Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Frá upplausn til ábyrgðar „BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ MEÐ BLÓMÍHAGA ... • Alþingi, 106. löggjafarþingi íslendinga, er lokið. Það var haldið á 1053. og 1054. ári frá stofnun íslenzks þjóðþings. Samtals vóru 315 fundir haldnir í Sameinuðu þingi og þingdeildum, auk mikils fjölda funda í þing- flokkum og þingnefndum. • Miðað við dálkalengd Alþingistíðinda (ræðusafn þingsins) hafa þingmenn talað 50% meira á nýliönu þingi en að meðaltali sl. tíu þing og 25% meira en þegar mest var skeggrætt áður, 1978—1979. • Alls urðu 110 af 187 frumvörpum, sem lögð vóru fram, að lögum. 25 af 110 tillögum vóru afgreiddar sem þingsályktanir. 127 fyrirspurnum af 148 var svarað. Þingmál urðu 370 talsins. Prentuð þingskjöl fóru yfir 1100, sem er þingmet. Máladauði var all- nokkur, sem af framangreindu má sjá. Arðsemi og gagn- semi Alþingis Alþingi er æðsta stofnun ís- lenzka lýðveldisins og elzta lög- gjafarþing heims. Það ræður mestu um framvindu mála í þjóð- félaginu og miklu um almanna- hag. Land skal með lögum byggja, sem þjóðþingið setur. Það myndar ríkisstjórnir, sem stefnu móta í helztu málaflokkum og fara með framkvæmdavald, og það ræður og ráðstafar skattheimtu um skatta- og fjárlög. Það starfar í umboði kjósenda, sem stokka þingið upp og endurnýja á fjög- urra ára fresti, eða oftar. Hér verður ekki farið ofan í sauma á gagnsemi Alþingis eða arðsemi þeirra fjármuna, sem það kostar. En undirstrika verður að það er ekki og á ekki að vera hafið yfir málefnalega gagnrýni. Það á að starfa fyrir opnum tjöldum í „almannagjá" þjóðlífsins. Þingræði, þ.e. þjóðkjörið þing, er leið til landsstjórnar, sem hefur sína annmarka, en er engu að síð- ur sú bezta -og æskilegasta sem fyrirfinnst I veröldinni. Starfshættir þingsins gætu engu að síður breytzt til hins betra. Það þarf að deila verkefn- um þess betur á þingtímann allan, svo starfskraftar þess nýtist betur og óafgreidd mál hrannizt ekki upp á síðustu vikum fyrir þing- lausnir. Fjöldi samþykktra mála skiptir engu höfuðmáli í sjálfu sér. En Alþingi á að afgreiða mál, sem þinglega eru fram borin, eftir nauðsynlega skoðun; fella þau fremur en svæfa þing eftir þing. Ríkisstjórnir, sem styðjast við góðan þingmeirihluta, vita hvað þær vilja, hafa kortlagt stefnumið og stjórnsýslu til nokkurra miss- era fram í tímann, geta sett fram starfsáætlanir, sem gera þing- haldið markvissara. Alþingi á sjálft að ráða ferðinni, satt er það og rétt, en „happa og glappa" að- ferð hentar því ekki. Fagna ber endurskoðun þing- skapa, sem nú stendur yfir og hlýtur að leiða til þess að umræð- um utan dagskrár, fyrirspurnum og tillögum til þingsályktunar, sem þrengja æ meir að sjálfu löggjafarstarfinu, verði sett skýr- ari mörk. Þjóðarþrotabú 1983 — Framtíðarsýn 1984. Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum fyrir réttu ári var þjóðarbúið að þrotum komið. Óða- verðbólga, sem var 130% í maí 1983, stefndi f hæðir. Viðskipta- halli við útlönd var 10% 1982. Er- lendar skuldir fóru í 60% af þjóðarframleiðslu 1983. Greiðslu- byrði þeirra rýrir útflutningstekj- ur þjóðarinnar nú og í næstu framtíð um 22—24%. Viðvarandi taprekstur atvinnuvega og fjár- magnskostnaður (hávextir) höfðu hrakið fjölda fyrirtækja að rekstrarstöðvun með viðblasandi atvinnuleysi. Viðskiptahallinn, þ.e. þjóðareyðsla umfram þjóðar- tekjur, var gerður að skattstofni ríkissjóðs 1981—1983 (tollar, vöru- gjald, söluskattur). Þrátt fyrir þessa öfugþróun fóru ríkisútgjöld langt umfram fjárlagaheimildir 1981, 1982 og 1983. Mjög umrætt fjárlagagat 1984 var verulega minna en gat liðins árs. Þessi þrotabús-vandi var kór- ónaður með verulegum samdrætti þjóðarframleiðslu og þjóðartekna 1982, 1983 og 1984. Kreppuein- kennin áttu fyrst og fremst rætur í samdrætti sjávarfangs og sjáv- arvöruframleiðslu. Þannig fara áætluð útflutningsverðmæti þorskafurða 1984 niður fyrir hálf- virði framreiknaðs verðmætis þorskafurða 1981. Meðfylgjandi skýringarmynd af þjóðarfram- leiðslu á mann, viðskiptakjörum, þjóðartekjum, þjóðarútgjöldum, einkaneyzlu, samneyzlu, fjárfest- ingu og kaupmætti ráðstöfunar- tekna 1971—1984 segir allt sem segja þarf um þetta efni, tengsl þessara þjóðhagsstærða og þróun. Ríkisstjórn sú, sem nú situr, hefur bæði plúsa og mínusa. Hún má gjarnan njóta þess, sem hún hefur vel gert: í hjöðnun verð- bólgu, lægri viðskiptahalla, föstu gengi sem styrkt hefur útflutn- ingsframleiðslu okkar og komið á stöðugleika i verðlagi, lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar og atvinnuöryggi. Framtíð hennar veltur nú á því að hún haldi áfram almannatrúnaði með stefnumörk- un, þ.e. kerfisbreytingu, í stjórn- sýslu og peningamálum — og ný- sköpun atvinnulífs, er tryggi framtfðaratvinnuöryggi og aukinn skiptahlut í þjóðarbúskapnum, þ.e. bætt lífskjör. Það er hinsvegar mínus á ásýnd stjórnarinnar, að þessi framtíðarstefnumörkun, sem þjóðin gerir kröfu til, hefur ekki enn verið tíunduð. Ríkisstjórnin hefur gengið veg- inn frá upplausn til ábyrgðar, eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, komst að orði í þingsjá. Henni tókst að halda uppi lítt breyttum samfé- lagslegum lífskjörum, þrátt fyrir stórskertar þjóðartekjur. Henni tókst að styrkja stöðu atvinnu- vega, sem vóru á heljarþröm. Hún stefnir i félagslegt markaðskerfi með það að meginviðfangsefni, að sækja bætt lífskjör almennings um nýja verðmætasköpun og auknar þjóðartekjur. Þessa leið þarf að kortleggja frammi fyrir alþjóð. Fyrirbyggja verður trún- aðarbrest milli ríl'isstjórnar og al- mennings. Yfirlit nokkura þjóðhagsstærða 1970-1983 Vfsitölur 1970=100 Þjóðarframleiðsla á mann Viöskiptakjör Þjóðartekjur á mann Þjóðarútgjöld á mann Einkaneysla á mann Samneysla á mann Fjárfesting á mann Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann Hvernig verða lífskjör til? Á tveimur mannsöldrum „stökk" ísland frá fátskt og frumbýlingshætti fyrri alda inn í velmegun. Það, sem gerði þetta „stökk“ mögulegt, var tæknivæðing atvinnuvega, aukin almenn menntun og þekking, sem margfölduðu þjóðartekj- ur á mann er ráða lífskjörum, hér sem annars staðar. Lífskjör verða ekki til við samningaborð, heldur í verðmætasköpun. Ef skipta á fleiri fiskum en aflast þarf að fá að láni. Ef samið er um fjármuni, sem ekki eru til, þjóðarcyðslu umfram þjóðartekjur, verður útkoman verðbólga (smærri krónur) og eriendar skuldir, eins og dæmin sanna. Skýringarmyndir þær, sem þessu bréfi fylgja, sýna þróun þjóðhagsstærða, sem eru rammi um lífskjör í landinu. Það sem mest á ríður nú er að njörva niður þann stöðugleika í efnahagsmálum, verðlagi og gengi, sem náðst hefur. Það er forsenda þeirrar nýsköpunar í atvinnulífi, aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar, sem cr undanfari bættra lífskjara. Lífskjör, sem undir nafni rísa, verða hvergi til nema í þjóðarbúskapnum, í þjóðartekjum umfram kostnað við að afla þeirra. Þar gildir sama efnahagsregF an um þjóðarheimilið eins og hvert annað heimili. Sex ára böm gróðursettu tré við Árbæjarskóla: Gert ráð fyrir að það verði árviss viðburð- ur í framtíðinni SEX ára börn í Árbæjarskóla gróðursettu birki við skólann á föstudagsmorg- un, eina hríslu hvert, sem gert er ráð fyrir að geti verið þeirra planta f gegnum skólagöngu þeirra. Það er Foreldra- og kennarafélag Árbæjarskóla sem með aðstoð Skógræktarfélags Reykjavíkur stendur fyrir þessum gróð- ursetningum. Börnin bera ábyrgð á vexti og viðgangi sinnar plöntu og endur- nýjun plöntunnar ef þess er þörf, og viðkomandi gróðurreitur er á ábyrgð bekkjarins í heild sagði Sigurður Sigurðsson, formaður Foreldra- og kennarafélagsins, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Gerð hefur verið áætlun til 10 ára um svæði rétt við skólann með að- stoð arkitekts heildarsvæðisins, Reynis Vilhjálmssonar. Sigurður sagði að gert væri ráð fyrir að þessar gróðursetningar yrðu árlegur viðburður í framtíð- inni. „Við erum að þessu til þess að stuðla að því að tengsl nemenda við gróðurinn og trén verði meiri og nánari en ella,“ sagði Sigurður ennfremur. Unnið að gróðursetningu á föstudagsmorgun. Morgunblaíia/KEE. Grafíksýn- ing í Mikla- garði SÝNING á verkum fimm graffklista- manna verður opnuð f Miklagarði 30. maí nk. Sýningin er á vegum Miklagarðs og Listamiðstöðvarinnar hf. og verkin eru eftir Einar Hákon- arson, Ingiberg Magnússon, Ingunni Eydal, Jón Reykdal og Rfkharð Valt- ingojer. I fréttatilkynningu kemur með- al annars fram, að verkin séu um 40 talsins og verði þau öll til sölu. Ennfremur segir að fyrirhugað sé að einhverjir úr hópi grafíklista- manna verði með kynningu á vinnslu grafíkmynda, áhugafólki til fróðleiks. Sýningunni lýkur mánudaginn 4. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.