Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1984 71 Frjálst útvarp og erlend samkeppni Mun frjálst útvarp bjarga íslenskri menningu? — eftir Einar Kr. Jónsson Nýlega kom fram á Alþingi frumvarp til nýrra útvarpslaga. Hér er um að ræða svokallað stjðrnarfrumvarp, sem stjórnar- þingmenn eru þó óbundnir stuðn- ingi við. Hér er stórmál á ferðinni, sem skiptir landsmenn miklu, hvort heldur þeir eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu eða utan þess. Allir kjósendur munu fylgj- ast með afgreiðslu málsins og hvern stakk þingmenn munu sníða útvarpsmálum þjóðarinnar næstu árin. Frjálst útvarp í umræðum hér á landi hefur oft verið talað um hugtakið frjálst útvarp. Er þá átt við útvarps- stöðvar, reknar af einkaaðilum í hagnaðarskyni, hver í samkeppni við aðra og Ríkisútvarpið. Frjáls- ar útvarpsstöðvar eru að vísu frjálsar að því leyti að þær lúta ekki stjórn ríkisins. Þær eru frjálsar að því leyti að þær ráða því hvernig þær vilja ná til hlust- enda og til hvaða hlustenda. En staðreyndin er sú, að í raun eru frjálsar útvarpsstöðvar fyrst og fremst háðar hlustendum sínum. Þær eiga alla afkomu sína undir eftirspurn hlustenda eftir dag- skrárefni sínu. Þær útvarpsstöðv- ar sem vinsælastar eru, þ.e. upp- fylla best óskir hlustenda, hafa að öllu jöfnu besta möguleika til öfl- unar tekna með auglýsingum. Á hinn bóginn minnka möguleikar til öflunar auglýsingatekna hjá þeim útvarpsstöðvum, sem lítilla vinsælda njóta. Ofbjóði útvarps- stöðvar hlustendum sínum með mörgum auglýsingum, þ.e. að aug- lýsingar verði of stór hluti dag- skrárinnar, minnka möguleikarnir „Tækninni fleygir ört fram í útvarpsmálum. Hún er í raun í það mund að taka völdin af stjórnmálamönnunum. Aðeins með réttum viðbrögðum þegar í stað geta þeir komið ís- lenskri menningu til hjálpar í samkeppninni við erlent útvarpsefni.“ einnig til öflunar tekna með aug- lýsingum vegna minni hlustunar. Þannig þjóna útvarpsstöðvarnar ávallt hlustendum sínum fyrst og fremst, ef um hagnað eða áfram- haldandi starfsemi á að vera. Frá andstæðingum frjáls út- varps heyrist oft að frjálsar út- varpsstöðvar muni verða einhæfar og höfða til þröngs hóps hlust- enda. Þær muni útvarpa dægur- tónlist, fréttum og auglýsingum eingöngu til að lágmarka kostnað- inn og hámarka hagnaðinn. Hér er um mikla einföldun að ræða. í fyrsta lagi gefa menn sér það sem forsendu, að dægurtónlist, fréttir og auglýsingar sé svo vin- sælt dagskrárefni, að með því ein- göngu sé hægt að höfða til þorra hlustenda. Segjum sem svo að andstæðingar frjáls útvarps hafi lög að mæla að þessu leyti. Er þá einhver ástæða til að bjóða upp á annað dagskrárefni? Eigum við að troða einhverju dagskrárefni upp á fólk sem það vill ekki? Eða eig- um við að hafa vit fyrir fólki og segja því að dægurtónlist og frétt- ir sé ekki nógu menningarlegt efni fyrir það? Ég veit ekki hvað þeir, sem þessar skoðanir aðhyllast, gera en ég læt ekki kaupmanninn selja mér sandpappír ef ég vil sal- ernispappír. Ég læt ekki kaup- manninn segja mér hvað ég eigi að kaupa. Valfrelsi neytenda verður að vera tryggt, þótt þeir séu „neyt- endur" útvarps. í öðru lagi eru útvarpshlustend- ur margbreytilegur hópur fólks með mismunandi áhugamál. Ég hef því litlar áhyggjur af fá- breytni útvarpsstöðvanna, og vil ég rökstyðja mál mitt út frá sjónarhóli útvarpsrekanda. Það má e.t.v. reikna með því að hér á Reykjavíkursvæðinu verði margar útvarpsstöðvar um þá hlustendur sem kjósa að hlusta á dægurtón- list og létt efni. Samkeppnin verð- ur því hugsanlega mikil um þá hlustendur. Það gæti því e.t.v. borgað sig fyrir mig að beina dagskránni frekar til þeirra sem vilja hlusta á sígilda tónlist og fræðandi efni, þar sem hugsanlega yrði minni samkeppni. Þannig færi fjölbreytni útvarpsstöðvanna eftir samkeppni milli þeirra og eftirspurn ákveðinna hlustenda- hópa. Við sjáum og heyrum að hlustendur eru sífellt að rífast á lesendasíðum dagblaðanna um dagskrá Ríkisútvarpsins. Sumir vilja meiri dægurtónlist, aðrir sí- gilda tónlist, sumir leikrit og kvöldvökur, aðrir skemmtiþætti, sumir Dallas, aðrir ekki Dallas. Málið er því að hlustendahópar út- varps eru svo margvíslegir og fjöl- breytilegir, sbr. hlustendakannan- ir, að þarfir þeirra og óskir verða ekki uppfylltar nema með fjölda útvarpsstöðva. Fjölbreytni út- varpsstöðvanna mun án efa verða mikil þegar fram í sækir og mót- ast af eftirspurn mismunandi hlustenda eða hlustendahópa. Rfkisútvarpið Því hefur verið haldið á loft, að frjálsar útvarpsstöðvar muni veita Ríkisútvarpinu óverðskuld- aða samkeppni eftir áratuga þjón- ustu við landsmenn, ekki síst um auglýsingatekjur. Því er til að svara að Ríkisútvarpinu er, eins og öllum öðrum aðilum viðskipta- lífsins, hollt að keppa við önnur fyrirtæki. Það frískar starfsemi þess og bætir dagskrána, hlust- endum til ánægju. Auglýsinga- markaðurinn mun eitthvað stækka með tilkomu fleiri út- varpsstöðva, m.a. vegna fjöl- breytni þeirra, en auglýsendur munu á hinn bóginn gera meiri kröfur til útvarpsstöðvanna og nýta auglýsingaútgjöld sín mark- vissar, t.d. með hliðsjón af sér- hæfðri dagskrá útvarpsstöðvanna. Þótt almennt sé gert ráð fyrir tekjutapi Ríkisútvarpsins af aug- lýsingum með tilkomu frjálsra út- varpsstöðva, er það þó undir Ríkisútvarpinu sjálfu komið, hve það tekjutap yrði mikið eða hvern- ig því yrði mætt. Auglýsingaöflun er eins Og hver önnur sölu- mennska, sem skilar sér, sé dag- skráin vinsæl og hlustun almenn. Og skyldi það borga sig fyrir Rík- isútvarpið á sama tíma, eða vera réttlætanlegt gagnvart skatt- greiðendum, að byggja slíkt stór- hýsi undir starfsemina eins og nú er í byggingu? Ég þori að fullyrða, að einkaútvarpsstöð með álíka umfangsmikla starfsemi og Ríkis- útvarpið er með í dag, léti sig ekki dreyma um slík minnismerki. Já, agi samkeppninnar og neytandans á markaðnum er oft harður hús- bóndi. Reyndar eru þessar hug- leiðingar mínar um útvarpshúsið, svo og tillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar um að nýta húsið til smáíbúða, á sandi byggðar, því að nýja útvarpslagafrumvarpið veitir Ríkisútvarpinu stórauknar tekjur frá því sem nú er, m.a. í formi aðflutningsgjalda af útvarpsvið- tækjum. Því hefur verið haldið fram, m.a. á Alþingi, að frjálsar út- varpsstöðvar muni valda fólks- flótta frá Ríkisútvarpinu. Því sé rétt að sporna við afnámi einokun- ar ríkisins til útvarps. Ekki felst í þessari röksemd mikil umhyggja fyrir almenningi eða starfsfólki Ríkisútvarpsins. Ef frjálsar út- varpsstöðvar geta boðið starfs- fólki Ríkisútvarpsins hærri laun og veitt almenningi betri þjón- ustu, tel ég frjálsu útvarpsstöðv- arnar vera hið mesta réttlætismál fyrir báða hópana. Ég er einnig þess fullviss, að hópur útvarps- manna, bæði dagskrárfólks og tæknimanna, mun stækka og að frjálsum útvarpsstöðvum muni fylgja sérhæfð dagskrárgerðarfyr- irtæki, eins konar verktakafyrir- tæki, í samkeppni hvert við annað, sem selja muni útvarpsstöðvunum dagskrárefni, einnig Ríkisútvarp- inu. Þar með yrði lcominn vísir að nýrri iðngrein, dagskrárgerð, sem veitt gæti fjölda fólks atvinnu, t.d. kvikmyndagerðarmönnum og tæknimönnum. Frjáls útvarps- rekstur eykur því fjölbreytni at- vinnulífsins og vinnumarkaðarins. Erlend samkeppni En hér erum við einnig komin að kjarna málsins. Tækninni fleygir ört fram í útvarpsmálum. Hún er í raun í það mund að taka völdin af stjórnmálamönnunum. Aðeins með réttum viðbrögðum þegar í stað geta þeir komið ís- lenskri menningu til hjálpar í samkeppninni við erlent útvarps- efni. Eftir fáein ár, jafnvel 2 ár, mun erlent sjónvarpsefni flæða yfir landið gegnum gervihnetti. Flestir íslendingar munu þá fá möguleika á móttöku sjónvarpsefnis um gervihnetti með einum eða öðrum hætti. Þessari flóðbylgju verðum við íslendingar að mæta með öfl- ugum íslenskum dagskráriðnaði, ef við viljum varðveita menningu okkar. Eftir þann tíma er líklega orðið of seint að bregðast við svo sæmilegur árangur náist. Þess vegna er brýnt að gefa útvarps- rekstri nú lausan tauminn, og það hið fyrsta, svo að hinn íslenski dagskráriðnaður fái þó a.m.k. 2 ára aðlögun. Samkvæmt útvarpslagafrum- varpinu eru miklar hömlur lagðar á útvarpsrekstur. Frumvarpið er samið af Útvarpslaganefnd, en í henni áttu embættismenn Ríkis- útvarpsins 5 sæti af 7, og tveir ritarar hennar voru starfsmenn Ríkisútvarpsins. Einkenni frum- varpsins eru höft, bönn og óþörf ríkisafskipti, sem þjóna hvorki hagsmunum neytenda né út- varpsstöðva. Mörg ákvæði frum- varpsins koma í veg fyrir eðlilega samkeppni útvarpsstöðva, eðlilega framþróun útvarpsmála og skjóta uppbyggingu íslenskrar dagskrár- gerðar, er sé þess megnug að vernda íslenska menningu í óheftri samkeppni við erlendar út- varpsstöðvar. Mun ég víkja nánar að þessum vanköntum frumvarps- ins síðar. Einar Kr. Jónsson er riðskipta- fræóingur og formaður SFU, Sam- taka um frjálsan útvarpsrekstur. Borð fyrir fimm í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN frumsýndi í gær bandarísku kvikmyndina Borð fyrir fimm, sem gerð er af Voight/Schaff- el Production Company. Myndin fjallar í megindráttum um fráskilinn þriggja barna föður, J.P. Tannen, sem ákveður að sinna föðurhlutverkinu, sem honum finnst hann hafa vanrækt allt frá skilnaðinum við móður þeirra. Móðir barnanna lætur lífið í bílslysi og í kjölfarið fylgja miklar deilur milli Tannen og stjúpföður barnanna. Með aðalhlutverk í myndinni fara Jon Voight, Millie Perkins og Richard Crenna. Leikstjóri er Robert Leiberman og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hewlett-Packard SÝNTNG Hewlett-Packard hefur hér með þá ánægju að bjóða þér að skoöa tölvukerfi sem eru meðal þeirrá nýjustu og hæstþróuðu í heiminum. Komdu og kynntu þér tækni framtíðarinnar - við sýnum m.a. smátölvur til almennra nota og fullkomið teiknikerfi. Vertu Velkominn á: Hótel Loftleiðir 24. og 25. maí 1984 kl. 9.00-16.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.