Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 21 Dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson Eyjólfur Kjalar Emilsson: Varði doktors- ritgerð um heimspeki Piótínosar HINN 13. janúar sl. varði Eyjólfur Kjalar Emilsson doktorsritgerð í heim- speki við Princeton-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum. Ritgerðin ber nafnið „Plotinus on Sense-Perception. A Philosophical and Historical Study“. Eyjólfur Kjalar er fæddur í Reykjavík 25. nóvember 1953, sonur Emils H. Eyjólfssonar háskólakenn- ara og Kristínar Önnu Þórarinsdótt- ur leikkonu. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1973, BA-prófi í heim- speki og grísku frá Háskóla íslands 1977 og hefur síðan stundað fram- haldsnám við Princeton-háskóla. Plótínos var grískumælandi heim- spekingur sem uppi var á þriðju ðld e.Kr. og er einkum kunnur sem upp- hafsmaður þeirrar heimspekistefnu, sem nefnd er „nýplatónismi". I ritum sínum fjallaði hann m.a. um skynj- unina og fór í saumana á skrifum fyrirrennara sinna um það efni. Menn hafa átt í erfiðleikum með að átta sig á hans eigin hugmyndum um skynjunina og doktorsritgerð Eyjólfs Kjalars er tilraun til að varpa nýju ljósi á þær. Eyjólfur leið- ir rök að því, að Plótínos hafi haft frumlega kenningu um skynjunina, að nokkru reista á hugmyndum fyrirrennara hans meðal grískra heimspekinga. Eyjólfur Kjalar Emilsson starfar nú sem kennari við Háskóla íslands og er jafnframt starfsmaður Heim- spekistofnunar skólans. Þar vinnur hann nú að því að þýða eitt höfuðrit heimspekinnar, Ríkið eftir Platón. Kona Eyjólfs er Hjördts Björk Há- konardóttir borgardómari og eiga þau tvö börn. Núer komið Hörpusumar Nú er rétti tíminn til aö mála íbúöina og húsiö meö Hörpusilki. Hörpumálning þekur þétt og vel og þú færö Hörpumálninguna í hverjum þeim litatón sem þig getur dreymt um. Látid Hörpu gefa tóninn Matborð og stólar Partner líarlinu Dallas L.otus Matborð 5 stærðir — Opið til Vorumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sfmi 86112. kl. 7 FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI, FELLAN- LEGAR MED FESTINGU, FLEIRI STÆROIR ÍSLENSK FLÖGG ALLAR STÆROIR FLAGGSTANGAR- HÚNAR FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFESTINGAR • ÁLSTIGAR 2FALDIR MARGAR LENGDIR • GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARDHRÍFUR HEYHRÍFUR, ORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GAROKÖNNUR VATNSÚDARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARDHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR, GALV. • GARDSLÖNGUR GÚMMÍSLÖNGUR PLASTSLÖNGUR • MINKAGILDRUR MÚSA- OG ROTTUGILDRUR TIL SJÓSTANGAVEIDI HANDFÆRAVINDUR MEO STÖNG SJÓSPÚNAR OG PILKAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEO GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓOARÖNGLAR SILUNGANET UPPSETT BLÝ OG FLOTTEINAR • BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA ÁRAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEOJUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR VIÐLEGUBAUJUR 9» ✓ ANANAUSTUM SÍMI28855 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.