Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1984 Hagkaup endursend- ir 20 tonn af kartöflum Fullnægjandi heilbrigðisvottorð fékkst ekki HAGKAUP hefur cndursent 20 tonn af kartöflum sem fyrirtiekið hafði keypt frá Bretlandi vegna þess að þær uppfylltu ekki þær heilbrigðisreglugerðir sem hér eru í gildi. Kartöflunum var skipað um borð í Selá sem sigldi af stað til Brctlands í gær. Gísli Blöndal, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Hagkaups, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að þarna hefðu orðið byrjenda- mistök, ekki hefði verið gengið nógu vel frá hlutunum. Þegar til hefði átt að taka hefði breska landbúnaðar- o INNLENT ráðuneytið ekki treyst sér til að gefa út heilbrigðisvottorð sem full- nægði íslenskum heilbrigðiskröfum. Ákveðið hefði verið að endursenda farminn vegna þessa og eins vegna þess að síðan þessar kartöflur voru keyptar, en þær eru af uppskeru fyrra árs, hefðu komið til landsins kartöflur af nýrri uppskeru. Sagði Gísli að það tjón sem af þessari kartöflusendingu hefði hlotist bæri seljandinn úti enda hefðu mistökin verið hans. Kartöflunum sem hér um ræðir var skipað upp á þriðju- dag í síðustu viku og hafa þær legið á hafnarbakkanum síðan. Þetta var fyrsta kartöflusendingin sem kom til landsins utan við Grænmetis- verslun landbúnaðarins. Á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Björn Friðfinnsson, formaður, í miðju. KEE. Stjórnarfundur í síma milli landshlutanna „HUGMYNDIN er að láta símann spara okkur sporin," sagði Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við blaðamann Mbl. um nýstárlegt form á stjórnarfundi í sambandinu í hádeginu í gær. Sá fundur fór að mestu fram í gegnum síma — stjómarmenn staddir í Reykjavik voru í símasambandi við stjórn- armenn á landsbyggðinni, sem ekki áttu heimangengt. Póstur og sími býr nú yfir kanadískum tækjabúnaði, sem gerir mönnum auðveldara að ræðast við símleiðis margir í einu. Nokkuð hefur verið um að fyrirtæki innanlands hafi haldið slíka símafundi með erlendum sendimönnum sínum og við- skiptavinum. Með hinni nýju tækni verður auðveldara fyrir landssamtök og landshlutasam- tök að halda símafundi og draga verulega úr útgjöldum. Sjávarútvegsráðherra um 12%innflutningstoll í Portúgal: Alvarlegt mál og nán- ast þvingunaraðgerðir Þegar hefur verið samið um saltfisksölur að verðmæti 900 millj. kr, Nýr aðstoðar- bankastjóri í Útvegsbanka AXEL Kristjánsson lögfræðingur var í gær, 23. maí, ráðinn aðstoðarbanka- stjóri Útvegsbanka íslands frá 1. júní næstkomandi. Ákvörðun um ráðning- una var tekin á fundi bankaráðs bankans í gær. Axel Kristjánsson lauk lagaprófi frá Háskóla íslands 1954 og hóf störf í Útvegsbankanum 19. mars sama ár. Hann hefur verið aðal- lögfræðingur bankans síðan 1. sept- ember 1963. „Úg vil leggja á það ríka áherslu að hér er ekki um nýjan toll að ræða því hann var lagður á fyrir 78 árum. Á sínum tíma var því hins vegar frestað að láta þennan toll koma til fram- kvæmda á matvæli og ekki bara á fisk. Á þessu ári var hins vegar tekin sú ákvörðun að láta þennan toll koma til framkvæmda og þá ekki aðeins á matvæli heldur einnig á allar aðrar vörur,“ sagði Alvaro Barreto, við- Axel Kristjánsson skiptamálaráðherra Portúgals, í við- tali við blaðamann Mbl. eftir frétta- mannafund, sem portúgalskir ráða- menn héldu hér í dag. „Við höfum hins vegar," hélt Barreto áfram, „veitt tveim löndum sem látið hafa okkur í té fiskveiði- réttindi nokkrar lækkanir á þessum tolli sem uppbót fyrir þessi réttindi. Við erum hins vegar opnir gagnvart „ÞETTA er mjög alvarlegt mál, ef rétt reynist, og virkar nánast eins og þvingunaraðgerðir. Kanadamenn hafa gefið Portúgölum veiðiheimild- ir og telja sig því eiga rétt á sérstök- um ívilnunum þess í stað. Ég tel svona vinnubrögð óheiðarleg og rangt að blanda saman veiðiheimild- öðrum ívilnunum á móti af hálfu tslendinga. Við gerum okkur grein fyrir því að íslendingar geta ekki látið okkur í té veiðiheimildir. Við höfum skýrt íslensku sendinefnd- inni hér frá því að við erum reiðu- búnir til þess að athuga með hvaða hætti auka megi verslun milli landa okkar og það verður aðalmarkmiðið með fyrirhugaðri heimsókn minni til íslands í júlí nk.“ um og viðskiptum. Þessi staða er fyrst og fremst komin upp vegna hegðunar Kanadamana,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, er hann var inntur álits á ákvörðunum Portúgala um að setja 12% innflutningstoll á saltfi.sk héð- an. íslendingar hafa skuldbundið sig til að selja Portúgölum 15.000 lestir af saltfiski á þessu ári og nemur það um 70% af áætluðum heildarútflutningi. Þá er hugsan- legt að 5.000 lestir til viðbótar verði seldar til Portúgal á árinu, verði framleiðsla nægileg hér heima. Meðalverð á saltfiskinum til Portúgal er 60.000 krónur fyrir lestina þannig að heildarverð þess, sem samið hefur verið um, er ná- lægt 900 milljónum króna. Morgunblaðið ræddi ennfremur við Dagbjart Einarsson, stjórnar- formann SÍF, sem sér um útflutn- ing á saltfiski. Sagði hann, að fréttir þessar hefðu ekki komið þeim algjörlega í opna skjöldu, þeim hefði verið kunnugt um það, að portúgalska stjórnin hefði haft þetta í hyggju nokkuð lengi. Kaup- endur okkar í Portúgal hefðu gert það sem þeir gátu til að hamla gegn þessu, en það dygði greini- lega ekki. Það væri vissulega ljóst, að þetta stefndi viðskiptum þjóð- anna í voða og í það minnsta yrði róðurinn nú mun þyngri en áður. Það ætti til dæmis eftir að koma í Ijós hver ætti að taka á sig þessa hækkun. Hvort það yrðum við eða kaupendur. Eins og staðan væri nú, seldum við á hærra verði en keppinautarnir og þessi tollur gerði okkur því enn erfiðara fyrir en áður. Ennfremur ylli þetta kaupendum okkar erfiðleikum því margir þeirra hefðu einskorðað sig við innflutning á íslenzkum saltfiski. Hvort þetta kallaði á nauðsyn þess, að veita veiðiheim- ildir hér við land eða verðlækkun til okkar, yrði einfaldlega að koma í ljós. Hvort tveggja væri mjög slæmt og kæmi vonandi ekki til. Auglýsinga- teiknarar boða verkfall frá 30. maí nk. Auglýsingateiknarar hafa boðað verkfall frá og með 30. þessa mánað- ar, hafi samningar þeirra við Sam- band íslenskra auglýsingastofa ekki tekist fyrir þann tíma. Deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í gær, og hefur fyrsti fundur með deiluaðil- um hjá sáttasemjara verið boðaður kl. 13 á morgun. Þeir auglýsingateiknarar sem hafa boðað verkfallið eru félagar í Félagi grafískra teiknara, en rétt er að geta þess að verkfallsboðunin nær ekki til allra félaga í því félagi, heldur einungis þeirra sem starfa hjá auglýsingastofu sem er aðili að Sambandi íslenskra auglýsinga- stofa. Stjórnarfor- maður Man- ville hér á landi llúsavík, 23. maí. STJÓRNARFORSETl Manville-fyrir- tækisins, J. McKinney, ásamt mörgum stjórnendum fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og Evrópu heimsækja Kísiliðj- unv við Mývatn 24. þessa mánaðar. McKinney er lögfræðingur að mennt og hefur lengi starfað á vegum fyrir- tækisins og verið stjórnarforseti þess um sex ára skeið. Að lokinni heimsókn í Kísiliðjuna mun hann halda til Reykjavíkur þar sem hann hittir fjár- málaráðherra, Albert Guðmundsson. Sakadómur Reykjavíkur: Þýsku hjónin dæmd í Vz milljón króna sekt ÞÝZKU hjónin voru dæmd í 500 þúsund króna sekt í Sakadómi Reykjavfkur í gær fyrir að hafa rænt átta fálkaeggjum úr hreiðrum. Miroslav Peter Baly var dæmdur í 300 þúsund króna sekt og 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eiginkona hans, Gabrielle Uth-Baly, var dæmd í 200 þúsund króna sekt og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var Peter Baly gert að greiða málflutningslaun skipaðs verjanda síns, Arnar ('lausen hrl., krónur 20 þús- und, og þeim var saman gert að greiða aUan sakarkostnað. Miroslav Peter Baly var við- ákveða hvort dóminum verður staddur dómsuppsöguna í Saka- dómi Reykjavíkur, en eiginkona hans ekki. Hann huldi andlit sitt þegar dómurinn var kveðinn upp og flýtti sér að honum loknum út í bifreið ásamt lögmanni sínum, Erni Clausen. Dómurinn er hinn þyngsti, sem kveðinn hefur verið upp í máli sem þessu, en 1982 voru samþykkt lög á Alþingi um fugla- veiðar og fuglavernd og viðurlög hert að miklum mun og hámarks- sektarákvæði ákveðin ein miiljón krónur. Verjendur hjónanna tóku sér frest til dagsins í dag til þess að áfrýjað. Pétur Guðgeirsson, full- trúi ríkissaksóknara, lýsti því yfir að ákæruvaldið yndi dóminum og krafðist farbanns yfir hjónunum þar til viðunandi trygging hefði verið sett um greiðslu sektarinn- ar. Verði sektin eigi greidd innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu er Miroslav Baly gert að sæta varðhaldi í 5 mánuði og Gabrielle í 3 mánuði. Ákæra ríkissaksóknara var í fjórum liðum. í fyrsta lagi var þeim gefið að sök að hafa verið hér á landi í fyrra í þeim tilgangi að leita uppi fálkahreiður. Þá var Miroslav Peter Baly skrifar undir dómabók Sakadóms eftir að hafa hlýtt á uppsögu dómsins. Við hlið hans eru Örn Clausen, hrl., og Guðmundur Jónsson, hdl. MorgunblaðiA/Július. þeim gefið að sök að hafa í lok aprílmánaðar ferðast um Mý- vatnssveit, Ásbyrgi og Melrakka- sléttu og tekið tvö egg úr fálka- hreiðri í eða við Námafjall og önnur tvö úr hreiðri í Geitafelli. Einnig að hafa tekið fjögur egg f Fellstrandarhreppi. Þá var þeim gefið að sök að hafa rænt fálka- hreiður í Dalasýslu, en þau voru handtekin í lok apríl og fundust átta egg í fórum Gabrielle. Þá var Miroslav Baly gefið að sök að hafa tekið úr sambandi vegmæla í bif- reiðum, sem þau tóku á leigu. Jón Erlendsson, sakadómari, kvað upp dóminn. Pétur Guð- geirsson, fulltrúi ríkissaksóknara, flutti málið af hálfu ákæruvalds- ins. Verjendur hjónanna voru örn Clausen, hrl., og Guðmundur Jónsson, hdl. Viðskiptaráðherra Portúgals f samtali við Mbl.: Við erum reiðubúnir að ræða um aukna verzlun * — segir það aðalmarkmiðið með heimsókn sinni til Islands í júlí Viabjr, 23. maí. Frá blaöamanni Mbt, MagnÚKÍ SigurAssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.