Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 79 Garður íslenskra hjóna í Flórída hlýtur viðurkenningu Miami Lakes Garden-klúbburinn valdi nýlega garð þeirra Emilíu og Halldórs Guðmundssonar að 8311 Dundee Terracee í Miami Lakes í Flórída garð mánaðarins. í frétt í blaðinu „The Miami Lak- er“ segir m.a. að þessi íslensku hjón hafi skapað litríkan rósagarð sem blasir við úr stofuglugganum. Ekki er þó eingöngu um rósir að ræða því innan um eru margar aðrar litríkar plöntur. Ennfremur segir að hvíta íbúðarhúsið sé full- kominn bakgrunnur fyrir alla litadýrðina og grænu flötina sem umlykur hana. MULTI-COLOR rose garden highlights the Yard of the Month be longing to Emily and Halidor Gudmundsson in Lake Glenn-Ellen. Úrklippa úr blaðinu The Miami Laker. Læknar á siglingu NORRÆNIR LÆKNAR voru í síðustu viku staddir í Reykjavík á Norrænu bæklunarlæknaþingi. Ekki kusu allir þeirra venjulegan ferða- máta er þeir komu til landsins, því 11 læknar komu á seglskútunni Kirsten. Einn íslendingur, Friðfinnur Sigurðsson, læknir, var með í för- inni, og sagði hann í samtali við blm. Mbl. að læknarnir um borð væru allir frá Stokkhólmi, en skútan hefði lagt upp frá Gautaborg. Eigandi hennar væri norskur og hefði leigt þeim skútuna til farar- innar. Siglingin til Islands, sem var jómfrúrferð skútunnar, tók rúmlega 7 sólarhringa, með viðkomu í Færeyjum og Vestmanna- eyjum, 1 sólarhring á hvorum stað. Friðfinnur kvað skútuna hafa reynst mjög vel á leiðinni. Skip- stjóri er einn læknanna, þrautreyndur siglingakappi, sem m.a. hefur siglt hringinn í kringum hnöttinn. Læknarnir sigldu frá Reykjavík laugardaginn 16. júní. Ljósm. Mbl./Júlíus. Læknarnir 11 um borð í seglskútunni Kirsten. Hafsteir Sveinsson Félagar í Atthagafélagi Strandamanna láta fara vel um sig í skut bátsins en félagsmenn fóru í Viðeyjar ferð um síðustu helgi. í Viðeyjarferð með Hafsteini Sveinssyni Bátur Hafsteins, Skúlaskeið, leggur frá bryggju af stað með farþega út í Viðey. Blaðamaður Mbl. brá sér í ferð til Viðeyjar með Hafsteini Sveinssyni, ferjumanni um síðustu helgi en hann hefur nú hafið fólksflutninga þangað, fjórtánda árið í röð. Eftir að hafa gengið um og skoðað staðhætti á þessum sögufræga og fagra stað voru lagðar nokkrar spurningar fyrir Hafstein. — Hver var ástæðan fyrir því að þú hófst þessa mannflutninga eftir að Við- ey hafði verið svo gott sem einangruð frá landi áratug- um saman? Kannski var það bara tilviljun en tilviljanir eiga sér stundum sérkennilegar sögur að baki. Það var árið 1964, ef ég man rétt, að ég fór við fjórða mann mína fyrstu ferð út í Viðey. Þá var þar engin bryggja eða neitt sem kalla mætti lendingaraðstöðu en þeirri ferð gleymi ég aldrei. Ekki fyrir það að hún væri eitthvað sögu- leg á sjó heldur fyrir þau sérkennilegu áhrif sem ég varð fyrir þá er ég stóð á hlaðvarpa hinnar fornu og sögufrægu Viðeyjar- stofu. Ég býst við að mér yrði ekki trúað ef ég færi nánar út í lýsingar á því svo ég tel rétt að sleppa því að sinni. Fleira kom til að ég fékk áhuga á að rjúfa einangrun Viðeyjar en þessi sérkennilega reynsla mín við Viðeyj- arstofu. Landið allt hérna úti heillaði mig mjög. Ósnortið svipmikið land, sterkur og fallegur gróður, sérkennilegar fjörur, þverhniptir klett- ar og stuðlaberg; allt þetta kom mér skemmti- lega á óvart í minni fyrstu ferð og ekki síður fyrir það hvað Viðey læt- ur lítið yfir sér frá landi séð. Ég minnist þess að ég sagði við samferðafólk mitt: „Hvernig má það vera að Reykvíkingar hafa þetta land við bæj- ardyr sínar en enginn fær notið?" Sem sagt þessi fyrsta mjög svo eft- irminnilega ferð mín varð til að vekja áhuga minn á að fólk fengi notið staðarins. Svo er það annar þátt- ur sem ekki má gleymast en það er saga eyjarinn- ar, hún ein út af fyrir sig gerir Viðeyjarferð verð- uga. — Nú hefur þurft eitthvað meira en viljann einan til að koma fólki til og frá Viðey? Já, það er rétt, fleira þurfti til. Árið 1970 er ég hóf þessa fólksflutninga út í Viðey var eyjan að mestu í einkaeign. Eig- andinn var Stefán Stephensen og fékk ég samþykki hans fyrir þessum flutningum. Þar sem ríkið á hluta af eynni þurfti ég einnig leyfi frá því, sem reyndist auðsótt. Til gamans má geta þess að sú leyfisveiting var eitt af síðustu verkum Bjarna heitins Bene- diktssonar, en hann var forsætisráðherra þá. En ekki voru umrædd leyfi nóg, þar þurfti fleira að koma til. Bryggjur byggði ég bæði i Sunda- höfn og Viðey og eins og þú sérð er Viðeyjar- bryggjan töluvert mann- virki. Hún er yfir 50 metra á lengd sem þýðir að ég er ekki háður stór- straumsfjöru eða flóði. Þessi bryggja kallar á mikla vinnu vor og haust. Að sjálfsögðu þurfti ég einnig bát til flutn- inganna svo ég festi kaup á litlum hraðbáti í Noregi sem ég sigldi heim yfir Atlantshafið og hóf svo fólksflutninga á þessari litlu fleytu. Fljótlega kom í ljós að hún var alltof lítil fyrir sitt hlut- verk sem leiddi til þess að ég keypti stærri bát sem ég nota í dag. — Eru þessar ferðir vinsælar? Já, það er eins og eyjan hafi eitthvert aðdráttar- afl. Ég hef veitt því at- hygli að fólk sem einu sinni hefur komið í Viðey fer í mörgum tilfellum aftur og margir sumar eftir sumar enda ekki óeðlilegt þar sem eyjan er svo gott sem við bæj- ardyr Reykvíkinga og margir hafa gaman af stuttri sjóferð og fara sína fyrstu ferð hér yfir sundið. I eynni sér fólk Reykjavík frá nýju sjón- arhorni. Auk þess býður slík ferð upp á skemmti- lega tilbreytingu frá steinsteypu og malbiki höfuðborgarinnar. — Er ekki töluvert fuglalíf í eynni? Jú, það er það þótt svartbakurinn sé þar að- gangsharður og frekur. Dálítið er af æðarfugli, mófugli og kríu. Tjaldur er þar einnig og jafn- framt hefur hrafninn verpt þar undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.