Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 Richard von Weizsácker forseti Vestur-Þýskalands Bonn, 23. maí. AP. RICHARD von Weizsacker, fyrrum borgarstjóri í Vestur-Berlín, var í dag kjörinn forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands og var um kjörið mikil eining. Hlaut hann 80%atkvæða á sérstöku þingi, sem saman kemur fimmta hvert ár til að kjósa forseta. Aðeins græningjar buðu fram gegn Weizsacker. Richard von Weizácker er kristilegur demókrati og tekur við af flokksbróður sínum, Karl Carstens, sem ákvað fyrr á árinu að leita ekki eftir kjöri í annað sinn. Aðrir flokkar en græningja- flokkurinn ákváðu strax að styðja Weizsácker og stafar það af þeim góða orðstír, sem Weizsácker gat sér í Vestur-Berlín, því orði, sem af honum fer fyrir íhygli og sanngirni, og því mikla starfi, sem hann hefur unnið fyrir mótmæl- endakirkjuna og á þingi. Eftir kjörið sendi Weizsácker kveðjur „öllu fólki, sem býr á okkar þýska landi, og öllum ná- grönnum okkar", og kvaðst sem forseti myndu reyna að bera klæði á vopnin f átökum flokka og manna. Hann sagðist þó ekki myndu hika við að láta í ljós skoð- un sína á málefnum, sem miklu skiptu fyrir þjóðina. Richard von Weizsácker er 64 ára gamall og gat sér sem fyrr segir mjög gott orð sem borgar- stjóri í Vestur-Berlín þar sem hann var stundum kallaður „silf- urhærði konungurinn". Vegna samstöðunnar um hann var ekki um eiginlega kosningabaráttu að ræða, heldur var Weizsácker lofaður og prísaður i blöðum og öðrum fjölmiðlum svo að sumum fannst minna meira á væntanlega krýningu konungs en kjör forseta. I vikuritinu Der Spiegel veltu vöngum yfir vinsældum Weizsáck- ers og komust að þeirri niður- stöðu, að þær stöfuðu af skemmti- legri blöndu af „prússneskum arfi, mótmælendatrú og góðum gáf- um“. AP Richard von Weizsacker þegar hann lýsti því yfír, að hann tæki við kjöri sem forseti Vestur-Þýskalands. Sovétmenn nota Afganistan sem tilraunastöð fyrir ný vopn Eldsprengjur og höggbylgja, sem drepur allt í hálfs km fjarlægð London, 23. maí. AP. SOVÉTMENN hafa nú um nokkurt skeið beitt sérstökum eldsprengjum gegn skæruliðum í Afganistan og einnig öðrum sprengjum, sem drepa allt kvikt í nærri Vi km radíus frá sprengi- staðnum. Sagði frá þessu í dag í breska vikuritinu Jane’s De- fense, sem er mjög áreiðanlegt tímarit um hermál. Jane’s Defense segir, að Sov- étmenn hafi reynt þessi nýju vopn í tæpt ár í Austur-Afganistan. Önnur spengjan springur nokkuð yfir jörðu og myndast þá mikið efnaský, sem síðan er sprengt með annarri sprengihleðslu og veldur gífurlegri höggbylgju i loftinu, sem drepur allt i nærri hálfs km fjarlægð allt um kring. Breskir hernaðarsérfræðingar, sem AP- fréttastofan ræddi við, sögðu, að þessi vopn, sem Sovétmenn nota gegn léttvopnuðum skæruliðum, gætu gert mikinn usla ef þeim væri beitt gegn herjum Vestur- landa, flugvöllum og jafnvel borg- um. í eldsprengjunni, sem einnig springur í loftinu, er svart efni líkt tjöru og dreifist það yfir stórt svæði við sprenginguna og liggur 47 lítrar á hundraðið! Já hinn nýi framdriíni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 - 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. Sökum þess hve MAZDA 626 DIESEL er sparneytinn, þá þarf aðeins að aka 13000 til 15000 kílómetra á ári til þess að hann borgi sig umfram bíl með bensínvél. Eftir það sparast 160 til 190 krónur á hverja 100 ekna kílómetra. MAZDA 626 DIESEL GLX með ríkulegum búnaði kostar: Kr. 428.400 Til atvinnubílstjóra: Kr. 329.900 gengisskr. 26.4 84 Sendingin er loksins komin! Komið, skoðið og reynsluakið þessum frábæra bíl. BILABORG HF Smiðshöfða 23. sími 812 99 síðan á jörðunni mánuðum saman. Ef á „tjörusletturnar" er stigið gýs upp eldur í þeim, sem ekki verður slökktur fyrr en slettan er brunnin upp. „Flutningabílar, sem hafa ekið yfir sletturnar, hafa brunnið ger- samlega án þess að nokkuð hafi verið hægt að gera,“ segir Yossef Bodansky, ráðgjafi bandaríska varnar- og utanríkisráðuneytisins. „Tjörusletturnar" má viða sjá á malarvegunum í Afganistan en í iðnríkjunum, t.d. Vestur-Evrópu, væru sletturnar ósýnilegar á malbikuðum vegum og flugbraut- um,“ segir í Jane’s Defense. „Áhrifin, sem sletturnar gætu haft á fullhlaðna flugvél þegar hún lenti, eru því augljós." Þessum sprengjum er vanalega varpað úr Sukhoi SU-17-sprengju- flugvélum sem vega um 500 kíló. Fólk sem látið hefur lífið af völd- um höggbylgjunnar hefur enga „ytri áverka“ að sögn vitna, sem segja einnig, að allur gróður drep- ist í nokkurri fjarlægð frá sprengistaðnum. Bill Gunston, einn af helstu eldflaugasérfræðingum Breta, segir í viðtali við AP, að högg- bylgjan geti drepið fólk jafnvel þótt það íeiti skjóls í hellum eða bak við háa kletta. „Þúsund punda sprengja gæti gereyðilagt háhýsi og blokkir og ein eða tvær nokkuð stærri gætu eyðilagt flugvallarmannvirki og drepið hvert einasta mannsbarn þar en hlíft sjálfum flugbrautun- um,“ sagði Gunston. ERLENT Kvikmyndahátídin í Cannes: Wenders fékk Gullpálmann ('annes, 23. maí, frá Maríu Kllingsen, blaðamanni Mbl. KVIKMYNDIN París-Texas, sem Þjóðverjinn Wim Wend- ers er höfundur að, fékk í dag Gullpálmann, hin eftir- sóttu verðlaun kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes í Frakklandi. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Nastassia Kinski, Bean Stockwell og Harry Dean Stanton. Myndin, sem tekin er í Texas í Bandaríkjunum, fjallar um mann, sem snýr til síns heima eftir að hafa verið talinn af. Hann finnur son sinn og saman hefja þeir leit að móður drengsins. Myndin hefur hlotið mjög góðar undirtektir gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta. „Engin afskipti nema ríkin fari fram á þau“ - sagði Reagan um ástandið á Persaflóa Washington, 23. maí. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hélt í gær blaðamanna- fund í Hvíta húsinu og var sjón- varpaó og útvarpað frá honum um öll Bandaríkin. Fjallaði Reagan þar um heimsmálin, þau, sem efst eru á baugi og sagði m.a. að Bandaríkjastjórn mundi ekki hafa afskipti af gangi mála á Persaflóa nema ríki við hann færu þess á leit. í máli Reagans kom fram, að hann telur litlar líkur á að banda- rískir hermenn þurfi að berjast á Persaflóa og sagði, að ríkin við flóann vildu sjálf verja skip sín og siglingaleiðir. Sagði hann, að skil- yrði fyrir afskiptum Bandaríkja- manna væri, að um þau væri beðið en legði hins vegar áherslu á, að vestræn ríki gætu ekki látið það viðgangast að Hormuz-sundi væri lokað. Reagan endurtók fyrri áskoran- ir sínar á Bandaríkjaþing og bað það um að auka stuðninginn við uppreisnarmenn í Nicaragua. Hann gerði lítið úr þeim yfirlýs- ingum Sovétmanna, að þeir hefðu fjölgað kafbátum búnum kjarna- vopnum úti fyrir Bandaríkja- ströndum og tók fram, að Banda- ríkjastjórn hefði ekki í hyggju neinar sérstakar aðgerðir til að fá Sovétmenn aftur til samninga um afvopnum. Reagan gerði einnig efnahags- málin að umtalsefni og kvaðst ekki trúa því, að aftur stefndi í samdrátt. Sagði hann fjárlaga- hallann að vísu alvarlegan en ekki eins alvarlegan og menn vildu vera láta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.