Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLA0ID, FlMMTUDAGUR 24. MAÍ 19*4 "ifc Fóstbræður í söng- för til fsafjarðar og Bolungarvíkur KARLAKÓRINN Fóstbræður held- ur í söngför til ísafjarðar og Bolung- arvíkur helgina 25.—27. bessa mán- aðar. Föstudaginn 25. maí heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu í Bolungarvík og hefjast þeir kl. 20.30. Laugardaginn 26. maí heldur kórinn tónleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði og hefjast þeir kl. 20.30. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn i báðum stöðum og sam- kvæmt nánari auglýsingu. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragn- ar Björnsson, skólastjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavik. Und- irleikari er Jónas Ingimundarson, píanóleikari. Einsöngvarar með kórnum eru Kristinn Sigmunds- son, óperusöngvari, og Björn Em- ilsson, einn kórfélaga. Á efnisskrá eru þjóðlög frá ýms- um löndum og verk eftir þekkt tónskáld, m.a. Maurice Ravel, Elg- ar, Karl Zelter, svo einhverra sé getið. Óhætt er að fullyrða að efn- isskráin sé afar fjölbreytt og skemmtileg, enda hlaut hún góðar viðtökur áheyrenda á vortónleik- um kórsins í Háskólabíói í april- mánuði sl. Fóstbræður hafa kappkostað um langt skeið að halda árlega tónleika víða um land og er kórn- um það mikið ánægjuefni að fá nú tækifæri til að sækja Isafjörö og Bolungarvík heim, segir í frétt frá kórnum. Fyrirlestur á vegum Geðhjálpar um sjálfsvíg FÉLAGID Geðhjálp heldur síð- asta fyrirlestur vetrarins fimmtu- daginn 24. maí 1984. Guðrún Jónsdóttir, geðlæknir, flytur er- indi um orsakir, meðferð og fyrir- byggingu á sjálfsvígum. Fyrirlest- urinn verður haldinn á geðdeild Landspítalans, i kennslustofu á 3. hæð og byrjar kl. 20. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Fyrir- spurnir og umræður verða eftir fyrirlesturinn. Geðhjálp hefur staðið fyrir 8 fyrirlestrum um geðheilbrigðismál í vetur. Að þessum fyrirlestri loknum verður hlé í sumar. Þráðurinn verður svo tekinn upp að hausti. Ekki hækkar hagur strympu — eftir Ásgeir Jakobsson Hafrannsóknaskipið er að sökkva undan mörg þúsund tonna mistökum og það tjóar lítið Hjálmari Vilhjálmssyni að kasta út sjóvettlingunum ísnum til að létta skipið. Hann vill taka upp þrætur um þrjú þúsund tonn af loðnu frá árinu 1982, þegar átta skip fengu leyfi til að veiða sextán þúsund tonn en veiddu ekki nema þrettán þúsund. Skipin fengu leyf- ið, þegar loðnan var ekki veiðan- leg, og það veit Hjálmar, en voru svo bundin þegar allt fylltist af loðnu. Þarna er einmitt að finna dæmi um einn versta þáttinn í óstjórn Hafrannsókna og sjávar- útvegsráðuneytisins á fiskveiðun- um, leyfi eru gefin út ýmist of seint eða of snemma — vegna van- þekkingar á því, sem er að gerast og það er nú sárast í hinu voðalega hafrannsóknardæmi, að það er ekki nóg með það, að stofnunin viti aldrei hvað muni gerast, held- ur fylgist hún ekki heldur með því sem er að gerast. Hafrannsókna- stofnunin eyðilagði veiðarnar í haust af því hún sá ekki fyrr en í nóvember hvað var að gerast með loðnuna og hún þá farin að dreifa sér og markaður fallinn. Ég ætla ekki að rekja nú alla sorgarsöguna frá i haust, sú saga er löng og hroðaleg, það er borðliggjandi að það töpuðust hundruð milljóna vegna Hafrannsóknaóstjórnar. Ef Hjálmar Vilhjálmsson skyldi finna einhvers staðar í grein minni, „Lýsenkó, Lýsenkó, gaztu ekki gengið aftur annars staðar en á íslandi", nokkur kíló til að þjarka um verður hann að hafa mig afsakaðan, þótt ég anzi ekki. Hafrannsóknamálið er stórkost- legra þjóðmál en svo, að því megi drepa á dreif með sparðatiningi, eltast við eyri í margmilljóna skuldasúpu Hafrannsóknastofn- Ásgeir Jakobsson „Hafrannsóknastofnunin eyðiJagði veiðarnar í haust af því að hún sá ekki fyrr en í nóvember hvað var að gerast með loðnuna og hún þá farin að dreifa sér og markaður fallinn." unar. Nú blasir til dæmis við, að stofnunin er búin að eyðileggja þorskveiðarnar í ár með hjálp stjórnvalda, sem taka erlend lán til að fylla upp í fjárlagagat sitt, en láta binda fiskiflota þjóðarinn- ar og ragast í smápeningum í ráðuneytum, en hirða ekki um að rannsaka hvað sé að gerast hjá rikisstofnun, sem segja má að sé að leika sér með fjöregg þjóðar- innar. Ég á eftir að rekja langa sögu af Hafrannsókn, en ég vel mér tímann til þess. Fyrst að stjórnvöld og sjómannasamtökin geta unað við óstjórn Hafrann- sóknastofnunar liggur mér ekki á. Ásgeir Jakobsson er rithöfundur. Heimilisdeild Stóll meö krómgrind svart lakkaöur Kr. 1.274.- Borö meö glerplötu 80x130 cm kr. 4.839. 100x180 cm kr. 8.603. Blóma- pottar 11 cm kr. 65.- 13 cm kr. 81.- 15 cm kr. 112.- 17 cm kr. 147.- 22 cm kr. 209.- Allskonar eldhúsáhöld. Ungbarna, barna- og fulloröinssæng- ur. Þvottekta — ofnæmisprófaðar. Reglustrika m/reiknitölvu og klukku kr. 679.- OPIÐ TIL KLUKKAN 7 I KVOLD. 3£l Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, simi 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.