Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Það er lítill heimsborgarabragur á íslendingunum í verkinu en hér munu tveir lífverdir Jörundar vera að kljást vid Stúdosus, sem leikinn er af Ragnari Lund. Laddie, Jörundur og sjóreninginn Charlie Brown taka sporið. herraþjóðirnar Englendinga og Dani,“ segir Viðar og Gísli Helga- son, sem leikur á flautu í hljóm- sveitinni, tekur í sama streng. Gísli er einn fárra utanbæjar- manna, sem taka þátt í sýning- unni og kveðst hafa verið „negldur fyrir algera tilviljun," en hafa haft mikla ánægju af að sjá sýn- inguna þróast. „Svo held ég að það nálgist það að vera afrek að setja upp stórt leikrit í áhuga- mannaleikhúsi á erlendu tungu- máli því margir hér voru alveg óvanir enskri tungu þegar æfingar hófust,“ bætir Gísli við. Söngkonan í hljómsveitinni heitir Sigþrúður Harðardóttir, 19 ára gömul, hún er flutt frá Sel- fossi til Reykjavíkur en kemur austur á æfingar, sem eru á hverju kvöldi eða því sem næst. „Ég er að verða ægilega spennt og svolítið kvíðin,“ segir Sigþrúður. „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem ég kem út fyrir landsteinana. En félagsandinn í hópnum er svo góð- ur að þetta hlýtur allt að bless- ast,“ bætir hún við og stalla henn- ar, Soffía Stefánsdóttir, „á seytj- ánda ári“ og leikur íslenska hnátu, tekur undir. Soffía segir líka, að það séu fleiri í hópnum en Sig- þrúður, sem séu að fara í sína fyrstu utanlandsferð. „Lærði skoskuna af per- sónu í sjónvarpsþætti" „Ég lærði skoska framburðinn af henni Maddy í þættinum Við feðginin í sjónvarpinu," segir Benedikt Axelsson, aðspurður hvernig hann hafi farið að því að tileinka sér syngjandi hálanda- skosku, sem streymir af vörum hans, áreynslulaust að því er best verður heyrt, í hlutverki skoska galgopans Laddie á sviðinu. „Áður var ég vanur að tala enskuna með amerískum hreim,“ bætir hann við. Benedikt er sonur Axels Magnússonar, sem leikur eitt af stærstu hlutverkunum í sýning- unni, Charlie Brown, sjóræningja af óþekktum uppruna, og er eigin- lega alinn upp hjá Leikfélaginu því Axel segist vera „húsgagnið á staðnum". Það er ekki á Axel að heyra, að hann hafi ekki kunnað stakt orð í ensku þegar æfingar hófust, en það mun þó hafa verið svo. „Hann Sigurgeir las textann inn á segulband og þannig lærði ég hann,“ segir Axel og bætir við glottandi, að hann fari svona hvað úr hverju að skilja hvað hann sé að segja í leikritinu. „Það kom hérna Englendingur í gær og lýsti því yfir eftir æfinguna, að Axel væri með besta framburðinn af öllum leikurunum," skýtur Hall- dór Páll, sem leikur sjóara, inn í og annar bætir því við, að það vanti víst enskukennara við Fjöl- brautina í haust. „Eftir hvert leikrit segi ég við sjálfan mig: aldrei aftur, en alltaf heldur maður áfram," segir Axel. „Hann segir líka á hverju ári að nú eigi ég að taka við af honum. En ég verð víst kominn á elliheim- ili áður en það verður," segir Benedikt sonur hans og þar með halda þessir leikglöðu feðgar út í nóttina. Hinir eru líka að tygja sig, enda orðið áliðið og við kveðj- um fólkið hans Jörundar og óskum því góðrar uppskeru á sjölanda- hátiðinni i Dundalk. Kópavogsvöllui l.deild Breiöablik — Fram kl. 1400 í dag Keramikhúsiö hf. Sigtúni .. Pelsinn, Kirkjuhvoli ...... Vélsmiðja Heiöars hf.,Vesturvör 26 . BRÖSTE-umboöiö hf., Síöumúla 29 . TIMEX BYKO sími: 26088 sími: 20160 sími: 42570 sími: 34070 Við bjóðum þér að koma og skoða þærfj'ölmörgu tegundir sem við eigum til af hinum heimskunnu Atlantic kaststöngum. Við vitum að þú sannfærist um ágæti þeirra, eins og þúsundir annarra stangaveiðimanna, — því að það borgar sig alltaf að kaupa það besta. ABU Atlantic VEIÐIMAÐURINN • Hafnarstræti 5 • Sími I 6760

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.