Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 _______________________________________ „ Hí/a3 áttu mákvdfíyilegíi viK Ljekn'if; meb þvi ab „ bltóþfýstingstöfl- urnar þ'rnar komi ekki ab gagri T" Mí ég biðja borgarstjórann um að brosa dálítið? HÖGNI HREKKVÍSI /,t>EJTA ER 0RELLAN KANS- • Gullskipið og gatið Theódór Einarsson, Akranesi, sendi Velvakanda eftirfarandi vísu og má syngja hana við lagið „Vertu hjá mér Dísa“. Það er stundum æði margt undarlegt á sveimi, hjá okkur Kröflubúum og þykir merkilegt. Við stöndum einir þjóða á stærsta gati í heimi, með stóran bankavíxil, sem skýlir vorri nekt. Það fer nú brátt að byrja hér ferðamannaatið, Fransmenn, Englendingar, og allrahanda pakk. Þá verða allir skyldaðir að ganga i kring um gatið og gefa eina krónu í pottinn. Veskú. Takk. Þið ríkisstjórnarmenn sem í margar raunir ratið og rembist við að skattleggja Mangosopa bland. Troðið heldur hollenska gullskipinu í gatið, sem grafist hefur kvótalaust í Breiðamerkursand. Hvar fáum við að vera í friði? Anthony Lee Beller hafði sam- band við Velvakanda og hafði eft- irfarandi að segja: Það var grein fyrir skömmu í NT þar sem sagt var frá því að íbúar i grennd við skemmtistað- inn Traffic á Laugaveginum væru byrjaðir að safna undirskriftum í þeim tilgangi að fá skemmtistað- inn felldan niður. Þetta fólk sem býr í nágrenni við Traffic heldur því fram að honum fylgi óþrifnaður og mikil læti, þannig að ekki sé hægt að fá svefnfrið. Mig langar fyrir mína hönd og Við eigum þessa plánetu Siggi flug skrifar: Rússaveldi er stórt og nær yfir stóran hluta af þurrlendi jarðar. í Rússaveldi eru við stjórnina heimsvaldasinnar, einhverjir þeir mestu sem um getur f sögunni. A.m.k. síðan Romverjar lögðu undir sig meginhluta landa við Miðarjarðarhaf, en það eru nú ár og dagar síðar. Við jarðarbúar eigum sameig- inlega allt þurrlendi jarðar, ein- hver ein þjóð á ekki einskorðaðan umráðrétt yfir einhverju svæði, og getur ekki sprengt allt klabbið í loft upp. Ég held að herveldið Rússland haldi að það geti að eig- in vild sprengt sínar kjarna- sprengjur hvar og hvenær sem er, gegn hverjum sem er og eiga það á hættu að sprengja allt í loft upp, og þar með hnött okkar. Stóri hluti þjóða eru friðsamar þjóðir sem ekkert hafa að segja á móti stórveldunum USSR og USA, sem öllu virðast ráða, en raddir hinna smærri kafna jafn- an í rifrildi stórveldanna um kjarnasprengjur og annað. Við sem þessa plánetu byggjum eigum öllum hlutdeild í henni, og það getur ekki bara hver sem er sprengt hana í loft upp. margra annarra að mótmæla þessu. Ég hef sótt þennan stað mikið og hef ekki orðið var við mikil læti í kringum hann né tek- ið eftir því að mikið sé um óþrif í grenndinni við hann. Að vísu kemur það fyrir að flöskur og annað brotnar þarna fyrir utan en þá hefur það allt verið þrifið upp af starfsmönnum staðarins strax á eftir. Menn geta líka spurt sig að því hvar þessi aldurshópur sem þennan stað sækir eigi að skemmta sér ef staðurinn verður lagður niður. Leiðin niður á Hall- ærisplan er greið, en eins og menn vita þá hefur ástandið þar aldrei verið til fyrirmyndar þegar unglingar hafa safnast þar sam- an. Það eru margir unglingar sem ég þekki leiðir vegna þessa máls því hvar eigum við að koma sam- an og skemmta okkur ef þessi staður verður tekinn frá okkur? Það er eins og við getum aldrei fengið að vera í friði með þá staði sem eru opnir handa okkur. Skrifiö eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnls, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að bcina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Varist gylliboðin Skúli Ólafsson skrifar: Útvarpið upplýsti þriðjudaginn 15. maí að Norðmenn væru að bjóða íslendingum hlut sinn af væntanlegum loðnuafla við Jan Mayen en þeir fengju í staðinn að veiða lúðu, löngu og annan bolfisk á íslandsmiðum. Rækjumið langt norður í hafi átti að fylgja með í þessu boði Norðmanna. En að undanförnu hefur sífellt verið klifað á því að Norðmenn hefðu með offramleiðslu sinni stórlækk- að verð á okkar framleiðslu. Það er einnig ljóst að Efnahagsbanda- lagið (EBE) ætlar sér þessa sömu loðnu við Jan Mayen. Sama dag var sagt frá norskum veiðiþjófum, sem teknir voru við Austur-Grænland. Þeir höfðu frammi margs konar klæki til þess að blekkja eftirlitsmenn með veiðunum. Var aðeins gefinn upp einn tíundi hluti aflans o.s.frv. Ekki er ósennilegt að slíkar blekk- ingar hafi einnig þekkst hér við land og veiðiheimild til veiða hér við land ætti ekki að veita Norð- mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.