Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 13 Guðmundur Eiriksson, skipstjóri á Haukafellinu. Höfn í Hornafirði: „Við náðum ekki einu sinni að afla upp í kvóta" Bryggjuspjall við Guðmund Eiríks- son, skipstjóra „VERTÍÐIN hefur verið ákaflega léleg hjá bátum hér á Höfn í Horna- firði. Við náðum ekki einu sinni að afla upp í kvóta okkar. Fiskuðum um 300 tonn af þorski, en fengum út- hlutað um 500 tonnum. Við byrjuð- um ekki fyrr en 7. marz á netum," sagði Guðmundur Eiríksson, skip- stjóri á Haukafellinu frá Hornafirði í samtali við blaðamann í lok vertíð- ar. Menn voru að undirbúa sig fyrir humarvertíðina í blíðunni þegar blaðamaður ræddi við Guðmund, en humarvertíðin hófst um helgina. „Fiskgengd á miðunum var lítil. Ætli ofveiði sé ekki um að kenna. Aðstæður í sjónum eru góðar, sjórinn hlýr. Loðnan gekk snemma fyrir og hratt með Suður- landi. Reynslan hefur kennt okkur, að það kann að hafa slæm áhrif á þorskgengd," sagði Guð- mundur. Hann sagði að vertíðar- fiskurinn hefði verið mjög góður, meðalvigt þorsksins úr róðrum hefði verið allt upp í 10 kíló. „Nokkrir bátar fóru á steinbíts- veiðar og gekk bærilega og sigldu þrír bátar með aflann til Fær- eyja," sagði Guðmundur. Bátarnir munu hafa fengið þrefalt hærra verð fyrir steinbítinn í Færeyjum, en á íslandi. „Við förum nú á hum- ar. Það eru góð humarmið hér úti fyrir. f fyrra veiddum við um 18 xk tonn af humri," sagði Guðmundur Eiríksson, skipstjóri. Vertíðin á Höfn var slök. Alls voru lögð inn 5.919 tonn hjá Kaup- félagi A-Skaftfellinga, en 8.122 tonn í fyrra. 19 bátar fengu aflann í 760 sjóferðum. Vísir var afla- hæstur Hornafjarðabáta með 615,5 tonn og Hvanney fékk 564,7 tonn. 18 bátar leggja upp humar hjá KASK og tveir bátar frá Hornafirði eru á rækjuveiðum. Tveir bátar lögðu upp hjá Stemmu, alls 451,4 tonn. Sjómenn á Hornarirði að gera klárt fyrir humarinn. Morpinbi»*i* rax. 2*»* **»%>'» o*** ***** <r, % ORKUBOT ||| LÍKAMSRÆKT ||. 11 j>^rensásvegi tS^I I f ¦¦ auglýsir ¦" Líkamsrækt fyrir karla og konur á öllum aldri. Því fyrr sem þiö byrjiö aö æfa, því betra fyrir ykkur sjálf. Sleppiö sumartím- anum ekki úr í æfingum. OPNUNARTIMAR: Kvennatímar: Mánud. 08-22 Miðvikud. 08-22 Föstud. 08-22 Karlalímar: Þriðjud. 08—22 Fimmtud. 08—22 Laugard. 10—18 Bjóöum einnig upp á sólarrampa,gufubaö, nuddpott og svæöi til útivistar. Kynniö ykkur verö og þjálfunarmöguleika. Uppl. í síma 39488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.