Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1984 25 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 26. maí MorininbMiA/RAX. hann hafði fengið að láni hjá frú Parsons, síðar ritaði hann eftirfarandi úr henni i dagbók sína: „í gamla daga (stóð þar), fyrir hina dýrðlegu Byltingu var London ekki hin fagra borg sem við þekkjum í dag. Hún var dimmur óhreinn eymdar- staður, þar sem varla nokkur maður hafði nóg að eta og þar sem hundruð og þúsundir fátaeklinga höfðu ekki skó til að ganga í eða þak yfir höfuðið. Börn, sem voru ekki eldri en þið, urðu að vinna 12 stundir á degi hverjum fyrir grimmlynda hús- bændur, sem hýddu þau með svipum, ef þau unnu of hægt og gáfu þeim ekkert annað að eta en gaml- ar brauðskorpur og vatn. En í allri þessari ægilegu fátækt voru örfá ákaflega stór og falleg hús og í þeim bjuggu ríkir menn er höfðu allt að 30 þjónum til að stjana undir sér. Þessir ríku menn voru kall- aðir kapítalistar. Þeir voru feitir, ljótir menn, illi- legir á svipinn, eins og sá, sem myndin er af á blaðsíðunni hér á móti. Þið sjáið, að hann er klædd- ur síðum, svörtum frakka, sem kallaður var lafa- frakki og á höfðinu er hann með einkennilegan, skínandi hatt, sem er eins og ofnrör og var kallaður pípuhattur. Þannig var einkennisbúningur kapítal- istánna og engir aðrir máttu klæðast honum. Kap- ítalistarnir áttu allt í öllum heiminum og allir aðr- ir voru þrælar þeirra. Þeir áttu allt landið, öll húsin, allar verksmiðjurnar og alla peningana. Ef einhver óhlýðnaðist þeim gátu þeir varpað honum í fangelsi, eða þeir sviptu hann vinnunni og létu hann deyja úr hungri. Þegar venjulegur maður tal- aði við kapítalista varð hann að skríða og beygja kné fyrir honum og ávarpa hann „herra“. Por- sprakki kapítalistanna var kallaður konungur, og...“ „Sagan byrjaði raunverulega um miðjan sjöunda tug aldarinnar, á tímabili hreingerninganna miklu (þ.e. hreinsana Stalíns), þegar hinum upprunalegu leiðtogum Byltingarinnar var komið fyrir kattar- nef í eitt skipti fyrir öll. Árið 1970 var enginn þeirra eftir nema Stóri bróðir einn. Um það leyti hafði grímunni verið svipt af hinum öllum og því ljóstrað upp, að þeir væru svikarar og gagnbylt- ingarseggir. Goldstein var flúinn og fór huldu höfði. Enginn vissi hvar og af hinum höfðu fáeinir horfið, en meirihlutinn verið tekinn af lífi eftir opinber réttarhöld, sem vöktu feikilega athygli, en við þau höfðu þeir játað glæpi sína. Meðal þeirra sem eftir lifðu voru þrír menti er hétu Jones, Ar- onson og Rutherford. Það hlaut að hafa verið árið 1965, sem þeir voru teknir höndum. Eins og oft átti sér stað hurfu þeir í ár eða þar um bil, svo að enginn vissi, hvort þeir voru lífs eða liðnir, en þá höfðu þeir skyndiiega verið dregnir fyrir dómara og látnir játa glæpi sína á venjulegan hátt. Þeir höfðu játað að hafa haft samband við fjandmenn- ina (sem höfðu einnig verið Evrasíumenn um það leyti), stolið af opinberu fé, myrt ýmsa trúnaðar- menn Flokksins, efnt til samblásturs gegn forystu Stóra bróður, sem hafði hafizt fyrir Byltinguna og unnið spellvirki, sem urðu hundruðum þúsunda að bana. þegar þeir höfðu játað allt þetta, höfðu þeim verið gefnar upp sakir, þeir verið teknir í flokkinn á ný og þeim fengnar stöður sem voru í rauninni ekkert annað en nafnið, þótt þær virtust mikilvæg- ar.“ „Winston hafði það á tilfinningunni, þótt stað- reyndir og dagsetningar væru þegar farnar að ger- ast óljósar, að hann hefði heyrt þeirra getið fyrr en Stóra bróður, en þeir voru líka sekir skógarmenn, sem enginn mátti hafa samneyti við, dæmdir með algerri vissu til lífláts eftir eitt eða tvö ár. Enginn slapp sem hafði einu sinni lent í höndum Hugsana- lögreglunnar. Þeir voru aðeins hræ, sem biðu eftir því að vera send í gröfina í annað sinn.“ „Sennilega höfðu játningarnar verið endursamd- •ar hvað eftir annað uns upprunalegu staðreyndirn- ar og dagsetningarnar skiptu engu máli. Fortíðin var ekki aðeins breytingum háð, heldur tók hún sífelldum stakkaskiptum. Hinn nærtæki hagnaður af fölsun fortíðarinnar lá í augum uppi, en endan- legur tilgangur var þoku hulinn." „Hann hugleiddi nú eins og svo oft áður, hvort hann væri orðinn vitskertur, kannski vitfirringur væri aðeins eins manns minnihluti. (Sbr. geð- veikrahælin í Sovétríkjúnum.) Einu sinni hafði það verið talið tákn vitfirringar ef menn trúðu því, að jörðin gengi umhverfis sólina; í dag að trúa því, að fortíðin væri ekki breytingum undirorpin. Hann gæti verið eini maðurinn er væri þeirrar skoðunar og væri hann sá eini, þá var hann vitskertur, en hann gerði sér ekki mikla rellu út af hugleiðingum sínum um, að hann kynni að vera vitfirringur — hið ægilega var það, að hann kynni einnig að hafa á röngu að standa." „Hann tók upp mannkynssögu barnanna og virti fyrir sér myndina af Stóra bróður, sem birt var fremst í henni. Dávalusaugu hans horfðust í augu við Winston. Það var eins og eitthvert ægivald legðist á mann — eitthvað sem þröngvaði sér inn fyrir höfuðkúpu manns, lemdi á heilanum, skelfdi mann frá skoðunum sínum, teldi hann á að hafna vitnisburði skilningarvita sinna. Um það er lyki mundi Flokkurinn láta boð út ganga um það, að tveir og tveir væru fimm og menn mundu leggja trúnað á það. Það var óhjákvæmilegt, að því yrði haldið fram fyrr eða síðar — rökvísi aðstöðu þeirra krafðist þess. Lífsspeki þeirra neitaði því ekki að- eins með þögninni, að til væri gildi reynslunnar, heldur yfirleitt að til væri ytri raunveruleiki. Heil- brigð skynsemi var hin versta af öllum trúarvillum og það ægilega var ekki að þeir gátu drepið menn fyrir að vera á annarri skoðun, heldur hitt, að verið gat, að þeir hefðu á réttu að standa því hvernig. getum við raunverulega vitað, að tveir og tveir séu fjórir? Eða að þyngdarlögmálið sé ekki vitleysa? Eða, að fortíðin sé óumbreytileg? Ef bæði fortíðin og hinn ytri heimur eru aðeins til í huga manns og ef hægt er að hafa hemil á huganum — hvað þá?“ „ENSOS, sem spratt upp af hinni fyrri sósíalista- hreyfíngu og tileinkaði sér orðfæri hennar, hefur raunverulega framkvæmt meginatriði stefnuskrár sósíalista með þeim afleiðingum, sem sjá mátti fyrir og stefnt var að, að ójöfnuður er orðinn var- anlegt ástand." ENSOS var einmitt hin sósíalíska stefna í Eyjahafi Winstons og merkilegt er, að Orwell skuli einmitt hafa notað þetta orð, Eyjahaf eða Gúlag öðru nafni, löngu áður en Solzhenitsyn upplýsti, hvernig ástandið í þrælabúðunum er þar um slóðir, en sem kunnugt er, þá er 1984 fyrst gefið út á frummálinu 1949 og skrifað árið áður. Að lokum skulum við taka þessa lýsingu George Orwells á alræðisríki kommúnismans: „Að þessu athuguðu má sjá fyrir sér, ef maður þekkir hana ekki nú þegar, hina almennu byggingu þjóðskipu- lags Eyjaálfu. A tindi pýramídans er Stóri bróðir. Stóri bróðir er óskeikull og almáttugur, sérhvert afrek, vel- gengni eða sigur. Allar vísindalegar uppgötvanir, öll þekking, öll vizka, öll dyggð — allt á þetta rætur sínar að rekja til forystu hans eða innblásturs. Eng- inn hefur nokkru sinni séð Stóra bróður. Hann er andlit sem blasir við ofan á húsveggjum, rödd sem bergmálar frá firðtjaldinu. Nokkurn veginn má telja öruggt, að hann sé eilífur og nú þegar greinir menn mjög á um hvenær hann fæddist. Stóri bróðir er það gerfi, sem Flokkurinn kýs að sýna sig í fyrir heimin- um. Starf hans er að orka sem brennidepill kærleika, ótta og virðingar, en það eru tilfinningar, sem auð- veldara er að bera í brjósti gagnvart einstaklingi en kerfi. Fyrir neðan Stóra bróður kemur Innsti hringurinn, en í honum eru um 6 milljónir, eða tæplega tveir af hundraði íbúa Eyjaálfu. Fyrir neð- an innsta hringinn kemur Ytri hringur, en hann mætti nefna hendur ríkisins, ef innsti hringurinn er heiiinn. Síðan kemur svo fáfróður fjöldinn, sem venjulega er nefndur „prólar“, en þeir eru um 85% íbúanna. í fyrri merkingu eru „prólarnir" lágstétt, því að þrælarnir frá löndunum við miðbik jarðar, sem eigendaskipti verða sífellt að, eru ekki óbreyt- anlegur eða nauðsynlegur hluti kerfisins." Eyjaálfan - Ríki kommúnismans Enginn þarf að velkjast í vafa um við hvað er átt í skáldsögu George Orwells 1984, þegar litið er á framangreindar tilvitnanir. Það er að sjálfsögðu deginum ljósara. Þeir, sem reyna að beina athygl- inni frá staðreynd þessa grundvallarrits og raunar pólitískri biblíu lýðræðis- og frjálshyggjumanna, eru í raun og veru klaufskir blekkingarmeistarar, sem eru eins og leikbrúður í hendi einhvers Stóra bróður, strengjabrúður, sem er stjórnað með sýni- legum strengjum. Svo skörp og hárnákvæm er framtíðarsýn Orwells, að hann sér jafnvel fyrir flotaæfingar Sovétríkjanna á Norður-Atlantshafi nú nýlega. Hann spáir því, að Sovétríkin eigi eftir að koma sér upp mikiili flotastöð á þessu hafi, þar sem úir og grúir a^atómsprengjum í ósýnilegum kafbátum undirdjúpanna*, enda er það orðin'sögu- leg staðreynd, því miður, að Ísland er eitt þeirra ríkja, sem á landamæri að Sovétríkjunum. Það er ógnvænleg aðvörun í þessum orðum George Orwells í skáldsögu hans 1984 — orð, sem íslend- ingar skyldu aldrei gleyma í friðarbaráttu sinni: „Þegar hann var kominn inn í íbúð sína gekk hann hvatlega fram hjá firðtjaldinu og settist aftur við borðið. Hann strauk auma blettinn í hnakkanum. Nú heyrðist ekki lengur tónlist frá firðtjaldinu. Þess í stað las stuttaraleg hermannsrödd — með hrottalegri gleði — lýsingu á vopnabúnaði hins nýja Flotvirkis, sem hafði fyrir skemmstu verið lagt við akkeri milli íslands og Færeyja." Svo magnaður er uggur þessarar bókar, svo mik- ið erindi á hún við okkur og svo óhugnanleg eru varnaðarorð hennar. * (sjá grein á næstu opnu þar sem fjallað er um herstöðvar sovézka hersins á Kola-skaga: „Mestu hernaðarumsvif í víðri veröld — norð- ur af íslandi“.) „í gamla daga (stóð þar), fyrir hina dýrðlegu Byltingu var London ekki hin fagra borg sem við þekkjum í dag. Hún var dimmur óhreinn eymdarstaður, þar sem varla nokkur maður hafði nóg að eta og þar sem hundruð og þús- undir fátækl- inga höfðu ekki skó til að ganga í eða þak yfir höfuðið. Börn, sem voru ekki eldri en þið, urðu að vinna 12 stundir á degi hverjum fyriis grimmlynda húsbændur, sem hýddu þau með svipum, ef þau unnu of hægt og gáfu þeim ekk- ert annað að eta en gamlar brauðskorpur og vatn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.