Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 26 Punktar frá Akurevrar Akureyri, 23. maí. Minigolfið saltað Eitt af „stóru" málunum, sem hafa verið að vefjast fyrir bæjarstjórn Akureyrar var saltað á fundi í gær. Er hér um að ræða umsókn Hreiðars Jónssonar um að fá að reisa og reka í eitt ár minigolf á lóð sundlaugarinnar. Málið var bú- ið að koma tvívegis til með- ferðar í bæjarstjórn og jafnoft vísað aftur til bæjarráðs. Bæj- arráð ályktaði loks, að „þar sem ýmsar athugasemdir hafa komið fram við það að hleypa aðila með rekstur inn á lóð Sundlaugar Akureyrar, getur bæjarráð ekki lagt til að það verði leyft“. Erling fær 600 þúsund Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, að veita Erling Aðalsteinssyni, Oddeyr- argötu 23, lán úr Fram- kvæmdasjóði að upphæð sam- tals kr. 600 þúsund til kaupa á fyrirtækinu G.A. Pálsson í Reykjavík. Erling hyggst flytja fyrirtækið til Akureyrar. Lán þetta verður afborgunarlaust í tvö ár, en endurgreiðist síðan á þrem árum. Lánið er bundið lánskjaravísitölu. Hagnaöur af Krossanesi f reikningum Síldarverk- smiðjunnar í Krossanesi kem- ur fram, að niðurstöðutölur á rekstrarreikningi fyrir árið 1983 eru kr. 81.894.159,90 og að rekstrarhagnaður á árinu var kr. 2.293.980,59. Niðurstöðutöl- ur á efnahagsreikningi eru kr. 75.564.428,72 og eigið fé 31. des. 1983 nemur kr. 62.934.679,86. Bæjarráð lagði til við bæjar- stjórn að verksmiðjan greiddi framvegis arð af eigin fé og lagði til að vegna ársins 1983 næmi arðurinn 5% af eigin fé, eða kr. 3.146.734,-. Að tillögu Helga Bergs, bæjarstjóra, var æssari tillögu bæjarráðs vísað aftur til ráðsins til nánari um- fjöllunar, með hliðsjón af fyrirhuguðum fjárfestingum verksmiðjunnar. Pylsuvagn við sundlaug Þrátt fyrir ályktun bæjar- ráðs um að veita ekki „aðilum með rekstur inn á lóð Sund- laugar Akureyrar" (sjá fram- ar) samþykkti hið sama ráð að veita Hinrik Þórhallssyni og Ernu Norðdahl leyfi til rekstr- ar pylsuvagns á svæðinu, eða eins og segir í bókun ráðsins: „Bæjarráð leggur til að vagn- inn verði staðsettur við sund- laug og tjaldsvæði yfir sumar- mánuðina með opnunartíma til kl. 23.30 á kvöldin, en heimilt skal að flytja vagninn á mið- bæjarsvæðið um helgar.“ Srunavöröur ráðinn Sjö umsækjendur voru um laust starf brunavarðar og vís- aði bæjarráð ráðningu í það starf til bæjarstjórnar. Sex bæjarfulltrúar samþykktu að ráða Guðmund Karl Halldórs- son, Smárahlíð 16c, til starf- ans, en fimm þeirra vildu ráða Vilhelm Jónsson, Bæjarsíðu íl. Guðmundur Karl er því orðinn brunavörður á Akureyri. GBerg Þessi mæðgin, Smári Ríkarðsson og Selma Hannesdóttir, útskrifuðust saman frá MH. Selma var á nýmálabraut í öldungadeildinni og Smári sonur hennar á náttúrufræðibraut í dagskólanum. Þess má til gamans geta að Selma lauk sínu námi á þremur og hálfu ári. Ljósmyndina tók Olafur K. Magnússon að útskriftinni lokinni. MH brautskrá- ir 136 stúdenta MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði frá skólanum 136 stúdenta síðastliðinn laugardag. Skólaslit fóru fram í hátíðarsal skólans, þar sem flutt voru ávörp og veittar viðurkenningar, auk þess sem 10 ára stúdentar færðu skólanum gjafir. Meðal þeirra sem voru við- Indriðadóttir hiutu einnig viður- staddir skólaslitin í MH voru kenningu fyrir góðan náms- fulltrúar stúdenta sem útskrif- árangur og margar námsein- uðust fyrir 10 árum og færðu ingar. Til stúdentsprófs er 132 þeir skólanum gjafir, málverk af eininga krafist en Haraldur, sem Guðmundi Arnlaugssyni fyrr- var á eðlisfræðibraut, nýmála- verandi rektor skólans og Helga- braut og náttúrufræðibraut, út- staðabók. skrifaðist með 190 námseiningar og Júlíanna Rún sem útskrifað- Þeir nemendur sem hlutu við- ist frá eðlisfræðibraut hlaut 180 urkenningu fyrir sérstaklega einingar. góðan námsárangur voru Finnur Alls voru brautskráðir 136 Lárusson sem útskrifaðist frá stúdentar frá dag- og kvöldskóla. eðlisfræðibraut og Nanna Lúth- Frá náttúrufræðibraut var 41 ersson sem útskrifaðist frá nátt- brautskráður, frá nýmálabraut úrufræðibraut. Þau hlutu hæstu 36, félagsfræðibraut 35, eðlis- meðaleinkunn. Þess má geta að fræðibraut 14, og tveir nemend- Finnur, sem er aðeins 17 ára og ur voru brautskráðir frá tónlist- lauk námi sínu á þremur og ardeild. Þá voru átta stúdentar hálfu ári, verður einn af full- brautskráðir frá fleiri en einni trúum íslands í ólympíukeppni í námsbraut. Fjórir frá náttúru- eðlisfræði sem haldin verður í fræði- og eðlisfræðibraut, tveir Svíþjóð í síðari hluta júnímán- frá nýmála- og tónlistarbraut, aðar. Nanna Lúthersson er 18 einn frá náttúrufræði- og ný- ára og var hún aðeins tvö og málabraut og einn frá eðlis- hálft ár í skólanum. Haraldur fræði- nýmála- og náttúrufræði- Ólafsson og Júlíanna Rún braut. Stúdentahópurinn samankominn í hátíðarsal skólans. Pétur Jónasson, gítarleikari: Fékk góða dóma í Skotlandi PÉTUR Jónasson, gítarleikari, var nýlega á tónleikaferðalagi um Lux- emborg, Genf og Edinborg. í Edin- borg hélt Pétur tónleika í Queen’s Hall í boði Klassíska gítarfélagsins í Edinborg og hafa Morgunblaðinu borist úrklippur úr tveimur skoskum blöðum þar sem farið er lofsamleg- um orðum um frammistöðu hans. Tónlistargagnrýnandi Glasgow Herald segir meðal annars í grein sinni um tónleikana að Pétur hafi tæknilega náð fullkomnu valdi á hljóðfæri sínu og að leikur hans sé hreinn og jafn. Taldi gagnrýnand- inn það fjarlægan möguleika að þjóð með einungis 200 þúsund íbúa gæti eignast svona góðan gítar- leikara. Tónlistargagnrýnandi The Scotsman segir að látlaus og hæ- versk framkoma Péturs hafi ein- ungis verið sem umgjörð um ákaf- lega heillega túlkun hans á verk- unum sem hann flutti. Báðir ljúka gagnrýnendurnir lofsorði á túlkun hans á Folias de Espana eftir Ponce og segja hana hafa verið kraftmikla. Á hljómleikunum í Queen’s Hall spilaði Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari, með Pétri í einu verkinu og einnig frumflutti Pétur verkið Five guitar studies for Jac- HlASGUW MEHALO fntfy May 4 VORLD NEWSi Queen’s Hall, EdinbUrgh DAVID JOHNSON Petur Jonasson PETUR JONASSON Is • young lcelandic gutuiist wlih a rtsing1 miematlonal repulallon Last nlghl he played ai Ihe Queen's Hall In Edmburgh as the guesl ot the Clavsical Guiur Sodety m a mlxed . programme of andent and madem 4 -orks ' ’ Technlcally. Jonasson Is a masier 1 of his Insirumeni. (The statlstlcal I chances ol Iceland, with a I populalion o( only 200.000, producing I THE SCOTSMAN Saturday. May 5. 1984 HOIVIE NEWS mmmm THE ARTS i i —b—k——■ Queen’s Hall: guitar recital burgh has (ew rivals when It comcs to dcntlng the old iinage of "east w(ody and west endy." Set Lhe audíence lengtbways, rainbow fashloo In the resUur- ant. put tho períormer on a daia with hls back to the centre o( tho bar (of courae conflnlng the usa of bottlea aod glasaes to the Intorval) and the ambleoco Is rlght for a reclUI on that relazed and relaxlng Instru- ment, the guiUr, not devold of emotion but recollecting It In tranqulUty. On Thursday evenlng. under the , auaplces of U>e aasaical GulUr Soclety of Edinburgh, the performer was the young Icelandlc player Petur Jonassoo whose quiet, unassummg man- ner was merely the facadc for Uie abaorblng integrlly of hla InterpreUUon. J. S. Bach’a Lute Sulte In E Minor and elght of Maouel Ponce’a vlrtuooic vartatlona oo Folias de Espana were Ueated wlth an approprlate aenso of style and ao lmpecc- able endlng. Three of WlUlam Walton’a flve bagatelles were primo examples of the com- poaer a qulrky wlt and ebulUent energy of aplrlt. In Uie course of tbe evenlng Petur Jonasson had had the two-fold ro-nneration of HaflMi Hallgrimsaon aa cell compoaer. Hia Fii studies Jor Jacob' may have Uluslrated cal story, but o( mo consequence waa the of their design and « thought witb a plcasa Uty wbicb did not go way (o joln Uie avant Hls name ls as famllLar to us as a pe cbamber mualc, and I aense of balaoce was io a transcripMon of s Telcmann whícb was scored for vioU da | basso continuo Owvirt G Umsagnirnar um hljómleika Péturs í Edinborg. Pétur Jónasson, gítarleikari ob’s Ladder eftir Hafliða og sagði gagnrýndandi Glasgow Herald að flutningur þess hefði verið há- punktur kvöldsins. Pétur og Hafliði halda tónleika á Listahátíð í júní og verður efn- isskráin svipuð og i Edinborg. Verður það íslenskum tónlistar- unnendum áreiðanlega kærkomið að fá að hlýða á þá spila saman. Dregið í afmœlisgetraun Heklu hf\ í sambandi við 50 ára afmælishátíð Heklu hf. 5. og 6. maí, sem sótt var af 10.000 gestum, var efnt til verðlaunaget- raunar, og hafa nú verið dregnir út vinningar úr réttum lausnum. 1. vinning, far með Flugleiðum til London fyrir tvo, hlant Ólafur E. Ólafsson í Þorlákshöfn. 2. vinning, 4 sumarhjólbarða, hlaut Guðný Sveinsdóttir, Reykjavík, og 3. vinning, Kenwood-hrærivél, hlaut Karl J. Karlsson, Reykjavík. Á myndinni eru vinningshafar ásamt fulltrúum Heklu hf. (Fróltatjlkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.