Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Hannes Elísson Minningarorð Fæddur 19. aprfl 1892 Dáinn 25. aprfl 1984 Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns og sam- starfsmanns um nær tuttugu ára skeið, Hannesar Elíssonar fv. hús- varðar við Breiðagerðisskólann í Reykjavík. Hann andaðist að Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 25. apríl sl., rúmlega 92 ára að aldri. Hannes var fæddur 19. apríl 1892 að Berserkseyri í Eyrarsveit, Snæfellsnesi, og voru foreldrar hans hjónin Elís Guðnason og Gróa Herdís Hannesdóttir, sem lengi bjuggu við sæmd og góða af- komu að Berserkseyri. Börn þeirra voru átta, fimm bræður og þrjár systur. Nú eru aðeins tveir bræður á lífi, þeir Bæring og Ágúst, sem var yngstur. í þessum glaða og þróttmikla systkinahópi undir handleiðslu góðra foreldra ólst Hannes heit- inn upp og náði góðum andlegum og líkamlegum þroska. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð og börnin máttu snemma fara að hjálpa til við dagleg störf, sem voru ærin, ekki síst þar sem út- ræði var eins og víða er á Snæ- fellsnesi. Þegar Hannes var liðlega tví- tugur hitti hann fyrir glæsilega og vel gefna heimasætu, Guðrúnu Guðbjörnsdóttur frá Sveinsstöð- um (utan Ennis). Foreldrar henn- ar stýrðu þar góðu búi og var það menningarheimili að sögn gam- alla Snæfellinga sem til þekktu. Þau gengu í hjónaband 12. október 1913. Guðrún reyndist honum mikil heilladís og þau lifðu rúm sextíu ár í farsælu hjónabandi, eða allt til hún lést 11. apríl 1974. Hannes syrgði hana mjög, hluti af hans sterka lífsbáli var síokknað. Þau Guðrún og Hannes eignuð- ust átta börn, þrjár dætur og fimm syni. Þau urðu fyrir því mót- læti að tveir synir þeirra létust á æskuskeiði og árið 1954 andaðist Elís sonur þeirra frá ungum börn- um og eiginkonu í blóma lífsins. Hann var lögregluþjónn hér í borg og þótti hinn efnilegasti maður. Hin börnin fimm eru öll búsett í Reykjavík. Þau eru: Helga, gift Jó- hanni Sigurðssyni; Berta, maður hennar var Garðar Guðmundsson lögregluþjónn og síðar húsvörður í Laugalækjarskóla. Hann lést, mjög um aldur fram, fyrir nokkr- um árum og þótti öllum sem til þekktu mikill mannskaði; Reynar, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur; Hallveig, gift Magnúsi Guðmunds- syni og Richard, kvæntur Ingi- björgu Ásmundsdóttur. Allt þetta fólk, bæði börn og tengdabörn, er hið mannvænleg- asta eins og það á kyn til svo og barnabörnin sem munu vera orðin 22 að tölu. Þau Guðrún og Hannes hófu búskap nær heimahögum sínum á Snæfellsnesi, fyrst að Fjarðar- horni síðan að Vaðstakksheiði, auk þess sem Hannes annaðist um tíma póstferðir um Snæfellsnes. Árið 1940 flytja þau búferlum til Reykjavíkur, enda heimsstyrjöld- in síðari þá í algleymingi og „allir á leið suður". hratt enda varð þetta á fáum ár- um einn fjölmennasti skóli borg- arinnar, kennt í tveim leiguhúsum auk nýja skólahússins, sem lengi bar í byggingu eins og gerðist á þessum árum. Við slíkar aðstæður reynir mjög á allt starfslið, leysa þarf úr mörgum vanda og þoka málum fram, og á það ekki síst við um skólastjóra og húsvörð. Þegar Hannes réðst til starfa við Breiðagerðisskóla var hann nær hálfsjötugur, kominn á þann aldur sem menn nú á tímum fara margir hverjir að huga að því að minnka við sig störf, enda fá ár i viðurkenndan gamalmennisaldur. Við stofnun Breiðagerðisskóla var Hjörtur Kristmundsson ráð- inn skólastjóri og gegndi því starfi í nær tvo áratugi. Hann hafði áður kennt mörg ár við Laugarnesskóla og var kunnur maður úr félags- samtökum og stéttabaráttu reyk- vískra barnakennara. Hannes þjónaði ekki undir annan skóla- stjóra þann rúmlega hálfan annan áratug sem hann gegndi húsvarð- arstörfum í Breiðagerðisskóla og mun Hjörtur aldrei hafa iðrast þess að eiga hlut að þeirri ráðn- ingu. Koma Hannesar að skólan- um reyndist til mikilla heilla fyrir skólann og styrktar okkur sem fyrir vorum. Hann reyndist frá- bær starfsmaður enda fór saman hjá honum ábyrgð og metnaður að ráða hverjum hlut sem best. Ágætúr samstarfsmaður var hann og skemmtilegur félagi því þrátt fyrir nokkurn aldur var lífsþrótt- ur hans óbilaður, hafði áhuga og ánægju af fólki, og kímnigáfu svo af bar. Þá var hann einnig vel Ját- inn af starfsfólki því sem hann átti yfir að ráða og naut einnig trausts yfirboðara sinna, skóla- stjóra og þeirra sem með þessi mál fóru á vegum borgarinnar. Samskipti hans við börnin í skólanum voru með ágætum. Ró- legt og höfðinglegt fas hans og framkoma vakti hjá þeim virðingu og væntumþykju, enda þótt hann gerði strangar kröfur um að geng- ið væri vel um skólahúsin og ekki framin skemmdarverk á húsmun- um. Ég hygg að Hannes hafi haft svo til óbundnar hendur við störf sín í Breiðagerðisskóla og ráðið því sem hann vildi ráða, jafnah með góðu samþykki skólastjórans. Það sem einkenndi Hjört Krist- mundsson og skólastjórn hans öðru fremur var hve hann var haf- inn yfir smámunalega afskipta- semi gagnvart starfsfólki sínu. Hann var maður velviljaður og réttsýnn og hafði þá trú að menn næðu betri árangri í störfum ef þeir fengju ráðrúm og frið til að vinna þau á þann hátt sem hverj- um og einum er eðlislægast. Ég held að mörgum hafi fallið þetta vel og orðið hvatning til að menn lögðu sig fram um að rækja störf sín sem best enda réðst á þessum árum margt ágætt starfsfólk að skólanum og starfar sumt þar enn við góðan orðstír. Hjörtur Kristmundsson lést síð- sumars á liðnu ári. Ég er þess full- viss að hefði hann verið ofar moldu og haft krafta til hefði hann minnst húsvarðar síns á verðugan hátt og af þeirri orðsins list sem hann var þekktur fyrir. Ég minnist þeirra beggja með þökk og virðingu, sérstaklega þakka ég þeim fyrir það hve þeir gerðu okkur samstarfsmönnum oft glatt í sinni með kímni sinni og glaðværð. Áttu þeir þar ómetan- légt samspil, þar sem hvorugan mátti vanta, því enda þótt þeir væru í mörgu ólíkir áttu þeir það sameiginlegt að hafa gaman af samferðarmönnum sínum. Þeir voru meistarar í viðræðum og allri frásögn og höfðu sérlega glöggt auga fyrir hinu fáséða. Þau húsvarðarhjónin fengu til íbúðar fallega tveggja herbergja íbúð á efstu hæð skólans. Þau hreiðruðu þar um sig af mikilli smekkvísi enda Guðrún frábær listakona í hannyrðum og öllu heimilishaldi. Búseta þeirra var skólanum til mikillar verndar fyrir miður æskilegum utanað- komandi áhrifum og léði honum hlýjan og heimilislegan blæ, en ekki er ólíklegt að stundum hafi verið ónæðissamt og tekið á taug- arnar er tugir barna voru að leik með og hávaða allt í kringum skól- ann. Hannes gerðist meðhjálpari í Grensássókn við stofnun hennar, en fyrstu árin fór safnaðarstarfið fram í Breiðagerðisskóla. Hann gegndi starfi meðhjálpara í mörg ár og vann sér hylli og þakklæti safnaðarins og prestanna sem hann starfaði með, og vísa ég til einkar hlýlegrar greinar er séra Jónas Gíslason reit í Morgunblað- ið er Hannes varð áttræður. Er Hannes lét af störfum við Breiðagerðisskólann fluttu þau hjónin að Bergþórugötu 37, þar sem þau reistu sér notalegt heim- ili í aðlaðandi húsakynnum og bjuggu þar við góða reisn meðan bæði lifðu. Starfslöngunin var enn sú sama og starfaði Hannes hluta úr degi við ýmis störf næstu árin meðan heilsan leyfði. En síðasti áratugurinn varð honum erfiður, hans ágæta eiginkona lést og sjúkdómar sóttu að. Þrátt fyrir ástríki og umönnun barna og barnabarna var tvísýnt um að hann gæti verið áfram á heimili sínu á Bergþórugötunni en þá vildi honum það til happs að til hans réðst mikilhæf ágætiskona, Guð- rún Einarsdóttir, og annaðist hún heimilið og hann sjálfan af alúð og nærgætni allt þangað til þau fóru að Hrafnistu 1981. Við hjónin áttum því láni að fagna að hljóta vináttu þeirra Guðrúnar og Hannesar og fyrir það erum við innilega þakklát. Við þökkum ánægjustundir á heimili þeirra, gestrisni og hlýju sem seint gleymist. Blessuð sé þeirra minning. Gunnar Gudröðarson Flestir hlutir eiga sér bakhlið. Okkur mönnum virðist meðfædd löngun til ferðalaga, að kynnast nýjum stöðum og nýju fólki. Það auðgar mannlega tilveru og eykur fjölbreytni mannlífsins. En ferða- lög eiga einnig sína bakhlið, eins og flest annað, jafnvel þótt allt gangi að óskum. Við verðum þess vör, að eigum aldrei víst að hitta aftur alla vinina, sem við kvödd- um við brottförina að heiman. .Góðir vinir hafa kvatt mannlega tilveru. Endurfundirnir verða ekki fyrr en heima — hjá Guði á himn- um. Þetta var ég rækilega minntur á, er ég frétti hingað til útlanda lát míns gamla og góða vinar, Hannesar Elíssonar. Auðvitað þurfti mér ekki að koma andlát hans á óvart. Hann var mikið veikur og orðinn lasburða, er við hjónin kvöddum hann á Hrafnistu einum eða tveimur dögum áður en við fórum af landi brott. Þá hafði liðið langur tími frá seinustu sam- fundum. Það er svo margt, sem veldur því, að það tognar á göml- um vináttuböndum, veikindi og annir. En mér líður seint úr minni, það sem Hannes sagði sein- ast við mig, er við kvöddumst: Þú kastar á mig rekunum, þegar þar að kemur! Og auðvitað lofaði ég því. Þrátt fyrir allt vonaðist ég til, að ég fengi aftur að hitta hann í okkar jarðnesku tilveru, áður en hann kveddi. Nú er það um seinan. Og sárast þykir mér að hafa ekki getað uppfyllt þessa hinztu bón hans. Kynni okkar Hannesar hófust haustið 1970. Ég kom þá heim til prestsþjónustu í Grensássöfnuði. Þar var Hannes þá meðhjálpari, — hafði verið það frá stofnun safnaðarins. Ég man enn, hve mér fannst hann fríður og vörpulegur, er við hittumst fyrst, fullur af hjartahlýju og elskulegur í við- móti, ofurlítið varfærinn í skipt- um við nýjan og ókunnugan prest. En ég hlakkaði strax til sam- starfsins við hann. Og mér er ljúft að leiðarlokum að geta sagt með sanni: Aldrei féll minnsti skuggi á samstarf okkar, og var þó hvorug- ur okkar skaplítill maður. Hannes tók meðhjálparastarf sitt með fyllstu alvöru. Hann hafði víst upphaflega lent í því vegna þess, að hann var húsvörður í Breiðagerðisskóla, er nýstofnað- ur Grensássöfnuður fékk þar inni með helgar athafnir sínar. Seinna þótti sjálfsagt, að hann fylgdi söfnuðinum í annað húsnæði. Ég kynntist Hannesi vel og við töluðum um flest það, sem ber á góma í mannlegri tilveru, jafnt það, sem snerti helga þjónustu, og hitt, sem snerti mannlífið í heild. Hannes var fróður maður og áhugasamur um mannleg málefni. Hann hafði ákveðnar skoðanir, sem hann fór ekkert dult með. Ég fann fljótt, að ég gat margt af honum lært. Ég er nú þakklátur fyrir mörgu stundirnar, er hann rifjaði upp liðna ævi og leyfði mér að skyggnast inn í fortíðina og lifa með honum fjölmargt það, sem á daga hans hafði drifið. Við áttum í huganum marga förina vestur á Snæfellsnes, þangað sem hann átti rætur og hafði slitið barns- skónum. Þá var ekki síður ógleymanlegt að kynnast eiginkonu hans og hinu bráðmyndarlega heimili þeirra, þar sem óvenjulegar hann- yrðir frúarinnar settu sterkt svipmót á allt. Guðrún kona hans átti þá við vaxandi vanheilsu að stríða, en ekki leyndi sér ástríkið í sambúð þeirra. Það var Hannesi mikið áfall, er hann missti konuna fyrir áratug. Mér fannst hann aldrei verða fyllilega samur og jafn, þótt hann bæri missi sinn með karlmannlegri ró. Og svo kom, að hann fór að tala um, að brátt yrði hann að hætta meðhjálparastörfum vegna elli og einkum sjóndepru, er þá var mjög farin að ágjörast. Ég man, að ég hugsaði til þess með kvíða, ef ég missti Hannesar við. Mér fannst ég vera orðinn algjörlega háður samstarfinu við hann. Allt var svo öruggt í höndum hans. Mér leið svo vel að vita hann sem þátttak- anda í helgri athöfn í húsi Guðs. Það var sjaldan, sem hann gat ekki mætt, en þá fannst mér ég nánast sem vængbrotinn. Svo fór, að við hættum báðir samtímis störfum fyrir Grensás- söfnuð, hann til þess að njóta næðis í ellinni, en ég hvarf til ann- arra starfa í þjónustu kristinnar kirkju. En böndin milli okkar slitnuðu ekki að heldur. Ég minn- ist margra indælla stunda heima á Bergþórugötunni, er við létum hugann reika og ræddum um flest milli himins og jarðar. En kraftar hans fóru smáþverr- andi. Þá var hann svo lánsamur, að til hans réðst önnur Guðrún til að annast hann og heimiii hans næstu árin, er heilsu hans tók all- mikið að hraka. Hún annaðist hann af einstakri nærgætni í veik- indum hans. Seinustu árin áttu þau vist að Hrafnistu í Hafnar- firði, þar sem vel var um Hannes hugsað á allan hátt. Ég sakna þess að hafa ekki get- að kvatt Hannes við brottför hans héðan af heimi, eins og til hafði staðið, en mér þykir vænt um að mega kveðja hann með þessum fá- tæklegu orðum að leiðarlokum. Ég veit, að honum er ekkert að van- búnaði að halda heim, til fundar við Drottin sinn og frelsara, sem hann um margra ára skeið hafði þjónað og tilbeðið í heilögu húsi hans við heilaga guðsþjónustu. Hannes hafði trú sína ekki alltaf í hávegum, en hann vissi, hvert mannlegri för er að lokum stefnt. Hann átti hina góðu heimvon kristins manns, sem hefur þjónað Guði á langri ævi og byggt alla von sína á þeirri náð Guðs, sem okkur mönnum veitist óverðskuld- að fyrir trúna á Drottin Jesúm Krist. Um leið og við hjónin flytjum þakkir fyrir allt það, sem Hannes veitti okkur persónulega öll árin, sem leiðir okkar lágu saman, blessum við minningu hans og fel- um hann góðum Guði á vald. P.t. Heidelberg á Þýzkalandi, 11. maí 1984, Jónas Gíslason Fyrsta áratuginn eftir að suður kom vann Hannes við verslunar- störf, eða allt fram til 1953 að hann hóf störf við skóla borgar- innar. Það mun hafa verið á haustdög- um árið 1956 að leiðir okkar Hannesar lágu saman, en þá var hann ráðinn húsvörður við Breiða- gerðisskólann í Reykjavík en und- anfarna tvo vetur hafði hann starfað sem bað- og dyravörður við Laugarnesskólann og fengið þannig nokkra reynslu og innsýn í þau margvíslegu og vandasömu störf sem tengd eru skólahaldi. Breiðagerðisskólinn var þá á bernskuskeiði, allt var þar í upp- byggingu og mótun, gilti það jafnt um skólahúsnæði og innri starf- semi skólans. Nemendafjöldi óx Flugferöir — Sólarflug______________ Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100 HVITASUNNUFERÐ París — Amsterdam — London 9 dagar: Brottför föstud. 8. júní — aöeins fimm vinnudagar. Þrjár girnilegar og skemmtilegar stórborgir og ekið um fögur hóruö Frakklands, Belgiu, Hollands og Suöur-Englands. Einstaklega hagstætt verö frá kr. 17.400. Innifaliö flug, gisting morgunverður. Bílferö meö islensk- um fararstjóra og skoðunarferöir i París, Brússel, Amsterdam og London. (Fararstjóri Guöni Þóröarson). Aörar ferðir okkar: Meö eöa án Lundúnaviökomu. Mallorca, Tenerife, Malta, Grikkland, flug og bill o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.