Alþýðublaðið - 28.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1931, Blaðsíða 3
iftfcÞSÐUBbA'ÐIÐ 3 ur Versala“, sem enginn hefir víst reynt hér, svo vel sem ribs þó þrífst hér. „Heiður Versala" ber stór ber, og væri gaman að hún yrði reynd hér sem fyrst. Skoltradgárden éftir Gustaf Lánd og Sigfrid Johansson. Sænsk. 302 bls. með mörgum inyndum. Verð 5,35. Þetta er mjög merkileg bók og er um hvernig rækta beri skólagarða, við kennaraskóla, gagnfræðaskóla og aðra skóla. Margt er ágætt í þessari bók, og ætti hún að vera til í öllum skólabókasöfnum. Alpeplanter og deres Dijrkning (eftir H. Correvon). Höfundurinn er svissneskur og á heima í Genf. en tveir Danir hafa snúið henni á dönsku og breytt þannig, að hún eigi við Danmörku. 236 bls. og 76 ágætar myndir eftir ljós- myndum. Verð 10 kr. Þetta er að mörgu leyti mjög merkileg bók fyrir okkur Islendinga, því í henni eru taldar upp mörg þús- und (líklegast ein átta) skraut- jurtir, er eiga kyn sitt að hekja til norðlægra landa, svo sem Norður-Síberíu, eða háfjalla, þar sem loftslag er líkt eins og hér á Islandi, svo siem Alpanna. Himalaya, Pyreneafjalla, Kauka- sus og Klettafjalla. í þessari bók eru skráðar margar þúsundir jurta, sem myndu þrífast ágæt- lega hér, og það jafnvel án að- hlynningar. Það væri sannarlega vel eytt því fé og þeim tíma, sem væri eytt í að útvega fræ að þeim jurtum, sem mönnum þætti líklegastar eða skemtilegastar, og væri síðan með tilraunum reynt hvernig þær gæfust hér. Par sem hér er um þúsundir skrautjurta að ræða, þá er hér verksvið fyr- ir marga menn svo árum skiftir, þó hver þeirra aflaði sér árlega fræs að 30—40 tegundum og reyndi þær. Hér er þarft verk að vinna og hér eru minst hundrað manns, sem hafa ráð á þessu, tima til þess og tækifæri. Vert er að geta, að ýmsar af þeim tegundum, sem bók þessi getur um, eru góðir íslending- ar. T. d. rak ég augun í mela- sól, sem ffestir kannast við og er algeng í skriðum. Hún vex eftir því sem ég bezt veit 1 nyrstu löndum alls norðurhvelsins, en Island hefir fengið heiðurinn af henni, og í blómafræja-verðlista vestan úr Kaliforníu, er ég eign- aðist einhvern veginn, er hún (og hvíta og rauða afbrigðiö) nefnt Icefand Poppies, það er íslenzk- ir valmúar (eða draumsóleyjar). llhistreret Havebog. Redigeret af Carl Maribo. Bóik þessi, sem er dönsk, er mikið ritverk. Hún er eftir 12 höfunda og er í þrem bindum og á þrettánda hundrað blaðsíður alls með mörgum myndum. Verðið er 26,65. Þetta er mjög fullkomin handbók í garðrækt og ætti að minsta kosti að vera til í öllum bókasöfnum hér. Börnenes Have. Hvert Bam sin Have, eftir Hardy Hansen. Dönsk, 100 bls. með 103 stór- um myndum. Myndirnar eru fleiri en blaðsíðumar. Verð inn- bundin 4,65. Bók þessi er eftir kennara, sem segir, að þar, sem því verði komið við, eigi hvert barn að eiga garð. Em uppdrætt- ir að nokkram slíkum görðum í bókinni, og eru þeir að stærð frá 3 metrum á kant og upp í 5 metra. Myndirnar í bókinni era flestar af börnum, sem eru að 'yinna í görðunum sínum, og eru þær mjög örvandi til fnam- kvæmda eigi síður en lesmál bók- arinnar. Bókin er ætluð börnum og unglingum, og væri mikillar þakkar vert að koma henni á íslenzku, og ætti meira að segja að verja til þess opinberu fé. Tradskoleskötsel eftir Gustaf Lind og John Gróen. Sænsk. 128 bls. með myndum. Verð 3,65. Þetta er leiðarvísir í því, hvern- ig eigi að sá til trjáa og koma þeim upp með græðlingum. Þetta er ágætur leiðarvísir fyrir þá, sem vilja koma upp trjáræktar- stöð, en þær eru enn þá alt of fáar hér á landi. Veralegar fram- farir á sviði trjáræktarinnar geta ekki komið nema trjáræktarstöð sé í hverju kauptúni á landinu og helzt víöar. Meðan þarf að fá trjáplöntur langt að, verður aldrei verulegur skriður á skóg- ræktinni. Þó framfarirnar hafi orðið töluverðar síðasta manns- aldurinn, þá er þetta ekki nema, lítið hjá því, sem þarf að vera, þvi ekki má minna en að trjá- lundur sé við hvern bæ á Iand- inu og nokkur tré við hvert hús í kauptúnum. í stuttu máli sagt, þá á alls staðar að vera tré þar sem tré getur vaxið, nema hentugra sé að nota staðinn til einhvers annars. Einhver segir máske, að þau verði þá býsna mörg trén á Islandi, en það eiga þau líka að vera. Skjólið af trján- um þar sem nóg er af þeim ger- ir loftslagið beinlínis heitara, svo annar gróður þrífst betur, og það væru engin ósköp, þó gróðursett væru tvö tré á ári fyrir hvert mannsbarn á landinu, eða miljón trjáa fimta hvert ár. Tegundirnar, sem reyndar hafa verið, eru enn þá fáar, en marg- ar þrífast hér ágætlega. Enn þá virðast margir, sem fá sér tré, ekki skilja fyllilega að trén þurfa tvent: sól og skjól. Skjólið virðist mér þó margir vita að þau þurfi, en mjög oft er trjám plantað þar við hús, sem forsæla er ’á þeim stóran hluta dagsins. En stundum fá hávaxnar blómateg- undir að skyggja á trjáplönt- urnar og taka þannig frá þeirn allan þroska. Skrá yfir íslenzkar bækur um garðrækt verður birt síðar. Ó. F. Til Elliheimilisins. Áheit frá gamalli konu í Hafnarfirði 2 kr. 50 anra. 50 anra. Elephant-cigarettur Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. I hefldsðl hjá Tðbaksverzlnn Islands h. f. Mnnið að Þórs-maitöl er nú brmðbetra en ann- að maltöl, næring- arrikara en annað maltöl og þvi ódýr- ara en annað maltöl. Biðjlð ávaltum Þórs- maltöl. Fundur verður haldinn að tilhlutun A. S. V. (Alþjöða- samhjálp verkalýðsins) í bæjarþingssalnum í Hafnarfirði fimtud. 29. þ. m. og hefst kl. 8 7* síðd. Fnndarefni s 1. Gunnar Benediktsson: Erindi um A. S. V, 2 Einsöngur. 3. Halldór Kiljan Laxness: Erindi. 4. Frjálsar umræður um A, S V. 5. Stofnun A. S. V.-deildar í Hafnartirði. Verkamenn og verkakonur! Fjölmennið! Allir velkomnir. „Trúina er dauð án verhanna“ Mér kemur margt til hugar, þegar því er kastað fram, að fátækt og auður sé ekki til á Islandi. Oft hefir þessari fullyrð- ingu verið slengt framan í mig, og rökin eru þessi: Islenzkur verkalýður þekkir eigi sult og seyra í likingu við það, sem á sér stað erlendis. Og íslenzkir auðmenn era tæpast bjargálna á erlendan mælikvarða. Af þessari ástæðu halda íslenzkir borgarar — auðvaldssinnar — því fram, að hér sé engin þörf á pólitískum vehklýðssamtökum. Neyð verka- lýðsins sé ekki nægilega víðtæk eða mikil. Þeim hafi ekki enn tekist að sjúga svo merg og blóð úr verkalýðnum að undan sé þörf að kveina. En hversu langt mætti ganga, áður en auðvaldið sæi þörf fyrir verklýösfélagsskap á pólitískum grundvelli? Haldið þið ekki, að nokkrar þúsundir mættu verða hungurdauða, áður en augu þeirra opnuðust fyrir sjálfsögðustu réttindum vinnu- dýrsins — smælingjans? Jú, vissulega! Is’.enzkir atvinnurek- endur og auðmenn eru sízt glám- skygnari á eiginhagsmuni sína en erlendir stéttarbræður þeirra. I þeirra augum og eftir þeirra skilningi eram við vinnudýr og eigum að vera það. Ekki menn með heilbrigöa og sjálfstæða hugsun; slíkt stríðir móti kenn- ingunni: „verið hlýðin og eftirlát við yfirboðara yðar.“ Ekki eigum við að kvarta né mögla, heldur í þolinmæði og þrælslegri auðmýkt beygja okkur undir „vilja guðs“, þennan algóða vilja, sem kemur einna glegst fram í auragræðgi og óhófslifnaði yfirstéttanna. Ef þú, verkakona eða verkamaður, ert „sannkristin“ manneskja og vilt lifa kristilegu borgaralífemi, þá láttu fúslega í té vinnuþrek þitt, andlega og likamlega velferð þína, alla þína lífshamingju. Alt það bezta, sem þú átt, skaltu leggja sem reykelsi á altari Mammons. ÖIlu skaltu fórna fyrir þinn „sannkristna bróður“, sem með dugnaði sinum og fram- takssemi lifir á svitadropum þín- um og fitnar af ógæfu þinni, — fyrir hann, sem hefir orðið ofan á í samkeppninni, og lifir á- hyggjulitlu auðkýfingslífi í iðju- leysi og nautnagræðgi hins sjúka dýrseðlis. Þannig hljóðar borg- aralégur siðalærdómur. Til hvers erum við að heimta réttindi við lífsins borð, kæru stéttarsyst- kyni? Vitið þið ekki, að við há- borð lífsins sitja örfáir dugnaðar-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.