Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984 Dísarfellið i leið til landsins. Morgunblaðið Kristján Kinarsson Skipadeöd Sambandsins fær nýtt skip: Dísarfellið bætist í skipaflota íslendinga MS DÍSARFELL, nýtt gámaflutn- ingaskip Sambandsin.s, kom til Reykjavíkur á minudagsmorgun, frá Hamborg, en það var afhent 14. maí í Antwerpwen. Skipið sem er smfðað 1976 í Hamborg, getur borið 3.850 tonn og getur alls flutt 210 20 feta gáma. Það er 93,5 metrar að lengd og breiddin 14,5 metrar, búið 4 þúsund hestafla vél og er gang- hraði 14 sjómílur. Heitnahöfnin er Þorlákshöfn og áhöfnin 13 manns. Kaupverð skipsins er 7 milljónir þýskra marka og er það um 30—40% af þeirri upphæð sem nýtt skip myndi kosta. Dísarfell verður í ferðum milli Bretlands og meginlandshafna eða milli hafnanna í Reykjavík, Hull, Rotterdam, Antwerpen og Ham- borgar og verður skipið hér í Reykjavík á hálfsmánaðarfresti. Ferðin hingað frá Hamborg tók 3 sólarhringa cg 18 klukkustundir. Skipadeild Sambandsins á fyrir 7 skip, au'. þess sem það hefur verið systurskip Disarfellsins á leigu, sem heitir Jan. Það hefur gegnt þeim flutningum sem Dísarfellið tekur við, hingað til, en verður nú í ferðum milli íslands og Skand- inavíu. Axel Gíslason, forstjóri skipa- deildar Sambandsins sagði fjár- hagslega afkomu deildarinnar hafa verið góða á undanförnum árum. Mikið hefði verið unnið að því að bæta móttöku vörunnar í landi og nýlega tekin i notkun vörugeymsla 3.600 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum og hefði skipadeildin aðgang að ann- arri hæðinni auk 5.000 fermetra annars húsnæðis. Þá væri í bygg- ingu hús, þar sem fyrirhuguð væri starísmannaaðstaða og þjónusta við vélar og tæki. í brúnní i Dísarfellinu. Taldir fri vinstri: Jón örn Ingvarsson, Azel Gfsla- son, forstjórí skipadeildarinnar og Jörundur Kristinsson, skipstjori. Þá kom einnig fram hjá Axel að skipadeildin á i smiðum skip i Bretlandi sem áætlað er að verði afhent í október á næsta ári. Það verður sérstaklega gert til frysti- og gámaflutninga og hugsað i ferðir milli íslands og Ameríku. Skipstjóri á Dísarfellinu er Jör- undur Kristinsson og yfirvélstjóri J6n örn Ingvarsson. Gæðabónuskerfi í tveimur frystihúsum: Aukið mið tekið af vöruvöndun Gæðabónuskerfi, svokallað er nú notað á tveimur fískvinnslu- stöðum, hjá frystihúsi KEA á Dalvík og Bæjarútgerð Reykja- víkur. Gæðabónusinn felst í því að verðlauna starfsmenn sem vinna við pökkun og snyrtingu físks fyrir vöruvöndum, en í því launakerfí sem verið hefur í fískiðnaði til þessa hefur verið tekið mið af afköstum starfs- manna og nýtingu hráefnis, en vöruvöndun ekki verið notuð sem hvati á greiðslur. Að sogn þeirra Sturlu Er- lendssonar, hjá BÚR og Aðal- steins Gottskálkssonar, fyrrum frystihússtjóra á Dalvík og starfsmanni Sjávarafurðardeild- ar Sambandsins, hefur gæðabón- uskerfið reynst vel, en það er á tilraunastigi í frystihúsunum tveimur. Nokkur munur er á framkvæmdinni hvað varðar út- reikninga á gæðabónusnum, þar sem í BÚR er gengið út frá með- altali af þriðjungi þeirra fisk- vinnsluborða sem besta vöru- vöndunina hafa, en á Dalvík er starfsmönnum við hvert borð gef- in einkun fyrir hvert sýni sem tekið er af borðinu. Að sögn Aðalsteins eru bæði kerfin notuð í tilraunaskyni og í ráði er að gera könnum á þeim, jafnvel taka hið besta úr báðum og sameina í eitt. Bæði Sturla og Aðalsteinn töldu gæðabónusinn tryggja betri afurðir. „Sölusam- bandið hefur mjög virkt eftirlit með fisknum og verðfellir gallaða vöru umsvifalaust. Síðan við tók- um upp gæðabónuskerfið hafa slíkar verðfellingar orðið mun sjaldnar og ég held að gæðabón- usinn muni þar miklu um," sagði Aðalsteinn. Gæðabónuskerfinu var komið á í samvinnu við starfsmenn frysti- húsanna, viðkomandi verkalýðs- félög og samtök vinnuveitenda. í ráði er að öll frystihús sem Sjáv- arafurðadeild Sambandsins selur fyrir komi slíku kerfi á, og á endurmenntunarnámskeiðum sem Fiskvinnsluskólinn gengst fyrir verður farið yfir bæði kerfin og nemendum kynntar helstu niðurstöður. Tunglfari heim- sækir ísland GEIMFARINN Charles Moss Duke jr. er væntanlegur hingað til lands á föstudag og mun hann dvelja hér fram til 1. júní. Moss Duke kemur hingað á vegum World Lead- ership Council-samtakanna, en þau eru starfrækt í Houst- on í Texas í Bandaríkjunum og hafa það að markmiði sínu að stuðla að friði og einingu þjóða með kristilegu hugar- fari. Menn frá World Leadership Council hafa þannig ferðast víða um heim og átt fundi með for- Rafveita Keflavíkur: Heildartekjur minnka um 15% Brúttóinntekt Rafveitunnar í Keflavík kemnr til með að minnka um nilega 15% í kjölfar pess að tyaldskrá hinnar hefur verið gjörhylt fri og með 1. maí, en finna mi dæmi um þao ao taxti lækki um allt «ð 78% vegna þessarar breytingar i taxtafyr- irkomulaginu. Var það f þeim tilfell- um sem menn voru með mjög stórt húsnæoi, en tiltölulega litla notkun, því fastagjaM fyrir raforku var hitt og miðaðist við sUerð húsncðis. Sævar Sörensson, rafveitustjóri í Keflavík sagði að samskonar breyt- ingar hefðu verið gengnar í gildi hjá flestum öðrum rafveitum landsins. Hér eftir greiðir almenn- ingur 100 króna mælaleigu á mán- uði eða samtals 1200 krónur á ári og krónur 4,20 fyrir kílówatt- stundina. Auk þessa taxta er sér- stakur taxti fyrir nýbyggingar og svonefndur almennur topptaxti fyrir stórorkunotendur. ráðamönnum hinna ýmsu þjóða. Til íslands koma þeir frá Suður- Ameríkuríkjunum Paraguay og Bólivíu og halda héðan til Kína. En á meðal þeirra landa sem samtökin hafa heimsótt eru Ind- land, ísrael, Austurríki og Vest- ur-Þýskaland, svo eitthvað sé nefnt. Til íslands komu talsmenn samtakanna á liðnu ári og áttu þá fundi með ýmsum ráðamönnum. Meðan á dvöl Moss Duke stend- ur mun hann, ásamt samferða- mönnum sínum, eiga viðræður við íslenska ráðamenn, heim- sækja Keflavíkurflugvöll og búðir varnarliðsins þar og halda opin- bera samkomu i Háskólabiói þann 28. maí kl. 14.00. Enfremur afhendir hann ís- lensku þjóðinni gjöf, i boði sem haldið verður þann 30. maí, og mun Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra, veita henni viðtöku. Gjöfin er fáni sem hann fór með til tunglsins árið 1972, ásamt þeim Thomas K. Mattingly og John W. Young í geimfarinu Apollo-Saturn 16. Urðu þeir hinir fimmtu til að lenda á tunglinu og dvöldu þar i 71 klukkutíma og tvær mínútur. I tilefni þriggja ára afmælis bjóðum við öllum rjómatertu í eftirrétt. Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.