Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 37 Minning: Ingibjörg Gísla- dóttir kaupmaður Nú þegar Bagga frænka er dáin er jafnframt ákveðinn kafli í sögu fjölskyldunnar á enda. Við hitt- umst ekki lengur á Ránargötunni 17. júní og á öðrum hátíðisdögum og við syngjum ekki saman lengur. Og í ennþá blárri minningu eru heimsóknir í búðina hennar Böggu á Vesturgötunni. Það er ekki hægt að rifja upp heimsóknir á Ránargötuna, án þess a minnast líka hennar Ebbu frænku. Ef einhver sagði Bagga, þá hugsaði hann llka Ebba og öfugt. Verkaskipting þeirra var hrein og klár, þegar var von á gestum, rétt eins og hvunndags. Bagga sá um að flóa súkkulaðið og baka kökur. Hún gekk á eftir því með hægð, en festu og þunga, að enginn slægi slöku við veitingarn- ar, samkvæmt gömlum og góðum sið. Ebba lagði til flatkökur og auðvitað voru þær engum öðrum flatkökum líkar. Hún flögraði um meðan súkkulaðidrykkjan stóð sem hæst, þær drukku ekki með frekar en siður var fyrrum, og svo var komið að henni að setjast við píanóið. Hún hvatti gesti við söng- inn, en Bagga hlustaði á. Og þegar menn efldust og kættust við söng, veitingar og félagsskap og urðu háværari en ella, þá hélt Bagga sinni venjulegu ró. Hennar kæti kom ekki fram í hlátrasköllum og háværu tali, aðeins í hæversku, næstum feimnislegu brosi, sem sýndi að hún kunni að meta þegar gestir hennar skemmtu sér. f litlu búðinni á Vesturgötunni var allt í föstum skorðum. Hver vörutegund á sínum stað og kaffi á könnunni í litlu skonsunni á bak við. Þar virtust vera haldin mörg kaffigilli á dag, yfirleitt sat þar einhver og gerði sér að góðu. Ebba bauð upp á súkkulaðirúðu með. Vinir, kunningjar, frændfólk og nágrannar komu ekki aðeins til að ná sér í nauðsynjar, heldur ekki síður til að hittast og spjalla. Þarna var bæði búð og samkomu- staður. Bagga stýrði búðarrekstri og meðfylgjandi samkvætnislífi hávaðalaust með styrkri hendi. Hún þurfti ekki að byrsta sig ef henni mislíkaði. Fast og óhvikult augnaráð hennar, lágvær röddin með þungum undirtóni, meira þurfti ekki til. Fas hennar bar ekki aðeins vott um festu og einurð, heldur einnig viljastyrk sem jaðraði við hörku. Hann hélt henni uppistandandi seinustu árin í búðinni, þegar heilsan var farin að bila fyrir al- vöru. Og viljastyrkurinn hélt henni einnig uppi nú í vetur, þegar hún varð fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Það var að minnsta kosti erfitt að finna læknisfræði- lega skýringu á úthaldi hennar og styrk. Og svo hafði hlýleg, og reyndar alveg fágæt umhyggja starfsfólksins á deild B6 á Borg- arspítalanum sitt að segja. Allir sem þekktu Böggu vel vissu líka að hún sótti styrk og kjark í trú sína. Sunnudagsm- orgnar í Dómkirkjunni tilheyrðu lífsstarfi hennar, rétt eins og virku dagarnir í búðinni, meðan heilsan leyfði. Hún hafði ekki hátt um trúmálin, talaði aðeins um þau við þá sem deildu trú hennar. Þá brosti hún lítillega og augun ljóm- uðu eins og gerist hjá þeim sem eru handan alls vafa og allrar efa- hyggju. Hún taldi kjark í hrygga og þjáða með guðsorði, ef henni fannst þeir móttækilegir, rétt eins Minning: Oddrún Fríða Guðmundsdóttir Fædd 2. september 1931 Dáin 8. maí 1984 Það er árla morguns þann 8. maí að síminn hringir. í símanum er vinur okkur og lætur okkur vita að eiginkona hans hafi látist kvöldið áður. Svona er lífið, að heilsast og kveðjast, en einhvern veginn er dauðinn það sem maður á ekki von á þegar fólk á besta aldri er annars vegar. Hún hét Oddrún Fríða en á milli vina og vandamanna var ætíð notað nafn- ið Dadda. Við kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum er við unnum báðar hjá Mjólkursamsölunni í búð sem þeir starfræktu á Barónsstíg. Hún reyndist mér á þessum árum sem móðir að mörgu leyti þó ekki væru mörg árin sem skildu okkur að. Hún hafði til að bera ríka til- hneigingu til hjálpsemi við þá sem hún tók tryggð við, en það var með hana sem svo marga aðra, að hún var ekki allra og átti ekki auðvelt með að tjá sínar tilfinningar og líðan við aðra. Hún og maður hennar bjuggu í sambýli við móð- ur hennar, Karitas, meðan hún lifði og var aðdáunarvert hvað þar ríkti ætíð gott samkomulag. Hún kynntist á sínum yngri árum erf- iðleikum og fátækt sem víða ríkti, á þeim árum sem hún var að alast upp og hún af þeim sökum lagði sig fram um nýtni og eistaklega handlagin var hún við allan saumaskap og tók oft og iðulega að sér að hjálpa öðrum í þeim sök- um. Sundkona var hún góð á sin- um yngri árum og hefði eflast náð langt á þeim vettvangi, en þar háði henni sá sjúkdómur sem hún átti við að stríða frá unga aldri og hún þjáðist mikið af seinni árin og varð henni að aldurtila. Þessa síðustu daga hafa runnið í gegnum huga minn minningar frá fyrstu búskaparárum Döddu og Grétars og okkar hjónanna, allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og deildum saman bæði sorg og gleði. Þau hjón eignuðust þrjú mannvænleg börn og vissi ég að hún gladdist innilega að sjá hve vel þau uxu úr grasi svo og barna- börnin sem voru hennar yndi. Ég vil ljúka þessum fátæklegum orð- um mínum með þökk til hennar þó seint sé fyrir allt sem hún var mér og mínum og votta öllum ástvin- um hennar innilega samúð okkar hjóna. Megi minningarnar um hennar góðu kosti lifa í hugum ykkar um ókomna framtíð. sk + Móoir okkar, tengdamóðir og amma. HELGA GUDMUNDSDÓTTIR. Þórufelli 4, veröur jarosungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. maí kl. 15.00. Siguröur Hauksson, Ása Kristjansdóttir, Sígrún Hauksdóttir, Stemþór Júlíusson, María Hauksdóttír, Loifur fsaksson. Guorún Hauksdóttir Sigurbergur Sigsteinsson, Ásrún Hauksdóttir, Einar Hafsteinsson og bamaborn. og hún hjálpaði bágstoddum á áþreifanlegan hátt frá búðarborð- inu. Það var ekki gengið fast eftir því að nóturnar úr bláa reikn- ingsheftinu væru greiddar, ef hana grunaði að lítið væri til af handbæru fé. En um þetta höfðum við fjölskyldan aðeins óljósan grun eftir orðum annarra. Hún sjálf ræddi aldrei þessi mál. Hann sem átti hug hennar og hjarta var alsjáandi og alvitur, dauðlegum mönnum kom þetta ekki við. Við fjölskyldan höfum gert okkur ljóst nú í vetur að hverju stefndi með Böggu. Stundum er dauðinn farsæl endalok. Söknuð- urinn mildast þegar við gleðjum okkur við ljúfar minningar og margar slíkar eru bundnar henni Böggu frænku. Sigrún og Olafur. t Jaröarför móöur okkar. BRYNJÓLFÍNU JENSEN frá ísafiröi, fer fram frá ísafjaröarkirkiu föstudaginn 25. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Árnason, Karl Árnason, Hjalti Hjaltason, Árni Guömundsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, FERDINANDS H. JÓHANNSSONAR, Nóatúni 2«. Béra Lýosdóttir, Ægir Ferdinandsson, Guorún Marinósdóttir, Hallvaröur Fardinandsson, Sesselja Jónsdóttir, Kristfn Ferdinandsdóttir, Oddur Jónsson, Hafþór Fardinandsson, Hrafnhildur Þorgsirsdóttir og barnabörn. ferðaglaðningurl HVITASUNNUHEUGI l HOLLANDI 8.-12. júni Af sérstökum ástæöum getum við nú í fyrsta sinn boðið stórkostlega helgarferð, 8.-12. júní í hin eftirsóttu Sæluhús í Eemhof í Hollandi. (Fimm dagar og aðeins tveir vinnudagar!) Clæsileg gisting, og leik- og íþróttaaðstaða fyrir alla fjölskylduna sem á fáa sína líka. íslensk fararstjórn. verðaðeins ftr. 7.960. Miðað við 7 i húsi. Barnaafsláttur kr. 3.100 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.