Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 51 Vestmannaeyjar: Fyrstu stúdentarn- ir útskrifaðir Vestmannaeyjum, 20. maí. DAGURINN í gær var merkisdagur í sögu Vestmannaeyja því þá voru fyrstu stúdcntarnir útskrifaöir frá Framhaldsskólanum í Eyjum. Skólaslit FÍV voru í Félagsheimilinu sem var þéttsetiö viö þessa hátíölegu athöfn. Tólf stúdentsefni útskrifuðust, 10 stúlkur og 2 piltar. Sjö útskrifuöust af viðskiptabraut og 5 af uppeldisbraut. Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum var stofnaður árið 1979 með sameiningu Vélskól- ans, Iðnskólans og framhalds- deilda Gagnfræðaskólans og var skólinn því nú að ljúka fimmta starfsári sínu þegar sá ánægju- legi atburður hefur átt sér stað að fyrstu stúdentarnir eru út- skrifaðir í sinni heimabyggð. Skólinn héfur einnig menntað vélstjóra, iðnaðarmenn, nem- endur í uppeldisbraut, viðskipta- braut og náttúrufræðibraut auk annars. Á laugardaginn útskrif- aði skólinn þrjá nemendur með verslunarpróf, fjóra úr grunn- deild málmiðna, einn í rafvirkj- un og einn í pípulögnum. Skólameistari FÍV er Gísli H. Friðgeirsson en hann hefur nú fengið leyfi frá störfum næsta skólaár og hefur ólafur H. Sig- urjónsson, kennari við skólann, verið settur skólameistari í hans stað. Fastráðnir kennarar við skólann voru í vetur 10 auk skólameistara og stundakennar- ar voru fimm. Næsta skólaár stendur hugur til þess að starfrækja grunn- deildir málmiðna og rafiðna, al- mennt iðnnám, 1. og 2. stig og auk þess 3. stig tréiðna og neta- gerðar í haust en 3. stig málm- iðna eftir áramótin. Vélstjóra- nám, náttúrufræðibraut, upp- eldisbraut, viðskiptabraut. heilsufræðibraut og fornám. 1 ráði er að bjóða auk þess uppá eftirfarandi námsbrautir ef næg þátttaka fæst: undirbúnings- Gfsli H. Fiögeirsson, skólameistari FÍV: deild fyrir Tækniskóla íslands, undirbúningsnám Fiskvinnslu- skóla, málabraut og íþrótta- braut. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráð- herra, var heiðursgestur við skólaslit FÍV og flutti hann ávarp við það tækifæri. — hkj. Hinir nýútskrifuöu stúdentar, taliö frá vinstri: Erlendur Bogason, María Vilhjálmsdóttir, Sigurlína Sigurjónsdóttir, Katrín Alfreösdóttir, Ásta Guö- mundsdóttir, Guörún Kristmannsdóttir, Guöbjörg Sigurgeirsdóttir, Rut Haraldsdóttir, Unnur Elíasdóttir, Margrét Traustadóttir, Valgeröur Bjarnadóttir og Sigmar Þröstur Ólafsson. Morgunbiaftið/Sígurgeir. Mikiö fjölmenni var viö útskrift stúdentanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.