Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 48
OPID ALLA DAGA FRÁ KL 11.45-2330 AuSTuftöfMtti 22 INNSTRÆTI, SÍM111630 OPIDOLL FIMUTUOAOa-. FÖ8TUDAGS- LAUQARDAGS-. QG SUNNUDAQSKVÖLO FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Forsætisráðherra um áform Portúgala að tolla saltfisk frá Islandi: Tollavernd Portúgala brot á reghim EFTA * ___________ Soares, forsætisráðherra Portúgala, telur saltfiskinnflutning frá Islandi ekki falla undir EFTA Visby 23. maí. Frá blaðamanni Mbl., Magnúsi! Á fundi forsætisráðherra EFTA- landanna hér í Visby í morgun mót- mælti Steingrímur Hermannsson harólega þeim áformum Portúgala aö leggja 12% toll á íslenskan salt- fisk. Slíkar verndarráðstafanir eru augljóslega alvarlegt brot á megin- reglum EFTA, sagði Steingrímur Hermannsson í ræðu sinni. Portú- galir hyggjast hækka þennan toll á fiski frá þeim löndum, sem þeir hafa ekki fengið fiskveiðiréttindi. Tollur- Sigurðssyni. inn veröur hins vegar aðeins 3% á fiski frá þeim löndum, sem látið hafa þeim í té veiðiheimildir. „Sú spurning hlýtur að vakna hvort yfirlýsing þessa EFTA- fundar um frjálsa verslun í reynd sé ekki annað en orðin tóm,“ sagði Steingrímur Hermannsson enn- fremur, enn í ræðu hans kom fram að útflutningur á blautum salt- fiski til Portúgal hefði numið um 50% af öllum útflutningi íslend- inga til aðildarlanda EFTA að undanförnu. Öllum mætti því vera ljóst hversu alvarleg mismunun gagnvart Islendingum væri fólgin í þessum tollaáformum Portúgala. Það kemur ekki til mála að íslend- ingar láti öðrum löndum í té fisk- veiðiréttindi, slíkt myndi kippa fótunum undan tilverugrundvelli okkar, sagði Sveingrímur Her- mannsson. „Innflutningur okkar á saltfiski Breskur leigubíll í Reykjavík Langþráður draumur Brian Holt, ræðismanns Breta á íslandi, og konu hans um að aka á ósviknum brezkum leigubíl um götur Kcykja- víkur rættist í gærmorgun. Ulfar Eysteinsson og Sigurður Sumarlið- ason, eigendur veitingahússins Potturinn og pannan, hafa keypt ellefu ára gamlan brezkan leigubfl af gerðinni Austin Leyland hingað til lands. „Það er gamall draumur okkar að eignast brezkan leigubfl. Þessi hugmynd hefur lengi blundað með okkur og við ákváðum því að slá til,“ sagöi Úlfar Eysteinsson í sam- tali við Mbl. Bfllinn kostar kominn á götur Reykjavíkur um 160 þús- und krónur. „Við munum merkja bflinn nafni fyrirtækisins og hafa hann í Nóatúni þar sem fólk getur skoðað hann og fengið lánaðan ef það vill í stuttan bfltúr,“ sagði Úlf- ar. Sigurður Sumariiðason, Brian Holt og Úlfar Eysteinsson við leigubifreiðina í Suðurgötu í gærmorgun. Morgunblaðift/Jón Svavarsson. Landbúnaðarráðuneytið: Hafnar frjálsum inn- flutningi kartaflna Landbúnaðarráðuneytið hafnaði í gær kröfu sex umsækjenda um inn- flutningsleyfi á kartöflum, um frjáls- an innflutning. í bréfi ráðuneytisins til fyrirtækjanna segir að fara veröi með málið innan þeirra marka sem lög ákveði og sagt að nauðsyn beri til, vegna sjúkdómavarna og hags- muna innlendra framleiðenda, að hafa yfirsýn yflr innflutt magn á hverjum tíma og hvaðan það kemur. Þá segir að með tilliti til kart- öflubirgða í landinu og innflutn- ingsbeiðna geti nýir kartöfluinn- flytjendur búist við að fá í sinn hlut 150 tonna innflutning fyrir 15. júní, og að heimild þurfi að vera fengin fyrir innflutningi áður en varan er keypt erlendis. Gísli V. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Eggert Kristjánsson hf., sagði m.a. í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær, þegar álits hans á þessari ákvörðun ráðuneytisins var leitað, að þær ástæður sem ráðuneytið gæfi í bréfi sínu væri hreinar tylliástæður. „Hugsanlega eru hinar raunverulegu ástæður þær að landbúnaðarráðuneytið vilji fyrir hvern mun vernda ein- okunarfyrirtækið Grænmetis- verslun landbúnaðarins og allt það apparat, sem í kringum þá stofnun hefur skipað sér, og jafn- framt því að þær títtnefndu og ill- ræmdu finnsku kartöflur, sem til eru í birgðum hjá fyrirtækinu, skulu ofan í landsmenn með góðu eða illu,“ sagði Gísli. Þá sagði Gísli að sá 150 tonna innflutning- ur sem ráðuneytið ætlar frjálsum innflutningsaðilum sé um það bil 10% af neyslu landsmanna og þessi ákvörðun snúi fyrst og fremst að neytendum, það séu þeir sem eigi vantalað við ráðherra í þessum efnum en ekki frjálsir inn- flytjendur og dreifingaraðilar. Sjá nánar á miðsíðu Mbl. frá íslandi fellur ekki undir EFTA-samþykktina. Okkur er því heimilt að leggja þennan toll á,“ sagði Mario Soares, forsetisráð- herra Portúgals, á fjölmennum fundi fréttamanna hér í Visby í dag. Við höfum til dæmis gert samkomulag við Kanadamenn um fiskveiðiheimildir handa okkur Portúgölum og veitt þeim tolla- ívilnanir á móti, svo að hér er ekki um nýja ráðstöfun að ræða af okkar hálfu. Fiskinnflutningur okkar frá íslandi hefur átt sér stað um langt skeið og við erum því jákvæðir gagnvart öllum viðskiptum við Island," sagði Soares að lokum. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, svaraði þessum ummælum Soares strax og sagði: „Við {slendingar erum allt ann- arrar skoðunar, við teljum þetta afdráttarlaust brot á EFTA- reglunum, sem eiga ekki aðeins að ná til iðnaðarvara eins og Portú- galir halda fram. Matthías Á. Matthiesen, við- skiptaráðherra staðfesti í viðtali við blaðamann Mbl. að hann hefði í viðræðum sínum við Alvaro Barreto, viðskiptaráðherra Portú- gals, lagt áherslu á frestun á gild- istöku þessa tolls þar til tækifæri hefði gefist til að ræða þessi mál á íslandi er portúgalski viðskipta- ráðherrann kemur þangað í boði hans í byrjun júlí. Sjá ræðu forsætisráðherra í Visby á miðsíöu, viðbrögð sjáv- arútvegsráðherra og SÍF á bls. 2, ennfremur ummæli við- skiptaráðherra Portúgala. Freðfisk- ur, ál og saltsíld - stærstu útflutnings- vöruflokkar á fyrsta ársfjórðungi FYRSTA ársfjórðung þessa árs voru fluttar héðan út vörur fyrir tæplega 5 milljarða króna. Sjávar- afurðir nema 71,5% útflutnings- ins, iðnaðarvörur 26,6% og land- búnaðarafurðir 1,9%. Stærstu vöruflokkarnir voru freöflskur, ál og saltsfld. I nýútkomnum Hagtíðindum er birt yfirlit yfir útflutninginn á þessu tímabili. Alls nam hann 4.913 milljónum króna, þar af voru sjávarafurðir fyrir 3.512 milljónir króna, iðnaðarvörur fyrir 1.309 milljónir króna og landbúnaðarafurðir fyrir 92 milljónir króna. Verðmæti fimm helztu útflutningsvar- anna voru sem hér segir: Fryst fiskflök 1.548 milljónir króna, ál og álmelmi 750 milljónir, salt- síld 586 milljónir, saltfiskur 307 milljónir og loðnumjöl 292 milljónir króna. Áhrif Persaflóastríðsins: Olíuverð hækkar á Rotterdammarkaði ÁHRIFA þess ófriðarástands sem ríkt hefur aö undanförnu við Persa- flóa er þegar farið að gæta á olíu- verði á Rotterdammarkaði, en sam- kvæmt því sem Indriði Pálsson, for- stjóri Skeljungs hf., upplýsti blm. Mbl. um í gær hefur verðið sl. 10 daga stigið um 2%, sem Indriði kveðst telja hækkun umfram eðli- lega markaðssveiflu. „Ég tel að þessi átök, sprengi- árásir á skip og órói þeim fylgj- andi, síðustu 10 daga, hafi haft áhrif til hækkunar á markaði fyrir unnar olíuvörur í Rotter- dam,“ sagði Indriði er blm. Mbl. ræddi þessi mál við hann. Indriði sagði að þessi hækkun væri að vísu ekki mikil, um 2%, en engu að síður sagðist hann telja að þessi hækkun væri umfram eðlilega markaðssveiflu. Indriði sagði að mjög væri um- deilt hver áhrif þessara átaka yrðu á olíuverð á næstunni, og ekkert væri hægt að fullyrða um það að sú hækkun sem orðið hefur síðustu 10 daga yrði varanleg, þótt átökin héldu áfram. „Það er hins vegar engin spurning um það í mínum huga,“ sagði Indriði, „að ef Hormuzsund lokast, eða átök verða það mikil að olíuflutningar um Hormuzsund teppast, þá mun olíuverð í Rotterdam hækka." MR-stúdentar: 10. systkinið útskrifast Menntaskólinn í Reykjavík brautskráir 198 stúdenta í dag. Að þessu sinni útskrifast stúlka, sem heitir Elín Einars- dóttir og hafa níu systkini hennar útskrifast frá Mennta- skólanum í Reykjavík síðast- liðin 15 ár. Tvær systur hennar útskrifuðust vorið 1969 og síð- an hefur hvert systkinið á fæt- ur öðru útskrifast sem stúdent frá skólanum. Foreldrar systkinanna 10 eru báðir látn- ir, en þau hétu Einar Sigurðs- son, útgerðarmaður frá Vest- mannaeyjum, og kona hans Svava Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.