflulaust en kartöfl- ur samt iðulega seldar í samkeppni við nýja uppskeru innanlands og hafi það verið innlendum framleið- endum fjötur um fót. En hvað um það, með lögum frá 1935 var land- búnaðarráðherra heimilað að taka upp leyfisveitingar á innflutningi kartaflna og árið eftir, 1936, voru samþykkt ný lög þar sem ríkis- stjórninni var heimilað að taka í sínar hendur allan innflutning á kartöflum og öðrum garðávöxtum frá 1. maí 1936. Grænmetisverslun ríkisins var stofnuð skv. þessum lögum og rekin fyrst um sinn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.