Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 3

Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Örlög og Erlendar bækur Siglaugur Ðrynleifsson Germaine Greer: Sex and Destiny. The Politics of Human Fertility. Secker & Warburg 1984. Germaine Greer er áströlsk, fædd í Melbourne. Stundaði þar nám og skrifaði doktorsritgerð sína um fyrri gamanleiki Shake- speares. 1970 birtist fyrsta bók hennar The Female Eunuch, sem vakti gífurlega athygli. Höfundur- inn réðst í þeirri bók á karlaveldið á Vesturlöndum og þá mótun sem konur urðu að sæta, eins og hún útlistaði það. Hún hélt áfram árásum sínum á karlaveldið og hvatti konur til uppreisnar og þess að taka, sér „hlutverk" karla í samfélaginu. í þessari bók kveður heldur bet- ur við annan tón. Greer hefur greinilega áttað sig á öllu femín- istablaðrinu og á því að skoðanir karl-ynjanna eru meira og minna reistar á skökkum og bjöguðum forsendum og að sú allsherjar kúgun kvenna fyrr á öldum sé ekki sú staðreynd sem femínistar álíta. Þær „hreyfðu vögguna og stjórn- uðu heiminum". Það er fyrst nú á dögum þegar staðlaðir fram- leiðsluhættir og framleiðsluform hafa verið tekin upp sem hugsjón markaðssamféiagsins og þræla- samfélaga vítt um heim, að kúgun kvenna og karlmanna hefur verið stöðluð og réttlætt af ófreskju okkar tíma, „samfélagslegri nauð- syn“. Þegar tekið er að líta á karla og konur sem hrein vinnudýr sem beri að nýta til framleiðslunnar og aukinnar framleiðni og skammta þeim jafnframt tilbreytingu og móta smekk þeirra að þörfum skammtanaiðnaðarins og aðlaga uppeldið fræðsluiðnaðinum, þá er vegurinn ruddur f faðm „stóra bróður“. Greer álitur nútima iðnvædd samfélög mörkuð feigð og dauða og dregur þá ályktun af þvi að þau séu mannfjandsamleg og barnafjandsamleg. Gleðin yfir frjósemi og börnum sé horfin. Fólk sem lætur sig hafa það að leita til félagsráðgjafa til „fjölskylduráðgjafar" sé dautt fólk, sterílt fólk, sem láti mata sig, hafi ekkert frumkvæði og lifi engu lífi, sem líf megi kallast. Ást og hryggð séu dauð í þessum túbum. Það reikni út eða láti reikna út hvernig það geti lifað sem áhættu- minnstu lífi og notið þeirra nautna og tilbreytinga sem mark- aðurinn og eigin sljóar tilfinn- ingar krefjast og þegar þessar túbur eldast er þeim dengt á stofnanir, þar sem þær eru af- skiptar og yfirgefnar. Lýsingar Greer á nútímasam- félögum minnir nokkuð á útmálun Eggerts Ólafssonar í Búnaðar- málki i þeim hluta hans sem nefn- ist: „Eymdar Óður eðr Óvætta Dvöl og ógéðs Æfi“. Þar segir: Veiklegt afkvæmi við þó hjarni, vilja þau helst að deyi strax, að herrann gefi ei björg með barni, beggja meining er sama slags, og svíkjast um að eiga börn, engu þó síður lostagjörn. Hér er lýst viðhorfi nútima- fólks, samkvæmt skoðunum Greers. Hún fjallar um fóstureyð- ingar og útburð barna eða barna- morð í sjöunda kafla ritsins mjög ítarlega. Greer telur að getnaðar- varnir, sem nú séu notaðar séu beinlínis stórhættulegar fyrir konur, þær séu fyrst reyndar á konum þriðja heimsins og gangi þær þar, sé þeim „troðið" inn á konur í þróuðum samfélögum. Það sé eitt dæmið um afstöðu þróaðra þjóða til þriðja heimsins. Þriðji heimurinn er heimur Greers. Hún segist heldur vilja fæðast inn í allslausa stórfjöl- skyldu á Indlandi en í evrópska eða bandaríska kjarnafjölskyldu nútímans. Lýsing hennar á stór- fjölskyldum þriðja heimsins minnir á lýsingu Móður Theresu á lífsviðhorfum fátæklinganna í fá- frjósemi tækrahverfum stórborga Ind- lands, en hún taldi að það fólk ætti fyllra líf og lífshamingju en allsnægta fólk iðnvæddra samfé- laga. Þessar iðnvæddu þjóðir virðast ekki þola öðrum þjóðum að lifa sínu lífi, þær krefjast þess að fá- tækar þjóðir taki upp samskonar lífsvenjur og þær búa við, iðnvæð- ist, njóti „nútíma fræðslu“, lifi á pakkamat eða frystum, stundi hreinlæti og aðlagist á allan hátt sínum lífsvenjum og síðast en ekki síst dragi stórkostlega úr mann- fjölguninni með notkun getnaðar- varna eða steriliseringu. Greer telur að áhugi iðnvæddra þjóða á mannfækkun stafi af eigin duldu hatri á börnum og náttúrulegu lífi. Þær þola ekki öðrum það sem þær telja andstætt eigin skoðun- um, sem Greer telur markast af eigin feigð, þær heimta að allur heimurinn deyi með sér. Greer lýsir af mikilli snilld grunnfærnislegum aðferðum fé- lagsfræðinga sem sendir eru til þriðja heimsins til þess að rann- saka lífskjör og hegðunarhætti þjóðanna. Gífurlegu fé er ausið í þessa leiðangra og afraksturinn eru skýrslur og línurit, prósentu- tölur og margvíslegar tölfræði- legar upplýsingar sem sanna það að mannfjölgunin er alltof mikil. En það vill svo til í þessum lönd- um að eina skjól einstaklingsins er stórfjölskyldan og samheldni hennar, því stærri, því meira ör- yggi. Nútíma framleiðsluhættir hafa reynst illa í þriðja heiminum vegna þess að ekkert tillit er tekið til aðstæðna og mats íbúanna sjálfra, hvorki trúarbragða eða ættarkenndar. Misræmið milli nýrra hátta og erfðavenja stórfjölskyldnanna, fornra framleiðsluhátta og massa- framleiðslu magnar öryggisleysi og uppgjöf. Og svo er mæðrum þriðja heimsins selt mjólkurduft og ýmiskonar barnamatur og „kennt“ að annast hvítvoðunga samkvæmt evrópskum og banda- rískum hætti, þar sem allar for- sendur skortir til þess að nýta gervifæðið á þann hátt að komi að gagni. Inntak kenninga Greers er að „konunni sé áskapað og eðlilegt að eiga börn og einnig að elska og annast börn og að hvert barn auki á lífshamingju hennar og fjöl- skyldunnar“. Hún telur að ást á börnum sé einkennið innan stór- fjölskyldna þriðja heimsins og „að aukast og margfaldast" sé tilgang- urinn þegar allt kemur til alls. Greer telur að gleði móðurinnar sé tekin frá henni í iðnvæddum ríkj- um, tengsl móður og barns séu skert þegar eftir fæðingu og í ____________________________43_ staðinn hljóti hún nautn samfar- anna, sem Greer telur að geti ekki komið í stað móðurgleðinnar. Kenningar Greers stangast heldur betur á við fyrri kenningar hennar og viðteknar skoðanir fem- ínista, enda ráku þær upp rama- kvein þegar bókin kom út í mars sl. Þetta er mjög skemmtileg bók, höfundurinn notar háðið óspart, hún skopast að viðteknum frösum, sem bullukollarnir hafa hver eftir öðrum, „nútíma fólk“, „samfé- lagsleg nauðsyn", „mannsæmandi kjör“ o.fl., o.fl. af nógu er að taka. Hún lýkur skrifum sínum með þessum orðum: „Margfalt fleiri óæskileg börn fæðast meðal auð- ugra þjóða en fátækra." Auk þess að vera mjög skemmtileg er bókin náma upplýs- inga og opnar svið og afstöðu ólíkra heima og skoðanir fólks, sem hefur ennþá samband við uppspretturnar. I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.