Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 + Ástkær dóttir okkar og systir. ÁGÚSTA RANDRUP SVAVARSDÓTTIR, Heiðarhvammi 1, Keflavík, andaóist aö morgni sunnudagsins 20. maí í sjúkrahúsi í London. Sigríður Helga Georgsdóttir, Svavar Júlíus Gunnarsson, Hrefna Sif Svavarsdóttir. + Eiginmaöur minn, PÉTUR GUDMUNDSSON, skipstjóri, Granaskjóli 12, Reykjavík, » andaöist þann 21. maí síöastliöinn. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd aöstandenda, Kristjana M. Siguröardóttir. + Eiginmaöur minn, ÓSKAR GUDFINNSSON, Otrateígi 4, sem andaöist 19. maí, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju J föstudaginn 25. maí kl. 10.30 f.h. í Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Hallveig Ólafsdóttir. + Systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, fyrrv. kaupmaöur, Ránargötu 4, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 13.30. Kristin Gísladóttir, Gísli Gislason, Áslaug Benjamínsdóttir, Ágústa Gísladóttir, Davíö Ólafsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN JENSSON, Álftamýri 10, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. maí kl. 10.30. Katla Ólafsdóttir, Björn Kristjánsson, Anna Leósdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Guölaugur Ólafsson, fris Kristjánsdóttir og barnabörn. + Bróöir okkar, TÓMAS ÁSGEIRSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni flmmtudaginn 24. maí kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Erna, Svanhildur og Ásgeröur Ásgeirsdætur. + Þökkum innilega samúö og vináttu vegna andláts og útfarar HALLDÓRUHALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til sjúkradeildar Grundar fyrir frábæra hjúkrun og velvild. Elin Halldórsdóttir, Líney Pálsdóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason, Halldóra Haflióadóttir, Kristjana Jónsdóttir. + Innilegar þakkir öllum þeim fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúö sína vegna fráfalls ÓLAFAR JÁRNBRÁR ÞÓRARINSDÓTTUR. Guölaug Einarsdóttir, Þórarinn Magnússon, Rósalind Reynisdóttir, Emil Þór Reynisson, Árni Árnason, Sigurður G. Þórarinsson, Ásmundur J. Þórarinsson. Arni Kárason Minningarorð Fæddur 26. ágúst 1918 Dáinn 10. maí 1984 Enn einu sinni hefur verið höggvið skarð í hóp frænda og vina, þegar Árni Kárason andaðist skyndilega hinn 10. maí síðastlið- inn. Reyndar kom það ekki mjög á óvart, því að heilsu hans hafði lengi farið hnignandi og þó eink- um síðasta árið. Árni fæddist í Garði í Keldu- hverfi 26. ágúst 1918. Foreldrar hans voru þau Kári, bóndi í Garði, Stefánsson, bónda og smiðs í Ólafsgerði, Erlendssonar, bónda og alþingismanns í Ási, Gott- skálkssonar, og kona hans, Sigrún Grímsdóttir, bónda í Garði, Þór- arinssonar, bónda á Víkingavatni, Grímssonar. Móðir Kára var Margrét Þórarinsdóttir frá Grá- síðu, en Þórarinn var bróðir Sveins, föður Jóns rithöfundar (Nonna). Móðir Sigrúnar var Kristjana Guðbjörg Kristjáns- dóttir, bónda á Víkingavatni, Árnasonar. t hópi þriggja systkina var Árni í miðið. Hann var 7 ára að aldri, þegar faðir hans varð að fara á heilsuhæli. Eftir það ólst hann upp hjá Margréti ömmu sinni í Ólafsgerði, uns hann fluttist aust- ur á Seyðisfjörð árið 1934 til for- eldra sinna, en Kári hafði þá um skeið verið ráðsmaður sjúkrahúss- ins þar. Þá sá ég undirritaður þennan frænda minn í fyrsta sinn. Hann fræddi mig, 8 ára snáðann, um marga leyndardóma og merka og varð mér næstu árin fyrirmynd um flest annað en sláttumennsku, sem mér fannst honum farast óhönduglega, og hnoðaði því sam- an þessum barnslega leirburði: Árni Kára er að slá með hræðilegu orfi. Ofan í jörðu beitir hann ljá, en mest kemur upp af torfi. Árið eftir að Árni komt il Seyð- isfjarðar, andaðist faðir has (1935). Síðan var hann tvo vetur á Laugaskóla í Reykjadal, en stund- aði að því búnu ýmis störf á Seyð- isfirði, svo sem akstur, vélgæzlu í Rafstöðinni og var lögregluþjónn í ígripum. Þar kom um síðir, að leið Árna lá til Reykjavíkur árið 1944. Fyrst í stað stundaði hann bygginga- vinnu, en árið 1945 hóf hann störf á Tollpóststofunni í Reykjavík og vann þar, meðan kraftar entust. Framan af var hann búsettur í Reykjavík, en síðar í Kópavogi í heimili með móður sinni, systur- inni Kristjönu og hennar manni, Hauki Davíðssyni lögfræðingi, og síðast með systur sinni eftir lát hinna tveggja. Árni var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs í ársbyrjun 1957 og lék þegar í fyrsta leikrit- inu, sem sýnt var sama ár. Næstu tvo áratugina munu þær sýningar félagsins hafa verið fáar, sem Árni tók ekki þátt í. Þarna naut hann tilsagnar margra ágætra leikstjóra, m.a. Haralds Björns- sonar og Lárusar Pálssonar, sem hann mat mikils. Árna lét það einna bezt að leika menn með þungan vandlætingarsvip eða þá órólega menn. Frístundum sínum varði Árni drjúgum til lestrar og var því einkar fróður á mörgum sviðum, enda minnugur vel. Meðal annars bjó hann yfir miklum fróðleik um mannlíf í Kelduhverfi fyrr og síð- ar. Hann hafði yndi af góðri tón- list, greip stundum í orgel og hafði þýða söngrödd. Árni var einstakt prúðmenni og háttvís í framkomu. ókunnugum gat fundizt hann vera formfastur um of eða jafnvel þóttafullur, en slíkt var fjarri lagi. Hann var einkar vandaður í allri breytni, hjálpsamur og greiðvikinn, og það var alltaf notalegt að vera í návist hans. Hann var gamansamur og þá stundum broddur í giensinu að hætti hinna eldri Keldhverfinga. Og mér er ekki grunlaust um, að eitthvað hafi blundað í honum af eðli Erlends Gottskálkssonar, langafa hans, sem orðlagður var fyrir ýmsar brellur og prakkara- strik á yngri árum. Þegar vel lá á Árna, hló hann mjög hjartanlega, Minning: Ólöf Járnbrá Þórarinsdóttir Fædd 8. október 1951 Dáin 5. maí 1984 Ég minnist ennþá okkar fornu kynna, og ennþá man ég ljómann drauma þinna, er bernskan móti báðum okkur hló... Tómas Guðmundsson. Laugardaginn 12. maí var jarð- sett í Vestmannaeyjum æskuvin- kona mín, Lóló. Hún lést eftir stranga baráttu við erfiðan sjúk- dóm, aðeins 32 ára. Það er svo stutt síðan við vorum litlar stelpur í búleik í kofanum sem pabbi Lólóar smíðaði handa henni. í „húsinu okkar", eins og við kölluðum kofann, létum við okkur dreyma um framtíðina og hve gaman það yrði að verða stór- ar. Þarna áttum við okkar eigin heim, þar sem áhyggjur og vand- ræði voru ekki til. Árin liðu og þegar Lóló var 12 ára flutti hún með foreldrum sín- um upp í Reykholt í Biskupstung- um. Við héldum vinskap áfram, en eftir því sem við urðum eldri hitt- umst við æ sjaldnar. Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RAKELAR VETURLIÐADÓTTUR, Álftamýri 6, Reykjavtk. Starfsfólki á deild A-5, Borgarsjúkrahúsinu, þökkum viö sérstak- lega fyrir góöa umönnun. Krístjana Valdimarsdóttir, Höröur Ingólfsson, Finnbogi Höskuldsson, Hildigunnur Þóröardóttir, Auöur Óskarsdóttir, Preben Boye Nielsen, Veturliði Óskarsson, Hólmfríöur Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. nærri því að segja með öllum lík- ama sínum, sem lengi hafði verið feitur og þungur um of. Honum var það eiginlegt að vera gleði- maður á góðri stund. Einhverjar ánægiulegustu minningar mínar um Arna eru tengdar ferðalögum okkar norður í Kelduhverfi, tvívegis með fjöl- skyldufólki hans, en í þriðja skipt- ið fórum við tveir saman sumarið 1973 og lentum þá alla leið til Seyðisfjarðar, þar sem við hittum góða vini frá fyrri tíð. Hann var einstaklega þægilegur ferðafélagi og úrræðagóður, enda hafði hann þjálfazt í útilegum með Farfugl- um á yngri árum. Árni átti auðvelt með að kynn- ast fólki og umgangast það og átti því fjölda kunningja, en fáa vini og trausta. Samt sem áður var hann einrænn að eðli. Einhvern veginn var það svo, að hann leyndi jafnan sínum innsta manni, lét sig aldrei uppi við neinn. í rauninni var Árni svo margslunginn að gerð, að engin von var til þess, að jafnvel hans nánustu gætu ráðið að fullu þær dulrúnir, sem ristar voru á skjöld þann, er sýnilegur var. í hugarheimi átti hann auð- legð sína og leyndardóm. Nú hefur Árni Kárason rækt þá skyldu okkar lifenda að „fara í ljós annað". Hann skildi líka eftir sig ljós, sem logar skært í minning- unni. Megi honum vel farnast á ljóssin vegum. Gunnar Sveinsson Vegna mistaka, sem beðist er velvirðingar á, birtist þessi grein ekki í blaðinu í gær, eins og vera átti. Þegar Lóló var gift og komin með fjölskyldu, fluttist hún aftur til Vestmannaeyja. Við hittumst nokkru sinnum og rifjuðum upp gömlu dagana í kof- anum. Hlógum af barnaskap okkar og uppátækjum. Draumar okkar höfðu að vísu ekki allir ræst og lífið var ekki eins áhyggjulaust og við héldum þá. Lóló eignaðist tvö börn: Rósa- lind og Emil Þór, sem nú eru hjá foreldrum hennar. Kæru Þórarinn, Lauga, börn og bræður. Ég vona að guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guðrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.