Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 43 Minning: Elínborg Magnásen Bogadóttir, Skarði bæði í samtímabókmenntum og eldri bókmenntum. Jónas var fé- lagsmálamaður, hann tók þátt í starfi samtaka iðnaðarmanna, Al- þýðuflokksins og Lionshreyfingar- innar, svo eitthvað sé nefnt. Ég veit, að engum mun blandast hugur um það, að þegar Jónas hverfur hefur hann lagt sitt á vog- arskálarnar til eflingar þjóðfélag- inu og lagt sinn skerf til uppbygg- ingar atvinnulífi í Hafnarfirði. Jónas átti margt ógert, aðeins 62 ára gamall, þegar lífsstarfi hans lauk, hann var fullur dugn- aðar og orku, verkefnin biðu til þess að tekist yrði á við þau, en þá kom kallið. Ég er þess fullviss, að hinni ágætu konu hans, Þórunni Jó- hannsdóttur, börnum, tengda- börnum og barnabörnum muni verða veittur styrkur við þessa erfiðleika, þar sem hér er kvaddur góður drengur, sem skilaði lífs- starfi sínu með sóma. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu og aðstand- endum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, um leið og við þökk- um Jónasi samfylgdina. Stefán Rafn Skjótt skipast veður í lofti. í einu vetfangi er frá okkur tekinn ástkær faðir og afi, sem við gátum alltaf leitað til, studdi okkur þegar á reyndi og gladdist með okkur, þegar vel gekk. Slíkur missir verð- ur ekki bættur eða söknuði með orðum lýst, en minningarnar munu lifa meðan við lifum. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum, Jónasi og Þórunni, fyrir rúmum tíu árum. Varð ég fljótt daglegur gestur á heimili þeirra og átti þar margar ángæjustundir. Þar var oft mikið um að vera og rætt af kappi um margvísleg mál- efni. Jónas hafði gjarnan frum- kvæði að slíkum umræðum, eink- um hvað snerti daglega viðburði í þjóðlífinu, þýðingu þeirra í nútíð og framtíð. Hann hafði einstakt lag á að vekja og skerpa umræður með frumlegri afstöðu til mála og lét sér aldrei nægja yfirborðs- kenndar skýringar, heldur sóttist eftir kjarnanum. Hann studdi mál sitt jafnan gildum rökum, sem báru vott um skynsemi og reynsiu. Það var mér því drjúgur lærdóm- ur að rökræða við hann, og sá ég oftast hlutina í víðara samhengi á eftir. Mér eru minnisstæð ótal kvöld, sem við sátum við taflborð- ið og tal okkar beindist að stjórn- málum, háskólanámi eða sögu- legum atburðum. Við nánari kynni komst ég að raun um, að Jónas hafði í sínum huga krufið margar gátur lífsins til mergjar og þannig öðlast vissa lífsspeki, sem hann tók jafnan mið af. Sterkasti þátt- ur þessarar lífsspeki var, að menn væru sinnar gæfu smiðir og ættu að setja sér verðug markmið og vinna að þeim af dugnaði á hvaða vettvangi sem vera skyldi. Jónas var mjög ánægður í starfi sínu, hafði gaman af smíði og öllu því, sem verkstæðinu við kom. Þau tengsl, sem starfið skapaði honum við samstarfsmenn og aðra Hafn- firðinga, voru honum mikils virði. Hann hafði áorkað miklu á löng- um starfsferli, en var lítillátur bæði í orði og lífsvenjum. En þótt starfið væri honum mikilvægt, helgaði hann líf sitt fyrst og fremst fjölskyldu sinni. Hann var máttarstólpinn, sem af forsjá bjó konu sinni og börnum örugga framtíð. Með fordæmi sínu í orði og verki hafði hann mikil áhrif á börn sín og mótaði lífsviðhorf þeirra. Þannig ræktaði hann garð sinn af elju og byggði hús sitt á bjargi. Jónas var hamingjusamur í einkalífi, þótt hann færði slík mál sjaldan í tal. Þau hjón ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og utan, og voru einkar frændrækin. Þau unnu landi sínu, náttúru þess og sögu, en höfðu jafnframt gam- an af að kvnnast nýjum löndum og þjóðum. A seinni árum snerist líf þeirra æ meir um barnabörnin. Jónas naut þess að vera afi og var sérstaklega ræktarsamur við barnabörnin. Það var þvi alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að fá afa og ömmu í heimsókn. Jónas var óvenju hraustur og þrekmikill af rúmlega sextugum manni að vera og lék oft klukkustundum saman við drengina. Það grunaði því eng- an á þessum fallegu vordögum, að máttur örlaganna myndi svo skjótt binda enda á jarðneskar samvistir okkar. Það er mannleg- um einstaklingum um megn að skilja eða skýra slíka atburði. Við munum öll sárt sakna Jónasar og oft óska þess, að við gætum aftur leitað til hans og notið gleðistunda með honum. En þegar frá líður mun björt minning verða okkur að leiðarljósi um ókomin ár. Steinn Jónsson Kveðja frá systurbörnum. Okkur langar í örfáum orðum að minnast frænda okkar, Jónasar 0. Hallgrímssonar, sem lést af slysförum í Bandaríkjunum 12. maí síðastliðinn. Það er erfitt að sætta sig við, að hann, sem alltaf var svo gaman að hitta og rabba við, er nú ekki leng- ur á meðal okkar. Margar myndir koma upp í hug- ann, þegar svo snögglega er klippt á lífsþráðinn. Ungur að árum lærði Jónas hús- gagnasmíði og ber fallegt heimili hans og eiginkonu hans, Þórunnar Jóhannsdóttur, þess glögglega merki, hve vandvirkur hann var. Systrum sínum og okkur var hann góður og umhyggjusamur. Okkur litlum gaf hann rúm og lítil barnahúsgögn, sem hann smíðaði. Þau hafa börnin okkar síðar notað og síðastliðinn vetur lagfærði hann eitt rúmið upp á nýtt handa nýfæddri frænku. Aldrei stóð á hjálpsemi hans, er við leituðum til hans á verkstæðið, og alltaf hafði hann tíma til skrafs og ráðagerða, þótt mikið væri að gera. Fyrir allt þetta og miklu meira viljum við þakka. Unna mín, við sendum þér og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Fædd 28. júní 1894 Dáin 13. maí 1984 Við kveðjum frú Elínborgu frá Skarði. Skarð er elsta ættaróðal á íslandi í 1100 ár. Hún var fædd og uppalin við fegurð fjalla og Breiðafjörðinn svo undurfagran. Elínborg var dóttir Kristínar Jónasdóttur og Boga Magnúsen. 6. sept. 1913 giftist hún Kristni Indr- iðasyni. Hann var fæddur að Hvoli ' í Saurbæ í Dalasýslu. Kristinn var karlmannlegur á velli og oft glað- ( astur, talaði einatt af mesta fjöri • og andlitið ljómaði. Hann var hreppstjóri, sjómaður, bóndi og flest var honum til lista lagt og höfðingi sinnar sveitar. Þau hjón- in eignuðust þrjár dætur: Boga Kristín, húsfreyja á Skarði II, gift Eggerti ólafssyni, bónda og. hreppstjóra; Guðborg, sem látin er fyrir mörgum árum, hennar mað- ur var Þorsteinn Karlsson, bóndi; Ingibjörg Kristrún, sem búsett er á Skarði, hennar maður er Jón G. Jónsson, bóndi, hann er frá Stykk- ishólmi. Elínborg og Kristinn bjuggu all- an sinn búskap á Skarði enda mesta hlunnindajörð. Frú Elín- borg var merkiskona og margfróð. Skarð hefur verið rómað fyrir músík og söng enda sungu hjónin í kirkjunni við messur, þá var Kristinn forsöngvari. Börn sem hafa verið sumarlangt á Skarði muna eftir því þegar Kristinn var með þeim við mjaltir þá var kátt á hjalla og sungið við raust í fjós- inu. Skapið hans var svo gott og hressandi, en hann lést 1978. Elínborg húsfreyja á Skarði var elskuleg heim að sækja. Það var þáttur í lífi hennar að hitta vini sína og tala við þá um ýmis mál því hún fylgdist vel með þjóðmál- um þó fullorðin væri. Þá var hún líka í essinu sínu og gjarnan tók hún þá upp tóbakskorn úr silfur- dósinni sinni og sjálfsagt var að þiggja korn í nefið. En vel fór hún með það, þurrkaði með klútnum svo ekkert sæist. Gestasamt var á Skarði og gestrisni í hávegum höfð. Miðstöð sveitarinnar og í mörg horn að líta. Það hefur kom- ið sér vel farsæla og yndislega hjónabandið þeirra Elínborgar og Kristins, falslaust og einlægt, því göfugmenni voru þau og saman gengu í blíðu og stríðu. Hvorugt gat án hins verið. Elínborg var trygg vinum sínum, prúðmennska og hjartahlýja hennar varð til þess að gott var að vera í návist hennar. Margur hjálparþurfi hefur fengið að eiga samastað á Skarði. Húsfreyjan á Skarði var trúuð kona. Ekki kveið hún brottför sinni. Aldrei gekk Elínborg svo til rekkju að hún bæði ekki fyrir fjöl- skyldu sinni, vinum og þeim sem eiga við vanheilsu að stríða. Það hefur verið heitt beðið og margur fengið styrk frá henni. Eftir bænir sínar söng hún alltaf sálm. Nú er komið að leiðarlokum eft- ir langa göngu. Söngurinn hennar hljóðnaður. En söngfuglarnir taka við og syngja yfir svefnreitum El- ínborgar og Kristins í heimahög- um þeirra í friði og ró. „í kvöld er allt svo hreint og hátt ég hníg í faðm þinn græna jörð og sveitin fyllist sunnan átt og sólfar hlýtt um Breiðafjörð." (Stefán frá Hvítadal) Ég votta fjölskyldu hennar sam- úðar. Ég óska vinkonu minni góðrar ferðar inn í kyrrlátan svefn í Guðs friði. Hólmfríður Bjarnadóttir „Er nú skað Skarði. Skjöldungs hofgarði fallið fyr varði fyrir Skjaldbarði." Þannig kvað Matthías Joch- umsson skáld í einu erindi sínu í eftirmælum urn afa Elínborgar, Kristján sýslumann á Skarði. Eiga þessi orð skáldsins vel við ennþá, þegar minnst er sonardótt- ur sýslumannsins. Þegar ég húgsa til frænku minnar, Elínborgar, koma fram í huga minn bjartar og ljúfar endurminningar frá glaðværum áhyggjulausum æskudögum og ánægjulegum samverustundum fullorðinsáranna. Fáguð hæverska og töfrandi látleysi voru höfuð- einkenni þessarar hugljúfu konu, glaðværð sem yljaði samferða- mönnunum og létti þeim byrðina og hjartagæska til alls og allra, ekki síst til þeirra sem eitthvað höfðu orðið undir í lífsbaráttunni eða máttu sín minna. Hún var ein þeirra fórnfúsu kvenna, sem alltaf eru reiðubúnar til að hjúkra og hjálpa meðbræðrum sínum hve- nær sem þörf krefur. Elínborg fæddist á Melum á Skarðsströnd 28. júní 1895. Voru foreldrar hennar Bogi Magnúsen Kristjánsson sýslumanns á Skarði og konu hans, Ingibjargar Ebenez- erdóttur sýslumanns í Vestur- ísafjarðarsýslu, og Kristín B. Jón- asdóttir prests á Staðarhrauni og konu hans, Elínborgar Kristjánsd- óttur sýslumanns á Skarði. Elínb- org giftist frænda sínum, Kristni Indriðasyni Gíslasonar alþing- ismanns á Hvoli, og konu hans, Guðrúnar Eggertsdóttur Stef- ánssonar prests á Ballará. Elínb- org og Kristinn giftust 6. septemb- er 1913. Gaf faðir minn, síra Sveinn Guðmundsson, brúðhjónin saman að Skarði. Var mikil brúð- kaupsveisla haldin á Skarði og vorum við eldri systkinin boðin að vera viðstödd. Voru margar ræður haldnar og mikið var sungið, því þeir bræður Kristinn og Sigvaldi voru miklir söngmenn og voru höfðinglegar veitingar fram born- ar. Kristín móðir Elínborgar var sjúklingur en tók samt þátt í veisl- unni. Seinna um haustið 1913 veiktist hún alvarlega. Var flutt út í Stykkishólm til læknisaðgerðar. Dó hún þar eftir uppskurðinn. Tóku þau þá við búsforráðum á Skarði ungu brúðhjónin, Kristinn og Elínborg. Skarð var erfið bújörð, bæði til sjós og lands, en Kristinn var dug- legur og áræðinn og lærði fljót- lega að rata og stýra um hinn straumþunga og skerjótta Breiða- fjörð milli hinna mörgu eyja. Þau Elínborg og Kristinn eign- uðust þrjár dætur, en þær eru: Boga, gift Eggert ólaíssyni, búa þau á Skarði 2; Guðborg dó ung, en hún giftist Þorsteini Karlssyni í Búðardal; Ingibjörg er gift Jóni G. Jónssyni bónda á Skarði 1. Það er talið sennilegt að sama ættin hafi búið á Skarði frá landnámstíð og þar hafa búið friðsamir höfðingj- ar, sem oftast leiddu hjá sér stór- deilur annars staðar á landinu. Á Skarði var oftast mannmargt og mörg gamalmenni, sem þá oftast höfðu unnið á heimilinu í mörg ár, nutu þar aðhlynningar góðra húsráðenda. Á Skarði var mjög gestkvæmt enda hjónin sam- valin í að taka vel á móti gestum og gera þeim stundina sem ánægjulegasta. Ég skrifaði stutt eftirmæli um Kristin þegar hann féll frá. Tek ég hér upp nokkrar línur úr þessum eftirmælum: „Kristinn var mikill gæfumað- ur. Eignaðist ágætan lífsförunaut, þar sem eiginkonan var, sem aldr- ei vék frá honum í veikingum hans nú síðasta árið, hjúkraði honum af ástúð og fórnfýsi. Sambúð þeirra var þeim uppspretta óþrotlegrar hamingju. Svo langri og innilegri samfylgd verður ekki slitið án þungrar sorgar og varanlegs trega. Þau bjuggu í nær 60 ár á Skarði og bættu jörðina á ýmsan hátt.“ Eftir dauða bónda síns bjó El- ínborg hjá Ingibjörgu dóttur sinni og manni hennar. Naut hún þar mikillar umönnunar dætra sinna og annarra úr fjölskyldunni. Hún óskaði alltaf eftir því að fá að lifa og deyja á þeim stað sem hún lifði sín æsku- og manndómsár og henni varð að ósk sinni. Ekki veit ég konu geta öðlast fegurra hlutskipti, en að vera sólin í húsi og hjarta manns sem hún elskar. Við lifum öll í skugga dauðans og öll lútum við sama lögmálinu. Við stöndum bjargþrota gagnvart hinu óræða afli og leitum huggun- ar í minningunum um hinn látna. Óskum aðeins að andblærinn mjúki, hin tæra lind himinsins — andi Guðs — græði sárin. Ég kveð frænku mína og þakka samfylgdina. Kr. Sveinsson SVAR MITT eftir Hillv (iraham Ökuhraði Ég er sölumaður og ferðast mikið í bfl. Stundum átta ég mig á því, að ég er farinn að brjóta umferðarreglurnar. Eg er kristinn og veit því, að þetta er rangt, en hvers vegna lítilsvirði ég reglurnar um ökuhraða? Er orsökin andleg eða sálræn? Tímarnir einkennast af miklum hraða og hárri spennu. Jafnvel einlægum, kristnum manni hættir til að smitast af þessum sjúkdómi sem heitir „hraði“. Ég finn það, að ég er farinn að flýta mér, þó að mér liggi ekkert á. Allt stafar þetta af eirðarleysinu, sem heimurinn er haldinn af. Heimurinn hefur orðið viðskila við Guð, og eitt einkenni þess er eirðarleysið og taugaveiklunin. Annað er lögleysið. Páll ritaði Efesusmönnum, sem kunna að hafa ekið vögnum sínum á of miklum hraða, að þeir hefðu áður lifað samkvæmt aldar- hætti þessa heims, að vilja anda þess, sem starfi í sonum óhlýðninnar (Efes. 2,2). Kapp er best með forsjá, og því er hægt að flýta sér, án þess að geisast áfram. Kristinn maður verður að spyrna á móti spennu og miklum hraða, reyna að líkjast himneskum föður okkar, sem vinnur verk sitt í þolinmæði, þar sem hvað tekur við af öðru sam- kvæmt áformum hans. Einhvern tíma sagði Chest- erfield: „Sá sem er að flýta sér, hefur reist sér hurð- arás um öxl. Það þarf tíma til að iðka mannasiði. Ekkert er eins dónalegt og flýtir.“ Davíð sagði: „Vona á Drottin," og það er gott ráð, einkum fyrir okkur nútímamenn, sem bíðum ekki eftir neinu, ekki einu sinni Guði. Þegar ég sit við stýri, reyni ég að aka samkvæmt einkunnarorðunum: „Aktu í návist annarra eins og þú vilt, að þeir aki í návist þinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.