Morgunblaðið - 27.05.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 27.05.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 John Malkovich, Dustin Hoffman og Stephen Lang í Sölumaöur deyr. Hoffman snýr aftur á Broadway Það var fyrir næstum því 20 árum að Ulu Grosbard leikstýrði A View From the Bridge (Horft af brúnni) og einn daginn þegar æfingar stóðu yfir sagði hann leikritaskáldinu Arthur Miller að einn meðlimur leikhópsins væri tilvalinn til að leika Willy Loman í öðru leikriti Millers, Death of a Salesman (Sölumaður deyr). Miller leit í kringum sig í leikhúsinu, á Robert Duvall, sem lék aðalhlutverkið, á John Voigt og aðra upprennandi leikara, sem voru að æfa sig, en svo rann það upp fyrir honum að leikstjórinn benti á sviðs- stjórann. Það var ungur lftill maður, minnist Miller, sem leit út „eins og hann væri nýskriðinn úr mennta- skóla“. Ungi maðurinn var Dustin Hoffman, sem þá var gersamlega óþekktur en innan þriggja ára frá þessari stundu átti hann eftir að verða kvikmyndastjarna og i fremstu röð bandarískra leikara. Orð Grosbards hafa orðið að veruleika því að í mars síðastliðn- um hóf Hoffman að leika hinn 63 ára gamla Willy Loman í Sölu- maður deyr í Broadhurst-leikhús- inu i New York. Hvað Miller snertir, þá hefur hann beðið þol- inmóður eftir því að Hoffman yrði nógu gamall fyrir hlutverkið. Og finnist einhverjum að hann sé enn of ungur fyrir það, 46 ára að aldri, er Miller fljótur að benda á að Lee J. Cobb var aðeins 37 ára gamall í hlutverki sölumannsins þegar leikritið var fyrst sett upp. Að auki hafði Miller alltaf séð Willy Loman fyrir sér sem smávaxinn mann og bætti í rauninni við nokkrum setningum í leikritið á sínum tíma svo lýsingin á Willy ætti betur við stóran skrokk Cobbs. í upprunalega handriti leikritsins var nefnilega talað um Willy sem mjög smávaxinn mann og núna er hann orðinn það aftur. Allt frá því að Hoffman las fyrst leikritið Sölumaður deyr 17 ára gamall hefur hann haft löng- un til að leika aðalpersónu þess. Á leikaraferli sínum hefur hann komist næst Willy þegar Gros- bard leikstýrði leikritinu á hljóm- plötu á miðjum sjöunda áratugn- um en í þeirri útgáfu lék Hoffman Bernard, besta vin Britts, sonar Willys. í mörg ár fyrir og eftir þessa upptöku streittist Hoffman við að koma undir sig fótunum sem leikari, þangað til leikstjórinn Mike Nichols tók þá áhættu að fá þennan óþekkta leikara til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni, The Graduate. Hoffman varð stjarna á einni nóttu. Fyrir nokkrum árum átti Hoffman í miklum erfiðleikum bæði i einkalífinu og sem leikari. Hjónaband hans og dansarans Anne Byrne var í molum, hann stóð í málaferlum við umboðs- mann sinn og mynd hans, Straigt Times, lenti í ýmsum ógöngum, sem var að mörgu leyti honum sjálfum að kenna. Þessu tímabili lýsti hann seinna sem „því versta í lífi mínu“. En það lagaðist með tímanum og hann lék í Kramer vs. Kramer, mynd um skilnað hjóna, þegar hann sjálfur stóð í skilnaði. Hann fann nokkra huggun í list sinni: „Mér finnst að lífið sé ekki nokk- urs virði nema ég noti það. Það er mín meinloka. Aðrir myndu segja að það ætti ekki að nota lífið held- ur upplifa það.“ Á þessum erfiðu árum talaði Hoffman oft um að snúa sér aftur að leikhúsinu og um erfiðleikana á þvi að ákveða hvaða hlutverk hann ætti helst að leika. En af mörgum ástæðum, ekki síst þeirri að hann fékk himinháar upphæðir fyrir kvikmyndaleikinn, ákvað hann að gera það ekki. En eitt leikrit var honum þó alltaf ofar- lega í huga, Sölumaður deyr, og eins og breskur leikari sem bíður eftir því að ná þroska í að leika Lé konung, beið hann þar til hann yrði eldri. Fyrir einu ári þegar hann var í fríi á sveitasetri sínu í Connecti- cut, heimsótti Hoffman nágranna sinn, Arthur Miller, og sagði hon- um að nú væri hann enn einu sinni í hléi á milli kvikmynda og væri að hugsa um að leika í leikriti. Miller sagði — og Hoffman man enn van- trúartóninn í röddinni, „þú vilt þó ekki leika sölumanninn, er það?“ Hoffman þótti það enn of snemmt. En hugmyndin freistaði hans og hugrekkið jókst þegar Miller sagði að hann myndi breyta setingunum um hæð Willys, sem varð horn- steinninn í túlkun Hoffmans. Svo hann ákvað að slá til. Fyrir stuttu talaði Hoffman um tengsl Sölumannsins við sína eigin æsku. Þrátt fyrir ólíkan tíma, stað og ólíka efnahagslega stöðu í þjóð- félaginu, þótti honum margt svip- að með sambandinu innan sinnar eigin fjölskyldu og fjölskyldu Sölumannsins. Faðir hans hafði unnið sem sviðsmaður hjá Col- umbia-fyrirtækinu en síðan gerst sölumaður og seldi húsgögn. Þegar hann var sextugur, eftir margra ára dygga þjónustu, sagði fyrir- tækið honum skyndilega upp. „Faðir minn var góður ferðasölu- maður,“ sagði Hoffman, „en ég held að hann hafi ekki litið á sjálf- an sig sem slíkan. Heima lifðum við viðkvæmu lífi.“ — ai. VERSLUIMIN keh BORG ARTUNI ÚRVAL Eigum alitaf fyrirliggjandi margar gerðir af frysti og kæliskápum. Tökum sem dæmi þessa gerð af kæliskáp: - Hann er tvískiptur með 140 “ lítra kæli og 180 lítra S; frysti. Málin eru 157x60x60 sm. Verðið er gott, kr. 22.650, miðað við staðgreiðslu. Af borgunarkjör eru þriðjungur út og afgangurinn á 7 manuúum. Öruggt merki, örugg varahlutaþji'nusta. Ofnfastur steinleir í hæsta gæðaflokki. Sænskt hand- verk eins og það gerist best. Póstsendum Bankastræti 10, sími 13122.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.