Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 36
Y*r> 36_____________MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984_ Vill landbúnaðarráðherra algert stríð við neytendur? — eftir Jón Magn- ússon, formann Neyt- endasamtakanna í einni frægustu ræðu, sem haldin hefur verið síðan sögur hófust, spurði rómverski ræðu- snillingurinn Cicero, í upphafi máls síns þessarar spurningar: „Hversu lengi ætlar þú Catilina að misbjóða þolinmæði okkar?" Ræð- an fjallaði um þá ógn sem þjóðfé- laginu stafaði af Catilinu þessum og skósveinum hans. 1 dag mætti eins spyrja landbúnaðarráðherra: „Hversu lengi enn ætlar þú, Jón Helgason, að misbjóða þolinmæði vorri?“ Nægir ekki að flett hefur verið ofan af þeirri óhæfu sem við- gengst í sölumálum kartaflna og ýmissa annarra garðávaxta, eiga forustumenn framleiðenda búvöru alltaf að ráða? Á eingöngu að taka tillit til framleiðenda? Og telur þú, Jón Helgason, að neytendur séu til orðnir til að þjóna hags- munum framleiðenda eða öfugt? Allar gerðir landbúnaðarráðherra undanfarið benda til þess, að hann telji eðlilegt að stefna í algert stríð við neytendur í landinu til að vernda úrelt sölufyrirkomulag og dreifingarkerfi á kartöflum. Grænmetisverslun landbúnaðarins Skv. lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins frá 1981 segir að Framleiðsluráðið skuli stuðla að því, að fullnægt verði sanngjöm- um óskum framleiðenda og neyt- enda, þetta ákvæði er í þeim kafla sem fjallar um sölu á kartöflum og stjórn Grænmetisverslunar landbúnaðarins. Sanngjarnar kröfur neytenda hljóta að vera, að fá góða, óskemmda vöru á sann- gjörnu verði, enda er kveðið á um það í 3. gr. reglugerðar um Græn- metisverslunina. Þessi lagaákvæði eru í sjálfu sér góð og blessuð, en það er ekkert tillit tekið til þeirra af yfirstjórn Grænmetisverslun- arinnar, Framleiðsluráði landbún- aðarins. Neytendur eru aldrei spurðir álits, þeir eiga engan að- gang að þessu sölufyrirtæki og ítrekuðum ábendingum um léleg vörugæði er ekki sinnt. Þannig hefur starfsemi Grænmetisversl- unarinnar verið háttað á undan- förnum árum. Það er út af fyrir sig nokkuð sérstakt, að þeir sem taldir eru af löggjafanum hæfast- ir til að vera einráðir um heildsölu og innflutning á kartöflum og ýmsum öðrum garðávöxtum skuli vera helstu fulltrúar og verjendur hagsmuna kúa- og kindabænda. Mér er það hulin ráðgáta hvaðan þeim kemur sú víðtæka þekking, sem fær löggjafann til að heimila þeim slíkt einokunarvald á inn- flutningi og sölu þessara mikil- vægu neysluvara. Hvað sem því líður, þá er hér enn eitt dæmi þess að Framleiðsluráð landbúnaðarins vill hafa alla framleiðslu og sölu á íslenskum og innfluttum landbún- aðarafurðum í hendi sér, svo að ráðið geti ráðskast með hlutina sér og sínum til framdráttar eftir eigin geðþótta án þess að taka nokkuð tillit til eðlilegra við- skiptahátta. Þessi einokunar- og valdsöfnunarviðhorf komu vel í ljós, þegar Framleiðsluráðið gerði tilraun til þess á síðasta ári að ná tangarhaldi á frjálsum greinum landbúnaðarins; kjúklingum, eggj- um og svínum. Sú atlaga Fram- leiðsluráðsins að eðlilegum við- skiptaháttum mistókst og þar urðu vatnaskil. Allur almenningur gerir sér grein fyrir því nú að það sölukerfi, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins vill byggja upp og viðhalda er andstætt hagsmunum hans og mun ekki líða, að lengi verði haldið áfram á sömu braut. Það kann hins vegar að taka tíma að ná fram verulegum breytingum vegna þeirrar valdastöðu og póli- tísku áhrifa, sem Framieiðsluráð- ið hefur í þjóðfélaginu. Könnun Neytenda- samtakanna Á undanförnum árum hefur, iðulega verið kvartað til Neyt- endasamtakanna vegna lélegra gæða kartaflna. Mótmælum og ályktunum samtakanna hefur í engu verið sinnt og sýnir það eitt virðingu Framleiðsluráðs land- búnaðarins, yfirstjórn Grænmet- isverslunar landbúnaðarins, fyrir þeim lagaákvæðum, sem um stofnuna gilda, þar sem skýrt er kveðið á um að taka beri tillit til sjónarmiða neytenda. Svo rammt kvað að þessum kvörtunum í vor að Neytendasamtökin ákváðu að kaupa ákveðið magn af kartöflum í ýmsum verslunum og láta meta þær kartöflur, sem neytendum var boðið sem 1. flokks vara út úr búð. Niðurstaðan var sú, að þriðjungur af vörunni var dæmdur í 3. flokki eða ósöluhæfur. Viðbrögð forustu- manna Grænmetisverslunarinnar voru þau, að kenna kaupmönnum um. Geymslu þeirra var ábótavant að mati þeirra grænmetismanna og í því fólst, að allt væri í lagi með vöruna frá þeim. Þegar þann- ig var tekið á málinu og kvörtun- um linnti ekki var ákveðið að láta meta kartöflur í pökkunarsal Grænmetisverslunarinnar. Niður- staðan var sú, að tvær af hverjum þremur kartöflum, sem selja átti sem fyrsta flokks vöru, flokkuðust í þriðja flokk eða neðar. Viðbrögð forustumanna Grænmetisversl- unar landbúnaðarins voru þau við þessum niðurstöðum, að halda áfram að aka þeim út í verslanir til að selja neytendum sem fyrsta flokks vöru. Neytendasamtökin kröfðust þess þá að Hollustuvernd ríkisins gripi í taumana og boðuðu til kartöfluverkfalls neytenda. Eftir tveggja daga þóf sendi Holl- ustuvernd ríkisins loks frá sér til- mæli um innköllun kartaflna til Grænmetisverslunar landbúnað- arins. Yfirstjórn Grænmetisversl- unarinnar hundskaðist þá til þess að innkalla skemmdu kartöflurn- ar í bili. Ég þekki ekkert dæmi þess á síðari árum, að söluaðili leyfi sér að koma fram með slíkum endemum gagnvart neytendum og Grænmetisverslun landbúnaðar- ins gerði í þessu máli; þ.e. að þrátt fyrir borðliggjandi sannanir hélt stofnunin áfram að selja skemmda vöru. Það er síðan ann- aðhvort kaldhæðni örlaganna eða sýnir óendanlega kímnigáfu Inga Tryggvasonar, yfirstjórnanda Grænmetisverslunarinnar, þegar hann lýsir því yfir það þegar svo rækilega hefur verið flett ofan af vörusvikum fyrirtækis hans, að ekki megi undir nokkrum kring- umstæðum gefa innflutning kart- aflna frjálsan vegna þess að þá sé hætt við að gæði kartaflnanna verði lakari. Mér er spurn, hvernig er það hægt miðað við reynsluna af Grænmetisverslun landbúnað- arins. Krafa um rannsókn Þriðjudaginn 15. maí sl. kröfð- ust Neytendasamtökin þess af rík- isstjórninni að hún hlutaðist til um að fram færi rannsókn á inn- flutningi Grænmetisverslunar landbúnaðarins á finnskum kart- öflum til landsins og dreifingu þeirra í verslanir. Þegar þetta er skrifað eru 10 dagar frá því að krafa þessi var afhent forsætis- ráðherra. Þar sem ekki hefur bor- ist svar enn er óhjákvæmilegt að líta svo á, að ríkisstjórnin virði samtök neytenda svo lítils, að ástæðulaust sé að sýna þeim þá lágmarkskurteisi að svara mála- leitan þeirra. En hvers vegna er farið fram á, að ríkisstjórnin hlut- ist til um rannsókn á málinu? Ein- faldlega vegna þess, að innflutn- ingurinn er með sérstöku leyfi landbúnaðarráðherra, lögum sam- kvæmt, til stofnunar, sem ríkis- valdið hefur veitt einokunarvald til sölu á þessari vörutegund. Inn- flutningurinn og salan er því að verulegu leyti á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar. Þessi innflutningur og sala var vægast sagt með all- sérstæðum hætti og þegar fram- koma Grænmetsverslunarinnar er með þem hætti, sem áður er lýst, er óneitanlega eðlilegt að kjörnir hagsmunagæslumenn almennings, ríkisstjórnin, telji sér skylt að láta kanna þegar fyrirtæki á hennar vegum selur fólkinu i iandinu skemmda matvöru. Með því að virða beiðni Neytendasamtakanna ekki svars hefur ríkisstjórnin í raun hafnað henni. Slík afstaða ríkisstjórnarinnar þýðir einfald- lega það, að hún fallist á þau vinnubrögð, sem yfirstjórn Grænmetisverslunarinnar hefur sýnt í kartöflumálinu, og hafi ekk- ert við þau að athuga og virði sjónarmið neytenda að vettugi. Vilji fólksins er skýr f undirskriftasöfnun sem Neyt- endasamtökin gengust fyrir með stuðningi ýmissa samtaka brugð- ust neytendur vel við. Yfir 20.000 íbúar á höfuðborgarsvæðinu kröfðust þess með undirskrift sinni, að innflutningur á kartöfl- um yrði gefinn frjáls. Undir- skriftasöfnunin stóð einungis í rúma tvo daga í verslunum og er það mesta þátttaka í undirskrifta- söfnun hér á landi á svo skömm- um tíma. Meirihlutaviljinn er því skýr í þessu máli. Um leið og ég vil þakka þeim fjölmörgu neytendum, sem undirrituðu áskorunina um frjálsan innflutning og hættu neyslu óþverrans frá Grænmetis- versluninni eftir beiðni Neytenda- samtakanna, ítreka ég að viðbrögð neytenda sýna ótvírætt að fólkið í landinu krefst þess, að síðustu leifar einokunar og úrelts verslun- arfyrirkomulags verði afnumdar, en að sömu skipan verði komið á um innflutning á kartöflum og gildir um t.d. sölu á ferskum ávöxtum hér á landi. Yfirlýsing Stein- gríms ráðherra Nokkru áður en undirskrifta- söfnun NS lauk lýsti forsætisráð- herra því yfir opinberlega, að hann vildi sem frjálsastan inn- flutning á kartöflum. Jafnframt sagðist hann vera sannfærður um að leyfi til innflutnings yrði veitt einkafyrirtækjum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði af þessu tilefni, að innflutningsleyfi fyrir kartöflum yrði að veita einkaaðilum. Skv. lögum hefur landbúnaðarráðuneytið einkarétt til að flytja til landsins kartöflur og nýtt grænmeti. Innflytjendur þessara vara gátu eftir jafn af- dráttarlausar yfirlýsingar for- Jón Magnússon manna beggja stjórnarflokkanna verið vissir um, að innflutnings- leyfi yrðu veitt fyrir kartöflu- innflutningi að fullnægðum öðrum skilyrðum. Nokkrir aðilar hófust því handa og pöntuðu kartöflur og báðu um innflutningsleyfi. Ég hygg að á þeim tíma hafi flestir talið fullvíst að frelsi í innflutn- ingi kartaflna væri orðin stað- reynd og ofurvald Grænmetis- verslunarinnar fyrir bí. En kerfið lætur ekki að sér hæða. Kerfið átti réttan mann á réttum stað. Jón Helgason landbúnaðarráðherra átti eftir að leggja sína gjörvu hönd á verkið. Skolla- og feluleikur landbúnadarrádherra Viðbrögð .Jóns Helgasonar við áskorun 20.000 íslendinga um frelsi á innflutningi kartaflna og yfirlýsingu formanns síns og for- sætisráðherra voru þau að skipa 7 manna nefnd til að fjalla um mál- ið. Nefndarskipun þessi var alger- lega ástæðulaus. Ráðherra hafði allar heimildir sínar í höndum skv. lögum. Nefndarskipunin var eingöngu til þess að tefja tímann, flækja málið og gefa ráðherranum skálkaskjól. Skrifstofustjóri land- búnaðarráðuneytisins var gerður að formanni nefndarinnar og nefndin að öðru leyti skipuð að geðþótta landbúnaðarráðherra, að sjálfsögðu nánast eingöngu af fulltrúum framleiðenda. Formað- ur nefndarinnar píndi síðan bókun út úr nefndinni, þar sem nefndin ræður eindregið frá því, að ákveða breytingu á sölukerfi kartaflna, án þess að málið fái frekari um- fjöllun. Meðan starfsmaður ráð- herra var að pína þessa bókun út úr nefndinni var ráðherra í felum, en kom í leitirnar nokkru eftir að bókunin hafði verið gerð og hafði þá bréf meðferðis, þar sem skýrt er frá framangreindri bókun svo og því að Framleiðsluráð landbún- aðarins vilji ekki taka afstöðu til einstakra umsókna um innflutn- ingsleyfi á kartöflum meðan 7 manna nefnd landbúnaðarráðherra hafi ekki lokið störfum. Vegna þess segir áfram í bréfinu vill landbúnaðarráðherra ekki veita mörgum aðilum innflutningsleyfi, en fellst á, að þeir 6 aðilar sem sótt höfðu um leyfi til að flytja inn kartöflur fái að flytja inn óskil- greint magn ef þeir geri það sam- eiginlega. Sem sagt, samkeppnis- aðilar skuli koma sér saman um að flytja inn eitthvert óskilgreint magn. Þetta er svipað og sagt væri við innflytjendur á ísskápum: Þið fáið ekki að flytja inn nema allir saman. Ef þið náið ekki samkomu- lagi, þá fáið þið ekkert að flytja inn. Mergurinn málsins er þó þessi: ráðherra og Framleiðsluráð hafa allar heimildir til innflutn- ings í hendi sér. Lögin kveða ekki á um neina úrskurðarnefnd. Til þess að tefja tímann, drepa mál- inu á dreif og eyðileggja það fer Jón Helgason að með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Einfaldir hlutir eru gerðir flóknir. Forsæt- isráðherra er gerður ómerkur orða sinna og formanni Sjálfstæðis- flokksins er sýnd alger lítilsvirð- ing. Með aðgerðum sínum í þessu máli hefur Jón Helgason glatað trausti neytenda í landinu og sýnt fram á, að hann metur meira hagsmuni einokunarverslunarinn- ar en einstakra framleiðenda og almennings í landinu. Burt með einokunina Rök einokunarsinna gegn frjáls- um innflutningi á kartöflum og öðru grænmeti meðan íslensk gæðaframleiðsla er ekki á bóðstól- um eru fremur fábrotin. Því er haldið fram að málið sé flókið, hætta sé á sjúkdómum og birgðir geti safnast fyrir þannig að inn- lend framleiðsla seljist ekki fyrst eftir að hún kemur á markað. Þessum rökum er afar einfalt að svara. Ekki er flóknara að flytja inn kartöflur en appelsfnur og spyrja má hvort meiri hætta sé á sjúkdómum vegna frjáls innflutn- ings á kartöflum en appelsínum og hvort stjórnvöldum sé ekki treyst- andi til að takmarka frjálsan inn- flutning við eðlilega neyslu þannig að innflutningurinn komi ekki niður á innlendri framleiðslu. í sjálfu sér er frjáls innflutningur á þessum vörum sáraeinfalt mál og það sjá allir aðrir en varðhundar kerfisins. Fjörbrot einokunarinnar Forustumenn Sjálfstæðisflokks- ins og ráðherrar hafa lýst því yfir, að gera verði breytingar á þessum málum og leggja þær fyrir Alþingi í haust. Forustumenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags hafa barist fyrir því á Alþingi í vetur að ná fram frelsi á innflutningi grænmetis. Svo virðist því, sem mikill meirihluti þingmanna muni knýja á um breytingar á sölukerfi landbúnaðarins á næsta þingi. Málið er því að öllum líkindum í höfn. Því mega menn þó ekki gleyma, að landbúnaðarráðherra er um þessar mundir að vekja upp óþarfa úlfúð og tortryggni í garð framleiðenda. Það er slæmt ef framleiðendur góðra garðávaxta þurfa að líða fyrir eintrjánings- hátt og skammsýni forustumanna landbúnaðarins á sama tíma og stíflan er að bresta. Forustu- manna sem fyrst og fremst hafa hagsmuni af mjólkur- og kjöt- framleiðslu en enga vegna rækt- unar garðávaxta. FramleiÖendur tapa, neytendur tapa Það sölukerfi kartaflna sem nú er veldur tapi bæði hjá neytendum og framleiðendum. Léleg vara og skemmd framleiðsla, sem Græn- metisverslunin hefur árlega á boðstólum, felur í sér tap fyrir neytendur sem þeir fá aldrei bætt. Þegar stórum hluta kartaflna er hent eftir eldun á flestum heimil- um í landinu liggur fyrir, að um stórfellt tjón neytenda er að ræða. Þegar það liggur fyrir að fjöldi fólks hefur hætt og er að hætta neyslu á kartöflum vegna þes hve lélegar þær eru þýðir það tap framleiðenda. Staðreyndin er sú að neysla garðávaxta hér á landi er miklu minni en í nágrannalönd- unum. Það er afleiðing af úreltu sölukerfi einokunarsölu Græn- metisverslunar landbúnaðarins og háum tollum. Þessu þarf að breyta til þess að auka neyslu á þessum hollustuvörum og bæta hag neyt- enda og framleiðenda. Jón Magnússon, form. Neytendasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.