Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 Punktar frá bæiarstiórn Akurevrar Akureyri, 23. maí. Minigolfið saltað Eitt af „stóru" málunum, sem hafa verið að vefjast fyrir bæjarstjórn Akureyrar var saltað á fundi í gær. Er hér um að ræða umsókn Hreiðars Jónssonar um að fá að reisa og reka í eitt ár minigolf á lóð sundlaugarinnar. Málið var bú- ið að koma tvívegis til með- ferðar í bæjarstjórn og jafnoft vísað aftur til bæjarráðs. Bæj- arráð ályktaði loks, að „þar sem ýmsar athugasemdir hafa komið fram við það að hleypa aðila með rekstur inn á lóð Sundlaugar Akureyrar, getur bæjarráð ekki lagt til að það verði leyft". Erling fær 600 þúsund Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, að veita Erling Aðalsteinssyni, Oddeyr- argötu 23, lán úr Fram- kvæmdasjóði að upphæð sam- tals kr. 600 þúsund til kaupa á fyrirtækinu G.A. Pálsson í Reykjavík. Erling hyggst flytja fyrirtækið til Akureyrar. Lán þetta verður afborgunarlaust í tvö ár, en endurgreiðist síðan á þrem árum. Lánið er bundið lánskjaravísitölu. Hagnaður af Krossanesi f reikningum Síldarverk- smiðjunnar í Krossanesi kem- ur fram, að niðurstöðutölur á rekstrarreikningi fyrir árið 1983 eru kr. 81.894.159,90 og að rekstrarhagnaður á árinu var kr. 2.293.980,59. Niðurstöðutöl- ur á efnahagsreikningi eru kr. 75.564.428,72 og eigið fé 31. des. 1983 nemur kr. 62.934.679,86. Bæjarráð lagði til við bæjar- stjórn að verksmiðjan greiddi framvegis arð af eigin fé og lagði til að vegna ársins 1983 næmi arðurinn 5% af eigin fé, eða kr. 3.146.734,-. Að tillögu Helga Bergs, bæjarstjóra, var þessari tillögu bæjarráðs vísað aftur til ráðsins til nánari um- fjöllunar, með hliðsjón af fyrirhuguðum fjárfestingum verksmiðjunnar. Pylsuvagn við sundlaug Þrátt fyrir ályktun bæjar- ráðs um að veita ekki „aðilum með rekstur inn á lóð Sund- laugar Akureyrar" (sjá fram- ar) samþykkti hið sama ráð að veita Hinrik Þórhallssyni og Ernu Norðdahl leyfi til rekstr- ar pylsuvagns á svæðinu, eða eins og segir í bókun ráðsins: „Bæjarráð leggur til að vagn- inn verði staðsettur við sund- laug og tjaldsvæði yfir sumar- mánuðina með opnunartíma til kl. 23.30 á kvöldin, en heimilt skal að flytja vagninn á mið- bæjarsvæðið um helgar." Brunavörður ráðinn Sjö umsækjendur voru um laust starf brunavarðar og vís- aði bæjarráð ráðningu í það starf til bæjarstjórnar. Sex bæjarfulltrúar samþykktu að ráða Guðmund Karl Halldórs- son, Smárahlíð 16c, til starf- ans, en fimm þeirra vildu ráða Vilhelm Jónsson, Bæjarsíðu 11. Guðmundur Karl er því orðinn brunavörður á Akureyri. GBerg MH brautskrá- ir 136 stúdenta MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði frá skólanum 136 stúdenta síðastliðinn laugardag. Skólaslit fóru fram í hátíðarsal skólans, þar sem flutt voru ávörp og veittar viðurkenningar, auk þess sem 10 ára stúdentar færðu skólanum gjafir. Þessi mæðgin, Smári Ríkarðsson og Selma Hannesdóttir, útskrifuðust saman frá MH. Selma var á nýmálabraut í öldungadeildinni og Smári sonur hennar á náttúrufræðibraut í dagskólanum. Þess má til gamans geta að Selma lauk sínu námi á þremur og háifu ári. Ljósmyndina tók Ólafur K. Magnússon að útskriftinni lokinni. Meðal þeirra sem voru við- staddir skólaslitin í MH voru fulltrúar stúdenta sem útskrif- uðust fyrir 10 árum og færðu þeir skólanum gjafir, málverk af Guðmundi Arnlaugssyni fyrr- verandi rektor skólans og Helga- staðabók. Þeir nemendur sem hlutu við- urkenningu fyrir sérstaklega góðan námsárangur voru Finnur Lárusson sem útskrifaðist frá eðlisfræðibraut og Nanna Lúth- ersson sem útskrifaðist frá nátt- úrufræðibraut. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn. Þess má geta að Finnur, sem er aðeins 17 ára og lauk námi sínu á þremur og hálfu ári, verður einn af full- trúum íslands í ólympíukeppni í eðlisfræði sem haldin verður í Svíþjóð í síðari hluta júnímán- aðar. Nanna Lúthersson er 18 ára og var hún aðeins tvö og hálft ár í skólanum. Haraldur Ólafsson og Júlíanna Rún Indriðadóttir hlutu einnig viður- kenningu fyrir góðan náms- árangur og margar námsein- ingar. Til stúdentsprófs er 132 eininga krafist en Haraldur, sem var á eðlisfræðibraut, nýmála- braut og náttúrufræðibraut, út- skrifaðist með 190 námseiningar og Júlíanna Rún sem útskrifað- ist frá eðlisfræðibraut hlaut 180 einingar. Alls voru brautskráðir 136 stúdentar frá dag- og kvöldskóla. Frá náttúrufræðibraut var 41 brautskráður, frá nýmálabraut 36, félagsfræðibraut 35, eðlis- fræðibraut 14, og tveir nemend- ur voru brautskráðir frá tónlist- ardeild. Þá voru átta stúdentar brautskráðir frá fleiri en einni námsbraut. Fjórir frá náttúru- fræði- og eðlisfræðibraut, tveir frá nýmáia- og tónlistarbraut, einn frá náttúrufræði- og ný- málabraut og einn frá eðlis- fræði- nýmála- og náttúrufræði- braut. Stúdentahópurinn samankominn í hátfðarsal skólans. Ljósm. Mbl. Ó1.K.M. Pétur Jónasson, gítarleikari: Fékk góða dóma í Skotlandi PÉTUR Jónasson, gítarleikari, var nýlega á tónleikaferðalagi um Lux- emborg, Genf og Edinborg. f Edin- borg hélt Pétur tónleika í Queen's Hall í boði Klassíska gítarfélagsins í Edinborg og hafa Morgunblaðinu borist úrklippur úr tveimur skoskum blöðum þar sem farið er lofsamleg- um orðum um frammistöðu hans. Tónlistargagnrýnandi Glasgow Herald segir meðal annars í grein sinni um tónleikana að Pétur hafi tæknilega náð fullkomnu valdi á hljóðfæri sínu og að leikur hans sé hreinn og jafn. Taldi gagnrýnand- inn það fjarlægan möguleika að þjóð með einungis 200 þúsund íbúa gæti eignast svona góðan gítar- leikara. Tónlistargagnrýnandi The Scotsman segir að látlaus og hæ- versk framkoma Péturs hafi ein- ungis verið sem umgjörð um ákaf- lega heillega túlkun hans á verk- unum sem hann flutti. Báðir ljúka gagnrýnendurnir lofsorði á túlkun hans á Folias de Espana eftir Ponce og segja hana hafa verið kraftmikla. Á hljómleikunum í Queen's Hall spilaði Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari, með Pétri í einu verkinu og einnig frumflutti Pétur verkið Five guitar studies for Jac- SGilw MEHALO Fi.d»» Mj, 4 1 VOHLD NEWSib Queen's Hall, EdinbUrgh DAVIDJOHNSON Petur Jonasson PETUR JONASSOM I* a voung leelandic guitiml wlih • rtsmf ", miematlonal repulallon. Laft riigni he niayed ai the Oueens Hell m Edmburgh as ine fueil a* tbe Claisical Guiur Soctety m a mlxed : proframme of ancleffl and modem4 Technkaily. lonauon ii a master 1 ol his instrumeni. (The ¦tatlsticai iham.es »1 Iceland, with a I pupulaiion ol only 100,000, prcxiuring i TIIE SCOTSMAN Saturday. May 5, 1981 (IOIVIE NEVWS THIE ABTS Queen's Hall: guitar recital THK QUEEN'S Hall m Edin- burgh has lew rivals when II coiiiM to dcnllng töe old image ol "cait wlndy and west endy." Set the audfenc* lenilhwayi. rainbow lashlon In the rrataur- tfie bair (of course conflnlng Ibe iím of bottles and glaaae* to the Intarval) aad Lhe amblenc* ls neht for a rcclUI on that relaied and relailnj Inatru- ment, the fultar, BOt devoid of emotlon but rccollectlnf lt ln tranqulUty. On Thuraday eveolnr under lh« . auapices oí the ClaMÍcal GulUr Soclety ol Edinburih, Ibe performer was the young Icelandic player Pelur Jonasson whose quiet, unassummi man- ner waa mereiy tha facade lor the abaortjini Intejriiy ol aii InUrpreUUon. J. S. Bach'a LuU SulU In E Minor and elght oí Maouel Ponce's vlrtuoBlc varUtlona oo Foiiai de Etpana were treated wltb an approprlale •enae of styla «nd ao Impecc- able endlne. Thre* oí Wllliam Wallon's live bagaUlles were prima ciamples of the com- poaer'i qulrky wlt and ebulUent eneriy of tplrlt. In Uie course ol the evenlni Pelur Jonuson had had tbe two-fold rnjiwril™ ol MafliHi HallgrimsaoD ai cell composer. Hla /¦ n studtei for Jacab' rruy have UlustraUd cai story, but ol mo. conseo,uence was tbe of their desifa and cc Ihought witb a plcjsj lily wbich did not go way to juln Uie avant Hls oame Is u lamllUr U us aa a pe chamber muslc, amí I tense of balaocc was m a transcrlptlon ol I Telcmann wnlch scored (or viola da j basso contlnuo _____ OnKid G Umsagnirnar um hljómleika Péturs í Edinborg. Pétur Jónasson, gítarleikari ob's Ladder eftir Hafliða og sagöi gagnrýndandi Glasgow Herald að flutningur þess hefði verið há- punktur kvöldsins. Pétur og Hafliði halda tónleika á Listahátíð í júní og verður efn- isskráin svipuð og í Edinborg. Verður það íslenskum tónlistar- unnendum áreiðaniega kærkomið að fá að hlýða á þá spila saman. l!i ¦'> u Dregið í afmœlisgetraun Heklu hf. í sambandi við 50 ára afmælishátíð Heklu hf. 5. og 6. maí, sem sótt var af 10.000 gestum, var efnt til verðlaunaget- raunar og hafa nú verið dregnir út vinningar úr réttum lausnum. 1. vinning, far með Flugleiðum til London fyrir tvo, hlaut Olafur E. Olafsson í Þorlákshöfn. 2. vinning, 4 sumarhjólbarða, hlaut Guðný Sveinsdóttir, Reykjavík, og 3. vinning, Kenwood-hrærivél, hlaut Karl J. Karlsson, Reykjavík. Á myndinni eru vinningshafar ásamt fulltrúum Heklu hf. íKréllalilkvnninc)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.