Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 87 í eldlínunni Miskunnarleysi borgarastyrj- alda er algert, hvort sem menn lifa þaö gegn um fallna vini eöa ættingja eöa eru í sjálfri eldiín- unni, og kemur þaö glöggt fram í umræddri kvikmynd. Hún fjallar um baráttu Ijosmyndara og fréttamanna viö aö afla upplýs- inga um gagn stríösins og aö halda lífi, sem er enginn leikur. Nick Nolte leikur Russel Price, sem er jafn þekktur fyrir frábær- ar Ijósmyndir af vopnuöum átök- um og fífldirfsku sína. Hann er staddur í Angóla á sama tíma og blaðamaöur Time, Alex, sem Gene Hackman leikur, og ást- kona Alex, útvarpsfréttakonan Claire (Joanna Cassidy). Þrenn- ingin heldur fjótlega til Suöur- Ameríku, nánar tiltekiö Nicar- agua, þar sem ástandiö þykir fréttnæmt. Anastatsio Somoza, einræöisherra, heldur enn um stjórnartaumana, en valdatími hans er senn á enda, því átökin milli stjórnarhersins og bylt- ingarsinnuöu marxistanna, sand- inistanna, fara stööugt harön- andi. Ljósmyndarinn Russel og útvarpsfréttakonan leita skjóls í hópi sandinistanna og Russell freistast til aó aöstoöa þá, en um leiö er ferill hans í hættu. Kemur skjótt í Ijós aö sjaldan er tófa trygg. Við gerð þessarar myndar, sem um margt ber helstu ein- kenni bandarískra hasarmynda, nutu kvikmyndageröarmennirnir aöstoöar Matthew Naythons, Ijósmyndara Time, en hann var í Nicaragua árin 1977—1979. Sá hann þar ýmislegt Ijótt sem hann festi á filmu. Einræöisherrann, Somoza, kemur fram í myndinni, en hann leikur Rene Enriquez, sem ólst upp í Nicaragua. Enriquez þessi leikur um þessar mundir eina lögguna í Hill Street Blues, Vörö- um laganna. Þannig vill til aö frændi Enr- iquez, Emiliano Chamorro Varg- as, var forseti Nicaragua áöur en hann var rekinn í útlegó áriö 1936 af Somoza og kompaníi. Enriquez neitar því ekki aö myndin dragi taum sandinist- anna, sem margir telja verri en sjálfan Somoza, en hvaö hann sjálfan varöar, þá veitir myndin honum kærkomiö tækifæri til aó klekkja á fornum fjandvini og sýna leikhæfileika sína. HJÓ. Indverski leikarinn Shashi Kapoor. skipt er milli ólíkra myndsviöa, þess er Olivia Rivers gistir og hins er Anne skipar sjötíu árum síöar. Frásögnin er lýtalaus og hleypur hvergi snuröa á þráöinn, eins og oft vill gerast, þá mann- legar ástríöur sitja í fyrirrúmi á myndfletinum .. . í annan staö má nefna aö kvikmyndataka er meö þeim hætti aö áhorfandinn gleymir brátt aö hann er aö horfa á kvikmynd, en slíkt telst hlö mesta hól fyrir leikstjóra." HJÓ Sumarið er komið og framundan eru ferðalög og útilegur. En hvert sem leið þín liggur, skaltu hafa með þér góða bók og birtugjafa af bestu gerð; litla Ijósálfinn Þegar aðrir tjaldbúar eru komnir í fastasvefn, þá skalt þú festa litla Ijósálfinn á bókina og lesa síðan í ró og næði, án þess að trufla svefnfriðinn. Einn stærsti kostur itla Ijósálfsins er að hann getur notast við rafhlöður og þannig lýst þér við lesturinn, í bílnum, bátnum, flugvélinni, tjaldútilegunni, sumarbústaðnum, - hvar sem er! Borgartúni 22, sími 24590, Reykjavík Fæst einnig í bóka- og gjafavöruverslunum mmm. .......... ..................„. .i ÆTLAR ÞÚ TIL PORTÚGAL ÍSUMAR? í Búnaöarbankanum getur þú keypt Visa feröatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal. Viö bjóöum einnig: *Visa-feröatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. * feröatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America, * ferðatékka frá American Express í Bandaríkjadollurum, * Visa greiðslukort til afnota innanlands og utan. verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. fjFBlJNAÐARBANKI \Q/ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.