Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS og útvarpshúsið Eyjólfur 0453-2449 skrifar: Það er ekki nema von að al- menningur velti vöngum yfir stuttum fréttapistlum útvarps og sjónvarps um nýlega þingsálykt- unartillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um það að athugaðir verði möguleikar þess að selja nýbyggt útvarpshús eða að því verði breytt í smáíbúðir, og marg- ir spyrja: Hvað ætlast maðurinn fyrir? Til að svara þessu er væn- legast að benda hverjum og einum á budduna sína og spyrja á móti hvort menn hafi efni á slíkum óþarfa munaði sem slíkt bákn er. Það skyldi nefnilega aldrei vera að þarna sé kominn maður sem raunverulega vill stöðva ótíma- bærar fjárfestingar? Það er undarlegur tvískinn- ungsháttur þeirra sem í valda- stöður veljast að tala sífellt um það sem allir vita að ástæðan fyrir bágum efnahag þjóðarinnar er bruðl með fjármuni og óarðbærar fjárfestingar í sömu andrá og þeir reisa gífurleg mannvirki sem eng- an ágóða munu gefa eins og út- varpshús, seðlabankahús, mjólk- urstöð, sláturhús sem nóg er af, og á það nú reyndar við um stóran hlut togaraflotans að ógleymdu bruðli á rikisspítölum, þar sem það virðist vera orðin frumfor- senda bættrar heilsu sjúklinga að hver læknir hafi sína skrifstofu og að nóg sé byggt þó svo að ekkert starfsfólk fáist. í raun og veru sýna verkin það að þessir menn hafa gerræðisvald hver á sínu sviði. Er því ekki orðið tímabært að þeir verði látnir svara fyrir sig og að allt þeirra brjálæðislega athæfi verði afhjúp- að? Þessir hringdu . . . Þakkir til Dagrúnar Húsbóndi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Ég vil þakka Dagrúnu Krist- jánsdóttur fyrir greinar hennar sem birtust í Morugnblaðinu 10. og 16. þessa mánaðar. Ég vil skora á alla alþingis- menn og hálaunamenn að lesa þessar greinar og það vel og fara eftir þeim. Þökk sé Dagrúnu fyrir að hfa kjark til að skrifa sannleikann. fslenskir alþing- ismenn verða að miða laun sín við tekjur þjóðarinnar en ekki við laun alþingismanna á hinum Norðurlöndunum. Verkefni lækna að rannsaka þetta (.uðlaugur Ingvar Pálsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það er orðið alvarlegt ástand í flugmálum okkar hér á íslandi. Mun það vera einsdæmi að allir flugmenn í innanlands- og utan- landsferðum og einnig allir varaflugmenn skuli verða veikir á nánast sama tíma. Það er vissulega verkefni lækna að rannsaka þetta og setja alla þessa menn í sóttkví þegar um svona alvarlegan sjúkdóm er að ræða. Vonandi er að þessir menn fái lækningu og enginn þeirra missi lífið. Það er einnig aðkallandi að komist verði fyrir veiki þessa sem fyrst svo Flugleiðir, óskabarn þjóðar- innar, þurfi ekki að greiða alla þessa veikindadaga. Ég er sammála því sem kom fram í útvarpinu að Flugleiðir fái heilsuhrausta flugmenn til að hlaupa í skarðið þegar um svona mikil veikindi flugmanna er að ræða. Það virðist vera mjög alvar- legt að hægt sé að stöðva rekstur fyrirtækja sem kosta milljarða og um leið að hindra hundruð manna sem búnir eru að greiða flugfarseðilinn, að komast leiðar sinnar. „Sitja heima hálflasnir“ Skeggi Skeggjason hringdi og bað Velvakanda fyrir eftirfar- andi vísu í þáttinn: Sitja heima hálf lasnir, hafa kannski frið við staup. Flugmenn verða fárveikir, fái þeir ekki hærra kaup. Fáránleg rök hjá Frosta Tryggvi Hallvarðsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Um leið og ég þakka flug- mannastéttinni fyrir að gera mér kleift að stunda nám og njóta ókeypis tannlækninga I gegnum árin (sbr. viðtal við Frosta Bjarnason Mbl. 18.5.’84) vil ég beina þeirri ósk minni til verkafólks að það styðji vesal- ings flugmennina í baráttu þeirra fyrir mannsæmandi laun- um. Væri það til dæmis hægt að gera með því að fara í samúðar- verkfall. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn fáránieg rök og þau sem Frosti færir fyrir máli sínu í áðurnefndu viðtali. Ég myndi skammast mín fyrir að hugsa svona og hvað þá að láta hafa þetta eftir mér á prenti. Óviðeigandi klapp Stúdent frá Leipzig fyrir stríð hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég fór í Kristskirkju á Landa- koti á sunnudaginn að hlýða á Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Þegar söngnum lauk var klappað ákaft eins og mest ger- ist á konsertum. Þetta finnst mér mjög óviðeigandii og ég sá ekki betur en bæði kórinn og hljómsveitarstjórinn væru í hálfgerðum vandræðum og tóku alls ekki við þessu. Þetta hefur reyndar gerst áð- ur þegar ég hef verið á tónleik- um Mótettukórsins, en þá var klappað minna en samt þannig að það hneykslaði mig. Mér sárnaði það mjög að vera vitni að þessu og var ég bæði hryggur og sár þegar ég gekk út. nytsamt á notalegu verði Viö eigum núna þrjár geröir af falleg- um kojum og hlaörúmum meö rúmfata- kössum. Þaö lætur ekki mikið yfir sér þetta borö, en þaö er nú samt hægt aö lengja þaö fyrir 10 manns. Massív fura. Viö eigum nú sófasett úr tág- arfléttu. Hérna séröu mynd af barnastól. Þaö er ekki erfitt aö hafa hlutina á sínum staö því viö eigum handa þér hirslur fyrir hvaö sem er. Myndin er af „Mekkano". Hér séröu vinsælu barnasamstæöurnar okkar í Ijósri furu, sem eru allt í senn hirsl- ur, klæðaskápar og rúm. BÚS6AGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 ^ijgjiTWjr --sgis£>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.