Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAl 1984 „Með brosi á vör“ „Afsakið," var sagt á bak við mig um leið og oddhvöss regnhlíf rakst í rassinn á mér, svo mér lá við að hljóða. Það var eins og ryksugu væri ýtt eftir gólfinu. Ég leit við. Það var ung og fal- leg stúlka, sem stóð fyrir aftan mig í strætisvagninum. Auðvitað gat hún ekkert að þessu gjört. En satt að segja, um leið og ég leit á hana, mætti ég ísköldu augnaráði eins og hún segði: „Ég sagði „afsakið" herra minn. Hvað viljið þér í viðbót?" En, ég var satt að segja í slæmu skapi, þegar ég settist litlu síðar í eina sætið, sem var laust í vagninum á heimleiðinni. Á næstu biðstöð fylltist vagninn. Og af gömlum vana stóð ég upp til að bjóða einni dömunni sætið mitt. „Þúsund þakkir," sagði hún, með svo ljúfri röddu rétt við hökuna á mér, að allt varð svo indælt í vagninum, þegar hún bætti við í sama rómi: „Þetta var fallega gert.“ Satt að segja gat ég ekki séð framan í hana, en fann samt að hún hlyti að vera falleg og elsku- leg. Hlýjan í rödd hennar kveikti ljós trúarinnar á góðvild og þökk samferðafólksins í vitund minni. Hin hversdagslegu kurteisisorð, sem líða um varir í erli hverf- andi daga eru kannske einskis virði í sjálfu sér. Hið raunverulega gildi fá þau af þeirri hlýju og hjartahrein- leika, sem tjáningu þeirra fylgir, þeirri einlægni og birtu, sem gjörir þau með brosum að blómstrum við brautir. Hvernig segjum við: „Gjörðu svo vel.“ „Hvað seg- irðu í fréttum?" „Hvernig líður þér?“ Eða bara: „Góðan dag,“ sem getur verið á svo marga vegu, eða: „Þökk fyrir stundina." Koma þessi hversdagslegu orð og ummæli af köldum og dauð- um vörum, einskisverð tugga og taut? Eða eru þau gædd innri yl og v^rma einlægni og vinsemd- ar? Stundum — já, oft bæði nætur og daga getur síminn hringt eða við hringt sjálf og hittum skakkt númer. Eitt einasta „halló" og við gluggann eftirsr. Arelíus Nielsson andardráttur, sem því fylgir get- ur verkað eins og löðrungur, en líka eins og koss á vanga og allt þar á milli. Þannig berast áhrif sálna á öldum ljósvakans. Heyrt hef ég um mann, sem hringdi í skakkt númer og heyrði svo vingjarnlega rödd ungrar stúlku, að honum fannst veröld- in öll brosa í hennar brosi — ímynduðu gegnum símann. Hann bað hana að segja sér númerið, og sendi henni blóm í gleði sinni. Rödd hennar og orð vöktu honum vonir og fögnuð. Nú hafa þau lengi verið ham- ingjusöm hjón. Til er fólk, sem segir: „Takk“ og „bless" með raddblæ, sem valdið getur minnimáttarkennd og andúð. Og svipbrigðin eða öllu heldur steingervingsgríman um augu og varir gætu gefið til kynna að lindir þakklætis væru þrotnar, góðvildin grjót í vitund þess. Samt er orðið „fyrirgefðu" eða „afsakið" einna mest misnotað. Frummerking þess tjáir auð- mýkt og iðrun, helgustu kenndir sálar og sinnis. En oft mætti ætla, að það verkaði öfugt við þann tilgang, eins og því er hreytt um varir hirðulaust og yfirlætislega. Betra að þegja bara. Það ber vott um þrotabú í sjóði sálna og samfélags, ef svo þarf að vera. Allt þetta orðaval, sem nefna mætti „orðtök hversdagsins", ætti að vera meira en orðin tóm og hljóð úr tómri tunnu. Þau gætu orðið gull í mund og geislar á vegi eða eins og sungið var í gamla daga: „Með bliki í auga og bros á vör þú birtist mér á gönguför." Blómstur á brautum hvers- dags og minninga. Rvík 17. marz 1984. Arelíus Níelsson. Geröu garðinn glæsilegan I Nú gefst þér kostur á að gera garðinn þinn glæsilegri en þú hefur nokkum tíma ímyndað þér! Með U-steinum og Gras-steinum opnast stórkostlegir möguleikar í frágangi garða á íslandi - möguleikar sem þú getur notfært þér á auðveldan hátt. Hvemig skrautsteinar geta gjörbreytt garðinum þínum Við höfum gefið út bækling þar sem við sýnum nokkrar hugmyndir um útfærslur á skrautsteinum - útfærslur sem þú getur auðveldlega aðlagað þínum garði - og að sjálfsögðu komið með eigin hugmyndir! Hringdu í okkur eða skrifaðu og við sendúm þér eintak um hæl. Ráðgjöf og upplýsingar Nóatúni 17 105 Reykjavík sími: 91-26266 Við bjóðum að sjálfsögðu hellur í ýmsum stærðum og gerðum, tröppusteina og fylgihluti s.s. garðborð, stóla og útigrill - raunverulega allt sem þú þarft til að gera garðinn þinn glæsilegan! Ráðgjöf landslagsarkitekts og heimsending* - ókeypis! Við bjóðum þér ráðgjöf landslagsarkitekts sem leiðbeinir um notkun og útfærslur á skrautsteinum og hellum - þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við okkur, við munum með ánægju veita þér allar frekari upplýsingar. * Heimsending er ókeypis innan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Pantanir Steinaverksmiðja Breiðhöfða 3 110 Reykjavík sími: 91-85006 B.M.VALLÁ! Brevtist i við útkoniu sím«jskrár 84 - Sextán ára japanskur piltur með áhuga á knattspyrnu, tónlist og kvikmyndum: Kayuaki Jokinoya, 399-10 Maruhayashi, Noci-m, Shimotsuga-g, Jochigi 329-01, Japan. Sextán ára vestur-þýzk stúlka með margvísleg áhugamál: Kathrin Rehmke, Am Sportplatz 15, 2117 Wistedt, West Germany. Nítján ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum, útivist o.fl.: Rieko Nakamura, 1565-1 Yarimizu, Hachioji-shi, Tokyo 192-03 Japan. Frá Pakistan skrifar 25 ára karl- maður sem safnar frímerkjum: Ahmad Khan Baluch, Jandanwala, Dist Bhakkar, Pakistan. Sextán ára japanskur karlmaður með áhuga á tungumálum og tón- list Taneomi Kato, 22-4 chome Izumi-Mejimachi, TokbCity, Gifti Pref., 50951 Japan. Frá Tanzaníu skrifar 22 ára karl- maður með áhuga á frímerkjum, póstkortum, ferðalögum, ljós- myndun, tónlist o.fl.: Khuzaima M.M. Jamalee, P.O.Box 20585, Dar-Es-Salaam, Taniaaia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.