Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Minning: Jónas O. Hallgrímsson húsgagnasmíðameistari Fæddur 3. júní 1921 Dáinn 12. maí 1984 Það er stundum óvænt og stutt skrefið vfir landamæri lífs og dauða. Osjaldan brennur spurn- ingin í huga, af hverju þurfti að stíga þettá skref núna, hvaða til- gangi þjónaði það? Já, það er oft auðveldara að spyrja en svara og í þessum efnum verður oftast lítið um svör. Lífs- gátan er og verður löngum torráð- in dauðlegum mönnum. Skrefið er stutt og óvænt. Góður vinur, hlýr og glaðvær félagi er allt í einu horfinn úr hinni jarðn- esku veröld okkar. Við stöndum eftir höggdofa og undrandi. Okkur fannst að það hlyti að vera svo langt þangað til leiðir okkar í þessum heimi skildu. Hugrenningar af þessu tagi flugu um huga minn, þegar ég frétti að góður vinur minn og félagi, Jónas Hallgrímsson, hefði orðið fyrir bíl í Houston í Texas með þeim afleið- ingum að nokkrum klukkustund- um síðar var hann allur. Um það var ekkert að villast. Góður drengur, frábær félagi og traustur vinur, var horfinn yfir móðuna miklu. Sorgin var óvænt og sár. En minningin um hann og samverustundirnar með honum er hlý og notaleg. Og þegar lengra líður frá verður það minningin ein, sem eftir situr. Jónas Oddur Hallgrímsson hét hann fullu nafni. Hann var fædd- ur í Hafnarfirði 3. júní 1921. í Hafnarfirði ólst hann upp, þar stofnaði hann heimili og þar stundaði hann atvinnu sína allt til dauðadags. Hann var Hafnfirð- ingur frá vöggu til grafar og hann Iét sig alltaf miklu skipta hag, heill og heiður Hafnarfjarðarbæj- ar. Jónas var sonur hjónanna Jón- ínu Jónsdóttur og Hallgríms Jónssonar, verkamanns í Hafnar- firði. Þau Hallgrímur og Jónína áttu lengi heima á Urðarstíg 1 og þar ólst Jónas upp ásamt systrum sínum, Margréti og Sigurlaugu. Eins og svo margir Hafnfirð- ingar lagði Jónas leið sína í Flensborgarskólann að loknu barnaskólanámi og þaðan lauk hann gagnfræðaprófi. Strax þá var hann ákveðinn í vali á starfi. Húsgagnasmiður vildi hann verða. Þess vegna gerð- ist hann nemi í húsgagnasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni, húsgagna- smíðameistara. Það fór strax vel á með þeim Þóroddi og Jónasi, sem m.a. sést af því að eftir að Jónas hafði lokið prófi í húsgagnasmíðinni vann hann hjá Þóroddi í 9 ár. Líkaði Þóroddi afbragðs vel við þennan unga mann og segir Jónas hafa verið „afbutða smið bæði að hand- bragði og hugsun". Allir sem til þekkja vita að fáir eru dómbærari í þessum efnum en Þóroddur Hreinsson. Árið 1948 stofnuðu þeir Jónas og Stefán Rafn eigið fyrirtæki, Húsgagnavinnustofu Stefáns og Jónasar. Tíu árum síðar breyttu þeir félagar nafni fyrirtækisins í Húsgangaverslun Hafnarfjarðar og undir því nafni hafa þeir rekið það fram á þennan dag. Þykir það gott og traust fyrirtæki og vandað í verkum. Og öll þessi ár hefur félagsskap- ur þeirra Jónasar og Stefáns Rafns staðið traustum fótum, allt frá því að þeir voru að nema hús- gagnasmíði hjá Þóroddi Hreins- syni og til þess að dauðinn skildi þessa athafnamenn að. Þar sem annars staðar, sem Jónas 0. Hall- grímsson kom nálægt var allt traust og vel til vandað. Hinn 31. júlí 1954 gekk Jónas að eiga eftirlifandi konu sína Þór- unni Jóhannsdóttur og eignuðust þau hjónin fjögur börn, Jónínu Björgu, Hallgrím, Jónas Þór og Eddu Jónu. öll var fjölskyldan samhent og samhuga, enda þótt hver og einn hefði sjálfstæðar skoðanir á hverju og einu og stæði fast á þeim. Ég hefi orðið fyrir ýmsum góð- um höppum um ævina og eitt þeirra var að fá að kynnast þeim hjónunum Þórunni og Jónasi, ger- ast félagi þeirra og njóta vináttu þeirra og samvista við þau. Við Jónas kynntumst fyrst í starfi fyrir Alþýðuflokkinn og jafnaðarstefnuna og hugsjónin fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi var drjúgur hlutur í kjölfestunni sem tengdi nokkur saman á1 sigl- ingunni um ólgusjó lífsins. Jónas var alltaf boðinn og búinn til starfa fyrir jafnaðarstefnuna og framgang hennar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Um árabil var hann í stjórn Alþýðuflokksfé- lags Hafnarfjarðar, var lengi í fulltrúaráði flokksins í Hafnar- firði og sat á nokkrum þingum Al- þýðuflokksins. Þá var hann í fjölda mörg ár í stjórn Alþýðuhússins, var fulltrúi Alþýðuflokksins í framtalsnefnd bæjarins um langt skeið og nú á yfirstandandi kjörtímabili starf- aði hann í byggingarnefnd, sem fulltrúi Alþýðuflokksins. í öllum þessum störfum var hann traustur og velvirkur, studdur af ágætri skynsemi sinni og raunsýni. Jónas Hallgrímsson unni land- inu sínu og kunni vel að meta náttúrufegurð þess og sérkenni. Hann hafði yndi af útiveru og ferðalögum, en athafnaþráin og starfslöngunin voru jafnframt sterkir eðlisþættir hans. Því var það, að enda þótt Jónas nyti þess af lífi og sál að ferðast um og skoða og sjá land og mann- lif, bæði hérlendis og erlendis, þá leið aldrei langur tími þar til hug- ur hans tók að hvarfla að verkefn- unum, sem biðu hans heima, til óunnu starfanna, sem biðu eftir höndunum til að vinna þau og ljúka þeim. Þannig var Jónas í senn fagurkeri og náttúruunn- andi, en þó um leið hinn áhuga- sami og ötuli starfsmaður í dags- ins önn. Oft hitti ég Jónas að máli, en þó alltof sjaldan. Alltaf var margt til hans að sækja og ósjaldan kom hann mér á óvart. Hann hafði lesið þetta og hann hafði lesið hitt, — heyrt, séð og tekið eftir ýmsu sem oft og tíðum hafði farið fram hjá mér. Og Jón- as þurfti að spyrja, spá og spekúl- era af hverju þetta var svona og hitt öðruvísi. Og var það nú víst, þegar betur var að gáð, að hlutirn- ir væru raunverulega eins og útlit- ið benti til? Mér fannst Jónas alltaf vera leitandi og spyrjandi bæði sjálfan sig og aðra. Lífð og tilveran í kring um hann skipti hann máli. Það er ánægjulegt og þroskandi að eiga samneyti við slíka menn. Það sem mér finnst hafa verið einkennandi fyrir Jónas Ha- llgrímsson, þegar ég lít nú yfir farinn veg, er hlýr hugur hans, heilbrigð og rökviss hugsun og trúnaður við allt sem hann unni, hvort heldur sem í hlut áttu menn eða málefni. Hann var alltaf hinn gætni og góði félagi, traustur sem bjarg, hiklaus, stefnufastur og gamansamur. Maður sér eftir slík- um mönnum úr hópi vina sinna og kunningja. Veröldin er fátækari en áður, þegar þeir hverfa af sjón- arsviðinu. Ég kveð Jónas O. Hallgrímsson að leiðarlokum með þökk í huga. Ég er þakklátur fyrir samveru- stundirnar með honum, þakklátur fyrir vináttu hans, þakklátur fyrir framlag hans til framgangs jafn- aðarstefnunnar, fyrir betra bæj- arfélagi og réttlátara og skyn- samara þjóðfélagi. Eiginkonu hans Þórunni, börn- um þeirra, tengdabörnum, barna- börnum, ættingjum hans og vin- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur á sorgar- og skilnaðar- stund. Minningin um Jónas 0. Hall- grímsson, mannkosti hans og manngildi stendur sem traustur og óbifanlegur bautasteinn í hug- um okkar, sem þekktum hann best. Guð blessi góðan dreng og minninguna um hann. Hörður Zóphaníasson í dag verður kvaddur frá Hafn- arfjarðarkirkju Jónas Oddur Hall- grímsson, húsgagnasmíðameistari í Hafnarfirði, 62ja ára að aldri. Jónas lést af slysförum í Banda- ríkjunum 12. maí sl., en hann var þar í heimsókn ásamt eiginkonu sinni hjá dóttur þeirra hjóna, tengdasyni og barnabörnum. Kall- ið kom óvænt, starfsorkan og lífsviljinn óþrjotandi, en enginn veit sinn næturstað, eins og ein- hvers staðar stendur skrifað. Jónas starfaði með Stefáni Rafni, húsgagnasmíðameistara í Hafnarfirði, í fjóra áratugi. Sam- starf þeirra var náið og bar þar hvergi skugga á. Ég hefi veitt því athygli, að sjaldgæft er, að sam- starf tveggja manna í svo um- fangsmiklum atvinnurekstri hafi staðið svo lengi. í flestum tilfell- um hafa fyrirtækin skipst upp, eftir að þau hafa komist sæmilega á legg. Það er stuðningur fyrir at- vinnulífið að fyrirtæki megi starfa áfram án þess að til komi rígur á milli eigenda, sem endi með starfsslitum. Þetta tel ég hafa lýst þeim félögum vel, enda eru það atorkusemi, tillitssemi og hæfi- leiki til þess að nýta sem best hæfileika hvors fyrir sig, sem leitt hafa til þess, hverjum árangri þeir náðu sameiginlega. Sem drengur man ég eftir þeim félögum sem ungum mönnum, sem voru að hasla sér völl í atvinnulíf- inu í Hafnarfirði, og voru þeir orð- lagðir fyrir dugnað og útsjónar- semi. Jónas Hallgrímsson og Stefán Rafn stofnuðu trésmíðafyrirtæki í Hafnarfirði, eftir að þeir báðir höfðu lokið námi í húsgagnasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni. Það fyrir- tæki er enn við lýði og er staðsett að Hjallahrauni 8, Hafnarfirði. Húsgagnaverslun ráku þeir um árabil, fyrst að Strandgötu 1 og síðast að Reykjavíkurvegi 64. Var hún ein af myndarlegustu hús- gagnaverslunum á landinu. Þá ráku þeir um árabil húsgagna- bólstrun. Um tíma ráku þeir útibú í Vestmannaeyjum. Þá byggðu þeir félagar og seldu á tímabili íbúðir í Hafnarfirði. Stórt og myndarlegt verslunar- og inðað- arhúsnæði reistu þeir félagar við Reykjavíkurveg 64. Þá byggðu þeir félagar húseign- ina Strandgata 1 og voru for- svarsmenn að stofnun veitinga- hússins Skiphóls. Húsgagnaverslun Hafnarfjarð- ar, en svo nefndu þeir einnig trésmíðaverkstæði sitt, var orð- lögð fyrir vandaða og góða vinnu, enda voru verkefni þar ætíð mikil. Jónasi Hallgrímssyni kynntist ég líka náið á öðrum sviðum. Hann var sterkgreindur og vel les- inn og fylgdist vel með því, sem gerðist í þjóðfélaginu og í heims- málum og hafði sínar skoðanir á ölium eða flestum hlutum og var óhræddur að lýsa þeim, þótt þær féllu ekki alltaf í kramið. Hann var mjög nákvæmur í öllum hlut- um og varð yfirleitt að fá ná- kvæmar sannanir fyrir því, að hann hefði rangt fyrir sér, ætti hann að breyta um skoðun. Jónas var málafylgjumaður og var gott að hafa hann sér við hlið, þegar unnið var að ákveðnum markmið- um. Jónas var líka félagsmálamað- ur. Hann var um árabil í framtals- nefnd Hafnarfjarðar og sat í hyggingarnefnd. Hann starfaði mikið í Alþýðuflokknum og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann starfaði í samtökum iðnað- armanna og Lions-hreyfingunni og tók þar einnig að sér trúnaðar- störf. Jónas fæddist 3. júni árið 1921. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jónsdóttir og Hallgrímur Jónsson, verkamaður, sem vann um árabil hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Eftirlifandi kona Jónasar er Þórunn Jóhannsdóttir og eiga þau 4 mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin. Við hjónin sendum Þórunni, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðj ur. _ Hrafnkell Asgeirsson í dag er Jónas 0. Hallgrímsson kvaddur frá Hafnarfjarðarkirkju. Það var sárt að nema þá fregn, að Jónas væri allur, á einu augnabliki frá okkur hrifinn í umferðarslysi. Sannaðist hér enn að enginn má sköpum renna. Jónas var sonur hjónanna Jón- ínu Jónsdóttur og Hallgríms Jóns- sonar verkamanns, sem bjuggu á Urðarstíg 1 í Hafnarfirði. Jónas fæddist í Firðinum, ólst þar upp og starfaði þar allt sitt líf. Hann gekk í Flensborgarskólann og lærði síðan húsgagnasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni. Það var þar sem ég kynntist Jónasi fyrst. Við strákarnir í hverfinu þurftum oft að líta við á verkstæði Þórodds. Þar var margt að sjá og læra. Stundum stóðum við drjúglangar stundir við bekkendann hjá lærl- ingunum Jónasi og Stefáni Rafni, horfðum á handarverk þeirra og fræddumst um smíðar og fleira, því barnshugurinn er spurull. Svo einn daginn þegar ég var líklega á níunda ári var Stefán farinn af verkstæðinu og nokkru síðar Jón- as sömuleiðis. Þeir höfðu stofnað til sameiginlegs rekstrar, sem enst hefur allar götur síðan. Síðan fylgdist ég með því úr fjarlægð í nærfellt tvo áratugi, hvernig reksturinn dafnaði í höndum þeirra félaganna. Upp úr 1970 lágu leiðirnar saman á ný, einkum í sameiginlegu starfi fyrir Alþýðuflokkinn, ellegar ferðalög- um á hans vegum. Og alloft rak ég inn nefið á verkstæðið til Jónasar, ýmist til að spjalla, spyrja ráða í húsbyggingarstússi eða skiptast á skoðunum við hann um stjórnmál- in. Hvar sem við hittumst hafði ég af því ánægju, því að Jónas var sérlega skýr og greinargóður. Hann hafði einatt krufið mál frá nýju sjónarhorni og hann kom beint framan að hlutunum, vafn- ingalaust. í sinni grein, húsgagna- smíðinni, kunni hann öðrum betur til verka. En hann var líka fjöl- fróður um marga aðra hluti úr sögu og bókmenntum og þá ekki síst um landið okkar, enda unni hann íslenskri náttúru. Umfram allt var Jónas þó traustur að allri gerð. Öll mál voru í öruggum höndum, ef hann tók þau að sér og úr þeim var leyst vel og greiðlega, en flausturslaust og á yfirvegaðan hátt. Jónas var félagslega sinnaður. Hann tók virkan þátt í félagsskap iðnaðarmanna í Hafnarfirði og í Lionshreyfingunni. Hann sat í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafn- arfjarðar, í fulltrúaráði flokksins og var flokksþingsfulltrúi. Á sviði bæjarmálanna gegndi hann störf- um í framtalsnefnd um langa hríð og síðar í byggingarnefnd, Jónas var mjög virkur í Alþýðuflokksfé- laginu og oft voru honum falin margvísleg verkefni, sem hér verða ekki talin, en mörg voru er- indin sem til hans var leitað með. Alls þessa minnumst við nú með þakklæti um leið og við kveðjum félagann ágæta. í júlímánuði 1954 gekk Jónas að eiga sína ágætu eiginkonu Þór- unni Jóhannsdóttur. Þau eignuð- ust fjögur börn, sem nú eru upp- komin, Jónínu, Hallgrím, Jónas og Eddu. Á þessari stundu færi ég þeim dýpstu samúðarkveðju mína og minna, svo og systrum Jónasar og öðrum ættingjum. Sömuleiðis votta ég Stefáni Rafni og öðrum starfsfélögum Jónasar hluttekn- ingu mína. Ég minnist með þakk- læti margra góðra stunda fyrr og síðar. Þótt sárt sé að kveðja, yljar minningin um góðan dreng og traustan mann. Kjartan Jóhannsson Þegar ég settist niður og ætlaði að skrifa nokkrar línur til að kveðja starfsfélaga minn, Jónas Hallgrímsson, átti ég ennþá erfitt með að trúa því að hann væri far- inn yfir móðuna miklu, sem við förum öll, þegar okkar tími kem- ur. En tími Jónasar var ekki kom- inn, hann átti svo mikið eftir af starfsþreki sínu, en sá sem öllu ræður hefur þurft á hans starfs- þreki að halda og við verðum að sætta okkur við það. Þegar ég lít til baka til þeirra ára, þegar við störfuðum saman á Húsgagnaverkstæði Hafnarfjarð- ar, þakka ég fyrir að hafa verið það lánsamur að hafa fengið að starfa með honum. Jónas var vel gefinn og fróður maður. Hann var einstaklega nægjusamur. Reynsl- an hafði kennt honum, að það þurfti að hafa fyrir lífinu. Jónas og faðir minn störfuðu saman í áratugi. Fóru þeir í gegn- um margan erfiðleikann, en gleði- stundirnar voru einnig margar. Veit ég að hann kveður Jónas með söknuði. Ég þakka Jónasi samfylgdina og góða vináttu. Guð blessi fjölskyldu hans. Mannsi í dag er vinur minn og starfsfé- lagi, Jónas O. Hallgrímsson, hús- gagnasmíðameistari í Hafnarfirði, borinn til grafar. Jónas lést af slysförum í Banda- ríkjunum 12. maí sl., en hann var þar staddur í heimsókn hjá dóttur sinni, tengdasyni og barnabörn- um. Það eru sterk sannindi í því, að enginn viti ævina, fyrr en öll er. Jónas hélt utan á skirdag og ætl- aði sér að koma aftur þremur vik- um síðar. Áður en hann hélt utan ræddum við um starfsemi fyrir- tækis okkar, meðan hann væri í burtu. Hann var nákvæmur að vanda og fullur af eldmóði. Það var ekki hægt að sjá eða ímynda sér að þetta yrði síðasti fundur okkar. Ég var því óviðbúinn fregnum um lát Jónasar og á enn erfitt með að átta mig á því,- að hann sé okkur horfinn í þessu lífi. Við þennan atburð leitar hugur minn til baka. Vinskapur okkar og samvinna hófst árið 1942, er ég hóf nám í húsgagnasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni, húsgagna- smíðameistara í Hafnarfirði, en Jónas var þar lærlingur í sömu iðngrein. Þar sem báðir voru fæddir Hafnfirðingar höfðum við þekkst áður. Frá þessum tíma hefur sam- vinna okkar verið óslitin, og eftir því sem árin hafa liðið hefi ég bet- ur gert mér grein fyrir því, hversu mikilsverð þessi samvinna og vin- átta hefur verið mér. Ef ég ætti eftir að lifa þessi ár aftur, myndi ég ekki vilja vera án þeirra ára, sem við Jónas áttum saman. Það kom strax fram í námi, hversu verklaginn og duglegur Jónas var. Hann hékk ekki yfir hlutunum, heldur var hann fljótur að koma þeim frá. Jónas var mjög kröfuharður við sjálfan sig og þess vegna gerði hann miklar kröfur til þeirra, sem unnu með honum. Hann var útsjónarsamur og var fljótur að átta sig á málum, sem í fyrstu virtust erfið úrlausnar. Reikningsglöggur var hann með afbrigðum og átti það til að koma þeim, sem höfðu lengra skólanám að baki en hann sjálfur, á gat i þeim efnum. Jónas var vel lesinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.