Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 59 Leiötogar Sovétríkjanna eru haldnir þeirri þráhyggju aö aöeins séu tvö öfl aö verki í veröldinni, „sósíal- ismiu og „kapítalismiu... Sjá: Innrásarafmæliö SVIK OG PRETTIR Uppbætur á ómetið A* rlega tapar Efnahagsbanda- lag Evrópu sem svarar um 900 milljónum króna vegna svika sem eiga sér stað í flutningi mat- væla á milli aðildarríkjanna. Landbúnaðarvörur, sem eru fluttar milli landanna, eru oft á tíðum niðurgreiddar, og til þess að nýta niðurgreiðslukerfið til hins ýtrasta, flytja matvæla- framleiðendur úrgangsvöru og jafnvel sand og hirða fyrir það hæstu styrki. Einkum er reynt að snúa á ítalska tollverði og brögð eru að því, að bílfarmur af „fyrsta flokks nautakjöti", sem greitt er fyrir um 220 þúsund krónur í útflutningsuppbætur, sé mikið til úrgangur, rusl og sand- ur. Bílalestir með frosið kjöt aka frá Vestur-Þýzkalandi til Ítalíu. Tollverðirnir, sem eiga að ganga úr skugga um að þær flytji þann farm sem nefndur er í farmskrá, eiga samt óhægt um vik, því að þeir sjá ekki nema hluta af hon- um í geymslurýminu. Sá hluti er yfirleitt óaðfinnanlegt nautakjöt, en ýmislegt getur sem sé leynzt undir því, eins og dæmin sanna. Og samkvæmt flóknum sam- starfsreglum Efnahagsbanda- lagsríkjanna eiga þýzkir útflytj- endur að fá uppbætur vegna þessara viðskipta, því að þýzka markið er sterkt, en ítalska líran stendur veikt. Þessar upphæðir nema að jafnaði 5.500 krónum fyrir hvert tonn af nautakjöti, en geta orðið miklu hærri, sé um fyrsta flokks nautakjöt að ræða, og svindlar- arnir eru ófeimnir við að halda því fram, að vara þeirra sé í allra hæsta gæðaflokki. Árlega flytja ítalir inn rösk- lega 500.000 tonn af nautakjöti frá öðrum aðildarríkjum Efna- hagsbandalagsins. Flutningarnir eiga sér einkum stað frá Vestur- Þýzkalandi. Um það bil helming- ur af þessu kjöti er nautakjöt og er getum að því leitt að um það PORUPILTAR Hrapparnir hirda nær einn milljarð. bil þriðjungur af því sé svikin vara. Heimildir innan ítölsku stjórn- arinnar herma að þeir aðilar, sem flytji inn til landsins svína- kjöt, mjólkurafurðir og annars konar matvæli, leiki svipaðan leik. ítalir reyna nú að fá því framgengt að bílar þeir, sem flutningarnir fara fram með, verði með sérstökum eftirlits- búnaði, sem auðveldi tollvörðum að hafa auga með því, að ekki sé verið að kaupa köttinn í sekkn- um. En framkvæmdastjórn Efna- hagsbandalagsins er ekki ginn- keypt fyrir þessari ráðagerð, því að slíkt myndi hafa í för með sér aukið eftirlit við landamærin og miklar tafir. Stjórnin er því á hinn bóginn hlynnt að lagt verði af hið flókna gjaldeyrisuppbóta- kerfi, sem við lýði er og ekki ein- ungis ítalir hafa þurft að súpa seyðið af, heldur ennfremur írar, Belgíumenn, Bretar og Hollend- ingar. — LIZ BARDER Innfluttir óþekktar- angar hrjá Kínverja Utlendingar, sem búa í blokkun- um þremur í Peking, sem ætl- aðar eru erlendum sendimönnum, voru nú nýlega varaðir við og sagt að gefa hér eftir „meiri gaum að uppeldi bama sinna". Ástæðan fyrir þessum athugasemdum er sú, að yfirgangur og ofbeldi unglinga- flokka, sem eru einkum börn sendi- manna frá Afríku, er orðið verulegt vandamál í sendimannabyggingun- um. Grámuskuleg stórhýsin, sem eru aðsetur margra erlendra sendi- manna i Peking, voru gerð til að minnka hættuna á þvi að útlend- ingar gætu blandað of mikið geði við landsmenn enda fá ekki aðrir Kínverjar að stíga fæti sínum inn fyrir garðshliðin en þjónustustúlk- ur, túlkar, ökumenn og lyftuverðir. Einkennisklæddir lögreglumenn gæta bygginganna dag og nótt, vopnaðir kylfum, sem gefa frá sér 500 ijósaperur með meiru. óþægileg rafmagnshögg þegar þeim er beitt. Þrátt fyrir þetta og annað eftir- lit, sem m.a. felur i sér hleranir í sumum íbúöunum a.m.k., standa óstýrilátu sendimannabörnin fyrir alls kyns ólátum. Samkvæmt því, sem segir í fréttablaði, sem gefið er út fyrir sendiráðsmenn, erlenda fréttamenn og kaupsýslumenn, hafa krakkarnir notað járnstangir til að brjótast inn í vörugeymslu og þau brutust inn í lyftuvélarúm til að komast upp á þak þar sem þau brutu meira en 500 ljósaperur, sem skreyttu blokkina á 1. maí-hátíð- inni. Krökkunum er líka kennt um að hafa kveikt mikinn eld i bygg- ingu, sem var í smfðum, og að hafa skemmt jarðýtu. Kínversk yfirvöld hafa nú eins og fyrr segir varað foreldra þessara barna við og segja, að ef framhald verði á uppivöðsluseminni verði þeir sjálfir látnir bæta skemmdirn- ar að fullu og taka öðrum afleiðing- um af framferði krakkanna. Sendi- ráðsmennirnir lita flestir á þetta sem dulbúna hótun um brottrekst- ur. Yfirvöld í Kína segja, að bílar erlendra sendimanna hafi lent í 48 árekstrum og slysum það sem af er árinu en f þeim létust þrfr og 12 slösuðust, aðallega hjólreiðamenn. f Kína þurfa hjólreiðamenn ekki að hafa ljós á reiðhjólum sinum og þegar myrkur er skollið á verða göt- urnar stórhættulegar fyrir bíl- stjóra, sem sjá skyndilega í skini bílljósanna hjólreiðamann skjótast inn með „sjálfsmorðsglott" á vör. — HUGH DAVIES ARNOLD DRIFKEÐJUR OG HJÓL LANDSSMIÐJAN SIMI91-20680 vMONROEPi HÖSSDEYFAR Miklivægir fyrir bilinn þinn og öryggi fjölskyldu þinnor ijflfcnau Sidumula / Ný sending KOMIN ust n.f Simi 82722 VARAHLUTIR AUKAHLUTIR VERKFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.