Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 Gott sumarlevfi Greinarhöfundur staldrar vió á göngugötunni í hinum ævagamla bæ, Sigtuna, sem er milli Stokkhólms og Uppsala. Það er greinilega heitt í veóri. — eftir Karl Ormsson Það þykir e.t.v. ekki tiltökumál að bregða sér út fyrir landstein- ana nú til dags á tímum þotuald- ar. Samt er það nú svo í mínum augum töluverð fyrirhöfn og erfiði að taka á sig ferðalag frá gamla hólmanum. Það er ekki síst fjár- hagslegur kostnaður fyrir utan alla þá snúninga og andlega fyrir- höfn, sem þarf að inna af hendi. Ekki þarf að tíunda hvað kostar að fljúga til Svíþjóðar. Það vita flestir að er dýrt spaug, þó menn hrindi sér nú samt út í þann kostnað af bjartsýni einni saman og jafnvel upp á krít. Þó þessi pistill eigi fyrst og fremst að innihalda ferðahugleið- ingar um þessa Svíþjóðarferð fyrir tæpu ári síðan, þá er ekki úr vegi að minnast á ferðamátann og aðstöðuna, sem boðið er upp á á þessari flugleið. Ferðasagan hefst á heldur ókristilegum tíma eða kl. 04 að nóttu, sem er ákaflega óheppilegur tími fyrir börn og jafnvel fullorðna, sem eru þó vanir að risa árla úr rekkju. Flugleiðir mættu gjarnan færa þennan brottfarartíma fram á morguninn, en ætli það verði fyrr en sam- keppni er komin á þessa leið. Eftir hafragrautinn var slegist með töskurnar niður á Loftleiða- hótelið og beðið eftir rútunni. Við lentum í fyrstu rútunni, sem virt- ist traust og nýleg. En hinir fyrstu verða oft síðastir, því rútan bilaði og ókum við því helming leiðar- innar á hálfum hraða með tilheyr- andi stoppum. Ekkert var því verslað í fríhöfninni það sinnið. Vegna seinkunarinnar urðum viðb að sætta okkur við sæti aftast á reyksvæðinu í vélinni. Við tylltum okkur niður aftast í stéli á DC-8 þotunni og sátum þar eins og á hrífuskafti. Að vísu sýndist okkur þeir ekki hafa það mikið náðugra, sem voru á reyklausa fletinum, reykurinn dreifðist jafnt yfir stórreykingamenn sem og aðra. Forráðamönnum Flugleiða vil ég benda á í þessu samhengi að margir myndu hugsa með hlýju og þakklæti til þeirra ef þeir settu upp skilrúm milli reykingamanna og þeirra, sem ekki vilja reyk. Sýnist mér það vitlegri ráða- breytni en að draga fólk í dilka eftir efnahag. Að öðru leyti var flugferðin ánægjuleg, flugfreyj- urnar alúðlegar og kurteisar og ekki öfundsverðar af starfi sínu. Góður morgunverður var borinn fram og boðið upp á áfengi og bjór á eftir. Millilent var í Osló og vor- um við Svíþjóðarfararnir áfram í vélinni í hálfa klukkustund. Til Arlanda-flugvallar komum við tæpum fjórum tímum eftir að lagt hafði verið frá Keflavík. Það voru þreyttir ferðalangar, sem stigu út úr vélinni, með höf- uðverk vegna sígarettureyks, þrýstingsbreytinga og svefnleysis. Yfirhafnir okkar voru þungar, þykkar og hlýjar enda búið að vera kalt heima síðustu vikurnar. Á Arlanda var hins vegar 35°C hiti og við litum út eins og norður- heimskautabúar í þverhandar- þykkum dökkleitum flíkum. Því- líkur munur á veðurfari, því getur enginn trúað nema að prófa sjálf- ur. Á flugvellinum tók dóttir okkar, tengdasonur og nafni litli á móti okkur. Við blautsvitnuðum á örskammri stundu af sólinni og hitanum. Því næst var ekið til Uppsala, sem er um 40 km frá Ar- landa í norðurátt. Þar biðu okkar góðar veitingar og voru þær vel þegnar. Eftir að hafa verið í svitakófi í nokkra tíma eftir komuna til Upp- sala, létum við það verða okkar fyrsta verk að kaupa föt, sem hæfðu loftslaginu. Það var eins og að losna undan þungu fargi að losa sig við íslensku fötin og klæða sig í léttan, ljósan sumarfatnað og þar með hrista af sér drunga hinn- ar íslensku veðráttu. Þvílfkur létt- ir, því er varla hægt að lýsa með orðum. Á götum úti var fólk allt léttklætt, flestir búnir að ná sér í sæmilega brúnku þótt ekki væri nema miður júní og sumarið rétt að byrja. Varla þarf að nefna það hversu dekrað var við okkur á all- an hátt. Ég held það sé tæplega hægt að finna dásamlegri bæ hvað snertir rólegheit og verndað umhverfi. Borgin eða bærinn, þó hann telji um 150 þús. íbúa, var með öllu laus við stress og stórborgar- skarkala. Við vorum svo bless- unarlega laus við allt poppgaul og annan glymskratta, sem trekkir upp sál og taugar heima þannig að menn forheimskast. Við fundum það svo glöggt hvað við hvíldumst vel við að koma svona í algjörlega nýtt og rólegt umhverfi. Ég notaði tímann í leiðinni og kynnti mér sérsvið innan starfs míns, sem snýr að framköllun á sjúkrahúsum. í þeim efnum sem og öðrum sviðum sjúkrahúsrekstr- ar eru Svíar til mikillar fyrir- myndar. í Uppsala er eitt stærsta og fullkomnasta sjúkrahús á Norðurlöndum ef ekki Evrópu. Það snerti okkur mikið að sjá hversu börnin eru vernduð frá bílaumferðinni í íbúðarhverfunum og það hlýtur að skerpa öryggis- kennd foreldranna að þurfa ekki að vera hrædd í hvert skipti sem börnin hlaupa út í leiki. Bílar geta ekki ekið upp að útidyrum fjölbýl- ishúsanna a.m.k. í því hverfi, sem við kynntumst þar sem allt er girt af og læst með hliðum, sem ekki eru opnuð nema menn greiði svok. lyklagjald 100.- kr. sænskar. Veðurfarið þennan rúma mán- uð, sem við vorum í Uppsölum var með slíkum ágætum að það skipti engu máli hvort maður var inni eða úti. Þó var nú þægilegt yfir hádaginn að sitja í forsælunni og vita af hitanum úti fyrir. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna ferðaskrifstofurnar hérna nota ekki meir þennan möguleika, þeg- ar nóg er af alls konar húsnæði, sem stendur autt árið um kring. Það er hægt að finna sér svo mikla afþreyingu með því að skoða bygg- ingar, söfn, náttúruminjar, ná- grannabæi fyrir utan ýmiss konar aktivitet svo sem t.d. að baða sig í hinum fjölmörgu vötnum. Vert er að nefna sérstaklega Gamla-Upp- sala með sínar stóru konunga- grafir, þær stærstu, sem til eru á Norðurlöndum frá víkingatíma. Þar var helsti blótstaður Svía í heiðni og þar var Svíaríki stofnað. Ýmsar merkar byggingar og stofnanir prýða Uppsala, sem verður 700 ára árið 1986, svo sem hin fræga dómkirkja frá 13. öld, háskólinn, stofnaður 1474, Upp- salahöllin, Akademiska sjúkra- húsið, lyfjafræði- og land- búnaðarháskóli, sem eru einir sinnar tegundar í Svíþjóð. í land- búnaðarháskólanum eru m.a. kenndar dýralækningar. Sú grein er svo umsetin, að næstum von- laust þykir fyrir útlendinga að sækja þar um inngöngu. í gegnum borgina rennur skipageng á, sem gengur í gríðarstórt vatn, sem heitir Meláren. Hægt er að fara með skemmtibáti frá Uppsölum og alla leið til Stokkhólms og jafnvel lengra ef óskað er. Akademiska sjúkrahúsið er 280 ára gamalt og þar starfa alls u.þ.b. 8000 manns. Bærinn hefur engan stóriðnað nema ef nefna mætti lyfjaiðnaðinn, sem er í nánum tengslum við lyfjafræðiháskólann. í bænum er eitt stærsta lyfjafyr- irtæki Svíþjóðar, Pharmasía, óvenju gróskumikið og arðvænlegt firma. Flestir hafa lifibrauð sitt í gegnum sveitarfélagið, háskólann, sjúkrahúsið og önnur smáþjón- ustufyrirtæki. Þetta hófsama „Ég held það sé tæplega hægt að finna dásam- legri bæ hvaö snertir ró- legheit og verndaö um- hverfi. Borgin eða bær- inn, þó hann telji um 150 þús. íbúa, var meö öllu laus viö stress og stórborgarskarkala. Viö vorum svo blessunar- lega laus viö allt popp- gaul og annan glym- skratta, sem trekkir upp sál og taugar heima þannig aö menn for- heimskast.“ atvinnulíf hefur gert borgina al- veg lausa við mengun. Mér var sagt að stundum bærist loftmeng- un frá rússnesku verksmiðjuborg- unum við Eystrasaltið, en þann tíma sem við stoppuðum var him- ininn alltaf heiðskír og blár og ekki til þessi móða, sem svo oft einkennir Mið-Evrópu. Einu tókum við sérstaklega eftir í sambandi við fjölmiðla, að það tíðkast ekki hinar linnulausu hót- anir og stríðsyfirlýsingar frá opinberum stofnunum til almenn- ings, svo sem auglýsingar um lok- anir, eindaga skulda, sektir og annan ófögnuð, sem gerir tak- markað gagn hvort eð er. Urmull er af hótelum í miðbænum og nokkuð af litlum veitingastöðum, þótt e.t.v. hefðu fleiri mátt vera opnir. Okkur varð líka starsýnt á gróð- urinn, hvað hann er gróskumikill og snöggur í vexti upp úr þessum leirkennda, harða jarðvegi, sem virðist svo ófrjósamur við fyrstu sýn. íbúðarhúsin eru ákaflega ein- föld, smekkleg og praktísk og í öll- um görðum voru epla-, peru- og kirsuberjatré. Við fórum einu sinni í jarðaberjatínslu og fylltum koppa og kirnur á svipstundu. Jarðvegurinn gefur svo stóra upp- skeru á hvern fermetra að við trúðum varla okkar eigin augum. Vöruverði var í hóf stillt og til- boðsverð í hverri viku á alls konar vöru. Mjög hagstætt var að kaupa rafmagnstæki miðað við verðlag heima. Aldrei sáum við drukkið fólk á götu úti og eru þó tvær áfengisútsölur með stuttu millibili í miðbænum. Bjór að styrkleika 4,5% er seldur í þessum útsölum og var ekki að sjá að slíkt væri til vandræða. Hjálpsemi og kurteisi afgreiðslufólks er mjög lofsverð, gagnstætt því sem ég hef kynnst víða annars staðar m.a. hér á landi. Tilgangur minn með grein þess- ari er m.a. að benda fólki á þennan viðkunnanlega bæ. Vissulega gæti ég hugsað sem svo að best væri að sitja sjálfur að þessum rólega og skemmtilega stað aðeins lengur. En það er ekki aðeins á Mallorca eða Costa del Sol, sem sólar nýtur dögum saman, mið-Svíþjóð getur líka verið hrein sólarparadís á sama hátt og fyrrnefndir staðir. Okkur brá við að heyra að Upp- salir væru vinabær Hafnarfjarð- ar, þar sem aldrei hefur verið minnst á það einu orði í fjölmiðl- um hér. Það er synd að bærinn skuli ekki kynntur meir suður í Hafnarfirði og frekari samskipt- um komið á. Það er svo greinilegt að Uppsalir hafa margt upp á að bjóða, sem getur verið gagnlegt og fræðandi fyrir okkur íslendinga. Við þóttum nú ekkert of viljug að flengjast út um allar jarðir, þar sem við erum þeirrar skoðunar að maður eigi að nota tækifærið, er við vorum fjarri íslenska tryll- ingssamfélaginu og skoða nánasta umhverfi, hvílast og búa okkur undir langan og stundum strang- an vetur. Við fórum t.d. í skemmtilegar skógargönguferðir, og þaö er út af fyrir sig allt önnur upplifun en að skynja náttúruna hér á landi. í sex vikur vorum við í „sælurík- inu“ og hitinn var oftast sá sami allan tímann, eða milli 30—35°C. Þegar við hjónin og yngsti dreng- urinn okkar, Ormur, fórum í loftið á Arlanda, var auðvitað heiðskírt og 32°C hiti. Það var erfið stund að skilja við sitt fólk, en allt gott tekur enda. Síðan var flogið beint heim í rigninguna, úrfellið og kuldann á gamla hólmann, sem að margra dómi er á mörkum hins byggilega heims. Og þótt segja megi að heima sé þest, þá var þetta framandi land, borg og veð- ur okkur ógleymanlegt. Karl Ormsson er raftækjarörður við Borgarspítalann. Greinarhöfundur ásamt syni sínum, Orra, t.v., og dóttursyni, nafna sínum, t.h., á gangi í botaniska garðinum í Uppsölum. Myndin til hægri: Gamli borgarkjarninn frá miðöldum stendur þétt utan um dómkirkjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.