Alþýðublaðið - 29.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1931, Blaðsíða 3
AbÞYÐOBfcAÐIÐ 3 unxxnnxxxxuxxuunxxxxxxnmxxxxxxxxxxxxxu Yl XX XX Bezta tyrkneska cigaretturnar í 20 stk. pökkum XX sem kosta ftu*. 1,25, eru : 1 Statesman. 1 xx xx XX Turklsh Westmluster XX XX Cigarettrar. U XX A. ¥. I hverjnm pakka ern samskosiar fallegar landslagsmyndir ogiComiaander'Cigarettnpðkkam ttl ££ Fást i olltmi verælunimi. ^ mxnnuxxuuxxuunuunuuuunxxxxnnxx !llliBill!llll[BilllliigliHSB«H8BH«ll»H- Tii Hafnarfjarðitr og Vífilsstaða e? bezt að aka með STCINDÓRS-bifreiðum. JXXXXXXX^O^ !xxxxxxxxx»cx: Vetrarfrakkar, fallegir og ódýrir, Vetrarhanskar fóðraðir, ínikið úrval. Legghlífar fyrir herra og dömur, tieflar, o. m. fl. BIFREIÐ4ST0ÐIN HEKLA, Lækjargötu 4, hefir að eins nýjar og góðar drossiur. Lægst verð Reynið viðsUiftin. Simi 1232. yilji í pvi, að öreiganum sé fyrir- mmnað að njóta æðstu og göfug- ustu eiginda sinna, meðan auð- kýfingurinn svalar hvötum sínum á dýrslegan hátt, úthverfir því bezta í sjálfum sér og saurgar umhverfi sitt? Nei og ciftur nei! Ef yfirstéttin trúir í rauninni á þann guð, sem hún kennir okkur alþýðumönnum að þekkja(!), þá hlýtur hún að viðurkenna breytni sína sem róttæka synd. Brot á móti guðs boðum. Ef borgararnir í raun og sann- leika veldu sér Krist til eftir- breytni, þá yrðu gerðir þeirra meir í samræmi við feenningar hans en nú er. Kristur kendi ekki, að einn skyldi lifa í óhófi og munaðarlífi meðan aðra skorti alt. Kenning hans var: „Elska skaltu náung- ann sem sjálfan þig.“ Kristur kom til að fullkomna lögmálið, eins og jafnaðarménn koma til að i'ull- komna þjóðskipulagið. Kristur boðaði frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Sami boðskapur er í dag fólginn í hugsjón jafnaðarmanna. Sami faríseahugsunarháttUTinn, sama sadúseahræsnin, sami yf- irstéttarskríllinn stendur enn i dag móti framkvæmd þessara hugsjóna. „Sagan endurtekur sig.“ En hvernig getur íslenzkur verkalýður látið blekkjast til þess að fylgja kúgurum sínum fram til sigurs? Hvers vegna eru svo blinduð augu ykfear, að þið ekki fylgið þeirri stefnu, sem getur leyst ykkur undan okinu? Sem getur fært okkur öll nær þeim eina sanna bróðurkærleika, er ríkja skal í framtíðinni. Því skyldum við launa kúgurum okk- ar ilt með góðu? Er ekki kominn tími til að kippa í liðinn? Vissu- lega. Breyting á atvinnuháttum þjóðarinnar er okkur verkalýðn- um lífsnauðsyn. Þeirri breytingu ikomurn við aldrei á, nema siamr einast öll í einá trausta fylkingu undir hreinu merki socialismans. Verkamenn og fátækir bændur! Hversu lengi ætlið þið að láta örfáa menn hafa þjóðarauðinn í hendi sér? Hversu lengi skal vinnuarður okfear renna í vasa stóratvinnurekenda og auðkýf- inga? Eigum við jiafnvel að bíða, þar til stærstu hlutafélög auð- valdsins hafa komið svo ár sinni fyrir borð, að þau ráða lögum log lofum; í verzlunarmálum þjóð- arinnar? Félög eins og „Allianoe" og „Kveldúlfur“, sem hafa auðg- ast á svita sjómanna og striti daglaunamanna, „eyrarkarlanna", ekki að eins hér í Rvík, heldur einnig um alt land, eiga þau jafn- vel að ná verzlun samvinnufélag- anna í sínar hendur? Stærsta kaupíélag landsins kaupir fisk af viðskiftamönnum sínum til þes!s að selja „Kveldúlfi". Á þessu getum við séð, að íslenzka auð- magnið og enska bankaauðvald- ið eru að ná yfirráðum í sam- vinnufélagsskapnum, og er illa farið, ef slíkt nær frarn að ganga. Því hvers má vænta, ef öflug samvinnuverzlun verður leppur eða eins konar útibú stórra auð- hringa? Getur því vart heitið að kaupfélögin séu sameignarfyrir- tæki fátækra verkamanna og bænda. Eða er leigusikip stjórnarinnar tilraun til að losa samvinnufyr- irtækin úr klóm Rvíkur-auðvalds- ins? Vonum að svo sé. En mun- um eitt, að engum getum við treyst nema sjálfum okkur. Að eins samtakamáttur okkar öreig- anna getur brotið klafann og skapað framtíðarríki, sem er laust við ágalla auðvaldsþjóð- skipulagsins. En munum öll, að „trúin er dauð án verkanna". Við þurfum meira að gera en játa með vörunum fylgi okkar við jafnaðarstefnuna. Við verð- um að berjast með lífi og sál fyrir framgangi þessarar fögru hugsjónar. Látum ekkert tækifæri ónotað til þess að vinna réttlæt- is og sannleikans sigra! Heilir til starfa í bröðurlegri einingu!! 14/10 ’31. G. B. B. Þrlðja opið bréf til hr. Gisla Jónssonar nm> sjónarmanns. lÝmsar Ijótar sögur ganga manna milli um yður síðan þér urðuð umsjónarmaður með vé)- um og skipum. Eru þær bæði um framkomu yðar gagnvart sérstaklega yfirmönnum skipanna og svo um verk þau, er þér hafið verið frumkvöðull að að gerð yrðu um borð í skipunum. Ég ætla nú að koma með nokk- ur dæmi þessu til sönnunar, þótt þau verði að vísu að eins lítið sýnishom af öllu því, sem af er að taka. Vatnsgeymirinn á ,<e/s Ver“. Fyrir nokkrum árum átti að auka við vatnsgeymslu í togar- anum „Ver“ frá Hafnarfirði. Þér munuð hafa verið uppástungu- maðurinn að því, að tiLþess væri tekinn gangurinn, sem liggur frá afturlest til kyndistöðvar (tunn- illinn). Var nú gangur þessi ryð- barinn og gerður vatnsþéttur. Að þessu loknu átti svo að bera efni á ganginn að innan til þess að verja hann ryði. Tveir menn voru við verk þetta, sem voru hásetar á e/s „Ver“. Eigi veit ég með vissu hvaða efni þetta hefir verið, en eftir því sem ég hefi feomist næst, mun það hafa verið einhvers konar tjöruefni (líklega blakkfernis eða þ.L). Mennirnir, sem verkið unnu, attu að hita þetta efni áður en þeir báru það á og bera þiað heitt á. Gekk verk- ið sæmilega í fyrstu, en eigi leið á löngu þar til mennirni], fóru að þjást af eiturlofti þarna inni, og gátu þeir eigi endað við verkið af þeim ástæðum. Fóru þeir því út úr geyminum aftur og sögðu yfirmönnum sínum, að þeir hefðu ekki getað liokið við verkið vegna ólofts þarna inni. Eigi gerðuð þér mikið úr því, og fyrir yðar til- stilli voru mennirnir látnir fara inn í geyminn aftur til að ljúka við verkið. Þá tók ekki betra við, því annar mannanna rnisti rétt strax meðvitundina, en hinn gat skriðið fram að gatinu á kassanum, og eftir það visisi hann hvorlki í þennan heim né annan. En þegar hann kom aftur til með- vitundar, var hann í kyndistöð- inni. Sennilega hefðu báðir menn- irnir kafnað þarna inni (líklega af eiturgasi), ef ekki af hreinni til- viljun hefði hizt svo á, að kynd- arinn kom niður á kyndistöð til að bæta kolum á eldana undir katlinum, einmitt á sama tíma sem þetta gerðist. Vissi hann af mönnunum þarna inni, og þótti honum einkennilegt að hann heyrði ekkert til þeirra. Grun- aði hann þá, að ekki myndi alt með feldu. Kallaði hann á menn til hjálpar og drógu þeir svo manninn út, sem lá inni í geym- inum meðvitundarlaus, fóru með hann upp á dekk og þangað var sóttur læknir til að lífga hanr. við. Er það sízt hrósvert fyrir yður, að þér skylduð ekki þekkja betur til verksins, sem þér vor- uð að láta vinna, en svo, að líh' manna þeirra, sem verkið unnu, skyldi hætta búin. Ekki virðist þó sem þetta hafi orðið yður næg feenning um eitraðar lofttegnndir, er þér sjálfur álpuðust oian í ketilinn í Pétursey frá Hafnar- firði, sem búinn var að standa lokaður í marga mánuði. Vita allir, sem nokkurt vit hafa á þess- um hlutum, að slíkt er hættulegt, enda fór svo fyrir yður, að þér mistuð meðvitundina í katlinum og sömuleiðis aðstoðarmaður yð- ar, sem fór niður til að bajrga yður, en hann var það hraustari en þér, að hann raknaði við aft- ur og komst upp og gat bjargað yður upp úx katlinum, en svo höfðuð þér verið hálfringlaður allan daginn og eftir sögn var meltingin í ólagi næstu daga á eftir ferðina. Vonandi hefir þetta kent yður svolítið um eiturloft- tegundir, ef það annars er hægt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.