Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1984 píinrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Samstarf í þágu friðar Sjónvarpsþátturinn í tilefni af 35 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins sem tekinn var upp og sendur út samtímis í aðildarlöndunum á fimmtu- dag og sýndur hér á landi á föstudagskvöldið staðfesti enn einu sinni að NATO er öflug- asta friðarhreyfingin sem komið hefur verið á fót frá lyktum síðari heimsstyrjaldar- innar og þótt lengra sé litið í sögu mannkyns. Að sjálfsögðu eru menn ekki á einu máli um allt sem Atlantshafsbandalag- ið hefur gert en í öllum að- ildarlöndum þess er sú skoðun yfirgnæfandi að skynsamlegri kostur en varnarsamstarf þátt- tökuríkjanna finnist ekki vilji þau tryggja öryggi sitt og sjálfstæði. Nauðsynlegt er að hafa þessi grundvallaratriði í huga þegar litið er til alls kyns upphróp- ana og auglýsingamennsku í þágu friðar. Sovétstjórnin og áróðursvél hennar hefur verið iðin við það um langan aldur að útmála leiðtogana í Kreml hverjir svo sem þeir eru sem helstu friðarhöfðingja heims- ins. Nú þegar sovéski herinn undir þeirra stjórn stundar út- rýmingarstríð gegn afgönsku þjóðinni hafa friðarbumburnar verið barðar harkalegar í Moskvu en oft áður í von um að gnýrinn frá þeim yfirgnæfi neyðarópin og sprengjudrun- urnar frá Afganistan. Þá er það síður en svo nýtt að leiðtogar þeirra þjóða sem telja sig jafnvel yfir aðrar hafnar á siðferðilegum for- sendum af því að þær eru ekki í bandalagi við Bandaríkin eða undir hlekkjum kommúnism- ans láti til sín heyra á alþjóða- vettvangi og segi að þeirra leið, þriðja leiðin svonefnda, sé greiðfærari til friðar en allt annað sem áður hefur verið reynt. Á fundum hlutlausra ríkja utan hernaðarbandalaga hefur verið samþykkt ógrynni tillagna sem ganga í þessa átt og sömu sögu er að segja um hundruð ef ekki þúsundir al- þjóðaráðstefna fyrr og síðar svo að ekki sé minnst á allt tillöguflóðið frá Sameinuðu þjóðunum. Hitt er þó stað- reynd að árangurinn er sjaldn- ast í samræmi við auglýs- ingaglamrið í fjölmiðlum. I þessu ljósi verður að meta yfirlýsingu sex þjóðarleiðtoga um nauðsyn frystingu kjarn- orkuvopna sem birt var í vik- unni og ólafur R. Grímsson, fyrrum alþingismaður, hefur af alkunnri hógværð lýst yfir að sé ekki aðeins samin af sér heldur sé með henni brotið blað í mannkynssögunni. Það kann| kannski að marka þáttaskil að þjóðarleiðtogar efni til jafn mikillar auglýsingamennsku í kringum slíka tillögu og nú var gert, en að efni gengur tillagan jafnvel skemur en til dæmis Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, einn af sexmenning- unum, hefur gert á öðrum vettvangi. Leo Tindemans, utanríkis- ráðherra Belgíu, komst ein- hvern veginn þannig að orði um tillögu sexmenninganna í sjónvarpsþættinum um 35 ára afmæli NATO að auðvitað væri hún þakkarverð en hver væri ekki með friði og á móti kjarn- orkuvopnum? Auðvitað kjósa allir frið án kjarnorkuvopna en það eru bara sumir sem finnst nauðsynlegt að auglýsa sig sem bjargvætti mannkyns með þessa skoðun á vörunum. ísland í hermálanefnd Adögunum gerðist það í fyrsta sinn frá því á upp- hafsárum Atlantshafsbanda- lagsins að íslendingar neyttu þess réttar síns að senda full- trúa á fund hermálanefndar bandalagsins. Að vísu var ekki um fulla þátttöku að ræða en Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, skýrði frá því á Al- þingi að með þessu væri verið að kanna hvaða leiðir séu best- ar til að hefja virka þátttöku í varnarsamstarfinu innan NATO. Athyglisvert er að fylgjast með því að talsmenn þeirra sem telja NATO óalandi og óferjandi svo að ekki sé minnst á varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna hafa ekki hreyft neinum andmælum við þátttöku íslendinga í fundi hermálanefndarinnar. Alþýðu- bandalagsmenn hafa hins veg- ar látið eins og hugmyndir um óbyggða stjórnstöð á Kefla- víkurflugvelli stofni heims- friðnum í hættu og leiði örugg- lega til kjarnorkuárásar á ís- land, enda sé gert ráð fyrir að menn geti lifað í 7 daga f stöð- inni eftir slíka árás. Það fór hins vegar fram hjá alþýðu- bandalagsmönnum að í stjórn- stöð Almannavarna í kjallara Lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu geta menn lifað í 14 daga við sömu aðstæður. Andstæðingar íslenskra landvarna hafa jafnan forðast aðalatriðin og hamrað á auka- atriðinum. Þetta hefur enn sannast í upphrópunum Svav- ars Gestssonar um stjórnstöð- ina og heimssögulegum yfirlýs- ingum Ólafs R. Grímssonar um eigin friðarskerf. Félag frjálshyggjumanna varð fimm ára fyrir nokkru. I tilefni af því hélt fálagið hóf og voru þar saman komnir ýmsir af helztu forystu- mönnum þeirrar hugsjónar, sem er grundvöllur félagsins: frelsi ein- staklingsins og þverrandi áhrif ríkisvaldsins. Ekki verður um þetta hóf fjallað hér eða afmælið að öðru leyti, en þó er vert að minna á erindi, sem dr. Þór Whitehead flutti og fjallaði um það, hvernig stalínisminn hefur náð tökum á Víet- nam og bylting alræðisins hefur orðið útflutnings- vara, m.a. til Kambódíu, sem kommúnistarnir í Víetnam hafa nú lagt undir sig að mestu. Hálf milljón Víetnama hefur verið seld í þrældóm til Síberíu upp í skuldir við Sovétríkin og hafa áður verið birtar myndir af þessum þrælabúðum hér í blaðinu. Á sinum tíma var öskrað og æpt um það, að Morgunblaðið væri kaþólskara en páfinn, að það væri jafnvel óhugnanlegra í afstöðu sinni til Víet- namstríðsins en sjálfir fantarnir í Washington — á sama hátt og æpt var um það áratugum saman, að Morgunblaðið héldi uppi lygaáróðri um ástandið í Sovétríkjunum, Stalín og stefnu hans og annarra kommúnista þarílandi. Nú hefur það sannazt, að Bandaríkin áttu í stríði við ofbeldissinnaða alræð- isseggi í víetnamstyrjöldinni og engum dettur í raun og veru í hug að bera blak af þeim nú um stundir, ekki einu sinni Þjóðviljanum eða Palme. Gagnrýni Morgunblaðsins á útþenslustefnu Norður-Víetnama og stalínistanna þar er nú hvers manns afstaða og „lygaáróður" blaðsins er orðinn að sögulegri staðreynd eins og „rússagrýlan" á sín- um tíma. Og nú er komið að Nigaragua, E1 Salva- dor og öðrum fátækum ríkjum; enn er æpt á þá, sem leyfa sér að bera fram varnaðarorð, þegar reynt er að breyta fátækum löndum í þjóðarfang- elsi, undir yfirskini sósíalisma með mannlegt and- lit. Allir vita af biturri reynzlu, að þetta andlit er einungis gríma. Erindi dr. Þórs fjallaði að vísu ekki um þessi atriði, heldur önnur sem leiða hugann að því, sem hér hefur verið sagt. Hann rakti þróunina og niður- stöðurnar eru ofbeldi, blóð og tár; niðurstöður af kommúnisma í reynd, hvar sem hann hefur náð tökum og hvort sem hann gengur undir nafninu stalínismi, maóismi eða bara marxismi. í erindi Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar var m.a. bent á, hvernig kommúnistar hafa reynt að breyta grundvallarboðskap í skáldsögu George Orwells, 1984, á þann veg, að skáldsagan fjalli ekki um alræði kommúnismans, heldur tölvuskerma- byltingu í vestrænum lýðræðisríkjum! Á þessu hef- ur mjög borið upp á síðkastið, eins og þeir vita, sem bezt hafa fylgzt með fjölmiðlum. Þessi tilraun til blekkingar er að vísu brosleg í aðra röndina, en þó alvarleg áminning til lýðræðissinna um að vera vel á verði og láta ekki alræðishyggjumenn breyta merkingu orða eins og frelsi og lýðræði sér í hag, heldur einnig öðrum þáttum þjóðlífsins — og þá ekki sízt bókmenntum, sem hafa haft meiri áhrif á þróun mannlegrar hugsunar á undangenginni öld en nokkurt tæki annað. 1984 Skáldsaga George Orwells, 1984, var skrifuð um alræði kommúnismans, stalínismann, sótt i við- blasandi atburði og reynslu höfundar sjálfs i Spán- arstyrjöldinni. í bókinni er allt þetta augljóst, þó að blekkingum sé nú beitt og verður á það minnzt hér á eftir. En fyrst skulum við óska afmælisbarn- inu, Félagi frjálshyggjumanna, til hamingju með áfangann og þann árangur, sem félagið hefur náð á stuttum ferli sínum. Það er rétt, sem Hannes H. Gissurarson hefur sagt, að nú er svo komið, að enginn hefur áhuga á deilum milli marxista og lýðræðissinna, heldur mun athyglinni verða beint að þeim ágreiningi, sem verður innan raða frjálshyggjumanna, svo mjög sem þeim hefur orðið ágengt og svo mikla athygli, sem störf þeirra og stefna hafa vakið, ekki sízt meðal ungs fólks. Tímaritið Frelsið er einn af ávöxtum þessarar baráttu og áður en vikið verður nánar að Orwell er ástæða til að vitna í upphafsorð þess, eða aðfaraorð fyrsta heftis 1980, en í þessi orð vitnaði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, sem flutti aðalhá- tíðarræðu kvöldsins. I stefnuyfirlýsingu Frelsisins segir m.a.: „Sú er sannfæring frjálshyggjumanna, að því hníga öll rök og reynslan sýnir það einnig, að frelsið sé skilyrði fyrir þroska einstaklingsins og vexti atvinnulífsins. Einstaklingsfrelsi innan marka laga og siðferðis verður Ieiðarljósið í því tímariti, sem nú hefur göngu sína. Þetta leiðarljós getur slokknað, ef ekki er að gáð. Hættur steðja nú að hinum frjálsu þjóðum að innan og utan. Hættan að utan felst í hernaðarmætti alræðisherranna. Hún dylst að vísu fáum. En margir sjá ekki hætt- una að innan — af síauknum rikisafskiptum síð- ustu áratuga. þeir skilja það ekki, að án atvinnu- frelsis er einstaklingsfrelsið nafnið tómt. Verkefni íslenzkra frjálshyggjumanna eru mörg næstu árin. Leggja ber hinum nýju frelsishreyfing- um í alræðisríkjunum siðferðilegt lið, hrekja goð- sagnir samhyggjumanna eða sósíalista um skipu- lag séreignar, einkaframtaks og atvinnufrelsis og tröllasögur þeirra um iðnvæðingu — sem er íslend- ingum lífsnauðsynleg — berjast fyrir lýðræði í verkalýðs- og samvinnufélögunum, en gegn mis- notkun valds þessara fjöldasamtaka og benda á færar leiðir út úr þeim ógöngum, sem islenzka þjóðin hefur ratað í... Og enn er það, að tímarit er næstum því ómissandi, ef ná á tilgangi félagsins, sem er að safna og miðla upplýsingum um frjáls- hyggju og andstæðu hennar, samhyggjuna, í hinum þremur gerðum hennar, lýðræðis-samhyggju sósí- alista, byltingar-samhyggju kommúnista og þjóð- ernis-samhyggju fasista. Hugsuðurinn heimskunni, Friedrich A. Hayek, sýndi Félagi frjálshyggjumanna þá vinsemd að gerast ráðgjafi (advisory editor) tímaritsins. hann hefur skýrt nútímafrjálshyggju betur en flestir aðrir. Frjálshyggjumenn fylgja honum þó ekki í blindni fremur en neinum öðrum. Það band sem bindur þá saman er ofið úr hugsjónum, en ekki fylgispekt við einstaklinga. Varla þarf heldur að minna á það, að frjálshyggjan getur aldrei orðið sér- eign neins eins flokks og hlýtur takmarkið í hug- myndabaráttunni reyndar aö vera að gera hana aö sameign allra lýðræðisflokkanna... Mestu máli skiptir að hætta þrætum, en hefja rökræður." Harmsaga Winstons Og nú skulum við snúa okkur að því að sýna fram á, hvers konar blekkingar það eru, þegar marxistar halda því fram, að 1984 fjalli ekki um alræðisríki kommúnismans, heldur tækniþróun í vestrænum lýðræðisríkjum. í sögunni segir m.a.: „Heimurinn úti fyrir var kuldalegur, jafnvel þótt glugginn væri lokaður. Vindhviður þeyttu ryki og pappírsslitrum hátt í loft niðri á götunni og þótt sólin skini og himinninn væri heiður og blár virtist hvergi um nein litbrigði að ræða nema á auglýsingunum, er blöstu við hvert sem litið var. Andlitið með yfirskeggið mikla litað- ist um af hverju götuhorni. Eitt var á húsinu beint á móti, Stóri bróðir hefur gætur á þér, stóð undir myndinni, en augun á henni horfðust í augu við Winston. Niðri við götu var önnur slík mynd, en rifið var upp í eitt hornið á henni, svo að það slóst til fyrir vindinum og sást þá endrum og eins þetta eina orð ENSOS. í nokkurri fjarlægð kom þyrla fljúgandi innan um húsin, nam svo staðar á fluginu eins og fiskifluga, en skundaði svo leiðar sinnar. Þetta var umferðarlögreglan, sem var að gægjast inn í íbúðir manna, en það gerði ekki mikið til. Það var Hugsanalögreglan, sem ástæða var til að óttast. Að baki Winstons var röddin í firðtjaldinu enn að rausa um stangajárn og að farið hefði verið fram úr níundu Þriggja-ára-áætluninni. Firðtjald- ið var í senn við- og senditæki. Þaðnam hvert hljóð frá Winston, ef hann hafði hærra en sem svaraði lágum hvíslingum. Auk þess var líka hægt að sjá hann meðan hann var innan sviðs málmþynnunn- ar. Að sjálfsögðu var ekki hægt að vita, hvort hafð- ar væru gætur á mönnum á einhverju vissu augna- bliki. Enginn vissi, hversu oft eða hvenær Hugs- analögreglan tók sambandið við hvert einstakt firðtjald. Það var einnig hugsanlegur möguleiki, að hafðar væru gætur á öllum mönnum samtímis. Víst var að minnsta kosti, að hún gat sett sig í samband við hvaða firðtjald sem var, hvenær sem henni bauð svo við að horfa. Menn urðu að lifa — lifðu raunar, af vana, sem var orðinn að eðlisávísun — í þeirri sannfæringu, að lögreglan heyrði hvert hljóð og fylgdist með öllum hreyfingum þeirra nema þegar myrkt var.“ „Hugrenningarglæpum var ekki hægt að leyna um alla eilífð. Það var hægt að leika lausum hala nokkra hríð, árum saman jafnvel, en fyrr eða síðar myndi lögreglan handsama hann." „Þetta var frú Parsons, eiginkona nágrannans á sömu hæð. (Flokkurinn kunni því ekki að notað væri orðið „frú“ — til þess var ætlast, að menn ávörpuðu hver annan „félagi“ — en gagnvart sum- um konum notuðu menn þetta orð ósjálfrátt.)" „Winston seildist niður og klóraði sér á fleiðrinu á fætinum. Hann var farið að klæja í því aftur. Það sem hugsanir hans snerust alltaf til aftur var að ómögulegt var að vita, hvernig líf manna hafði raunverulega verið fyrir Byltinguna. Hann dró upp úr skúffu eintak af mannkynssögu fyrir börn, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.