Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Þjóðartekjur - — eftir Björn Steffensen Fyrir nokkru var einhver sem hafði af því áhyggjur að íslend- ingar væru komnir í hóp fátækra þjóða. Hér er eitthvað málum blandið, því að ennþá erum við þrátt fyrir alit í hópi 10—12 þjóða heims sem hæstar hafa þjóðar- tekjur á mann. Til gamans set ég hér dálítinn samanburð á okkur og nágranna- þjóðunum, sem um leið eru meðal ríkustu þjóða heims: íuland Kólkshifr. á KHK) íbúa ------------------ .189 Sjónvarp á 1000 íbúa .............——— 357 Simará IIMHIÍbúa------------------------- 444 Orkunolkun á íbúa í olíulonnum --------- 7,40 Ef miðað er við þennan saman- burð erum við annað hvort rík eða við erum „flottræflar“, nema hvorttveggja sé. Ef við erum svona rík, gætum við að meina- lausu farið að draga svolítið við okkur munaðinn. Ef hitt á við okkur er tími til kominn að fara að rétta sig af. Án alls gamans má víst slá því föstu að við erum ekki ráðdeildarfólk og því aldrei að vita hvað uppá kemur, enda orðin svo skuldug erlendis, vegna þess hve mikið og lengi við höfum lifað um’ efni fram, að í óefni er komið. En skuldirnar við útlönd gleypa ár- iega upphæð sem annars gæti gengið tii að hækka allt kaupgjald í landinu um allt að 15%. Áuk þessa eigum við í því sérstöðu meðal ríkra þjóða að eiga allt okkar undir gjafmildi náttúrunn- ar, í stað háþróaðs iðnaðar ann- arra ríkra þjóða. En einmitt þarna krejjpir nú skórinn dálítið. Arið 1983 var þjóðarframleiðsla okkar sem næst 53 milljarðar króna, og þjóðartekjur á mann um 7.700 dollarar, eða 225 þúsund krón- ur. Áreiðanlega þykir mörgum for- vitnilegt að heyra að hagfræði- stofnanir finna ekki þjóðartekjur með þvi að skoða skattframtöl manna, eða tekjur yfirleitt, heldur eru þær fundnar að mestu með því að telja saman alla þá útgjaldaiiði sem þjóðin greiðir með tekjum sínum og fást með því móti upp- lýsingar sem álitnar eru traustari en skattframtöl. Ráðstöfunartekjurnar komu fram í eftirfarandi útgjöldum: milljónir KinkaneysU------------------------ 35.470 SamnevHla------------------------- 6.K90 Kjármunamyndun -..................- 13.00 Kádstörunartekjur samt................ 55.300 Af ráðstöfunartekjunum var um helmingur vegna viðskipta og þjónustu af innlendum toga, eða 27.904 milljónir krona. Hins vegar voru tekjur vegna erlendra viðskipta eins og hér seg- ir: Norcgur Danmörk Svíþjóð Kngland 282 219 345 256 275 471 370 390 423 609 772 480 5,87 4,23 6,26 3,95 milljónir Fyrir fisk og annan útílutnint! —-- IK.623 Tekjur af samgöngum --------------- 4.233 Tekjur af varnarlióinu------------— 2.156 Tekjur af feróamönnum--------------... 6K2 Tekjur af öóru ................... 1.762 (^jaldeyristekjur samt................. 27.456 Þetta er upphæðin sem við höfð- um til umráða til að greiða fyrir allar eriendar kröfur á okkur árið 1983. Það hefur þótt uggvænlegt að fimmtungur eða jafnvel fjórð- ungur gjaldeyristeknanna gangi orðið til að greiöa afborganir og vexti af erlendum lánum. Ef þetta væri allt og sumt og við hefðum % til Vó gjaldeyristeknanna til frjálsrar ráðstöfunar væri ástand- ið viðráðanlegra en það er í raun. En það er eitthvað annað en svo sé. Framleiðslugreinarnar í land- inu, einkum sjávarútvegurinn, þurfa ógrynni af erlendum til- föngum til rekstrarins, og hafa þessar vörur auðvitað samskonar forgang um greiðslu eins og af- borganir og vextir lána. Forgangsgreióslur voru árið 1983 þessar: milljónir Rekstrarvörur (þar í olía)------------7.K00 Frajft_______________________________ 1-420 Afborganir lána----——.............. 4.04K Vextir af lánum ......................3.405 Forgangsgreióslur samt............ 16.673 Ef við nú drögum þessar kr. 16.673 milljónir frá heildargjald- eyristekjunum sem voru, eins og áður segir, kr. 27.456 milljónir, voru eftir kr. 10.783 milljónir til allra annarra nota, þ.e. til að greiða fyrir allar erlendar neyslu- vörur og fjárfestingarvörur m.m. Æðis legir þjóðarskuldir Þessar greiðslur voru hinsvegar árið 1983: milljónir Neysluvörur_________________ 7.190 Feróakostnaóur........... 1.660 Ýmis kostnaóur---------------... 2.470 Fjárfestingarvörur___________ 5.606 Neysiuvörur o.fl. samt—------ 16.926 Ef við leggjum saman þessar tvær tölur: Forgangsgreiðslur............ 16.673 Neysluvörur o.fl............ 16.926 verður útkoman............... 33.599 sem er heildargjaldeyrisnotkun okkar árið 1983, en það eru 6.000 milljónir umfram þær 27.456 milljónir sem við áttum í gjaldeyri vegna sölu úr landi á vörum og þjónustu. En þessi mismunur, kr. 6.000 milljónir, var einmitt upp- hæðin sem tekin var að láni er- lendis árið 1983.' í framanskráðu yfirliti, þar sem ég hefi eftir bestu getu reynt að færa hagtöiur sem fyrir liggja í sem einfaldastan búning, kemur fram svo að ekki verður um villst, að við siglum hraðbyri til bón- bjarga. Einkum vekur sú óþægi- lega staðreynd athygli að af öllum þeim fjármunum sem við höfðum til ráðstöfunar í fyrra af andvirði útfluttra vara og þjónustu, sem samtals námu 27.456 milljónum króna, var 3/s í raun ráðstafað fyrirfram, þar sem bundnar greiðslur vegna tilfanga fyrir at- vinnuvegina og samningsbundnar greiðslur vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum, námu samtals 16.673 milljónum króna. Eftir voru því hvorki % né 4/s, heldur aðeins % þess gjaldeyris er við höfðum til ráðstöfunar, eða að- eins 10.783 milljónir, sem hrökk skammt til að greiða fyrir allar neysluvörur, ásamt fjárfest- ingarvörum, ferðakostnaði m.m. En til þess að standa undir öllum erlendum kröfum árið 1983 hefð- um við þurft að eiga gjaldeyri að upphæð 33.599 millj. í stað þess að við áttum aðeins 27.456 milljónir. Þess vegna 6.000 milljóna lántak- an til að brúa bilið. Hér vaknar því alvarleg spurn- ing: Hvernig getum við komist af með óbundna gjaldeyrinn sem varla nær 10.000 milljónum króna í ár til að greiða það sem árið 1983 gleypti 16.926 milljónum króna, án Björn Steffensen „Eins og áður segir gæti kaupgjald í landinu ver- ið 15% hærra ef ekki væru greiðslurnar vegna erlendu skuldanna, eins og þessar greiðslur voru árið 1983, og bæta má við að fyrir hverjar 1.000 milljónir sem þessar greiðslur hækka, lækkar raungildi ráð- stöfunarfjár launafólks um nærri 2%.“ þess að bæta við erlendum iánum? Þessu er ríkisstjórnin nýbúin að svara: „Það er ekki hægt.“ Og þess vegna hefur hún ákveðið að bæta svo sem 1.000 milljónum við þær erlendu lántökur sem áður var bú- ið að ákveða. En þetta verður að vera hægt og er hægt. Var ekki einmitt þetta eitt aðal stefnumál ríkisstjórnarinnar? Kaupgetunni verður að halda í samræmi við af- rakstur vinnunnar. Ef öfl í þjóð- félaginu skekkja það samræmi, á ríkisstjómin að snúast á móti því með sínum stjórnunartækjum: skattheimtu eða breyttu gengi gjaldmiðils, eftir því sem við á. Ástandið versnar með hverju ár- inu, já með hverjum mánuði ef þessu er haldið áfram. Það er ekki nóg með að við séum að leggja á börn okkar helsi sem hlýtur að verða þeim ofraun að hrista af sér, heidur erum við líka smám saman að gera ástandið óviðráðanlegt fyrir okkur sjálf. Eins og áður seg- ir gæti kaupgjald í landinu verið 15% hærra ef ekki væru greiðsl- urnar vegna erlendu skuldanna, eins og þessar greiðslur voru árið 1983, og bæta má við að fyrir hverjar 1.000 milljónir sem þessar greiðslur hækka, lækkar raungildi ráðstöfunarfjár launafólks um nærri 2%. Og þannig hljóta kjörin að halda áfram að versna ár frá ári. Jafnvel það að fá lengdan gjaldfrest er neyðarúrræði. Við verðum að losna af klafanum sem fyrst til að geta aftur farið að bæta kjör atvinnuveganna og allra landsmanna. En allar launahækk- anir eins og nú er ástatt eru að sjálfsögðu hrein fásinna, og furðu- legt að farið skuli fram á slíkt. Jafnframt er tímabært að fólk fari almenn að temja sér heilbrigt viðhorf gagnvart atvinnuvegunum í landinu. Núllstefnu verður að linna. Það verður að vera eftir- sóknarvert að byggja upp nýjan atvinnurekstur, annars verður það ekki gert. Fólk verður að skilja að vel rekin og efnahagslega sterk fyrirtæki eru óhjákvæmileg und- irstaða allrar velmegunar, enda eru þjóðartekjur hæstar með þjóð- um þar sem best er búið að at- vinnurekstrinum. Það er heldur engin tilviljun að háar þjóðartekj- ur fara hvarvetna og undantekn- ingarlaust saman við það þjóð- skipulag þar sem einstaklingurinn ræður yfir atvinnutækjunum, þjóðskipulag sem við erum óðum að fjarlægjast. Þetta verður að breytast á þann hátt, að misvitrir stjórnmálamenn hætti að hafa al- ræðisvald um atvinnumálin, en duglegir og framsýnir atorku- og fagmenn á borð við þá Ingvar Vilhjálmsson, Einar Guðfinnsson og fleiri slíka fái aðstöðu til að láta til sín taka, og verði ábyrgir um fyrirtæki sín, eins og áður var hér, og annars staðar á Vestur- löndum tíðkast. Er ekki öllum ljóst að allsnægtir „velferðarþjóð- félagsins" á Vesturlöndum eru ekkert annað en uppskeran af blómaskeiði einkaframtaksins og er óþekkt fyrirbæri utan þess hag- kerfis? Björn StelTensen er endurskoðandi f Reykjavík. framtíð ÓL verðir myndu sérstaklega sjá til þess að velferð um 10 þúsund íþrótta- manna yrði sem mest. í Newsweek kemur einnig fram að Bandaríkjamenn hafi teygt sig langt til að tryggja þátttöku Rússa í leik- unum, og m.a. verið búnir að veita leyfi fyrir því að beitiskipið Gruzia fengi að leggjast að bryggju í höfn- inni á Long Beach, en þar um borð ætluðu Rússar að láta íþróttamenn sína búa í stað ólympíuþorpsins. Bandarískir og sovézkir íþróttafrömuðir: Samstarf um að tryggja Wa.shins'ton, 21. maí. AP. Bandarískir og sovézkir ólympíu- frömuðir urðu sammála á fundi í Laus- anne í vikulok að vinna sameiginlega að því að tryggja framtíð ólympíuleik- anna. Verið er að semja sameiginlega yfirlýsingu ólympíunefnda Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna af þessu til- efni. Hins vegar segir framkvæmda- stjóri bandarísku ólympíunefndar- innar að engar líkur séu á því að Rússar breyti ákvörðun sinni um að hætta við þátttöku í leikunum i Los Angeles í sumar. Ennfremur að Rússar muni líklegir til að hvetja aðrar þjóðir að sniðganga leikana þar í borg, en níu fylgiríki Sovétríkj- anna hafa hætt við þátttöku. , Yfirmaður lögreglunnar í Los Angeles segir í viðtali við tímaritið Newsweek að fullyrðingar Rússa um ónóga vernd íþróttamanna í Los Angeles væru „þvættingur", því 18 þúsund lögreglumenn og öryggis- Litina séröu í málningarverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.