Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 38
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 I r firiMI rvrMYNDANNA Háskólabíó: í eldlínunni Því veröur vart neitað að efniviöur lístamanna kemur í skrykkjóttum hringjum, og á það við listamenn á öllum sviöum. Tökum kvikmynda- gerðarmenn og rithötunda sem dæmi, því þeirra svið liggja í nánum faðmtögum: f byrjun áttunda áratugarins reit maður að nafni Mario Puxo bók sem hann nefndi „Guðfaðirinn“. Menn í heimi kvikmyndanna sáu sér leik á borði og samnefnd kvikmynd þaut með blóðugum hraða yf- ir allar breiddar- og lengdar- gráöur heimskringlunnar. Nokkrum árum síðar beindu menn augum sínum að sjón- um og öllum þeim aragrúa ókinda sem þar leynast. Onn- ur hver kvikmynd fjallaði um skrímsli í sjó. Stuttu síðar breytti áttaviti þeirra manna um stefnu og geimurinn átti hug allra. Um svipað leyti var enginn maður með mönnum ef hann kunni ekki að dansa, samanber Travolta-myndirnar og nú síðast riðurœllinn (breakdance). En inn á milli slæðast myndir sem fjalla um alvarlegri málefni. Það gerist þegar merkir leikstjórar taka sig til og beina linsum sínum að alvöru lífsins: Coppola reið á vaðiö þegar hann gerði mynd um Víetnam-stríðið (Apocalypse Now) og Costa- Gavras gerði „Missing" um blóðbaðið í Suöur-Ameríku. Nú virðist almenningur hafa meiri áhuga á verkum leikstjóra sem hafa ákveðnar pólitískar skoöanir. Costa-Gavras hefur vart gert mynd sem ekki er lituö pólitískum skoöunum hans og hver veit nema þaö sé honum aö þakka aö fjöldinn sýnir framandi málefnum meiri gaum. Ný hetja eöa andhetja hefur komiö fram í dagsljósiö. Áriö 1981 geröi þjóö- verjinn Volker Schlöndorff mynd um borgarastyrjöldina í Beirút, Die Falschung. Þá geröi pólski flóttamaöurinn, Jerzy Skolim- owskí, mynd um hörmungina i Póllandi og nefnist sú mynd „Moonlighting“. A síöastliöinu ári voru nokkrar kvikmyndir svipaös eölis geröar: Ástralski leikstjór- Joanna Cassidy leikur útvarps fréttakonuna Claire. inn Peter Weir geröi mynd um byltingarástandiö í Indónesíu ár- iö 1956, The Year of Living Dangerously" meö Mel Gibson og Lindu Hunt í aöalhlutverkum og hlaut sú síöarnefnda Óskars- verölaun fyrir aukahlutverk. Dav- id Puttnam, sem framleiddi „Chariots of Fire“ hefur undan- farna mánuöi staöiö i gerö mynd- „í eldlínunni" sést hvað verður um mannlegar tilfinningar í miðri grimmd borgarastyrjaldar. ar um lífiö í Kambódíu eftir aö Rauöu kmerarnir og þeir blóö- ugu morðingjar tóku völdin áriö 1975 og nefnist sú mynd „The Killing Fields". Enn eln mynd er ónefnd: Und- er Fire, sem fjallar um ástandiö í Nicaragua, byltinguna sem sand- inistar geröu þar í landi áriö 1979. Þaö var Roger Spottis- wood sem geröi þá mynd og í aöalhlutverkum eru Nick Nolte og Gene Hackman. Sú mynd þykir draga taum marxistanna, sem nefna sig sandinista. Þessi mynd var útnefnd til Óskarsverö- launa í apríl sl., sem besta mynd ársins, en beiö lægri hlut fyrir annarri mynd, eins og kunnugt er. Under Fire, í eldlínunni, var frumsýnd í Háskólabíói sl. föstu- dag. Nick Nolte í hlutverki fífldjarfa Ijósmyndarans, sem freistast til að aðstoöa Sandinistana. Framleiðandi myndarinnar segir myndina ekki vera beint gegn Bandaríkjunum, heldur gegn Somoza. Enn- fremur gegn öllum eínræöísherrum, hverju nafni sem þeir nefnast. Regnboginn: Hiti og ryk Þaö fer ekki framhjá heimsbyggðinni aö Indland er til á landakortinu. Þaö er ekki bara að Indverjar brytji hver annan í spað í hroða- legum trúarbragöadeilum, heldur hafa sjónlistamenn þeirra vakið meiri athygli á Vesturlöndum með hverju árinu. Um þessar mundir er sýnd í Regnboganum mynd sem nefnist Hiti og ryk (Heat and Dust) sem bandaríski sjónlistamaöurinn James Ivory geröi, en hann hefur dvalist á Indlandi meira eöa minna síöastliöin tuttugu ár- in. Þegar minnst er á James Ivory þá er annað nafn sem ætíö fylgir í kjölfariö, en þaö er nafn fjármálaspekúlants- ins Ismail Merchant; þeir hafa unnið saman í bráöum tutt- ugu ár. Hiti og ryk, sem hefur fariö sannkallaöa sigurgöngu um ger- Julie Christie valla heimsbyggöina, er byggö á skáldsögu indversku konunnar Ruth Prawer Jhabvala, en jafn- framt samdi hún kvikmynda- handritiö. Sagan gerist á tveimur plön- um; í nútímanum er ung vestræn kona, sem heillast af lífi frænku sinnar, sem liföi ævintýralegu lífi á Indlandi á þriöja tug aldarinnar. Þannig lætur James Ivory ekki aöeins andstæöur gamla og nýja tímans skerast heldur einnig vestriö og austriö. Greta Schacchi í rómantískum hita. Þekktasti leikarinn í myndinni er aö sjálfsögöu Julie Christie, en á undanförnum árum hefur hún foröast glamurrullurnar sem geröu hana fræga. En mesta at- hygli hefur önnur leikkona, Greta Scacchi, hlotiö fyrir hlutverk Oliviu. Fram aö þeim tíma er hún lék í Hita og ryki, þá hafði hún mestan partinn leikiö í þýskum kvikmyndum. Erlendis hefur Hiti og ryk hlot- iö flesta þá dóma gagnrýnenda sem sjónlistamenn vildu gjarnan fá í hvert mál. Einn gagnrýnandi kallaöi myndina Perlu Indlands. En þaö er ekki einvöröungu er- lendis, sem myndir fá góöa dóma; hérlendis eru gagnrýn- endur einnig yfir sig hrifnir. Ólaf- ur M. Jóhannesson sagöi meöal annars í grein sinni i Morgun- blaöinu um myndina síöastliöinn fimmtudag: „Tel ég þessa kvikmynd hik- laust skipa sess á bekk meö úr- valsmyndum kvikmyndasögunn- ar ... í fyrsta lagi þá er engu atriöi ofaukiö í þessari mynd. Hvergi veröur vart stiröleika þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.