Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAl 1984 í tilefni greinarinnar: „Úrslitatilraun bjartsýnismanns“: Kosningarnar í E1 voru engin lausn Salvador — eftir Ragnar Stefánsson Kosningasýningunni sem Reag- an setti á fjalirnar í E1 Salvador viröist nú lokið. Þegar mánudag- inn 6. maí lýsti Duarte, frambjóð- andi Kristilegra demókrata því yf- ir að hann hefði sigrað með 53% á móti 47%. Miðvikudaginn 8. maí, lýsti d’Abuisson svo yfir því, að hann væri sigurvegarinn með 52% gegn 48%. Auðvitað skipta þessar yfirlýsingar engu. Sá aðili sem kostaði kosningarnar og stjórnaði þeim, Bandaríkjastjórn, ákveður hvað sé rétt og hvað rangt í þessu máli. Hún ákvað reyndar fyrir löngu að í þetta sinn skyldi það verða Duarte. Þessi uppstillta kosningasýning varð Guðmundi Magnússyni, blaðamanni Morgunblaðsins, til- efni greinarinnar „Úrslitatilraun bjartsýnismanns", sem birtist sunnudaginn 13. maí. Hefur því- líkt og annað eins ekki sést á prenti frá því snemma á dögum Víetnamstríðsins. Guðmundur virðist telja þessar kosningar marktækar, sem er nánast einsdæmi í heiminum, ef undan eru skildir þeir sem bein- línis er borgað fyrir að segja það. Erlendir blaðamenn sem hafa fylgst með þessum kosningum hafa næstum allir lýst þeim með orðunum falskosningar eða skrípaleikur. Það veit hver sem vill skilja, að sá sem tæki þátt í kosningabar- áttu nú í E1 Salvador með það að markmiði að framkvæma raun- verulegar breytingar á því hrika- lega óréttlæti sem þar ríkir, væri að leggja sjálfan sig á höggstokk- inn. Þjóðfrelsishreyfingin hefur engan möguleika eins og ástatt er, til að taka þátt í kosningum. Þjóð- frelsishreyfingin hefur árum sam- an lagt fram tillögur um samn- inga, um bráðabirgðastjórn á breiðum grundvelli, sem einhverja möguleika hefði til að efna til raunverulegra kosninga. Kosningastjórarnir í E1 Salv- ador gefa sjálfir ekki upp nema rúmlega 1,2 milljónir sem heildar- atkvæðatölu, þar sem 2,5 milljónir eru á kjörskrá í landi þar sem íbú- arnir eru 4,5—4,7 millljónir. (I kosningunum til stjórnlagaþings 1982 þótti sannað að helrningi færri hefðu kosið en stjórnvöld gáfu upp, m.a. kom í ljós að miklu færri atkvæðaseðlar höfðu verið prentaðir en sem nam uppgefnu hei ldaratk væðamagn i.) Kjósendur áttu yfir höfði sér sektir sem námu vikulaunum ef þeir kysu ekki og hefndaraðgerðir af hálfu dauðasveitanna. Blaða- menn lýstu því að þeir sáu fólk rekið með byssukjafta í bakið að kjörstöðunum. Blaðamenn lýstu því að þeir sáu gegnum kjörkassa úr glæru plexi- gleri hvað kjósendur kusu. Markmiðið að efla stríðsreksturinn Kosningasigur Duartes er sann- arlega ekki byrjunin á fram- kvæmd lýðræðislegrar umbóta- stefnu eins og Guðmundur gefur í skyn. Nei, þetta er eingöngu þátt- ur í sýningu sem Bandaríkjastjórn hefur sett á svið til að eiga auð- veldara með að halda áfram þjóð- armorði í landinu. Til að geta fengið Bandaríkjaþing tilað sam- þykkja gífurleg hernaðarframlög til einhvers óhugnalegasta stríðs- reksturs sem um getur. Kjör Du- artes mun líka gera það auðveld- ara að senda bandaríska hermenn í stórum stíl inn í landið ef „þörf krefur". Þessar kosningar eru ekki upp- haf að lýðræðislegum umbótum eins og Guðmundur Magnússon heldur fram. Þær voru beinlinis haldnar til að geta magnað stríðið, gegn lýðræðislegri umbótastefnu. Þetta viðurkenndi m.a. Stone, sérlegur sendifulltrúi Reagans í málum Mið-Ameríku. Hann vildi fá kosningunum frestað til að freista þess að ná samningum um vopnahlé. En varð auðvitað að segja af sér. Bandaríkin eiga um tvær leiðir að velja í E1 Salvador, samninga við þjóðfrelsisöflin eða að stór- auka hernaðaríhlutun sína. Kosn- ingarnar nú voru liður 1 síðari valkostinum. Þessu gerði Stone sér grein fyrir og mótmælti því kosningunum nú einsog margir aðrir bandarískir stjórnmála- menn. „Midjumadurinn Duarte“ Annars gengur grein Guðmund- ar mest út á það að reyna að sýna fram á að Duarte sé maður þriðju leiðarinnar. Hann reynir eins og Reagan að nota sér fyrri sögu Kristilega Demókrataflokksins og Duartes til að sýna fram á að hann sé baráttumaður fyrir um- bótum og mannréttindum. Víst er það rétt að Kristilegum Demókrötum tókst á sínum tima að ná þó nokkrum stuðningi al- þýðu fólks út á yfirlýsta umbóta- og mannréttindastefnu. En úr framkvæmdinni hefur orðið minna. Flokkurinn hefur líka breyst við það að stór hluti hans klauf sig út úr honum snemma árs 1980 og gekk til liðs við Þjóðfrels- ishreyfinguna, þegar flokkurinn var að ganga inn í ógnarstjórnina, og hálfu ári áður en Duarte varð forseti hennar. Guðmundur viðurkennir að ekki hafi Duarte nú komið miklu til leiðar í þessari stjórn sinni en gef- ur í skyn að hann hafi viljað vel. Duarte, forseti ógnarstjórnarinnar Sannleikurinn er sá að Duarte neitaði harðlega öllum friðarvið- ræðum við Þjóðfrelsishreyfing- una, öllum tilraunum til pólitískr- ar lausnar. Á sama tíma og ríkis- stjórnir Mexícó og Frakklands lýstu því yfir að Þjóðfrelsishreyf- ingin FMLN/FDR yrði að vera þátttakendur í viðræðum til að leysa deiluna og reyndu að þrýsta á Bandaríkin til þess að sam- þykkja það, lýsti þessi Duarte andstöu sinni við allt slíkt. Um Duarte sagði Robert White, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkj- anna í E1 Salvador, að þegar allt kemur til alls þá er hann (Duarte) hlynntur stríðslausninni, en ekki samningum. Annars hefði hann aldrei látið hafa sig í að hylma yfir afbrot eins blóðugasta hers heimsins. Duarte hafði sig ekki einu sinni í það að láta sækja til saka þá sem myrtu bandarísku nunnumar 4, sem frægt varð, hvað þá þegar fórnarlömbin voru innfædd. Vides Casanova, yfirmaður ör- yggissveitanna og einn aðalmað- urinn bakvið dauðasveitirnar gefa Duarte líka bestu einkunn þegar þeir ferðuðust saman um Banda- ríkin 1981, og sagði að Duarte færi aldrei út af línunni. Það þýðir ósköp lítið, Guðmund- ur minn, að vera að pæla í því hvað stjórnmálamönnum kunni að finnast innst inni, ef það kemst aldrei upp á yfirborðið. í reyndinni er meginlina d’Abu- isson, Duartes og Reagans sú sama, að vinna hernaðarsigur á þjóðfrelsisöflunum. Reagan fær hins vegar ekki stuðning fyrir stríðsstefnu sína nema með því að hylja ógeðfellda nekt hennar með fíkjublaðinu Duarte. Fyrst bandaríkjastjórn hafnar samningum er hennar eina leið að dæla vopnum inn í landið og reyna með hermdarverkum, morðum og ógnunum að halda þeim meiri- hluta þjóðarinnar sem krefst um- bóta og réttlætis í skefjum. Um markmið og þessa aðferð er engin grundvallarmunur á stefnu Reag- ans og d’Abuisson, þótt Reagan geti ekki nú notað foringja dauða- sveitanna opinskátt af því hann er blóðugur upp fyrir axlir. Verkalýðshreyfíngin taldi kosningar nú enga lausn Guðmundur segir að stærsta verkalýðssambandið, sem í séu 'Æ milljón félaga hafi lýst yfir stuðn- ingi við Duarte. Þarna er ég hræddur um að Guðmundur hafi talið vitlaust núllin í tölu sem var honum ofviða. Því miður eru aðeins 25% verkamanna í E1 Salvador skipu- lagðir í verkalýðsfélög, aðeins 250 þúsund manns. Það verkalýðssam- band sem Guðmundur á við er UPD, sem er talið verkalýðssam- band Kristilega Demókrataflokks- ins. Það er svo sem ekkert lítið, með 20—30 þúsund meðlimi, tveggja bændasamtaka og tveggja verkalýðsfélaga í borgum, stofnað 1980. Forystumenn UPD halda því að visu fram að í sambandinu séu rúmlega 30 þúsund en það hefur verið dregið í efa. En meira að segja þetta verka- lýðssamband, nátengt Kristi- legum demókrötum setti Duarte það skilyrði fyrir stuðningi sínum að hann tæki upp samningavið- ræður við þjóðfrelsisöflin um póli- tíska lausn, nokkuð sem Duarte getur ekki staðið við. Hann hefur reyndar þegar lýst því yfir að hann semji ekki við þjóðfrelsisöfl- in nema þau afvopnist fyrst, sem jafngildir sjálfsmorði og er auð- vitað útilokað. Sannleikurinn er að öll helstu verkalýðssamtök landsins hafa i nafni heildarhreyfingarinnar MUSYGES lýst því yfir að kosn- Ragnar Stefánsson. „Gegn þessari fjölda- hreyflngu stendur fá- mennisveldi sem með kjafti og klóm og mikl- um bandarískum stuðn- ingi verst kröfum fjöld- ans um mannréttindi og þjóðfélagslegt réttlæti. Helstu kúgunartæki þessarar valdaklíku eru herinn, öryggislögreglan og dauðasveitirnar.“ ingar þær sem fram fóru í mars og nú í mai geti ekki orðið nein lausn á vanda E1 Salvador, en kröfðust í staðin samninga við Þjóðfrelsis- hreyfinguna um friðsamlega lausn. Fjöldahreyfing gegn ógnarstjórn Það felst í aðferð Guðmundar að stilla Duarte upp sem umbóta- sinna, sem eigi hug fjöldans, en hins vegar eru litlir öfgahópar sem spilla árangri hans. Guð- mundur passar vel upp á það að nefna skæruliða og dauðasveitirn- ar alltaf hlið við hlið í textanum. Guðmundi er mjög í mun að fá fólk til að trúa því að andstaðan gegn ógnarstjórninni sé mjög fá- liðuð og talar um að skæruliða- hreyfingin sé um 10 þúsund manns, og lætur i það skína að þetta sé nú öll andstaðan. Kannski er þetta það fákænasta af öllu í grein Guðmundar. Hvern- ig á skæruliðahreyfing upp á 10 þúsund manns að halda velli í iandi sem er Vs hluti íslands gegn her sem telur mili 30 og 40 þúsund manns, búnum öllum nýtísku vopnum, flugher með napalm-og fosfórsprengjur auk alls annars. Og þessir skæruliðar halda ekki bara velli. Bandaríkjastjórn rök- styður sjálf stórfellda íhlutun sína með því að ef þeir hættu henni væru dagar ógnarstjórnarinnar taldir. Auðvitað er ekkert vit í þessu. Auðvitað er Guðmundur bara að reyna að villa mönnum sýn, en bara á ósköp klunnalegan hátt. Skæruliðasveitir Þjóðfrelsisafl- anna FMLN/FDR eru reyndar að- eins taldar vera 6 þúsund manns. Vera má að ef taldar eru með vopnaðar varðsveitir vinnandi manna á frelsuðu svæðunum nái talan 10 þúsundum. Skæruliðasveitirnar eru ungar og vaxtarhraðinn takmarkast auð- vitað af því hve hratt þeim tekst að komast yfir vopn, en þau koma öll frá her stjórnarinnar. Vaxt- arhraðinn takmarkast líka af því öðru sem sinna þarf. Það þarf að sinna uppbyggingu nýs þjóðfélags og framleiðslu á frelsuðu svæðun- um sem spanna nú a.m.k. Vs hluta landsins, sumir segja V4. En aðalstyrkur þjóðfrelsis- hreyfingarinnar er ekki hinar vopnuðu sveitir, þótt nauðsynleg- ar séu. Styrkur hennar er að hún er uppreisn heillar þjóðar. Hinn pólitiski armur hreyfingarinnar FDR, lýðræðislega byltingar- hreyfingin, er víðtækasta stjórn- málafylking í allri sögu E1 Salva- dor, samanstendur af flokki sósí- aldemókrata, klofningsflokki mik- ils hluta Kristilega demókrata- flokksins, mikils meirihluta verkalýðsfélaganna, heildarsam- tökum stúdenta svo eitthvað sé nefnt. Að FDR standa og eiga full- trúaaðild nánast öll félagsleg og pólitísk öfl í E1 Salvador sem ekki teljast öfgasinnuð hægri öfl. Gegn þessari fjöldahreyfingu stendur fámennisveldi sem með kjafti og klóm og miklum banda- rískum stuðningi verst kröfum fjöldans um mannréttindi og þjóð- félagslegt réttlæti. Helstu kúgunartæki þessarar valdaklíku eru herinn, öryggis- lögreglan og dauðasveitirnar. Aðferð þessarar valdaklíku er sú að halda fólki í stöðugum ótta um líf sitt og limi með morðum, pyntingum og hótunum. Þessi að- ferð valdaklíkunnar breytist ekki þótt Duarte sitji á toppnum, eins og reynslan hefur sýnt. FMLN, sem er hernaðararmur Þjóðfrelsishreyfingarinnar hefur vaxið upp til varnar gegn þessari hrikalegu ógnarstjórn. Þessar skæruliðasveitir leynast ekki í fjöllum eða dölum þessa litla lands. Hennar fjöll og hennar dal- ir er einlægur stuðningur yfir- gnæfandi meirihluta salvadorsku þjóðarinnar. Það er í þessu sem styrkur skæruliðasveitanna ligg- ur, Guðmundur, en ekki í að þær séu fjölmennar eða vel vopnaðar. 15. maí, 1984. Kagnar Stefínsson er jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofu íslands. Allar aðgerðir nú leiða til skerðingar þiónustu U — Annarri deild Kristness lokað í rúman mánuð Akureyri, 15. maí. „SANNLEIKURINN er sá, að það er nú farið að sverfa svo að ríkisspítölun- um í sparnaði, að við erum hætt að fjalla um sparnaðinn sem slíkan, heldur leiða allar aðgerðir nú til skerðingar á þjónustu," sagði Bjarni Arthursson, forstöðumaður Kristneshælis í Eyjafirði, þegar blm. Mbl. spurði hann um fyrirhugaða lokun hælisins í sumar, en þar dvelja nú að langmestum hluta langlegusjúklingar og aldrað fólk. „Við verðum nú að grfpa til þess ráðs, sem aldrei hefur þurft áður, að við lokum hluta hælisins frá 29. júní til 10. ágúst. Þarna er um að ræða deild með um 30 sjúklingum, eða um helming vistfólks okkar, og er þetta sú deild, þar sem allir sjúklingar hafa verulega fótavist og geta að verulegu leyti bjargað sér sjálfir. Við raunum að sjálfsögðu ekki láta neinn sjúkling frá okkur fara, nema séð verði fyrir því að aðrar stofnanir eða aðstandendur geti haft umsjón með þeim á meðan lokað er hjá okkur. Þessi ákvörðun okkar stafar einnig af hjúkrunarfræðingaskorti. Okkur hefur ekki tekist að fá til starfa hjá okkur þann fjölda hjúkr- unarfræðinga, sem heimild er fyrir að ráða, þrátt fyrir ítrekaðar aug- lýsingar okkar. Við verðum að loka nú, svo að þeir sem þó eru f starfi hjá okkur geti fengið sín sumarleyfi á eðlilegan hátt,“ sagði Bjarni Arthursson. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér mun ein megin- ástæðan fyrir skorti á starfsfólki við Kristnes vera sú, að þetta nær 60 ára gamla sjúkrahús hefur ein- hvern veginn orðið útundan f allri endurskipulagningu í sambandi við vinnu starfsfólks og má í því sam- bandi nefna, að á nýjum hjúkrun- ardeildum, sem teknar hafa verið f notkun á undanförnum árum, mun vera um 300% fleira starfsfólk á hvern sjúkling en þarna er. Leiðir þetta af sjálfu sér til óeðlilegs álags á starfsfólk Kristneshælis. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.