Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Eðlilegt að hverfa frá ríkisverndaðri einokun — eftir Geir H. Haarde Hér fer á eftir erindi, sem Geir H. Haarde flutti á ráð- stefnu Stjórnunarfélags ís- lands fyrir skömmu um einkarekstur og opinberan rekstur. Alls staðar í nálægum löndum velta menn fyrir sér í vaxandi mæli spurningum er varða stærð og umfang ríkisrekstrar og verk- efnaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Þessi umfjöllun er einnig vel þekkt hér á landi þar sem mikill áhugi hefur vaknað fyrir sölu ríkisfyrirtækja og til- flutningi verkefna frá ríki til ann- arra aðila. Það er því tímabært framtak hjá Stjórnunarfélagi íslands að efna í dag til ráðstefnu um efnið „Einkarekstur — Opinber rekst- ur“ og reyna að kryfja þetta efni, sem löngum hefur verið tilefni deilna, til mergjar út frá hagræn- um og viðskiptalegum sjónarmið- um. Ég hef hugsað mér að fjalla nokkuð almennt um þetta um- ræðuefni og nokkur þau sjónarmið sem helst koma til álita þegar fjallað er um mismunandi eign- arhaldsform í atvinnurekstri og verkefnaskiptingu milli opinberra og einkaaðiia. Afstaða manna til aðildar ríkis- valdsins af atvinnulífi og fyrir- tækjarekstri hefur löngum valdið deilum og jafnvel skipt mönnum í stjórnmálaflokka hér á landi sem annars staðar. Ugglaust er upphaf þessara deilna að rekja til þeirrar kenningar Karls Marx að einka- eign á framleiðslutækjum væri forsenda arðráns manns á manni í skipulagi séreignar og markaðs- kerfis, kapitalisma. Því vær það forsenda fyrir arðránslausu sam- félagi sósialismans að útiloka sér- eignarréttinn og breyta um eign- arhald á framleiðslutækjunum, þ.e. hverfa frá séreignarskipulag- inu yfir í skipulag sameignar, ríkiseignar. Þessi fræði eru flestum vel kunn en þau birtast okkur í dag í því að flestir þeir sem vitandi eða óafvit- andi rekja hugmyndalegan grund- völl sinn til marxismans eru talsmenn ríkiseignar og ríkisaf- skipta af atvinnulífi, þótt hin upp- haflegu tengsl við „arðránið" séu mörgum óljós. Andstæðingar og stuðnings- menn ríkisrekstrar hafa löngum deilt á íslandi, þótt menn deili ekki lengur að marki um það hvernig rekstrarform í atvinnulíf- inu tengjast gerð og uppbyggingu þjóðfélags okkar eða hvort afnema skuli hinn stjórnarskrárverndaða eignarrétt. Markaðskerfi og miðstjórnarkerfi Nú er það þannig að um fræði- lega yfirburði hins svonefnda markaðskerfis yfir hið miðstýrða hagkerfi er ekki lengur deilt. Þeirri deilu Jauk á síðum hagfræðitímaritanna fyrir nokkr- um áratugum þegar síðustu málsvarar miðstjórnarkerfisins játuðu sig í raun sigraða. Meðal almennings og stjórnmálamanna á Vesturlöndum hafði miðstjórn- arkerfið þó beðið ósigur löngu fyrr, þegar afleiðingar þessa kerf- is í því ríki, þar sem það var fyrst skipulega upp tekið, Sovétríkjun- um, komu í ljós með ruddalegum hætti. En segja má að með haglíkani pólska sósíalistans og hagfræð- ingsins Oscars Lange 1936 hafi andstæðingar markaðskerfisins í raun lagt árar í bát. í líkani Lang- es var það að vísu svo að fyrirtæk- in voru formlega í eigu hins opin- bera, en stjórnendum þeirra var uppálagt að haga sér við rekstur- inn eins og um einkafyrirtæki í samkeppni við önnur slík á mark- aði væri að ræða? Eftirlíkingin er aðdáun í sinni einlægustu mynd, var einhvern tíma sagt. Það sem átti að sanna yfirburði hins mið- stýrða hagkerfis yfir markaðs- kerfinu gerði hið gagnstæða og sigur Langes yfir talsmönnum markaðarins breyttist í fræði- legan Pyrrhosarsigur. Því nefni éj? þetta hér að mikil- vægt einkenni á markaðskerfinu er einmitt séreignarskipulagið, þar sem einkaeignarhaldi fylgja yfirráð yfir eignum þ.m.t. framleiðslutækjum og afurðum þeirra eftir almennum reglum, sem samfélagið setur. Og það er svo, að þeir menn á Vesturlöndum, sem aðhyllast þjóðnýtingu og ríkisrekstur innan þess ramma sem vestrænt lýðræði og mark- aðskerfi setur, ætlast til þess að ríkisfyrirtækin starfi sem einka- fyrirtæki væru. Þau eiga að starfa eftir sömu markmiðum, hámarka hagnað sinn o.s.frv. Þetta var t.d. sérstaklega tekið fram þegar rík- isstjórn Mitterrands í Frakkandi þjóðnýtti banka og stórfyrirtæki eftir kosningarnar þar í landi 1981. Eini munurinn á ríkis- og einka- fyrirtækjum ef þau eru eins rekin er þá sá að í hinum fyrrnefndu er það ríkið sem eigandi, sem ráð- stafar hagnaðinum ef einhver verður. Það er svo í sjálfu sér um- deiit, eins og ég kem að á eftir, hvort ríkisfyrirtæki séu jafnlíkleg og önnur til að skila hagnaði. Það er heldur ekki aðalatriðið. Aðalat- riðið er það að talsmenn ríkis- rekstrar hafa ekki lengur önnur efnisrök en þau að með ríkis- rekstri sé þó að minnsta kosti tryggt að hagnaður af rekstri fyrirtækja renni til ríkisins og sé þar með hægt að dreifa til allra landsins þegna í samræmi við réttlætiskröfur. En einnig þessi röksemd er haldlaus og stenst ekki þegar nánar er að gáð, því ríkið getur sem skattheimtuaðili náð í þann hluta hagnaðarins sem það kærir sig um og fært þannig milli þegnanna að vild. Ríkisrekstur er ekki nauðsynlegur í því skyni. Aðild ríkisins að atvinnurekstri er heldur engin forsenda fyrir hinu svokallaða blandaða hag- kerfi. „Blandan" felst ekki í því að blanda saman rekstri ríkis og ein- staklinga, eins og ýmsir halda. Þvert á móti þá er með blönduðu hagkerfi aðeins átt við mismikil inngrip hins opinbera, oftast með óbeinum efnahagsaðgerðum, í þann almenna ramma efnahags- lífsins sem fyrirtæki starfa innan og þau starfsskilyrði sem þeim eru búin. „Blandan" er því milli hag- kerfis með sáralitlum eða engum opinberum afskiptum af efna- hagslífinu og hagkerfis þar sem ríkið tekur allar meiriháttar efna- hagsákvarðanir. Stuðningsmenn blandaðs hagkerfis geta því með góðri samvisku gert það sjálfstætt upp við sig hvort þeir vilja ríkis- rekstur með öðrum rekstri eða ekki. Þeir þurfa ekki að halda að í slíku hagkerfi eigi hluti af fyrir- tækjum að vera í ríkiseign. En hvers vegna hafa stuðn- ingsmenn ríkisrekstrar viljað að slík fyrirtæki starfi eins og einka- fyrirtæki og séu rekin eftir sömu rekstrarlögmálum og þau? Ástæð- an er augljós þótt hún sé mörgum þungbær: Með hvatningakerfi einkarekstrarins verður rekstur- inn hagkvæmastur, meira er framleitt með minni tilkostnaði, hagnaður hámarkast, óháð þvi hvað síðan er gert við hann. Hið alkunna dæmi um þetta kemur úr sovéskum landbúnaði þar sem einkabúskapur er stundaður á ör- litlum hluta alls ræktanlegs lands en afraksturinn er talinn nema allt að þriðjungi allrar landbúnað- arframleiðslunnar. Svo mikil eru áhrifin á afköst þegar fólkið fær sjálft beint að njóta árangurs erf- iðis síns að með ólíkindum er. Og þetta dæmi er frá Sovétríkjunum, þar sem ríkisreksturinn og mið- stjórnarkerfið eru allsráðandi. Það sjónarmið, að í ríkisreksti megi ekki vænta sömu hagkvæmni og í einkarekstri, hafa hinir vitr- ari stuðningsmenn ríkisrekstrar viðurkennt í framkvæmd eins og ég vék að aðan, með því að uppá- leggja ríkisfyrirtækjum að starfa eins og þau væru einkafyrirtæki. Ég las fyrir skömmu frásogn í erlendu blaði af fyrsta kínverska smábóndanum sem heimilaö hafði verið að eignast eigin bíl. Þessi bóndi, sem reyndar var kona, hafði hagnast svo vel á búskap sinum, sem hún bar sjálf ábyrgð á Geir II. Haarde og rak fyrir eigin reikning, að yf- irvöld töldu sjálfsagt að heimila henni að kaupa lítinn innfluttan bíl frá Japan. Ég sagði áðan að eftirlíkingin væri aðdáun í sinni einlægustu mynd. Þau skref sem Kínverjar og ekki síður sumar þjóðir Austur-Evrópu hafa tekið til að innleiða markaðslæga hugs- un og efnahagsleg hvatningakerfi eru kannski sú stærsta viðurkenn- ing sem markaðskerfinu og sér- eignarskipulaginu hefur hlotnast. Ákvörðunarvald og ábyrgð fari saman Ég hef nú vikið að nokkrum at- riðum, sem e.t.v. snerta meira fræðilegar hliöar þessa máls en þann raunveruleika sem að okkur snýr hér á landi nú um stundir. Ég hef þegar komist að þeirri niðurstöðu að ekkert réttlæti ríkisrekstur á fræðilegum grund- velli, hvorki hagkvæmnissjónar- mið né sjónarmið um sanngjarna dreifingu hagnaðar, og að ríkis- rekstur sé heldur ekki nauðsynleg- ur þáttur í hinu blandaða hag- kerfi. Nú er rétt að víkja að hlutum sem ekki eiga skylt við fræðileg efni og þá fer viðfangsefnið mjög að færast á kunnugar slóðir hér á okkar heimavígstöðvum. Sannleikurinn er nefnilega sá að til ríkisrekstrar á íslandi hefur sjaldnast verið stofnað af hug- myndafræðilegum ástæðum, held- ur miklu fremur af praktískum ástæðum og oftast þeirri einni að ríkið hefur haft yfir að ráða fjár- magni, skattpeningum eða lánsfé, í þeim mæli, sem aðra hefur skort er til viðkomandi atvinnurekstrar hafa viljað stofna. Þetta þekkja allir hér inni. Og sömuleiðis það, að í þjóðfélagi smæðarinnar og návígisins hafa stjórnmálamenn átt mjög erfitt með að standast þýsting í þessa veru og ásælni í opinbert fé í formi ríkisaðildar að fyrirtækjum. beinnar eða óbeinnar. Sumir stjórnmálamenn hafa raunar þá bjargföstu trú að það sé „skylda" ríkisins að taka þátt í fjárfrekum fyrirtækjum, þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir erlenda að- ild að þeim. Þessi skoðun á að sjálfsögðu meira skylt við hjátrú eða önnur frumstæð trúarbrögð en efnahags-, atvinnumál eða viðskipti. Þá áhættu sem fjárfrek- um rekstri, t.d. stóriðju, getur fylgt á auðvitað miklu fremur að minnka með samstarfi við erlenda eignaraðila en að velta henni yfir á íslenska skattgreiðendur. En hvað þýðir það á íslandi þeg- ar ríkið tekur að sér að reka fyrir- tæki eða eiga hlutdeild í atvinnu- rekstri? Hver er „ríkið" í þessu tilfelli? í flestum tilfellum eru það embættismenn í ráðuneytum sem gegna hlutverki „ríkisins", en stundum menn í stjórnum, til- nefndir af ráðherrum eða kjörnir af Alþingi. Allir vita að við val í slíkar stjórnir er ekki alltaf farið eftir faglegum sjónarmiðum. Öllum hlýtur að vera ljóst að önnum kafnir stjórnmálamenn og embættismenn hafa hvorki tíma né tök og oft ekki þekkingu til að setja sig inn í eða fylgjast með daglegum rekstri fyrirtækja ríkis- ins. Þeim mun meiri vandi hvílir á herðum stjórnenda þessara fyrir- tækja, sem í flestum tilfellum eru opinberir starfsmenn ráðnir af stjórnmálamönnum, sem búa hvorki við sömu efnalegu hvatn- ingu og starfsbræður þeirra i einkarekstri né sambærilegt markaðshald. Því annað hvort eru fyrirtækin sem þeir stjórna einok- unarfyrirtæki (Áburðarverk- smiðjan, Ríkisútvarpið, Póstur og sími o.s.frv.) eða þau geta hlaupið undir verndarvæng ríkiskassans og notið þar ásjár ef á bjátar í samkeppni á markaðnum (Lands- smiðjan, Siglósíld, Skipaútgerðin o.s.frv.) eða þá að þeim eru með lögum eða í framkvæmd tryggð forréttindi umfram önnur fyrir- tæki eins og ýmis dæmi eru um. Lendi slík fyrirtæki í vanda sem daglegir stjórnendur ráða ekki við kemur til kasta embættismanna og stjórnmálamanna. Þeir sem þekkja til stjórnmála vita um þá tilhneigingu til stund- arávinnings sem starfi stjórn- málamannsins fylgir. Þeim hættir mörgum til að falla fyrir pólitískum freistingum. Og á sama hátt og það er rangt að ota áfengi að þeim sem eru veikir fyrir víni, er rangt að ota pólitísk- um freistingum að- stjórnmála- mönnum. M.a. þess vegna er rangt að fela þeim rekstur fyrirtækja, alveg eins og það er rangt að fela þeim forsjá peningastofnana. í rekstri fyrirtækja þarf oft að hafa skjót viðbrögð og taka ákvarðanir í flýti. Slík vinnubrögð eru ekki eiginleg stjornkerfinu, þar sem sjónarmið óskyld rekstri koma við sögu, pólitískir ráða- menn koma og fara og enginn get- ur tekið á sig raunverulega rekstr- arábyrgð. I einkafyrirtæki ber stjórnandi ábyrgð gagnvart stjórn og eigendum. í ríkisrekstri, ég tala nú ekki um í rekstri sem ráðuneyti eru beint með aðild að, er mun óljósara hvar hin endanlega rekstrarábyrgð liggur. En það er auðvitað lykilatriði, bæði í rekstri fyrirtækja og í fjár- málum ríkisins, að saman fari ákvörðunarvald og ábyrgð á af- leiðingum þeirra ákvarðana, sem teknar eru. Við höfum hér á ís- landi því miður allt of mörg dæmi um það hvernig farið getur þegar þetta tvennt fer ekki saman. Hér ber því allt að sama brunni og í hinni fræðilegu umfjöllun hér að framan. Pólitísk stjórnsýsla og rekstur fyrirtækja eru ólík svið og á ekki að blanda saman, þótt reynsla úr öðru sé oftast gagnleg í hinu. Ef menn ætla að reka at- vinnufyrirtæki eiga þeir að fara út í viðskiptalífið en ekki út í stjórn- mál. Og ef menn eru í stjórnmál- um eiga þeir ekki að þurfa að vas- ast í rekstri opinberra fyrirtækja. Ég ætla ekki lengra út á þann hála ís að fjalla um veikleika hins íslenska stjórnkerfis, þegar kemur að rekstri fyrirtækja eða ræða um einstök ríkisfyrirtæki, þótt þar séu umræðuefnin næg. Ég vil í því sambandi aðeins vísa mönnum á ítarlega grein prófessors Árna Vilhjálmssonar í 1. hefti tímarits- ins Frelsisins 1983 um samdrátt ríkisins, en í þeirri grein er einnig vitnað til yfirlitserindis Höskuld- ar Jónssonar, ráðuneytisstjóra, um sama efni sem birt var í Mbl. 23. jan. 1982. Tvíþætt verkefni Að öllu þessu sögðu kem ég þá að því sem eflaust verður megin- efni þessarar ráðstefnu það sem eftir er dagsins. Hvaða breytingar eru æskilegar í þessum efnum á íslandi í dag? Ég hygg að við stöndum frammi fyrir tvenns konar verkefnum á því sviði sem hér um ræðir. Annað verkefnið er að draga eins og auð- ið er úr aðild ríkisins að almenn- um atvinnurekstri, þ.m.t. banka- starfsemi, ekki síst þar sem um er að ræða beina samkeppni við einkafyrirtæki. Um þetta tel ég að sé í raun og veru lítill pólitískur ágreiningur á íslandi í dag. Það hefur t.d. komið í ljós í þeim und- irtektum sem hugmyndir fjár- málaráðherra um sölu ríkisfyrir- tækja hafa hlotið, og þeim stuðn- ingi sem frumvarp um sölu Lag- metisiðjunnar Siglósíldar hefur hlotið á Alþingi. Alþýðubanda- lagsmenn hafa einir lagst gegn því máli. Hitt verkefnið er nýstárlegra og því eflaust umdeildara, en það snýr að endurskilgreiningu á þvi hvað sé eðlilegt verksvið ríkis- valdsins og hvort hagkvæmt geti verið að fela einstaklingum og fy- rirtækjum einhver þau verkefni sem ríkið annast nú, t.d. á sviði heilbrigðis- og menntamála. Hér kemur einnig við sögu endurmat á því hvaða þjónustu sé eðliiegt að ríkið greiði og hvort verið geti eðlilegt að auka þátttöku einstakl- inga í margháttaðri þjónustu sem nú er veitt við vægu eða engu gjaldi. Hér er vissulega meiri háttar mál á ferðinni en mín skoðun er sú, að ekki sé bara eðlilegt vegna hagkvæmnissjónarmiða að halda inn á þessa braut, heldur óhjá- kvæmilegt ef takast á að ná var- anlegum tökum á fjármálum ríkis og þjóðarbús. Nú er það auðvitað svo að engin ein eða endanleg skilgreining er til á því hvað sé eðlilegt verksvið opinberra aðila. Sum sveitarfélög annast t.d. sorphirðu sjálf á með- an önnur bjóða hana út til einka- fyrirtækja með síst lakari árangri. Óg alkunna er að útboð á ýmsum verkum ríkisstofnana hafa skilað mjög góðum árangri í lægri kostn- aði. Þetta viðfangsefni, þetta endur- mat, er ein af þeim stóru skipu- lagsbreytingum sem takast veður á við í íslenskum þjóðarbúskap og ríkisfiármálum á næstu misser- um. I nágrannalöndum okkar er víða tekist á við þetta viðfangs- efni, „prívatiseringu", eins og það er kallað, af mikilum krafti. Og það er fróðleg staðreynd og raunar engin tilviljun að í Noregi skuli það einmitt vera ráðuneyti neyt- endamála, sem hefur forystu um þetta mál. Það segir óneitanlega nokkra sögu. í þessum málum öllum er um það að ræða að ríkið hefur tekið að sér víðtækt tekjudreifingarhlut- verk. Það skattleggur þegnana með annarri hendinni en greiðir fyrir þá ýmsa þjónustu með hinni. Allar spurningar um réttlæti þessarar tekjudreifingar eru háð- ar gildismati og verður því ekki svarað með útreikningum og hag- rannsóknum einum saman. En óneitanlega vakna ýmsar fróðleg- ar spurningar þegar mál þessi eru krufin. Hver er skattborgarinn, sem látinn er greiða hina opinberu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.