Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 hrikalega útleikin og raunar óþekkjanleg. Símonides mundi hins vegar nokkurn veginn hvar hver gestur hafði setið á meðan hann þuldi ljóð sín og tókst með þeim hætti að komast að því hver var hvað. • Þessi örlagaríki atburður varð til þess að Símonides fór að velta fyrir sér minni og upprifjun. Gat það verið að auðveldara væri að muna atburði, orð eða jafnvel hugmyndir, með því að gefa þeim ákveðna stöðu í rúmi. Símonides gerði eftirfarandi tilraun á sjálf- um sér til að reyna að svara þess- ari spurningu: Hann byrjaði á því að ímynda sér herbergi alsett mublum og munum. Hann festi sér þetta ímyndaða herbergi skýrt í minni og notaði það síðan sem „stað“ þar sem hann gat geymt ýmislegt sem hann vildi muna. Með því að tengja atriði sem hann vildi leggja á minnið við hina ýmsu muni herbergisins í fyrir- fram ákveðinni röð, reyndist hon- um bæði auðveldara að fylgjast með hvort eitthvað „gleymdist" , þ.e.a.s. hvort eitthvað vantaði í röðina, auk þess sem greiðlegar gekk að leggja hluti á minnið. • Þetta kerfi hefur verið nefnt „stöðukerfið" og er vitað til þess að margir kunnir ræðumenn forn- aldar hafi fært sér það í nyt við að muna ræður sínar. Settu þeir kafla úr ræðunni í ákveðna röð, og upp í 9 tengdur tveimur eða þremur samhljóðum, til dæmis eru bókstafirnir d og f tengdir töl- unni tveimur og svo framvegis. Síðan er reynt að búa til merk- ingarbær eða auðmunanleg orð úr talnarunu, eins og símanúmeri. Ef ætlunin er að leggja á minnið númerið 18628 væri til dæmis hægt að tengja það við orðið „brandari" (b=l, r=8, n=6, d=2 og r=8). Hvað segja rannsóknir um minnistækni? Minnistækni hefur sem sagt verið kunn í að minnsta kosti 2500 ár. En hvað hafa rannsóknir í minnissálarfræði leitt í ljós á þessu sviði. Til þess að fræðast um það, sneri undirritaður sér til dr. Jóns Torfa Jónassonar, lektors í uppeldisfræði við Háskóla íslands, en hann hefur kynnt sér sérstak- lega rannsóknir á minni. Fyrsta spurningin til Jóns Torfa var þessi: hafa rannsóknir sál- fræðinga á minnistækni leitt til þess að þróaðar hafa verið einfald- ar og fljótvirkar leiðir til að bæta minnið? Vinna og streð „Þessu verður að svara neitandi. FRÁ FORNU FARI HAFA MENN ÞEKKT AÐ- FERÐIR TIL AÐ LEGGJA ÓTRÚLEGT MAGN EFNIS Á MINNIÐ Á SKÖMMUM TÍMA. ÞAÐ HEYRIR TIL UNDANTEKNINGA AÐ MENN LEGGI SLÍKT Á SIG NÚ Á DÖGUM, ENDA ÞÖRFIN EKKI SÚ SAMA, ÞEGAR ALLT SEM ÞESS VIRÐI ER AÐ GEYMA ER SKRÁÐ EÐA MATAÐ í TÖLVU. VISSULEGA GETUR ÞÓ KOMIÐ SÉR VEL AÐ KUNNA AÐ NOTFÆRA SÉR EINHVERJA MINNISTÆKNL í ÞESSARI GREIN VERÐUR FJALLAÐ UM MINNIS- TÆKNI AÐ FORNU OG NÝJU OG RÆTT VIÐ DR. JÓN TORFA JÓNASSON^LEKTOR í UPP- ELDISFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS, EN HANN HEFUR SÉRSTAKLEGA KYNNT SÉR RANNSÓKNIR Á MINNI. Eitt af því sem menn leggja yf- irleitt litla rækt við nú á dögum er að þjálfa minni sitt. Það sem ekki má glatast er einfaldlega skrásett og síðan er hægt að fletta því upp þegar þörf krefur. Þetta virðist vera skynsamlegt viðhorf: það er óþarfi að fylla heilann af alls kyns drasli sem hægt er að geyma ann- ars staðar! Hvað sagði ekki Sher- lock Holmes þegar dr. Watson undraðist fáfræði hans á öllu öðru en því sem sneri að glæpum, fiðlu- leik, pípureykingum og kókaín- neyslu: „Sjáið þér til, Watson, ég held að heila mannsins sé um margt álíka farið og litlu, auðu þakher- bergi, þar sem menn vilja koma margvíslegum hlutum fyrir til geymslu. Heimskinginn staflar þar upp hverju því, sem honum tekst að komast höndum yfir, svo að sú þekking, sem kynni að koma honum að gagni, lendir innan um margs konar aðra hluti, svo að hann á þess lítinn eða engan kost að ná til hennar, er hann þarf hennar með. En hinn hyggni mað- ur vandar val á öllu því, sem hann kemur fyrir í heilabúi sínu. Hann vill þar ekkert annað hafa en áhöld þau, sem honum koma að gagni við vinnu sína. Ég tel það mikils um vert, að þar ægi ekki saman öllu því, sem maður kann að geta komist höndum yfir en hefur aldrei gagn af nema sumu hverju, en getur hins vegar haft ógagn og armæðu af.“ Sherlock Holmes gekk nú kannski heldur of langt, enda öfgamaður. Þegar allt kemur til alls þá getur það komið sér virki- lega vel að eiga auðvelt með að festa sér ýmis smáatriði í minni, til dæmis símanúmer, mannanöfn og heimilisföng, afmælisdaga nán- ustu ættingja og annað í þeim dúr. Auk þess er það óneitanlega til mikilla þæginda að vera þeirri gáfu gæddur að geta sett á minnið aðalatriðin í löngu máli, eins og ræðum og fyrirlestrum. Það er ekki alltaf hægt að taka upp skrif- blokk og rita niður allt sem maður vill vita eða þarf að muna. Það væri til dæmis hálf kauðalegt háttalag að taka fram blýant og blokk í samkvæmi og skrásetja nöfn og einkenni þeirra sem mað- ur er kynntur fyrir! Og handbókin með símanúmerunum er ekki allt- af við höndina þegar maður þarf á henni að halda. Hvað er hægt að gera til að bæta minnið? • En er hægt að gera eitthvað til að bæta minnið? Víst er það hægt og ein aðferð að minnsta kosti var þekkt og notuð á dögum Forn-Grikkja. Það er svokallað táknmyndakerfi, sem byggist á notkun sjóntákna sem menn ímynda sér og tengja minnisatriði jafnóðum við. Menn búa sér til myndir í huganum, læra þær ut- anað eins og stafróf og nota síðan sem viðmiðun eða festipunkta fyr- ir þau atriði sem á að muna. Þetta Dr. Jón Torfi Jónasson, lektor í uppeldisfræði við Háskóla íslands. MorgunblaAiö/ KEE. kerfi virðist bæði auðvelda nám, það er að segja það nám sem felst í því að setja eitthvað á minnið, og sjálfa upprifjunina. • Það er talið að gríska skáldið Símonides, sem var uppi um 500 fyrir Krist, hafi búið sér til slíkt minniskerfi fyrstur manna. Sagan segir að hann hafi fengið hug- myndina að kerfinu eftir heldur óskemmtilega lífsreynslu sem hann varð fyrir. Hann var fenginn til að skemmta gestum í sigur- veislu með því að flytja nokkur ljóð. Húsráðandinn var það óprúttinn að hann vildi aðeins greiða Símonidesi hálf kvæðalaun fyrir vikið, afganginn áttu guðirn- ir sem ort var til að borga honum á sinn hátt. í miðjum ljóðaflutn- ingnum var Símonides kallaður út úr húsi til að ræða þar við tvo menn sem þurftu nauðsynlega að ná tali af honum strax. Hann hafði ekki fyrr yfirgefið veislusal- inn en þakið hrundi af húsinu og kramdi hvern einasta gest til bana. Það er aukaatriði í þessu sambandi, en þegar út kom fann Símonides enga menn sem áttu er- indi við hann, svo það virðist sem guðirnir hafi tekið þarna í taum- ana og greitt Simonidesi sinn hluta! Eins og gefur að skilja reyndu ættingjar hinna látnu að bera kennsl á líkin, en það reyndist þeim um megn, því þau voru tengdu fyrsta kaflann til dæmis við herbergisdyrnar, þann næsta við myndina á veggnum og svo framvegis. Geymdu sem sagt hvern kafla á sínum stað. Það er hald manna að þessi aðferð liggi til grundvallar enska orðatiltæk- inu „in the first place", eða „í fyrsta lagi“. • Á 17. öld þróaði enskur mað- ur að nafni Henry Herdson kerfi, sem byggist að flestu leyti á sömu lögmálum og kerfi Símonidesar, nema hvað rúmið (herbergið) dettur út úr myndinni. Hann lét sér nægja að ímynda sér tákn, sem hann raöaði upp í ákveðna röð og notaði síðan ímyndirnar til að festa minnisatriði við. Auðvitað skiptir engu máli hvaða tákn- myndir eru notaðar, en til að auð- velda sér að muna sjálfar ímynd- irnar sneið Herdson þær eftir út- liti tölustafanna, þannig að fyrsta ímyndin var kerti, önnur ímyndin svanur, sú þriðja þríhyrningr, sú fjórða teningur, sú fimmta mannshönd, sjötta var pípa, sjöunda rakvélarblað, áttunda gleraugu, níunda stækkunargler og núllið appelsína! • Ýmsar fleiri minnisaðferðir eru þekktar og hafa verið notaðar töluvert af sérfræðingum á þessu sviði um aldir. Ein er svokölluð tölu- og stafapörun. Hún er nær eingöngu notið til að leggja tölur á minnið. Þá er hver tölustafur frá 0 Rannsóknir hafa í sjálfu sér ekki opnað neina nýja heima á þessu sviði, eða uppgötvað nýjar og óvæntar leiðir til að bæta minni manna. Sálfræðingar hafa ein- beitt sér að því að lýsa því sem þarna á sér stað, flokka og skýra kerfisbundið hina margvíslegu minnistækni, meðal annars til að greina þá þætti sem sem þarna eru að verki. Það sem út úr því hefur komið hefur ekki valdið neinni byltingu, eða leitt til skjótvirkra aðferða til að bæta minni manna. Hitt er annað mál, að eitt og annað athyglisvert hefur komið á daginn. Til dæmis það, að það virðist ekki þurfa neina sérstaka áskapaða minnisgáfu til að ná mjög góðum árangri. Menn með ósköp venjulega minnishæfileika frá náttúrunnar hendi geta bætt minni sitt á hinum ýmsu sviðum ef þeir eru tilbúnir til að leggja á sig vinnu. Og það kostar oft tölu- verða vinnu. Minnistækni er að þessu leyti eins og hver önnur listgrein eða iðn, menn verða ekki meistarar á einni kvöldstund." Minnið er ekki vöðvi! — Þú segir að allir geti náð árangri ef þeir eru reiðubúnir til að leggja á sig þá vinnu sem þarf. Þýðir þetta að minniskerfi séu eins konar „andleg lyftingalóð", sem hægt er að nota til að „stæla"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.