Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 14
1* MORGÚNBLAÐÍð', FÍtfÍHÍÍDÁtitM &ílÁf W84 „Afstaða landbúnaðar- ráðherra er hrein mógðun við almenning" — segir Jón Magnus- son, formaður Neyt- endasamtakanna „Þessi afstaða landbúnaðarráð- herra er hrein móðgun við almenn- ing," sagði Jón Magnússon formað- ur Neytendasamtakanna aðspurður álits á þeirri ákvörðun landbúnað- arráðherra að veita umsækjendum innflutningsleyfa á kartöflum sam- eiginlegt tímabundið innflutnings-' leyfi. „Það eru hreinar línur að bar- áttunni verður haldið áfram," sagði Jón þegar hann var spurður hvort Neytendasamtökin hygðu á frekari aðgerðir 1 kartöflumálinu. „Það er ekki eingöngu einokun Grænmetisverslunarinnar sem þarf að taka á, heldur þarf einnig að brjóta einokun Sölufélags Garðyrkjumanna niður svo og öll önnur einokunarkerfi." — Eru einhverjar aðgerðir í undirbúningi? „Við höfum rætt um ákveðna hluti en ekkert hefur verið ákveð- ið enn. En til þess hlýtur að koma ef ríkisstjórnin hafnar þeirri beiðni okkar að hlutast til um að opinber rannsókn fari fram á kaupum Grænmetisverlunarinn- ar á finnsku kartöflunum, enda hlýtur þá að vera eitthvað sem þarf að breiða yfir," sagði Jón Magnússon. „Skylda okkar að hafa þennan innflutn- ing sem frjálsastan" — segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs um innflutningsleyfí á kartöflum un, og tel að ekkert þýði að setja upp stórt kerfi í kringum þennan innflutning — það kemur ekki til greina. Það var vegna þessa bréfs ráðherra sem ég stoppaði af pönt- un á kartöflum sem Mikligaður átti von á til að lenda ekki í vitl- eysu með þetta. Kartöflur verður að flytja inn eins og hverja aðra vöru með þjónustuna við neyt- endur að leiðarljósi," sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs. „Ég tel það skyldu okkar að hafa þennan innflutning sem allra frjáls- astan, án þess að skerða möguleika innlendra framleiðenda," sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjðri Miklagarðs, er álits hans var leitað á þeirri ákvörðun landbúnaðaráo- herra að veita umsækjendum um innflutningsleyfi i kartöflum sam- eiginlega tímabundið innflutnings- leyfi en Mikligarður er einn þeirra sjö aðila sem sótt hafa um slík leyfi. „Ég er hlynntur frjálsari versl- Guðjón Armann Eyjólfsson ávarpar nemendur við skólaslitin. Skólaslit Stýrimannaskólans Stýrimannaskólinn í Reykjavfk brautskráði síoastlioinn laugardag stýrimenn í 93. skipti frá stofnun skólans. Að þessu sinni luku 69 nemendur prófi, þar af 13 af þríðja stigi, 23 af öðru stigi og 33 af fyrsta stigi. Skólastjóri Stýrimannaskól- ans, Guðjón Ármann Eyjólfsson, flutti skólaslitaræðuna og af- henti verðlaun fyrir bestan námsárangur. Hjalti Elíasson hlaut hæstu einkunn af þriðja stigi, 9,20, tveir nemendur voru hæstir af öðru stigi, þeir Albert Haraldsson og Tryggvi örn Harðarson, með einkunnina 8,60, og hæstu einkunn af fyrsta stigi hlaut Haraldur Haraldsson, 8,66. Tveir farandbikarar voru veittir, annars vegar af Eim- skipafélagi íslands fyrir bestan námsárangur af þriðja stigi, sem Hjalti Elíasson fékk að þessu sinni. Hins vegar veitti Sjó- mannadagsráð hæsta nemanda af öðru stigi svokallaðan öldu- bikar. Eins og fyrr segir voru tveir nemendur hæstir af öðru stigi, þeir Albert Haraldsson og Tryggvi Örn Harðarson, og munu þeir því geyma bikarinn hálft ár hvor. Að lokum flutti Ingólfur Möller ræðu fyrir hönd stýri- manna, sem luku prófi fyrir 50 árum, og afhenti skólanum af því tilefni bókargjöf og peningaupp- hæð í sógusjóð skólans. SFR ítrekar samþykkt um verkfallsboðun 1. sept. „í STAÐ stefnu núverandi rfkis- stjórnar um að gera þi ríku ríkari og þá fátæku fitækari þurfa launþegar þessa lands að sameinast um að bera fram til sigurs kröfuna um réttiitari skiptingu þjóðartekna," Fáskrúðsfjörður: Atvinnuástand allgott í vor FáDkrátefirði, 22. maí. ALLGOTT atvinnuástand hefur verið hér undanfarið en afli skut- togaranna fri iramótum er samtals 2.446 lestir, sem skiptist þannig að Ljósafell SU 70 hefur aflað 1.203 lesta, en i sama tíma á síðasta iri hafði skipið aflað 1.161 lestar. Hof- fell SU 80 hefur aflan 1.243 lesta, en haföi i sama tíma í fyrra nið 1.357 lestum. Afli netabátanna fjögurra var frekar lélegur í vetur en afla- hæstur þeirra var Sólborg SU 202 með liðlega 500 lestir. Sól- borg hefur nú haldið til rækju- veiða og Sæbjörg SU 403 heldur einnig til rækjuveiða mjög fljót- lega. Vélskipið Guðmundur Kristinn hefur hafið veiðar með lúðulínu og er það nú í annarri veiðiferð, en í þeirri fyrstu var afli heldur tregur. Verið er að útbúa vélskipið Þorra á togveið- ar. Hér hefur verið mjög gott tíð- arfar það sem af er og gróður orðinn mun meiri en oftast gerist á þessum árstíma. — Albert segir m.a. í ilyktun, sem samþykkt var i fundi trúnaðarmannariðs Starfsmannafélags rfkisstofnana (SFR) í gær. Var þar ítrekuð sam- þykkt síðasta aðalfundar félagsins um uppsögn launaliðs kjarasamn- ings BSRB og fjármálaraðherra og boðun verkfalls 1. september, veröi ekki gengið að „sanngjórnum kriif- um launafólks", eins og segir orðrétt í upphafl ályktunarinnar, sem borin var fram af stjórn félagsins. Síðan segir. „Fundurinn minnir á, að megin forsenda síðustu kjarasamninga var að undangengin kjaraskerðing yrði stöðvuð. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar atvinnurekenda og ríkisvalds um að launþegahreyf- ingin hefði með samningunum sýnt „ábyrgð og mikinn skilning á vanda þjóðarbúsins", skirrast þessir aðilar ekki við að kippa í burtu þessum forsendum með auknum álögum á almenning, m.a. með lækkun niðurgreiðslna á nauðsynjavöru og hækkun á gjöld- um vegna heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma er fyrirtækjum og stór- eignamönnum hyglað með skatta- fríðindum úr götóttum og gal- tómum ríkissjóði. Trúnaðarmannaráð SFR hvetur launþegahreyfinguna f landinu að mynda órofa heild, svo snúa megi við þessari óheillaþróun, sem er vel á veg komin með að gera fjölda láglaunaheimila gjaldþrota. I stað stefnu núverandi ríkisstjórnar um að gera þá ríku ríkari og þá fá- tæku fátækari, þurfa launþegar þessa lands að sameinast um að bera fram til sigurs kröfuna um réttlátari skiptingu þjóðartekna. Fundur trúnaðarmannaráðs SFR skorar á stjórn BSRB að hefja undirbúning víðtæks upplýs- ingastarfs í samstarfi við önnur launþegasamtök, til að tryggja skilning og órofa samstöðu launa- fólks í komandi átökum um bætta afkomu og réttlátara samfélag." Faiíu ekki í útilegu án litla Ijósálfsíns Sumariö er komið og framundan eru ferðalög og útilegur. En hvert sem leið þín liggur, skaltu hafa með þér góða bók og birtugjafa af bestu gerð; litla Ijósálfinn. Þegar aðrir tjaldbúar eru komnir í fastasvefn, þá skalt þú festa litla Ijósálfinn á bókina og lesa síðan í ró og næði, án þess að trufla svefnfriðinn. Einn stærsti kostur litla Ijósálfsms er að hann getur notast við rafhlöður og þannig lýst þér við lesturinn, i bílnum, bátnum, flugvélinni, tjaldútilegunni, sumarbústaðnum, - hvar sem er! 'AKKIHlf Borgartúni 22, sími 24590, Reykjavík Fæst einnig í boka- og gjafavöruverslunum Húsavík: Ráðstefnu- ferðir stór gjaldaliður Músavík. 22. maí. RÁÐSTEFNUR, sem sveitarstjórnar- starfsmenn eru boðaðir til þátttöku í eða boðið að taka þátt í, eru orðnar svo margar og tíðar, að þeirra vegna er tilkominn nýr stór gjaldaliður fyrir sveitarfélögin. Nú á einum mánuði hefur til dæmis Húsavíkurbæ verið boðin þátttaka I 7 slíkum ráðstefnum með þátttöku eins eða fleiri fulltrúa og sendir hann fulltrúa á 6 þeirra. Flestar þessar ráðstefnur eru haldnar í Reykjavík svo að fyrir þá, sem í fjarlægð búa, er þetta mikill kostnaður, ferðakostnaður og uppi- hald auk vinnutaps heima. I umræðum um sparnað og hag- sýni í rekstri sveitarfélaga og hins opinbera, held ég að vert væri að taka þessi mál til endurskoðunar. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.