Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 HöfuðstöAvar sovézka Norðursjávarflota eru í Severomorsk, 15 km austar en Murmansk, og er hann talinn öflugasti floti Sovétríkjanna. Höfuöstöðvar sovézka hersins á Kola-svæöinu: Mestu hernaðarum- svif í víðri veröld — norður af íslandi Á Kola-svæðinu í kringum Murmansk og Severomorsk eru ógnvekjandi höfuðstöðvar sovézka hersins, bæði flug- hers, flota og landhers. Að áliti sérfræðinga eru á þessu svæði mestu hernaðarumsvif í víðri veröld. Sovézki flotinn hefur á undanförnum 20 árum eytt stórum hluta útgjalda sinna á Kola-svæöinu. Árangur þessarar uggvænlegu upp- byggingar, sem á í raun og veru rætur að rekja til heims- valdadraums Nikulásar II Rússakeisara birtist óvænt í apríl sl., þegar fleiri en 100 sovézk herskip söfnuðust allt í einu saman til æfinga út af strönd Noregs. Þessar æfingar voru raunar ögrun við Norðurlandaríki, sem hafa frið á stefnuskrá sinni, en hafa þó reynt að tryggja öryggi sitt með ýmsum hætti. Heimsvaldadraumur Nikulásar keisara birtist í útþenslustefnu sovézkra kommúnista svo að segja má með sanni, að Sovétríkin séu farvegur fyrir hugmyndir keisarans og heimsvaldastefnu Leníns, sem byggir á heimsbyltingu kommúnismans að fyrirsögn Karls Marx. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Sovétmenn aukið flota sinn á norðurslóðum upp í 350 ný- tízkuleg herskip og kafbáta, auk alls kyns hernaðarmannvirkja af öðru tagi. Þessi floti hefur höfuðstöðvar í Severomorsk, sem er 15 km austar en Murmansk og er hann talinn sterkasti floti Sovétríkj- anna, enda hefur verið lögð meiri áherzla á uppbyggingu hans en Kyrrahafsflota Rússa, Eystrasalts- og Svartahafsflot- ans. Stolt þessa norðurslóðaflota er kjarnorkuknúið 37 þúsund tonna flugvélamóðurskip, Kiev, því fylgir 28 þús. tonna orrustuskip, Kirov, einnig kjarnorkuknúið og að sjálfsögðu búið eldflaugum, en fjöldi herskipa og kafbáta Sovétmanna á þessum slóðum hefur innanborðs mikið magn af ógnvekjandi atómvopnum. í þe3sum flota eru 76 beitiskip, tundurspillar og freigátur, sum einnig kjarnorkuknúin. í þessum flota eru einnig 190 kafbátar með helming eldflauga sovézka kafbátaflotans innanborðs og geta þær náð til fjarlægra landa. Stærsta kafbátasmíðastöð heims er sunnan Kola-skagans, í Sev- erodvinsk handan Hvíta hafsins. Flugherinn í norðurflotanum sovézka hefur 320 flugvélum yfir að ráða og 40 flugbrautum, sem dreift er um allt Kola-svæðið. í þessum flugflota eru 170 sprengju- og könnunarflugvélar með miklu flugþoli, þar á meðal Birnirnir svonefndu sem þrýsta sér viðstöðulaust nær og nær lofthelgi fslands. Frá landamærum Noregs að Beringssundi í austri búa 17 millj. sovézkra þegna norðan heimskautsbaugs, ein milljón þeirra á Kola-skaga. Þangað nær Gúlagið, jafnvel til Murmansk. Á veginum milli Murmansk og Kola eru tvær stórar þrælabúðir með varðturnum og gaddavirs- girðingum. Þar eru m.a. þeir, sem eru reknir áfram við vega- gerð og aðrar framkvæmdir í þessu þrælaríki kommúnismans. öll beinast þessi umsvif að höfuðóvininum, vestrænum lýð- ræðisríkjum. Það er einkennileg þróun með tilliti til þess, að til Murmansk komu í síðustu styrj- öld stærstu skipalestirnar frá Bandaríkjunum og höfðu að margra áliti úrslitaáhrif á gang styrjaldarinnar í Sovétríkjun- um. Þangað voru flutt hergögn- in, sem Bandaríkjamenn sendu Sovétmönnum í stríðinu, skriðdrekar, herflugvélar og önnur hergögn. Þýzkir kafbátar sátu fyrir þessum skipalestum og voru þessar ferðir taldar ein- hver hættulegustu hernaðar- umsvif í síðasta stríði, enda háttaði margur sjómaðurinn í björtu vegna þess að Bandaríkin sendu Sovétmönnum þessa að- stoð. Þessar skipalestir eru okkur Noríurpóll ISLAND Noregshof I i SVÍÞJÓQ -f—-’' . _ . Murmansk ,a( _____ _ N0REGUR-//;-' l •^^•Severomorsk rV Severodvinsk ?NApQHty FINNLAND 0 500 1000 1500 2000 km I L Murman.sk — jafnvel hingað nær Gúlagið. Á veginum milli Murman.sk og Kola eru tvær stórar þrælabúðir með varðturnum og gaddavírsgirðing- um. Þar eru m.a. þeir, sem eru reknir áfram við vegagerð og aðrar framkvæmdir í þessu þrælaríki kommúnismans. fslendingum ekki ókunnugar því að þær fóru hér um og þá hafði ísland miklu hernaðarlegu hlut- verki að gegna, ekki síður en nú, því miður mundu einhverjir segja. En við erum samt stolt af því að hafa átt þátt í að ráða niðurlögum brjálæðislegrar stefnu Hitlers og hundóðra fylg- ismanna hans. Nú erum við jafn stolt af því að eiga þátt i að stemma stigu við heimsvalda- stefnu sovézka kommúnismans, ef það verður þá hægt. En eitt er víst, að atómvopnalaust svæði verður aldrei á Norður- Atlantshafi fyrr en dregið hefur úr þeim hernaðarumsvifum, sem nú hefur verið á minnzt og þau verða einungis bundin við Bar- entshafið norður af Sovótríkjun- um. Ekki virðist nú mikið útlit á því eins og horfir. Friðarboð- skapur er fagur boðskapur, en við skulum ekki láta blekkja okkur með friðartali, meðan þessi ógn er við bæjardyr okkar. Það er kannski tímanna tákn, að í kirkjugarði í hlíðinni ofan við Murmansk hvíla dauðir banda- rískir og brezkir sjómenn, sem nazistar drápu í síðasta stríði. Sovétstjórnin hefur lagt bann við því að gengið sé að gröfum þeirra. HVITASUNNUFERÐ París — Amsterdam — London 9 dagar: Brottför föstud. 8. júní — aöeins fimm vinnudagar. Þrjár girnilegar og skemmtilegar stórborgir og ekiö um fögur héruö Frakklands, Belgíu, Hollands og Suöur-Englands. Einstaklega hagstætt verö frá kr. 17.400. Innifaliö flug, gisting morgunveröur. Bilferö meö íslensk- um fararstjóra og skoöunarferöir í Paris, Briissel, Amsterdam og London. (Fararstjóri Guöni Þórðarson). Aörar feröir okkar: Meö eöa án Lundúnaviökomu. Mallorca, Tenerife, Malta, Grikkland, flug og bíll o.fl. Flugferðir — Sólarflug Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.